Ísafold - 08.10.1894, Síða 1

Ísafold - 08.10.1894, Síða 1
Kemnr út ýmiat emn sinni eða tvisvar í vikn. Yerð árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l1/* doll.J borgist fyrirmibjanjúlimím. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifieg)bnndin vif> áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- b erm. Afgreibslnstofa blabs- ins er 1 Auttuntrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, mánudaginn 8. október 1894. 67. blað. 1895 VERÐUR ÍSAFOLD EKKI minni en þetta ár, eða minnst 80 blöð (arkir) og með sarna verði, 4 kr. Nýir ‘lcaupendur fft í kaupbseti! 1. Sögusafn ísafoldar 1892, 270 bls. 2. Sögusafn Isafoldar 1893, 176 bls. 3. Sögusafn ísafoldar 1894, nær 200 bls., allt ágætar skemmtisögur, mjög vel valdar og með hreinu og vönduðu orð- færi. 4. Friður sje með yður, 48 bls., innb., eða 4 bækur alls, um 700 bls. ókeypis af eigulegustu ritum, sem mundu kosta með venjulegu bókhlöðuverði minnst 4 kr. Þeir sem fjOlga skilvísum kaupend- um ísafoldar um 8 minnst, fá í þóknunar skyni allt Sögusafn Isafoldar frá upphafi til ársloka 1894, sjö bindi, sjálfsagt 8—10 kr. virði. '£Zr Ókeypis fá nýir kaupendur að 22. árgangi (1885) síðasta fjórðung þessa árgangs ísafoldar (þ. e. okt. des ), ef þeir borga fyrir fram eða um leið og þeir panta blaðið, sje það fyrir þessa árs lok. Útlendar frjettir. Khöfn 22. sept. 1894. Veðrátta. Stöðug votviðri seinni hluta ágústmánaðar og framan af septembor. Rú þurviðri, en ineð vaxandi kælu. — I lok ágústmánaðar kom óskapleg vatnshelling með haglhríð og óðastormi og gerði stór- mikið tjón á húsum, ökrum, skógum og fjenaði á Frakklandi norðanverðu, 1 Belgíu og í útsuðurhluta Þýzkalands. Danmörk. Þess er fyr getið, að Hö- rúp hefir mælzt undan kosningu í Kjöge- kjördæmi og þetta hefir hann endurtekið fyrir skömmu við sendimenn, sem sóttu þaðan á f'und hans. Að hans dæmi hefir •öðrum kappa vinstrimanna, Edvard Bran- des, farizt við Langlendinga. í fyrri daga mundi Hörup hafa þótt það sitja illa á fyrh’liðum, að þoka sjer svo undan þraut- um. Hann heldur þó áfram í blaði sínu, Politiken, að syngja yfir höfðum hinna 25 »sambræðslumanna«, sem í vor Ijetu tæl- ast til uppgjafar varna, en standa nú á hjarni og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Stundum hafa menn líkt Högsbro gamla, forseta fólksdeildarinnar, heldur við Loka en aðra Æsi, en fyrir sköinmu ljet hann á fundi við kjósendur sína bæði miðflokks- menn og hægri kenna á Mjölni mælsku sinnar, er hann leiddi fundarmönnum rök- samlega fyrir sjónir, hvað sættin við hægri- menn væri í raun og veru: »einbert aptur- ihald eða flótti« frá þingstjórnarstöð ríkis- laganna gömlu, flutningur fjárráða ogfjár- reiðu frá fólksþinginu til landsþingsins og stjórnarinnar. Allt þokaðist nær ástandi fyrri daga, þegar lands- eða ríkissjóður var konungssjóður. Fleiri mæla nú í sömu átt, bæði í blöðum og á fundum, og haldi menn svo áfram að átta sig til þess er að kosningum kemur á komandi ári, eru nokkr- ar líkur til, að það lið komi á þing, sem tekur aptur til einbeittrar sóknar fyrir þingstjórnarlög og lýðfrelsi. Helmingskosningarnar til landsþingsins eru nýlega um garð gengnar, og við þær hefir vinstrimönnum fjölgað um þrjáí þeirri þingdeild. Nú er »Marmarakirkjan«, kölluð »Frede- rikskirke« (eptir Friðriki V., sem reisti hana að hálfu), albúin og vígð og henni sókn út mæld. Með nokkrum gjafastuðn- ingi hefir Tietgen staðið straum af kostn- aðinum, en hann keypti af ríkinu fyrir mörgum árum það sem upp var komið, á- samt mikilli lóð umhverfis. Þar standa nú mörg reisuleg hús. Kynnisgestir konungs vors urðu í sum- ar að mestu leyti að eins börn hans og barnabörn: Alexandra frá Englandi og tvær dætur hennar, Georg Grikkjakonung- ur og Þyri frá Gmiinden, ásamt manni sín- um og börnum. Fyrir skömmu kom til hirðarinnar systurdótturson drottningarinn- ar, Friðrik prinz af Schaumburg-Lippe, en hann festi sjer um leið Louise, elztu dóttur krónprinzins. Hann er sveitarfor- ingi í riddaraliði Austuríkiskeisara. Hinn 9. ágúst eldsbruni í skipgerö- arstöðinni á Refshalaeynni (Burmeister & Wains) og brann þar efniviður og annað á hálfa miljón króna. Nýlega er látinn, 75 ára að aldri, lækn- irinn Ludvig Brandes, sem gekkst mjög fyrir um ýmsar hjálpræðisstofnanir fyrir fátækt fólk og lítilmagna. Hjartagóður maður og hvers manns hugljúfi. Norvegur. Kjörmannakosningarnar byrjaðar, og virðast fara í líka stefnu og að undanförnu, þó að hægrimenn búizt við sigri. England. Þingseta á enda 25. ágúst. Lávarðadeildin rak aptur frumvarpið um bæturnar til hinna burtflæmdu leiguliða, en Morley, ráðherra írlands, kvað það mundu upp aptur tekið á næsta þingi. Með því að eins fór um fleiri mál, t. d. afnám ríkiskirkjunnar í Wales og fleira, en stríðið um fjárlögin þreytt í lengstu lög i fulltrúadeildinni, urðu afrek þingsins langt um rýrari en við var búizt. Vigg- um má víst kalla það einráðið, að hefja stríð við lávarðadeildinaj eða »efri mál- stof'una«, en vitrustu foringjar þeirrr, Morley, Harcourt og einkum Rosebery, vilja fara varlega í sakirnar og gera fyrst málið að áhugamáli allrar alþýðu. Það sem þeim þvkir mestu varða að svo komnu, er að taka neitunarr.jettindin frá efri deildinni. Frektæku flokkarnir fara lengra, og heimta fullt afnám lávarðadeildarinnar. Að þessu miði skoruðu líka ályktir lýðfundarins í Ilyde Park á stjórnina að halda 27. ágúst, en þar voru 100 þús. manna saman komnir. Frakkland. Minnast má á samning eða samkomulag við Congóríki, þ. e* Belgíukonung, um stödd endimerki þar syðra. Þar hafa Frakkar vilnað Congó- rikinu í ýmsum greinum, en fengið það til á aðra hönd að segja sig laust við landaleigusamninginn við Englendinga i Austur-Afríku, sem um er getið í fyrri frjettum. »Þetta skiptir oss litlu sem engu« segja Englendingar, «en við vökum yfir hagsmunum vorum og rjettindum sem fyr, hvað Nílvatnageirann snertir«. Látinn er að segja greifann af París, Louis Philippe Albert, sonarson Lúðvíks Filippusar Frakkakonungs. Hann dó, eins og faðirinn, í útlegðarvist sinni á Englandi, í Stowe House, 8. þ. m., 56 ára að aldri. Landrækur varð hann 24. júní 1886, þeg- ar hann hafði haldið festargildi dóttur sinnar og ltrónprinzins frá Portúgal í Par- ísj^og vikizt þar konunglega við allri holl- ustu stórmennisins. Ilollvinir Orleaninga hafa stórum fækkað á Frakklandi, en nokkrir þeirra komu nú til útfararinnar, en son greifans, Róbert hertogi af Orleans, tjáði fyrir þeim áform sitt, að reka rjettar síns og leggja fyr líflð í sölurnar en láta upp gefast. — Sagt, að auður greifans nemi 40 miljónum franka. Hann skorar í testamenti sinu á vini sína og alla þjóð- liolla menn, að fylltjast um son sinn, en við- reisn Frakklands komin undir apturhvarfi þjóðarinnar til konungstignar og sann- kristinnar trúrækni. Aftaka Caseriós morðingja fór fram 16. ágúst, og var á því orð haft, hve vesal- mannlega hann varð við dauða sínum, ept- ir öll digurmælin í varðhaldinu. Við járnbrautarslys fórust á norðurleið 10. þ. m. við Apilly 5 menn, en 15 eða 20 lemstruðúht með meira móti. Þýzkaland. Hjeðan er ekkert nýstár- legt að kerma, en það er ekki nýtt, að keisarinn er á ferðum, og færir, þar sem hann staðnæmist eða situr að veizlum, þegnum sinum góðar áminningar' í dýru drottinsorða máli. Þann 4. þ. m. gisti hann Königsberg, og erindið var sjer i lagi að vera við minnisvarðavígslu afa síns, Vilhjálms keisara hins I., þar sem hann stendur með sverð á lopti í hægri hendi. A var minnzt i ræðum keisarans

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.