Ísafold - 13.10.1894, Page 2

Ísafold - 13.10.1894, Page 2
274 í 3 mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi (í hjeraði 2 mánaða), en hún í 2X5 daga fangelsi við vatn og brauð, auk málskostnaðar fyrir báðum rjettum. Málið hafði staðið yflr í bjeraði raeira en 2 ár, og dæmdi landsyfirrjettur hjeraðsdómarann fyrir þann »stórfellda drátt á einföldu og óbrotnu máli« í 50 kr. sekt í fátækrasjóð Vestur-Landeyjahrepps. „Brennivínsbókin“. Og ekki nema það þó, iað vera að upp- nefna hinn fagurfræðilega frumgetning Stúdentafjelagsins íslenzka, Söngbókina ný- útkomnu, og kalla hana »brennivínsbók«Ú Það eru í henni 174 kvæði og stökur, í 9 flokkum, — 65 í lengsta flokknum, og 2 í hinum stytzta. Af þessum 9 flokkum heitir að eins 1 »Drykkjukvæði«, 25 kvæði alls. Og þó að þeim bregði fyrir í hinum flokkunum sumum, 5 eða svo, — altsvo í 6 flokkum af 9 alls — þá er það ekki nema rjett inn- an um og saman við. Það er t. d. í lengsta flokknum, er heitir »Gamankvæði og stök- ur«, með 65 kvæðum alls, ekki fullur helm- ingurinn drykkjukvæði, og í öðrum flokk, »Veizlukvæðum«, ekki nema hjer um bil belmingur. Hvaða vit er nú í, að kenna bókina við »brennivín« fyrir það? Ogþó svo væri, að Bacchus-tignun gengi eins og rauður þráður gegn um hana alla eða mestalla frá upphafi til enda, hvað er þá »sannað« með því? eða hvað er þá að því? Hver getur komið og sagt eða sannað fyrir því, að »meiningin« sje, að reyna að syngja Bacchusarátrúnað inn í hinn unga mennta- lýð vorn? Og þó svo væri, hver er þá kominn til að »sanna«, að honum sje nokkuð annað þarfara og hollara? »Lífs- gleðinnar« þarfnast hann; en hvað örvar hana betur og á göfugri hátt en einmitt brennivinið og annað áfengi? Einnig er á það að líta. að drykkjukvæðin geta verið þeir gimsteinar að kveðskap til, að þau sjeu alveg ómissandi »fagurfræðilegt« menntunarmeðal fyrir hina uppvaxandi kynslóð. Jeg á ekki við »hnoðið« eptir þá Bjarna Thorarensen, Stefán Ólafsson, Sig- urð Pjetursson eða Pál Ólafsson, heldur t. d. annað eins gullkorn í íslenzkri ijóðagerð eins og erindið þetta, því miður nafnlausa, — nr. 136 í Söngbókinni: Adam sagði: »Eva! í mjer finnst mjer slefa. Maginn er sem orgelspil; áttu ei bitter til?« Eða guðsmanns-heilræðið, nr. 88 í bók- inni, um að drekka bœði þegar i!la liggur á manni og þegar vel liggur á manni, sem að ijóðasnilld og innihaldi er líkast því, ef það væri orðað svona: Drekka, drekka, drekk’! Drekka allar stundir, Drekka nótt og nýtan dag, Drekka meðan maður getur rennt niður!! Hvað? Eptir Eirík Olsen?—Nei, eptir nýjan, íslenzkan Ijóðasnilling, sem mun birtast nú í fyrsta sinn á prenti, en von- andi ekki síðasta. — Bókin er tiltölulega margfalt auðugri af nýjum Ijóðmælum þessa efnis (þ. e. Baccbusarijóðmælum) en nokkurs annars, meiri eða minni snilldarverkum, flestum nafnlausum, fyrir hæversku sakir höfundanna. Útgefendurnir hafa, sem von- legt var, fundið sáran til þess, hve snauð- ir vjer vorum fyrir af þess kyns skáld- skap, bæði að vöxtum og gæðum, en ver- ið svo lánsamir, að hafa á að skipa nóg- um skáldskaparskörungum, 'sumum áður óþekktum, til að bæta þar úr skák, svo óslælega og með þeim snilldarbrag, sem bókin með sjer ber og hjer höfum vjer birt sýnishorn af. Criticus. Fyrirlestur hr. Frím. B. Ander- sons í gærkveldi »Um Ameríku« var sæmi- lega sóttur. Hann fór snjöllum orðum og skáldlegum um mikilhæfa ogmargbreytilega kosti lands og lýðs, hin miklu mannvirki Bandamanna og önnur afrek, en talaði lengst og mest um óöld þá, er nú gengi yfir landið, atvinnuleysi og ánauð hins fá- tæka verkalýðs, er allt stafaði af einok- unarharðstjórn hinna miklu auðmanna og annari þjóöfjelagsspillingu. Frelsið, hið faguriega lögskráða frelsi Bandamanna, hefði snúizt upp í sjálfræði, þar sem ein- stakir menn höguðu sjer eins og voðaleg- ustu rándýr, neyttu aflsmunar auðmagns ins til þess að kúga almenning. Stjórn- frelsi væri þar meira en annarsstaðar, á pappírnum að minnsta kosti, en einstak- lingsfrelsi væri hjer um bil undir lok lið- ið;— að því leyti til væri Ameríka nú orð- in hin ófrjálsasta land í heimi. Fimm milj- ónir manna hefðu gengið atvinnulausir í fyrra vetur í Bandaríkjunum. í Boston, þar sem ræðum. var kunnugastur, hefði 40,000 verið snarað út á gaddinn í fyrra vetur atvinnulausum, en 120,000 í New- York — sem væri ein stór »knæpa« —, og 120,000 í Chicago — Babýlon Bandaríkj- anna. Mikið gert til hjálpar, en óvið- ráðanlegt. Eymdin og volæðið svo mikið, að aumustu kotungar hjer á landi og nið- ursetur lifðu höfðingjalífi hjá því. Þjóð- fjelagsbylting óhjákvæmileg, enda nú í aðsigi, á þessu ári, og bæri »þjóðvi]ja,menn« (popúlistar), nýr landsmálaflokkur, merki hins nýja morgunroða. ^Blíður er hver þá hann biður“. Bitstjóri »Þjóðólfs« hefir minnzt ofurlítiö a mig í blaði sínu í sumar rjett fyrir kosning- arnar til alþingis. Jeg skyldi ná ekki fara að vekja neitt máls á þessu, ef eigi stæði sjerstaklega á því. Mig furðaði mjög að sjá, hve skjótur einmitt þessi ritstjórinn er nú að þvi, að dæma mig óhæfan sem þingmann; þvi stundum kom hann til mín i fyrra og átti tal við mig, að minnsta kosti um eitt mál, sem til umræðu var á þingi, og var þá eigi á hon- um annað að heyra en að jeg gæti orðið all- nýtur þingmaður. En »blíður er hver þá hann biður«, segir máltækið, og svo má segja uw i'itstjóra þennan. Jeg skal eigi fara að afsaka framkomu rnína. á þingi síðast, þótt einbver ritstjóri kveði upp sleggjudóm yfir mjer. Jeg get sagt það með sanni, að jeg vildi gera allt sem rjettast. og sem bezt; en jeg er þó eigi svo blindur af sjálfsáliti að ætla, að mjer hafi tekizt það öðrum fremur. Jeg veit að jeg hefi alla daga verið brjóst- góður maður^ og þoli varla aumt að sjá. Jeg; er því ekki frá því, að jeg hafi látið brjóst- gæðin eitt sinn leiða mig afvega; en það er lika hart, að þurfa að horfa útlœrðan og fróðan mann hokinn og niðurlútan biðja um bita og geta enga líkn veitt honum. Það er fljótfærni að leggja fullnaðardóm á menn sem þingmenn. eptir eitt þing, ekki sízt þegar það eru menn, sem eru hæglátir og eigi framgjarnir. Eru þess ýms dæmi, að menn fara hægt af stað- og láta lítið til sín taka á fyrsta þingi, en. haía þó orðið nýtir þingmenn. Slikt fer nokk- uð eptir lundarlagi manna, og jeg álít líka. lítið happ í þvi, að allir sjeu að trana sjer fram og tala bæði í tíma og ótíma. Þótt jeg hafi von um að geta gert gagn á þingi, ef jeg yrði þar, þá veit jeg það þó vel, að þingið getur vel án min verið; en það held jeg líka að megi segja um ritstjóra >Þjóðólfs« með sanni sjerstaklega þar sem hann mun verða búinn að raða slcjalasafninu að sumri, og þarf eigp að sækja um styrk til þess frarnar. Að endingu skal jeg bæta því við, að þótt. ritstjóra »Þjóðólís« kunni að mislíka þessar línur, þá dettur mjer alls ekki í hug að svara, honum; því hverjar helzt ástæður sem hann kynni að færa á móti þeim, þá hafa þær við engin sönn rök að styðjast. Yestmannaeyjum í september 1894. Sigfús Árnason. Engin rjúpnaverzlun ! Þess er getið í »Berlingi« í f. mán., að alþingi hafi sam- þykkt frumvarp um að auðkenna eitraðar rjúpur, i stað þess að banna gersamlega að eitra rjúpur fyrir refl, en engin trygging sje fyrir því, að almenningur brjóti ekk- þessi auðkenningarfyrirmæli; varar blaðið þvi alvarlega við að kaupa íslenzkar rjúp- ur til manneldis, með því enginn geti á byrgzt, að þær kunni ekki að vera eitrað ar. Jón Ólafsson ritstjóri, sem nú hefir atvinnu við blaðið »Norden« í Chicago, hefir haldið fyrirlestur um ísland i snmar í norsku fjelagi þar í bænum, og er upp haf hans út komið í blaðinu. Alþingistíðlndln. Þau eru nú því nær fullprentuð: útkomin 5 hepti (50 arkir) af um- ræð. neðri deild., en 52 arkir fullprentaðar; verða 56—57 arkir. »Ný kristlleg sniárit«. í seinasta blaði »Krist. smáritac segir á bls. 49.: »Jón stú-. dent á Leysingjastöðum varð síðar prestur í Þingeyrabrauði« o. s. frv. Þetta er villa. Jón stúdent Jónsson sá, er bjó að Leysingjastöð- um árið 1890, varð fáum árum síðar prestur að Barði í Eljótum; sonur hans er síra Jón á Stað á Reykjanesi. En sá maður, er nokkr- um árum eptir 18,"0 varð prestur að Þingeyra- klaustri og prófastur í Húnav.-sýslu, var síra. Jón Pjetursson, áður prestur að Höskulds- stöðum. Jeg kom í júnímán. L830 að Leysingjastöð- um, og þá góðgjörðir hjá Jóni stúdent og konu hans, er var stjúpdóttir Bjarnar Ólsens á Þing- eyrum. Þeir voru bræður, þessi Jón stúdent og Þorsteinn kaupmaður Jónsson, er andist hjer í Rvík í nóv. 1859. Voru þeir bræður Jón og Þorsteinn sonar synir Jóns biskups Teitssonar, ef jeg mau rjett. Rvík 10/io ’94. Páll Melsteð. Enskir auðmenn. A Englandi hefir 71 maður ekki miuna en 900,000 kr. í árstekjur hver, en 10,000 manna meira en 36,000 kr. hver á ári. Árstekjur K.rúj)i}s fallbyssusmiðs f Essen á Þýzkalandi eru 6,400,000 krónur, eptir sjálfs hans framtali.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.