Ísafold


Ísafold - 19.09.1894, Qupperneq 2

Ísafold - 19.09.1894, Qupperneq 2
246 blessast, vanrækja störf sin og verða að litlum eða engum notum; margfaldur skaði og skapraun fyigjast að; allt kafnar í þessari einu hugsun: að komast í kaup- stað. Þegar því kaupstaðakonurnar á- varpa vinkonur sínar í sveitinni og segja: »Æ! Blessuð góðasta! láttu manninn þinn fá embætti í kaupstað«, eða: «Láttu nrí manninn þeiun flytja sig í kaupstað«, þá á tíðast bezt við, að svara þeim með orð- unum hans Jobs, er honum leiddist ein- feldnin og mælgin úr konunni: »Þú talar sem fávísar konur tala«. Aki. Elínar-argið. í »Þjóðólfi« 18. janúar 1889 er þess get- ið, að Þorlákur kaupmaður Jóhnson bauð 400 fátækum börnum til kvöldskemmtunar (þann 14. janúar) og svo er þessu bætt VÍð: »Svona er að hafa innlenda kaupmenn«. Waldemar Fischer gaf landsmönnum 5 eða 6000 krónur. H. Th. A. Thomsen gaf Reykjavíkurbæ 2500 krónur. »Svona er að liafa útlenda kaupmenn«. »Þá munaði ekki um það; þeir bafa grætt hjer svo mikið«. Svar: »Þeir voru ekki skyldugir til að gefa neitt, og enginn gat bannað þeim að græða hjer«. Spurning: »Vilja hinir innlendu kaup- menn ekki einnig græða? Hvað mikið hafa þeir geflð landinu?« Ungi Fischer er nú einnig útlendur kaup- maður, ekki búsettur hjer, og þó hefir hann fyr3tur komið hjer á gufubátsferðum um Faxaflóa. En ungi Fischer græðir of mik- ið á »Elínu, og þess vegna má hann ekki hafa hana! Því hafa hinir innlendu kaupmenn ekki stofnað gufubátsferðir ? Eða því hefir ekki verið fenginn gufubátur, sem sjálft landið ætti ? Og helzt þannig, að enginn ábati yrði af honum. Því þetta er meiningin málsins. Þetta eru »framfarirnar«. Þegar það er loksins fengið, sem allir þráðu, þá er það lýst ónýtt; þá á strax að eyðileggja það, af ótta fýrir að maðurinn muni græða of mikið. Svo vaknar »föðurlandsástin« í hjarta eins »föðurlandsvinar«. Björn Breiðvikinga- kappi verður að Birni Hítdælakappa, og Björn Hítdælakappi verður að Birni bú- fræðingakappa og Birni Borgfirðingakappa (raunar hefðu þeir allt eins getað sent »Hvítárvallaskottu«) — og nú kemur kapp- inn aibrynjaður fram á vígvöllinn með nýtt áhlaup, eptir að hann hefir æft sig í blöðunum um ýmksleg búfræði3leg efni, þjóðráð um hlandforarburð, liúsabygging- ar, hvernig eigi að gera húsaþök svo, að þau leki sem mest, um jarðabætur, um afnám allra skatta — svo alit í einu um prjedikunaraðferð, gott efekki stöku sálm- vers hrýtur með — og nú loksins verður hann »kapteinn«/og spjallar um sjóferðir, sjálfsagt í óðfluga æskufjöri;j því þegar hann sat á alþíngi, sællar minningar, þá kunngjörði hann að hann væri ungur, og mun þetta flnnast í þingtíðindunum innan um hinur löngu fjallræður, sem ritaðar voru allt öðruvisi en þær runnu fram úr mælskumunni Borgfirðingakappáns. Jeg skal nú nákvæmar svara kappa- greininni í »Þjóðólfi« 7. sept. Kappinn segir, að »hvergi í hinum menntaða heimi muni mönnum boðinn slíkur farkostur sem Elín«. Kappinn þekkir ekki hinn menntaða heim; hann veit ekki, að í hinum mennt- aða heimi er mönnum boðitm helmingi verri farkostur en Elín. Kappinn segir, að ekki sjeu til nóg sæti á EJínu. Kappinn veit ekki, að i »hinum mennt- aða heimi* verða menn opt að standa, og það á fullt eins langri leið og Elín fer. Ef kappinn þreytist, þá getur hann sezt flötum beinum á þilfarið. Kappinn segir, aú ekki sje legurúm fyrir veika menn. Elín er enginn spítaii, og ekki ætluð til að flytja veika menn. Samt hefir það komið fyrir, og farið vel. Menn verða og sjóveikir á fleiri skipum en Elínu, jafnvel á íslenzkum skipum, og kvartar enginn urn legurúmsleysi þar. Kappinn kvartar um salernisleysi. Svo lítur út, sem kappinn þurfl opt að nota það; en það er spursmái, hvort nokkur »útgerðarmaður« muni takast á hendur að byggja salerni handa kappanum, sem likiega ekki mætti vera neitt smáræði. Annars eru tvö salerni á Elínu, en kapp- inn þarf sjálfsagt tíu eða tólf. Að farþegar sjeu »látnir« vinda upp akk- eri, er ósatt; þeir hafa gert það ótilkvaddir. Vel má vera, að óhreinn bátur hafi kom- út og einhver farið í hann; það er tóm til- viljan og alls ekki »útgerðarmanninum« að kenna. Iíann veit ekki af því sem gerist þar, sem hann ekki er sjálfur. Það er því ó- satt, sem kappinn gefur í skyn, að þetta viiji opt til, eða jafnvel sje stöðug regla. Þá fær kappinn tækifæri til að færast í aukana, þar sem hann gerir sig digran yfir því að Danir sýni íslendingum ókurt- eisi og »lítilsvirðingu«; þetta getur vel verið; en engu ókurteisari munu ýmsir vorir landar vera við Dani, og það er al- gengt á gufuskipum hjer, að íslenzkt fólk er svo uppivöðslumikið, að slíkt mundi hvergi annarsstaðar þolast. Reikningar kappans um flutningsgjald eru alveg samhljóða þeim, sem hann hefir gutlað upp í alþingistíðindunum. Þá geipar kappinn um »almannafje« sem föðurlandsvinur og sparnaðarpostuli; um að þar standi »Elin — Kjöbenhavn« — þetta sje ófært! En því hefir hann ekki komið með annað skip, sem standi á »Björn— Reykjakot« ? Hin »smjúgandi fjegirni útgerðarmanns- ins« er ekki meiri og enda ekkert á við tiiraunir kappans að auðgast á Rauðará og Reykjakoti, sem hvorugt hefir tekizt, svo von er þó honum sárni. Svo segist hann hafa komið út á Elínu »á eigin báti«. Björn bút’ræðingakappi á engan bát. Og svo hrósar hann sjer af stórmennsk- unni og fer að rita á dönsku. »Hvaða bátur sem notaður verður til Faxaflóaferða hjer eptir, »æt;ti« ekki »að taka tiflit til þeirra atriða, sem« kappinn hefir »hjer fundið að um EJínu«. Enda þarf ekki að gera ráð fyrir því; því tak- ist kappanum að láta Fischer hætta við- Elínu, þá mun enginn gufubátur koma í bráð —eða, komi hann,þá mun þess ekki langt að bíða áður hann verður rifinn. niður. Það væri gaman að sjá, hver mundi verða til að stofna gufubátsferðir, án þess að hafa nokkurn hag af' þeim sjálfur. Gagn það, eða sá hagur, sem Fischer hefir haft af Elínu, er varla annar en sá^ að hann hefir stöku sinnum notað hana til að sækja fisk, og það mjög lítið í sumar, þar sem svo lítið hefir verið um fisk. Elin mun kannske hafa borið sig, og varla meir;. hún hefir stundum legið lijer á höfninni heila viku aðgerðalaus, af því ekkert hefir verið til að flytja, hvorki fólk nje vörur^ það er einungis tvisvar á ári, vor og haust, nokkra daga, að hún hefir flutt fólk að- mun, kaupafólk, sem hefir farið og komið. I fyrra, meðan nýja brumið var á og gott í ári, var miklu meira um ferðir og flútn- inga en nú í sumar. Það væri sannarlegt gleðiefni fyrir- kappann, ef það skyldi takast að ónýta þetta fyrirtæki. Það gæti einnig hugs- azt, að Fischer hætti við þetta sjálf- krafa, þegar hann sjer, hvernig tekið er í það, og hvert þakklæti hann fær fyrir þá fyrstu og hingað til einustu til- raun í þessa átt, sem hefir nokkurn veg- inn tekizt. Er það að minnsta kosti óvíst,. að Reykvíkingar verði fúsir á að leggja fje fram eptir ósk búfræðingakappans. Öll hin langa og bókstafaríka grein kappans ber það með sjer, að hann hefir ekkert vit á því, sem hann ritar um, en mokar upp nógu af markleysum. Hann heflr enga hugmynd um hvað þetta fyrii’- tæki kostar, ekki um laun mannanna, sem, skipinu þjóna, og um ekkert. BBBBB (bústólpi). Klakageymsluhúsi stingur bankastj. Tr. Gunnarsson upp á að upp sje komið hjer i bænum, svo stóru og fullkomnu,fað- birgt geti upp gufuskip milli landa, er flytja vilja þar til lagaðan flsk ísyarinn--— flata flska og lax—, og ekki síður til þess. að geta geymt þar síld til beitu. Hann flutti fyrirlestur um það o. fl. í vei-zlunar- mannafjelaginu 15. þ. m., er gerður var að mjög góður rómur, og nefnd kosin (5- manna) til að íhuga það mál frekar og undirbúa stofnun hlutafjelags í því skyni. iLeppnrinn fylgir goðinu*. Sjö uxðu dómarnir alls í sumar gegn ábyrgðarmanni, »Þjóðv. unga«, ísfirzku þjóðhetjunni(!), út af meiðyrðum um ritstjóra Isafoldar—íjórir fyr- ir meiðyrðin sjálf, og hefir þeirra verið áður getið,—-en þrir fyrir að þrjózkast við að aug- lýsa lögsókn fyrir þau. Beiddist garpurinn loks sætta í þeim eða uppgjafar saka, eptir að hann hafði þrjózkast við að hlýðnast ský- lausum lagafyrirmælum í því efni 8—9 mán- uði, auðvitað til þess að halda ísfirðingnum sem lengst við trúna á, að enginn »þyrði til við- sig«, heljarmennið(!)— og bauðst til að hirta ]>á þegar auglýsingarnar, sem hann og gerði, áður dómar fjellu eða um það leyti, til þess að komast hjá þvingunarsektum. En 20 kr. sekt fyrir dráttinn og óhlýðnina og 10 kr. málskostnað var hann dæmdur í í bjeraði í sumar (13. júlí) í hverju máiinu um sig. Til hefnda fyrir þessa útreið hefir nú »hetj-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.