Ísafold - 03.11.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.11.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu sinni eöa tvisvar í viku. VerS arg minnst80arka)4kr.. erlendis 6 kr. eða l'/a doU.i borgist fyrirmiðjanjúlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD o Uppsögn(skrineg)bundin vi^ Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiftslastofa blaös- ins er i Auaturatrœti S XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 3. nóvember 1894. 72. blað. Aukaþingskostnaðurinn. Hann hefir orðið til muna meiri þetta ár en á aukaþinginu 1886, hinu eina, er hjer hefir haldið verið áður. Hann varð þá íV/2 þús. kr., en nú nær 23 þús. kr. Stóð þó þingið 2 dögum skemur nú en þá, sem munar rúmum 400 kr. í fæðispen- ingum. Kostnaðaraukinn nú er mest fólginn í tniklu hærri ferðakostnaði þingmanna en þá, hjer um bil þriðiungi hærri. Ferðalög þingmanna kostuðu 1886 að eins 6,224 kr., en nú 9060 kr. (Með ferða- lagskostnaði eru hjer taldir fæðispeningar þingmanna á leiðinni eða utan þingsetu- tímans, eins og á að vera). Kostnaðarauki þessi, nær 3000 kr., er ef- laust meðfram að kenna miklu óhentugri strandferðum nú en þá. — Þá hafa alþingistíðindin kostað nú þriðj- ungi meira en þá, enda eru þau lika rjett að segia þriðjungi stærri, 97 arkir alls, í stað 63, og með nokkru stærra upplagi. Kostnaðarmunurinn er um 1400 kr. Loks hefir meðal annars þingskrifara- kostnaðurinn orðið hjer um bil þriðjungi meiri, rúm 2000 kr., í stað rúmra 1300 kr., •og eiga auðvitað hinar auknu umræður sinn þátt í því. Ferðalög og fjárrekstrar. Eptir síra Olaf Ólafsson í Arnarbæli. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að um Ölfussveit og Ölfusafrjett liggur einn Mnn fjölfnrnasti þjóðvegur landsins; má segja, að á flestum tímum árs slitni um- ferðin næii'ellt aldrei á þeim vegi, þótt mest sje hún vitanlega bæði haust og vor. Varla þarf heldur að taka það sjerstak- lega fram, að þeir, sem næstir þjóðbraut- inni búa, verða að þola miður góðar bú- sifjar og margt óhagræði af umferðinni; og mun það sameiginlegt böl fyrir alla þá, sem við þjóðbrautir búa um land allt. Um það tjáir ekki að tala. Eigi má heldur gjöra þeim ferðirnar of örðugar, eða ýfast við þá að raunalausu; það er eðlilegt, þótt þeir beiðist gistingar a nóttum, húsaskjóls fyrir sig og farangur sinn í illviðrum, eða þótt þeir þurfi að láta skepnur^ sem þeir •eru með, taka niður um stund og hvíla. sig. En það verður og að teljast skylda þeirra, að fara svo um þ.jóðveginn og haga svo ferðalagi sínu, að þeim, sem búa við þjóðveginn, sje ekki gjörður óþarfa skaði, eða sýndur meiri usli og yfirgangur en fcörf ber til. Það er sjálfsagt að játa það, að um Iþenna veg fara fjöldamargir — jeg vil vona fiestir —, seni haga ferðum sínum og koma fram sem heiðarlegir menn í alla staði og vilja engum mein eða ágang gjöra; en hitt er líka jafnsatt, að innan um slæð- ast einstaka »misjafnir sauðir«. Jeg skal nú taka það fram, að jeg hefi ekki heyrc neinn af þeim, sem við þjóðbrautina búa hjer í sveit, kvarta undan því, þótt þeir þurfi að hýsa ferðafólk, gefa því mat og kaffi, lofa hestum að taka niður um hæfi- legan tíma, eða yfir höfuð þótt þeir verði að sýna ferðamönnum þá greiðasemi, sem gömul íslenzk gestrisni heimtar og heiðar- iegir menn geta vænzt eptir með sanngirni. En það er annað, sem menn hjer al- mennt kvarta yfir, og það alls ekki ástæðu- laust; og það eru vandræði þau, sem árlega fara í vöxt af eptirlitslitlum og eptirlits- lausum fjárrekstrum bæði gegnum sjálfa sveitina og um miðjan afrjett sveitarinnar. Því vandræðaástand mft það heita, þegar sveita'rmenn geta daglega átt von á því frft því seint og snemma ft slætti og fram yfir veturnætur, að sauðfje sje rekið úr heimahögum eða afrjettum, meðan það er þar, og í aðrar sýslur og sveitir. Það má nefna dæmi þess, að kindur hafa verið reknar úr rekstri í sumar)úr heimahögum í Ölfusi og suður á Hellisheiði, suður fyrir Hellisheiði, niður í Svinahraun og alla leið niður að Elliðaám, skildar þar úr og ifttn- ar þar eptir í algjörðu hirðingarleysi. Sömuleiðis hefir fje verið rekið úr afrjetti og niður á bæi fyrir sunnan fjall. Það hefir borið við, þó ekki sje i sumar, að sauður frá bónda í Ölfusi með hreinu marki eigandans hefir verið tekinn úr rekstri suður með sjó. Að hann hafðist var alls ekki að þakka skilvísi þess manns, sem tók hann úr afrjettinum, heldur því, að markið var viða þekkt, og að markglögg- ur og skilvís maður sá hann fyrir sunnan og tók hann úr rekstrinum. Og hver vill nú fullyrða, að ekki kunni að koma fyrir stöku sinnum, að einstaka kind slæðist alla leið þangað, sem rekstrarnir eiga að fara, og missist þannig alveg eigandanum? Það er spá mín og margra annara fieiri, að fieirum en Öifusingum mundi þykja þetta, sem hjer að framan er talið, heldur ónotagreiði. Jeg held nú, að þetta sje optast óvilja- verk; en hitt er satt, að þau óviljaverk eiga ekki að koma fyrir. Stundum kemur þetta fyrir af kæruleysi og skeytingarleysi; því er ekki hægt að neita; svo sem þegar rekstrarmenn sleppa stórrekstrum með dimmunni á haustkvöld- um í búfjárhaga fulla af fje, iiggja í úti- kofunum um nóttina og smala siðan og reka af stað með skímunni, án þess að hafa tal af neinum; hver veit hvað þeir fara með ásamt sínum kindum ? Eða þeg- ar haldið er áfram með rekstra gegnum búfjárhaga eða afrjett eptir að komin er nótt og svarta-myrkur og lítt mögulegt eða jafnvel ómögulegt að sjá, hvort fje fer saman við reksturinn eða ekki. Það er ekki að orsakalausu, að sagt er um þá menn, sem þannig haga ferðum. aö þeim muni ekki leitt að -»árýgja svolítið mjaðarskömmina «. Stundum kemur þetta til af þvi, að rekstrarnir eru óhæfilega illa menntir. Þannig kom það tvisvar fyrir í sumar, að einn maður fór suður með 50—60 fjár og klyfjahesta að auki. Mjer þætti gaman að vita, hvað bændur í upphreppum Árness- sýslu eða í Rangárvallasýslu mundu segja, ef slík og þvílík kæruleysis-umferð yrði tekin upp um afrjett þeirra, og þeim jafn- framt væri ómögulegt, að hafa nokkurt eptirlit með, hvort fje þeirra slæddist i rekstrana eða ekki. Jeg þekki að fornu fari, hvílíkur ófriður er með sauðfje á haustin á þjóðbrautarbæjum í Rangárvalla- sýslu, og jeg hefi optar en einu sinni heyrt menn þar kvarta sáran; það var heldur ekki ástæðulaust, því þess man jeg dæmi, að 2 sauðir voru reknir í rekstri austan úr Holtum og suður í Elliðaárhólma; en ekki mundi þó þykja batna, ef sami ófriðurinn og ófögnuðurinn væri líka kom- inn á afrjettinn. — Það var og er gamalla manna mál, að góður afrjettur væri bezta eign hverrar sveitar; en — hann er því að eins góð eign, að skepnur þær, sem þang- að eru látnar, eigi þar einhvern rjett og frið á sjer. Á hreppskilaþingi að Kröggólfsstöðum 15. þ. m. (okt.) bftru margir bændur sig upp, sem harðast höfðu orðið úti, bæði með missi á kindum og ýmsan annan usia af þeim, sem um þjóðveginn fara. Var þá ályktað, að leita til hlutaðeigandi stjórn- arvalda og reyna að fá einhverjar reglur settar um sauðfjárrekstra um sveitina og einkum um afrjettinn. Vona menn nú það tvennt, að yiirvöldin bregðist á sinum tíma vel og skörulega við þessu máli, sem snertir lika fleiri sveitir en þessa; og að allir heiðvirðir menn, hvort sem þeir eru úr austri eða vestri, hagi svo ferðum sin- um og manni svo rekstra sina, að sem sjaldnast verði ástæða til að kvarta. Þingfararkaupið 1894. At 35 þingmönnum, er á þingi sátu i sumar, áttu 7 heima í Reykjavík og þurftu því ekkert þing-/íarar-kaup, en 3 örstutt frá Reykjavík, 1—2 stunda leið, og reikn- uðu sjer því ymist engan (Þorlákur í Fífu- hv.) eða ofurlítinn ferðakostnað (6—8 kr.), auk 1 dags fæðispeninga fyrir og eptir þing, til þess að komast heim og heiman, — nema sá þeirra, er var forseti og þurfti því ennfremur að dvel.jast 3 daga i Reykja- vík eptir þing við forsetastörf (Þór. Böðv- arsson). Hvað hina 25 snertir, þá er þetta yfir- lit yflr það sem þá kostaði að komast á þing og af því aptur heim til sín, ásamt daga- talinu til þess báðar leiðir, — yflr dagpen

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.