Ísafold - 27.10.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.10.1894, Blaðsíða 3
283 En sennilega eiga lesendur sÞjóðólfsc allan J>ann »appendix« til góða og fá hann í vetur á nokkrum örkum. Embætti. Landshöfðingi hefir 8. m. sett lseknaskólakand. Tómas Helgason frá 1. s. m. til að þjóna 5. lseknishjeraði (Vestur-Barðastr.) J)angað til önnur ráðstöfun verður gerð; en 19. s. mán. cand. juris Magnús Torfason til að J)jóna Bangárvallasýslu frá 1. nóv. þ. á. (Amtmannsembeettið nyrðra og Stykkishólms- læknisembættið voru veitt 12. sept., en ekki 13.)- Póstskipið Laura lagði af stað hjeðan ekki fyr en 21. þ. mán. að morgni. Með þvi fór nokkuð af farþegum: konsúll N. Chr. Gram af Dýrafirði, kaupm. Eyjólfur Jóhannsson í Elatey, kaupm. Böðvar Þorvaldsson af Akra- nesi, Guðm. bóndi Einarsson í Nesi o. tí. Gufuskipið Pervic, er kom moð saltfarm- inn um daginn til nokkurra kaupmanna hjer og vestanlands, lagði af stað hjeðan í fyrra- dag, með 1900 skpd. ai fiski,— 1100 af Vest- fjörðum og 800 frá verzlunum W. Fischers hjer og í Keflavik. Bismarck og óaldarliðar. Þýzkur blaða- maður átti tal við Bismarck í sumar og)spurði hann meðal annars, hvað honum litist um ó- aldarliða (anarkista). Hann sagði svo frá síð- ar í blaði sínu, að Bismarck hefði svarað, að með þá ætti að íara eins og hann færi með grísina sína. Bismarck varð öskuvondur, er hann heyrði þetta haft eptir sjer. Hann ljet hlað sitt neita því harðlega, að hann hefði nokkurn tíma sagt þetta, og segir að sjer hefði aldrei dottið i hug, að fara að móðga grisina sína eða óvirða með slíkum samanburði. Ilýrari málmar en gull. Gallium heitir hinn dýrasti málmur, er menn vita til. Hann fannst 1875. Hann er bláhvítur og gljár eins og silfur. Pundið af honum mundi kosta 225,000 kr. Annar dýrastur málmur er Ger- manium. Hann fannst 1886 í Freiburg á Þýzkalandi. Hann er hvitgrár. Af honum kostaði fyrir skömmu pundið nær 70,000 kr. Palladium er margfalt ódýrri málmur, en þó miklu dýrari en gull; kostar minnst 1800 kr. pundið at þvi. Pund af skíru gulli kostar 1250 kr. Kossa-bakteríur. Nú hafa vísindamenn uppgötvað það, að hættulegt sje að kyssast, vegna sóttnæmis. Kossar eru viðsjálir og hættulegir sóttnæmisfrömuðir, segja þeir. Heil- hrigðisnef'nd í einni horg i Ameriku, New Jersey, hefir ritað umhurðarbrjef og sent öll- um bæjarmönnum, með mjög strangri viðvör- un gegn því að kyssast, með því að »viðkoma varanna greiði í mesta máta fyrir milliburði sóttnæmis«. I sama streng taka að sögn orðið mikils háttar læknatímarit, t. d. »British Medi- cal JournaU. Mun ef til vill þar að reka, áður langt um líður, að læknar og heilsufræð- ingar banni hjónum og hjónaefnum eða öðrum unnendum, hvað þá heldur öði'um, harðlega að kyssast nokkurn tíma. Leiðarvísir ísafoldar. 1496. Fyrnist ekki lögtaksrjettnr, ef lengra líður en ár frá gjalddaga ? Sv.: Jú. 1497. Jeg heíi frá því jegvarbarn að aldri,) verið svo fatlaður, að jeg hef ekki getað geng- ið að fullkominni stritvinnu, svo sem gengið í skiprúm, verið við slátt eður í hyggingum o. s. frv. og því aldrei haft atvinnu við það; get jeg þátalizt tölu verkfærra manna? Sv.: Nei. 1498. Eru húskonur og lausakonur, sem engan vinnumann hafa, ekki undanþegnaí vegahótagjaldi ? Sv.: Jú, til hreppsvega; en sýsluvegagjald hlýt- ur að lenda á þeim sem öðrum, ef þær gjalda til sveitar, með því það er greitt úr sveitar- sjóði. 1499. Geta prestar neitað upp í gjöld sín lifandi skepnum eða öðrum landaurum eptir verðlagsskrá ? Sv.: Nei, ekki ef það eru góðir og gildir aurar. 1500. Jeg hef ráðizt hjá járnsmið til þess að læra handiðn hans, án þess að taka fram vinnutíma dag hvern; ber mjer þá að hafa hann lengri en hann er hjá öðrum handiðna- mönnum ? Sv.: Nei. 1501. Jeg stunda járnsmíðisnám og hef þjónustu hjá húsbónda mínum; nú tapast af fötum mínum í þvotti; á jeg ekki aðgang að húshóndanum fyrir það mjer að skaðlausu ? Sv.: Jú, ef ekki er öðruvísi um samið. 1502. Jeg er vistaður upp á víst krónutal og fjögur töt; eiga þau ekki að vera altilbúin, eða ber mjer að leggja til efni eða verk ? Sv.: Fötin eiga að vera altilbúin; spyrjandi þarf ekki að leggja neitt til. 1503. Er ekki hreppstjóra leyfilegt, að brúka þjónustufrímerki á brjef til sýslumanns, t. d. undir skattskrá, tíundarskýrslur, þinggjalda- eptirstöðvar o. fl., þegar sýslumaður býr á 7 —8 mílna fjarlægð, svo að ekki er gerlegt, að senda brjef til hans nema með pósti? Eða á hreppstjóri að borga frá sjálfum sjer undir sams konar brjef ? Sv. Hreppstjórar mega eigi nota þjónustu- frímerki, shr. tilsk. Um póstmál 26. febr. 1872, 12. gr. og augl. um póstmál 3. maí 1872, 14. og 15. gr., heldur skulu þeir ávallt rita utan á umslagið á hrjefinu eða bögglinum »fyrir- skipuð skýrsla«, »heimtað álit«, »fyrirskipuð sending« eða »stjórnarlegt erindi«, og rita neðan undir nafn sitt eigin hendi. C. ZIMSEN í Reykjayík selur fyrir lágt verð: Tvíbökur, Tekeks, Biscuits og Kökur, marg- ar tegundir, Kringlur; góð frönsk vín, Brennivín, Rom, Cognac o. fl.; Hindbersafa, Kirsiberjasafa, sætan og súran; Ediks-Sprit, á flöskum (1 fl. gjöra 7 fl. af ediki), Bursta, kústa og pensla, margar tegundir, Trjeskó og klossa, handa fullorðn. og börn., Vindla ágæta, yfir 20 tegundir; Cigarettur, Reyktóbák, Rjól og Munntóbak, Hveiti, fín mjöl og grjón af ýmsum tegund., Grænsápu og margar tegundir afhandsápu; Súkkulade, Brjóstsykur, Lakrits og fl. Ágæta ullarkamba. Loðnar húfur. Mikið af fallegum stumpazirsum, 3 tegundir, Góð ljerept, Svart kjólatau og aðrar kramv. Tvistgarn og tvinna, allskonar; Kantaborða, Bendla, Teygjubönd o. fl. Margar aðrar v'örur Smjör, Tólg, Haustull og Sjóvetlingar er tekið jafnt peningum. Innköllun. Hjer með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefl 4. jan. 1861 skorað á alla þá, sem telja til skuldar í þrotabúi Sigurðarheitins Sigurðssonar, er andaðist að Hjallanesi 8. des. f. á., að lýsa kröfum j sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandan- • um í Rangárvallasýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Rangárvallasýslu, 1. okt. 1894. Páll Briem. _______________________________________i Hegningarhúsið kaupir vorullartog fyrir I hátt verð, ekki minna en 10 pd. í einu. I Prjónayjelar, með bezta og nýjasta lagi, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Vjelarnar fást af 7 misfínum sortum, nfl.: Nr. 00 fyrir gróft 4-þætt ullargarn. — 0 — gróft 3 —----- — 1 — venjul. 3 —----- — 2 — smátt 3 — ullar- og bómullarg. — 3 — venjul. 2 —■* — — — — 4 — smátt 2 — — — — — 5 — smæsta 2 — — — — Reynslan hefir sýnt, að vjelar nr. 1 fyr- ir venjulegt 3 þætt ullargarn eru hentug- astar fyrir band úr íslenzkri ull, og er verðið á vjelum þessum þannig: a. Vjelar með 96 nálum, sem kosta 135 kr. b. do. — 124 — — — 192 — c. do. — 142 — — — 230 — d. do. - 166 — — — 280 — e. do. — 190 — — — 320 — f. do. — 214 — — — 370 — g- do. — 238 — _ — 420 — h. do. — 262 — — — 470 — i. do. — 286 — — — 520 — Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrartoakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna, og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Verðlistar og leiðarvísir sendist þeim, er þess æskja. Vjearnar verða framvegis sendar kostn- aðarlaust á alla viðkomustaði póstskip- anna. Jeg hef um tíma haft taugaveiklun og brjóstkrampa, fór því að brúka hinn fræga Kína-lífs-elixír hr. Waldemars Petersen, og á jeg eiixírnum það að þakka, að jeg er kominn til heilsu aptur að miklu leyti. Háholti 18. apríl 1894. Þorsteinn Bjarnason. Kina-lífs-elixírinn fæsthjáöllum kaup- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-nlixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að w. p. standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas i hendi, og firma nafnið: Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Hegningarhúsið tekur ull til að vinna í gólíábreiður og reipi. Vefnað og kaðaltáningu tekur það að sjer fyrir miklu minna verð en nokkur annar. úllt fljótt og vel af hendi leyst Nýprentað: Prestskosning*in Leikrit í þremur þáttum Samið hefir Þ. Egilss o n. Rvík 1894. IV -j- 120 bls. Kostar innb. 1 kr., í kápu 75 a. Aðalútsala í Bókverzlun ísaf'oldarprertsm. (Austurstræti 8). Skrifborð og önnur borð fást hjá Jacobi Sveinssyni í Reykjavík. Með góðu verði fæst til kaups: 1., hengi- lampi stór og góður, 2., vatnshreinsari (liltrer- ápparat) og 3., barnsvagga mjög hentug og vönduð. Ritstj. vísar á. » LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRt. ÐAR* æst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr, med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim. sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.