Ísafold - 27.10.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.10.1894, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmiat emu sinni •ðða tvisvar í viku. VerB arg minnst 80 arka) i kr.. erlendis 5 kr. eoa l'/s doll.; borgist fyrirmiojanjúliman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg)bundin vi^ aramót, ógild nema komin aje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreioslastofa blaos- ins er i Auiturstræti « XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 27. október 1894. 71. blað. Fáein orð enn um farmannalögin. Þó að farmannalögin frá 22. marz 1890 sjeu ekki margra ára, þá, hafa komið fram æði-skiptar skoðanir um þau, þ. e. nauð- syn og nytsemi þeirra fyrir innlend þil- skip, sem til flskiveiða gangá. JSumum hafa þótt þau alls ekki eiga við, enda baka útgerðarmönnum of mikinn kostnað; sumir segja jafnvel, að laganna hafl engin þörf verið. Öllum, sem nokkuð þekkja til sjóferða á þilskipum, hlýtur að vera það fullljóst, að lög fyrir sjómenn að hegða sjer eptir eru bráð-nauðsynleg, ef vel á að fara. Þetta hafa allar þjóðir, sem nokkra þilskipaút- gerð hafa, líka sjeð og fundið. Það væri lika eitthvað skrítið, ef engin lög þyrftu eða ættu að vera til fyrir sjómenn á þil- skipum, sem þeir væru skyldir að hlýða og hegða sjer eptir, þegar því er að skipta, rjett eins og óhugsandi væri, að menn misgjöri nokkuð, ef þeir eru komnir út á •á þilskip og hafast þar við hálft árið eða lengur; en að lög skuli vera sett um því liær hvert smáatriði á landi, og enda á sjó fyrir opin skip (sjá fiskiveiðasamþykkt- irnar). Jeg vil taka til dæmis, ef einn eða fleiri hásetar fá landgönguleyfl og koma ekki til skips aptur i ákveðinn tíma,— hvort þá sje ekki alveg rjett að þeir sæti sekt. Því þó að það sje ekki nema 2—3 stunda dvöl, sem skip þarf að hafa á höfn að nauðsynjalausu, eins og opt hefir átt sjer stað, eptir einum eða fleiri skipverjum, getur þessi töf valdið talsverðu tjóni bæði fyrir útgerðarmann skipsins og eins skips- höfnina í heild sinni, ef svo vill til með veður. Því á fiskiskipum er hver hagstæð stund eða getur verið margra krónu virði, og er sektin fyrir það brot helzt of ¦lágt sett i farmannalögunum. Jeg hef opt vitað þetta eiga sjer stað, enda síðan far- mannalögin komu í gildi, af því þeim hefir, hvað þetta snertir, ekki verið fylgt nógu stranglega. íslenzkum sjómönnum er mjög svo ótamt að vera mínútumenn, sem kallað er, heldur er vana-svariö hjá þeim: »það gjöri ekki mikið til; það tapast ekki mikið við fárra stunda dvöl«. Þá er ekki heldur að óþörfu sekt lögð við, ef sjómaður á þilskipi vanrækir varð- stöðu sína, sem lika vildi koma fyrir áður en farmannalögin komu út, en er nú mikið síður. Af þeirri vanrækslu getur opt leitt bæði slys og stórtjón, og það fyrir sjálfan útgerðarmann skipsins, og er mikil trygg- ing í þessari grein farmannalaganna fyr- ir eigendur eða útgerðarmenn þilskipa. Og þá virðist heldur ekki margt á móti því, að hásetar megi ekki flytja vínföng út á skip í leyfisleysi, sem opt hefir leitt til drykkjuskapar og ófriðar á skipum úti, og bakað skipstjóra og enda útgerðarmönn- um yms óþægindi og ónæði. Svona er um hvert einasta atriði í far- mannalögunum frá 22. marz 1890, sem sektir liggja við, að þau eru annaðhvort beinlínis eða óbeinlínis til að tryggja hag útgjörðar- mannsins, og styðja að góðri reglu og sið- ferði. Þetta skii jeg ekkií, að annar eins búmaður og herra G. Einarsson í Nesi er, skuli ekki hafa fundið í lögunum: að hann skuli ekki hafa fundið, hve mikil rjettar- bót felst í þeim; hann, sem þó hefir verið útgjörðarmaður þilskipa í mörg ár. Þrátt fyrir það þó farmannalögin ákveði sinar tilteknu sektir fyrir yflrsjónir háseta, þá er mjer óhætt að fullyrða, að öllum dugandi sjómönnnm, eins vestanlands sem sunnan, eru þau kærkomin, og mundu þeir alls ekki vilja missa þau, enda veit jeg ekki til að nokkur einasti sjómaður hafl ekki játazt viljugur undir að hlýða þeim hjer, eða hafí íyst óánægju sinni yfír þeim, Þeir, sem jeg hef helzt heyrt hafa orð á, að farmannalögin væru óþörf og jafn- vel í fyrstu vildu álíta að þau ekki ættu við innlend flskiskip, eru einmitt útgerð- armenn. Þó man jeg ekki til, að um það hafl látið til sín heyra á prenti aðrir en þeir G. Einarsson og Albert Einnbogason, og er kostnaðarauki sá, sem þau baki út- gjörðarmönnum, mergur eða kjarni máls ins hjá báðum; þeir eru báðir þilskipaút- gjörðarmenn að meiru eða minna. Þenn- an kostnaðarauka, sem lögin hafa i för með sjer, vill hr. G. Einarsson reikna 300 —400 kr. fyrir hvert þilskip um árið. Að hann sje svo mikill, get jeg ekki verið honum samdóma um. Hjer er ekki um annan kostnað að ræða, sem farmanna- lögin fyrirskipa, en lögskráning, og sá kostnaður getur varla orðið meiri en í hæsta lagi 20 kr. fyrir skip hvert; optar nokkuð minni. Svo er reglugjörðin um viðurværi skipshafnar, að því leyti sem hún fyrir- skipar dálitið betra fæði á skipum en al- mennt tíðkaðist áður; þótt það væri hjá mörgum eins gott og nú, t. d. hr. G. Zoega í Reykjavík ogfl., þá var það ekki almennt, en þennan kostnað get jeg ekki reiknað meira en í hæsta lagi 120 kr. fyrir skip hvert með 10—12 mönnnm, og er þá allur sá kostnaður, sem lögin baka útgerðar- mönnum, í mesta lagi 140 kr., talið eptir meðalgangverði. En ef rjett er athugað, held jeg ekkert borgi sig betur en að gjöra sæmilega vel við skipsfólkið. Það mátti á mörgum skipum fremur heita sultarfæði sem menn höfðu áður en farmannalögin komu i gildi, einkum að því leyti að fæð- ið var svo tilbreytingarlaust, ónotalegt og óhollt, þó það gæti verið nóg að vöxtum. Þetta gerði menn eðlilega mikið daufari og linari til vinnunnar; því svo duga sjó- menn bezt, að þeir sjeu sæmilega haldnir. Jeg þykist líka hafa reynslu fyrir, að bættur viðurgjörningur á þilskipum, síðan farmannalögin fengu gildi, eigi tiltöluleg- an þátt í, að betur hefir aflazt á þau nú á síðari árum en áður, og fari jeg ekki villt í þessu, þá fellur þessi kostnaður al- veg burtu. Hinn eini kostnaður, sem getur orðið talsvert tilfinnanlegur fyrir útgjörðarmenn, er, ef megn veikindi koma upp á skipi og margir skipverjar veikjast í einu af lang- vinnum sjúkdómi. Eptir farmannalögunum er útgiörðarmaður skyldur að sjá þeim fyrir læknishjálp og hjúkrun í 4 vikur. Þetta ákvæði laganna er helzt of hart að- göngu,_ eins og hjer hagar til á fiskiskip- um. A þeim eru svo margir menn vana- lega, að þetta gæti í einstöku tilfellum verið talsverð útgjöld fyrir útgjörðarmenn, og virtist nægjaniegt, að útgjörðarmaður væri skyldur til að sjá skipverjum í þessu tilfelli fyrir læknishjálp og hjúkrun, en á þeirra eigin kostnað, þar til þeir gætu náð til heimila sinna, eða fengið bata. Öðru máli gæti þó þetta verið að skipta, ef maður slasaðist við vinnu í skipsins þarflr. Þá væri ekki nema eðlilegt og rjett, að útgjörðarmaður væri skyldur að sjá skip- verja sínum fyrir læknishjálp og hjúkrun um ákveðinn tíma; en í almennum veik- indum virðist þetta ákvæði laganna nokk- uð hart, eins og hjer hagar til. Á skipum, sem eru í förum landa á milli, er nokkuð öðru máli að skipta; þar er ákvæði lag- anna nauðsynlegt, eins og það nú er. Að farmannalögin sjeu ekki eins bind- andi fyrir innlend skip eins og skip, sem eru í förum, getur enginn, sem les þau með athygli, dregið út úr þeim. Um alla reglu á þilskipum hljóta að gilda sömu lagaákvæði, hvort sem skipið er á flskiveiðum innanlands eða það er í öðrum sjóferðum. Og í 36. gr. stendur: »Nú hefii kaupsamningur hljóðað um á- kveðna upphæð fyrir alla ferðina eða um hlut af aflanum (aflaverðlaun)«. Þetta bendir ljóst á, að lögin hafl fullkomið gildi fyrir innlend fiskiskip, sem ganga til veiði- skapar. Betra hefði auðvitað verið, til að fyrirbyggja allan misskilning, að sjerstök grein hefði staðið í lögunum, sem hefði tekið ýtarlegar fram ýmislegt viðvíkjandi flskiskipum, og eins að þau hefðu fulltgildi fyrir öll innlend þilskip, hvort heldur þau stunduðu veiðiskap eða væru í förum. Lögin eru aðallega sniðin eptir útlendum farmannalögum, og má því segja, að þetta atriði í 36. gr., sem að eins snertir inn- lend flskiskip, sje rekið eins og fleygur inn í þau, og eins reglugjörðin um viður- væri skipshafnar á fiskiskipum. En það sem mjer virðist einkum vanta ákvæði í lögin um, eins og hjer hagar til á flskiskipum, er trygging fyrir skipstjóra gagnvart útgjörðarmönnum og eins fyrir útgjörðarmenn gagnvart skipstjóra. Um þetta eru engin ákvæði í farmannalögun- úm frá 22. marz 1890, t. d. ef skipstjóra.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.