Ísafold - 13.10.1894, Page 1

Ísafold - 13.10.1894, Page 1
'X.emur út ýmist emu sinni *efta tvisvar í viku. Verð árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis '5 kr. eT'a l1/* doll.J borgist fyrirmiTí janjúlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vi# áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Áfgreiöslastofa blaös- ins er i Austuratræti 8 Reykjavík, laugardaginn 13. október 1894. XXI. árg. Við undirskrifaöir bjóðum hjer með öll- ’um þilskipaeigendum viö Faxaílóa til fund- ar, sem haldinn verður á liótel »Reykjavik« sunnudaginn þ. 21. þ. m., kl. 3 e. h., til þess að ræða um stofnun þilskipa- ábyrgðarsjóðs. Reykjavík 12. október 1894. W. Christensen. Guðmundnr Binarsson. Heigi Helgason. Jón Jónsson. Jón I»órarinsson. Nokkrir Ameríkupistlar. i. Landi einn vestra, Vestmannaeyingur, er verið hefir mörg ár í Bandaríkjunum og kynnzt þar víða, en á heima meiri hluta árs í Spanishfork í Utah, ritar Isafold uokkra pistla almenns efnis um Ameríku- líflð, er votta mikið góða greind og eptir- tekt,—meiri þroska en almennt gerist. Staðurinn, sem hann ritar þetta (I.) brjef frá, er fast vestur við Klettafjöll, í útsuð- urhorninu á ríkinu Montana, sem liggur fyrir vestan Dakota. Bannac City Montana. U. S. A. 1. júlí 1894. Herra ritstjóri! Jeg held það sje óhætt að fullyrða, að fæstir sem að heiman fara til annara landa, og fæstir af þeim, sem heima eru, hafl rjetta skoðun á, hvað því fylgir að flytja til ann- ara landa, sjerstaklega þar sem fólk er ó- kunnugt málinu. Svo er annað, sem ekki bætir neitt úr þessu, nefnii., að þeir sem flytja í ókunn lönd, skrifa annaðhvort verra eða betra um hagi sína heldur en ■er. Það eru margir örðugleikar, sem út lendir verða fyrir á meðal alls konar þjóða i framandi landi. Þeir skilja ekki málið, þeir þekkja ekki siðu og háttalag lands- búa, ekki neina iðnaðaraðferð nje neitt ■annað. Þeir eru í stuttu máli eins og börn, en ef satt skal segja: heimskari en börn. Maturinn, sem borðaður er, vatnið, sem drukkið er, og loptið, sem andað er að sjer, er allt öðruvísi en á fósturjörðunni. Hvað íslendinga snertir, þá kunna þeir ekki, þó ótrúlegt sje, svo mikið sem að fleygja mold af skóflu nje gefa í hesthúsi, þegar til Ameríku kemur. Iðnaðarmenn verða að læra að brúka annars konar verkfæri en þeir hafa vanizt, og læra aðr- ar iðnaðarreglur. Það er algengt hjer í Ameriku, að fólk af vissum þjóðum hnappast sarnan á viss- um stöðum, og eru svo að miklu leyti út af fyrir sig sjálfir, t. d. safnast Þjóðverjar saman í sjerstök bygðarlög, og er þar varla nokkur maður af nokkui-ri annari þjóð. Spánverjar, ítalir, Skandínavar o. s. frv. hafa sama lagið. Loks hafa Isiend- ingar gert eins. Þetta er að öllu leyti nátt- úrlegt, þar eð fólk skilur ekki enska tungu. En það er óviturlegt eigi að síður. : Fyrst og fremst er það orsök þess, að fólk lærir mikið síður enskuna en ef það væri á með- al þeirra, er hana tala. Svo stendur það og miður að vígi að læra hjerlenda siði, heldur en ef þeir væru á meðal hjerlendra; en »lýttur er sá, sem ekki fylgir lands- siðnum«. Svo er annað, sem mikið illt hefir í för með sjer, þegar sjerstakir þjóðflokkar, sem ekki tala ensku, eru út af fyrir sig sjálfir. Það er, að á meðal allra þjóðflokka—sem jeg hefl kynnzt við í Ameríku, — eru til menn, »sem hafa krapta til að leita sjer atvinnu með leyfllegum hætti, en nenna því ekki«, hafa talsvert kjaptavit, hafa lært dálítið í ensku, eru grobbnir mjög og þykj- ast vita allt, sem mögulegt er að vita, og nokkuð meira. Þeir tala eins og allir vilja heyra, og þegar einhver 'af löndum þeirra kemur, þá þykjast þeir vera sjer- staklegir vinir þeirra, tala illa um hjer- lenda, bjóðast til að vera í alls konar út- vegum og framkvæmdum fyrir hina ný- komnu, eru mjög ákafir og ötulir að stofna alls konar þjóðernisfjelög, vara þá við hjer- lendum mönnum og siðum, og aptra þeim frá að ná nokkurri hjerlendri þekkingu. Þeir eru kappsamir að stofna landsmála- fjelög, og eggja landa sína á, að ná sjer í borgararjettindi, til þess sem sje að geta hag- nýttatkvæði þeirra við kosningar á sinn hátt. Gjörast þannig leiðtogar einfaldra landa sinna, og þegar kemur að kosningum, selja þeir atkvæði þeirra til þess af embætta- snötunum, sem bezt býður, en þéssir tá- fræðlingar gera eins og þeim er sagt, því leiðtogar þeirra útmála með mjög ginnandi orðum, hvað mikið þeir hafi unnið og lagt í sölurnar til þess að fá þetta þingmanns- eða embættismannsefni til að taka að sjer málefni þeirra, og ef sá hinn sami komizt að, þá muni hann óefað rjetta hlut þeirra. Og stundum fara þeir svo langt, að mæl- ast til þóknunar hjá löndum sínum fyrir alla þessa þjónkan. Stundum, þegar mikið er í veði, þá koma þessi fjelög sjer sam- an um að selja atkvæði sín við svo miklu verði sem auðið er; en flokkstjórinn stend- ur auðvitað fyrir öllu, og miðlar svo fylgi- sveinum sinum eptir velþóknun sinni. Tammany flokkurinn í New-York er hinn öflugasti og fjölmennasti af landráðaflokk- um þessum, og eru það mest írar, sem honum til heyra. Það er fullyrt, að leið- togar þess flokks fái frá Englandi og víð- ar að aldrei minna en miljón dollara fyrir hverja forsetakosningu í Bandaríkjunum, til að efla og styrkja þann flokk, sem 69. blað. mundi lögleiða ótollaðan vöruflutning til landsins. Nú eru orðnir sambandsflokkar af Tammanyliðum í nærri hverri stórborg i Bandarikjunum. Hin svonefndu verkmannafjelög hjer i Bandaríkjunum eru, að mínu áliti, hvorki heiðarleg nje hagfeld. Tilgangurinn er máske góður, nefnilega, að þoka kaupinu sem allra lengst upp á við. Sjerhver mað- ur, sem gengúr í slíkt fjelag, verður að vinna dýra eiða,sem haldið er leyndum fyrir öllum öðrum. Eptir því, sem jeg þekki bezt til, þá fá ráðvandir og dyggvir verka- menn vinnu hvenær sem nokkra vinnu er að fá, og allt af hæsta kaup. Efnamenn hafa næga skynsemi til að vita, að ^það borgar sig betur fyrir þá, að halda trúa og ráðvanda menn og gjalda þeim gott kaup, heldur en svikula og sjerplægna fyrir lágt kaup. Eru þvi að minnsta kosti þessi verkmannafjelög ekki til neinna hags- muna fyrir trúa og ráðvanda verkamenn. í næsta brjefi skaljeg segja frá stjórnar- ástandi hjer, auð og atvinnu, verkföllum og fleiru. — Það eru þrjár miljónir verka- manna atvinnulausir þetta ár í Bandaríkj- unum. Með virðingu John Ihorgeirson. ísflrzkt kærumál eitt var dæmt í yfir- rjetti 8. þ. mán. Hafði Lárus Bjarnason, settur sýslum. og bæjarfóg. á ísaflrði, höfð- að það í fyrra gegn 3 bændum, Guðmundi Sveinssyni, Páli Halldórssyni og Guðmundi Oddssyni, fyrir að þeir höfðu i kæruskjali til amtmanns, er þeir, ásamt fleirum, höfðu undirskrifað, borið ranglega á hann ýms- ar sakir sem embættismann og privafmann. Var það dæmt í hjeraði 23. des. f. á„ þannig, að málinu var vísað frá rjettinum og stefndu (fyrnefndum bændum) dæmdar 50 kr. í kost og tæringu af almannafje. Dómur þessi krafðist L. B. að værí úr gildi felldur, hvað sig snerti, og málinu heim vísað, en landshöfðingi fyrir lands- sjóðs hönd, að 50 kr. útlátin væri ónýtt og hjeraðsdómaranum, Birni sýslumanni Bjarn- arson, veitt hæfileg ráðning fyrir slíka lögleysu. Landsyfirrjettur felldi dóminn úr gildi að því er bæði þessi atriði snerti, og visaði málinu heim til nýrrar og lög- legrar fyrirtektar af nýju af undirdómar- anum, en dæmdi hina stefndu 3 til að greiða L. B. í málskostnað 40 kr., að y3 hvern þeirra, en setudómarann, B. B. sýslum., til að greiða 20 kr. til landshöfðingja fyrir landssjóðs hönd. Glæpamál úr Rangárv.sýslu var dæmt í yftrrjetti 8. þ. mán., gegn Jóni Brandssyni og Steinunni Sigurðardóttur, fyrir barngetnað i meinum: hann dæmdur

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.