Ísafold - 19.09.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.09.1894, Blaðsíða 3
an« nýlega fitjað upp 3 meiðyrðamál gegn ritstjóra ísafoldar. Hver veigur muni i þeim, má marka á þvi, að eitt þeirra er fyrir það, að getið var um i ísafold i sumar áminning þá, er »hetjan« t'ekk hjá forseta neðri deildar fyrir óvandaðan munnsöfnuð i þingræðu! Óðara en ritstjóri »Þjóðólfs« var þess vís, að hans pólitiski lærifaðir og leiðtogi hefði það svona, þurfti hann að herma það eptir, eins og annað, sem hann gerir, og auglýsir nú lögsókn á hendur ritstjóra Isafoldar til hefnda fyrir mál það, er hann hefir fengið á hálsinn f'yrir hin megnu og tilhæfulausu illmæli sín út af forsetaskiptunum í Bókmenntafjelaginu i sumar. Það, sem hann læzt nú ætla að f'á ritstjóra ísafoldar dæmdan f'yrir, er lýsingin hjer í blaðinu á framkomu »Þjóðólfs« í kosn- ingarbaráttunni hjer i Reykjavik í sumar, l'ólskunni og flónskunni, sem þar kom fram af hans hálfu sem optar. Hvaða von hann muni geta gert sjer um sigur í því máli, má nærri geta. En — »leppurinn verður að fylgja goðinu«. Eptirmæli. Hinn 13. þ. mán. andaðist merkisbóndinn Brynjólfur Maqnússon í Nýjabæ a Seltjarn- arnesi, eptir margra ára vanheilsu. Hann var f'æddur 1830. Kvæntist 1859 Halldóru Guð- mundsdóttur f'rá Mýrarhúsum, og byrjaði sama ár búskap í Nýjabæ. Konu sína missti hann 1891. Þeim varð ekki barna auðið, en þau ólu upp mörg fósturbörn, sem þau mönnuðu og reyndust sem beztu foreldrar. Síðustu æfi- ár sín bjó Brynjólfur sál. með fósturdóttur sinni. Brynjólfur sál. var, meðan hann hafði heilsu, mesti atorku- og dugnaðarmaður og stoð sveitar sinnar. Hann var síglaður og skemmtinn og sannur sómamaður, og heimili hans jafnan talið meðal hinna mestu sæmdar- heimila í Seltjarnarneshreppi, enda var kona hans honum samtaka í því að gjöra garðinn frægan. S. Frimerkjafiknin. Það er fyrir löngu orðið að ástríðu fyrir fjölda manna, og það ekki sízt meiri háttar manna, að vilia komast yftr sem allra mest af brúkuðum frímerkjum. Eru þau f'yrir því orðin mikil 247 verzlunarvara. Er mælt, að hjer í álfu muni vera full 2000 frímerkja-stórkaup- menn í minnsta lagi, en atvinnu við þá verzlun hafi menn svo tugum þtísunda skiptir. Þrír eða fjórir frímerkjakaup- menn í Lundúnum seldu í fyrra á sjerstök- um frímerkjauppboðum fyrir 300—350,000 kr. Einn þeirra settist í helgan stein, er hann hafði grætt á frimerkjaverzlun nær V2 milj. króna. Sex tímarit um »frimerkja- fræði« eru út gefln í Lundúnaborg einni, og svo kvað vera mikið til orðið af frí merkjafræðisritum, að skráin yfir þau mundi verða þykk bók. \ Frímerkjasafnari einn í París, Philip de Ferrary, er mælt að eigi meira en 2 milj. króna virði í frí- merkjum. Við hann má setja upp hvað sem manni lízt fyrir þau frimerki, er hann vantar í safn sitt; hann gengur ekki frá. Hann hefir i mörg ár haldið 2 frímerkja- fræðinga með 7,200 kr. launum hvorn til þess að haf'a umsjón yfir frímerkjasafni sinu. Annar maður í París er mælt að eigi meira en 1 milj. frímerkja, innbundin í 130 bindi i skrautbandi. Leiðarvísir ísafoldar. 1475. Eru verzlunarmenn nokkuð rjettminni en aðrir f'yrir árásum í orðum eða verkum óhlutvandra manna ? Sv.: Auðvitað ekki. 1476. Hver er hin rjetta meðferð á þeim, er gjöra sig seka í því, að vaða upp á aðra með iliyrðum ? Sv.: Hin löglega meðferð er lögsókn á hendur þeim til sekta eða fangelsishegningar. Beka má þá og út, ef þeir eru aðkomandi, og rjúfa húsfrið á mönnum. 1477. Get jeg ekki fengið lausamannsbrjef' enn þá fyrir yurstandandi ár, með því að jeg hef verið á þilskipi frá því í marzmánuði og þess vegna ekki getað keypt það f'yr en nú ? Sv. Nei, ekki nema fyrir næsta ár; sekt f'yrir ólöglega lausamennsku þetta ár; engin gild afsökun, þótt verið hafi á þilskipi; hefir auðvitað haft nóg tækifæri samt til að kaupa eða láta kaupa fyrir sig lausamennskuleyfi. 1478. Er kaupmanni þeim, sem hefir íisk minn til verkunar, heimilt að láta vega fisk- inn, án þess að jeg sje þar viðstaddur, þegar jeg er heima í plássinu? Sv.: Já; en íulla sönnun verður hann að færa fyrir vigtinni, ef þjer rengið. 1479. Hvað segist á því, að uppnefna fólk smánarnöfnum? Og hvernig á að taka það f'yrir ? Sv.: Það varðar sektum og má höfða mál- ið sem meiðyrðamál. 1480. Práfarandi jarðar flytur í annan hrepp án þess að hafa greitt álag á jörð þá, er hann flutti sig frá. En hreppstjórinn í þeiin hreppi, sem fráfarandi flutti í, skyldur til að fremja lögtak fyrir hinu vantandi álagi? Sv. Nei, alls eigi; lögtaksrjettur á álagi er bundinn því skilyrði, að lögtakið sje tatar- laust framkvæmt af úttektarmönnum og í þeim munum sem fráfarandi á á jörðinni, sjá lög 12. jan. 1884, 33. gr. og lög 16. des. 1885, 1. gr. 9. lið. 1481. Er hreppstjóri skyldur til að fremja fjárnám fyrir idæmdum málskostnaði ? Sv.: Já, ef sýslumaður hefir skipað svo fyrir. 1482. Eru ekki stefnuvottar skyldir að birta skuldunautum fjárnáms- eða lögtaksskipanir, og eiga þeir eigi heimting á, að þeim sje borgað birtingargjald og mílupeningar f'yrir- tram, og ef svo er, hver a þá að leggja út gjaldið fyrirfram ? Sv.: Jú við tveimur fyrri liðum spurning- arinnar. Fjárnáms- eða lögtaksbeiðendur eiga að leggja út birtingargjaldið og mílupening- ana fyrirfram. 1483. Hver er munur á fjárnámi og lögtaki? Sv.: Fjárnám er aðförin kölluð, þegar hún fer fram á fullnægingu dóma, úrskurða eða sátta um fjárútlát eða þinglesins veðskulda- brjefs með veði í fasteign; lögtak er aðförin nefnd, þegar hún fer fram eptir lögheimilaðri skipun yfirvalda eða beinum lagaákvæðum án undangengins dóms o. s. frv. 164 »Jú, herra ofursti«. »Hvers vegna hlýddirðu þá ekki?« »Jeg— jeg ætlaði til þess,— en «. »En hvað? Það er stórkostleg óhlýðni — þú ert ekki flokksformaður framar!« Jeg var sem sje gerður að sveitarhöfðingja í þess stað fyrir viðvikið. Tállaus hugprýði. Póstgufuskipið »Tanais« var að sigla fyrir Matapan- höfða á Grikklandi. Vjer hófðum fengið bezta veður alla leið þangað til; en er vjer íærðurast nær flóanum við Coron, fór hann að hvessa. Það skiptir opt áttum þar, við þaðan höfða. Þar mætast straumar úr þremur áttum. Sje logn í Adríuhafi, er sjaldan samaveður, þeg- ar kemur inn í Grikklandshaf; sama er, eF"dialdið er hina leiðina, að þó að hann sje hægur í Grikklandshafi, 161 sú, að ef Indíanarnir bera oss ofurliða, þá mega þeir ekki ná henni lifandi. Það er ekki meira um það — þú skilur«. »Já, herra ofursti« anzaði jeg. Jeg reið að vagni frú Blanks og kvaddi hana á her- manna visu. Hún var kona smá vexti, hálfþritug á að gizka, og hafði gipzt fyrir 2 árum. HHún var mikileyg og bláeyg, hýr og brosleit. Hún horíði á mig, laut út úr vagninum brosandi og spurði, nokkuð skjálfrödduð þó: »Haldið þjer — haldið þjer að það verði ráðizt á okkur?« »Já, mikil líkindi eru til þess, frú mín góð; en við spjörum okkur, spái jeg«. »Og ef við gerum það ekki?« »Þá hef jeg fyrirskipan ofurstans«. »Það er gott«, anzaði hún. Við vissum bæði, hvers efnis sú fj^rirskipan var. Jeg átti að drepa hana, er jeg sæi vort óvænna,'til þess að hún lenti eigi með lífi í klóm hinna miskunnarlausu grimmdarseggja, Indíananna, og yrði að sæta af þeim hryllilegum pyndingum eða öðrum verri búsifjum. Svo heitt, sem var af sólu, þá fór samt hrollur um mig allan, er jeg hugsaði til þeirrar fyrirskipunar. Nær hádegi daginn eptir sáum við, hvar 12 Indíanar biðu vor áhestbaki ádálitillihæð fram undan okkur hægra

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.