Ísafold - 03.11.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.11.1894, Blaðsíða 2
286 inga utan þings og ferðakostnað (í þrengri merkingu): Ferða- Feroa- dagar. kostn. Benid. Sveinsson á Hjeðinsh. 22 477 kr. Björn Sigfússon í Grimstung. 14 249 — Einar Jónsson í Kirkjubæ 32 653 — Eiríkur Gíslason, Staðastað 12 264 — Guðjón Guðlaugsson áLjúfustöð. 10 191 — Guðl. Guðmundsson, Kirkjubæ 16 433 — Guttormur Vigfússon, Geitag. 32 724 — Halldór Danielsson, Langholti 7 92 — Jens Pálsson, Útskálum 4 58 — Jón A. H.jaltahn, Möðruvöll. 20 363 — Jón Jakobsson, Víðimýri 15 270 — Jón Jónsson, Stafafelli 29 524 — Jón Jónsson, Múla 22 429 — Jón Jónsson í Bakkagerði 32 691 — Ólafur Briem, Álfgeirsvöllum 15 270 — Pjetur Jónsson, Gautlöndum 22 416 — Sighvatur Árnason, Eyvindarh. 10 186 — Sigurður Gunnarsson,Stykkish. 22 489 — Sigurður Jensson í Flatey 17 328 — Sigurður Stefánsson i Vigur 22 508 — Skúli Thoroddsen á ísaflrði 20 513 — Valtýr Guðmundsson, Khöfn 39 438 — Þórður Guðmundsson, Hala 7 127 — Þorkeh Bjarnason, Eeynivöll. 3 48 — Þorleifur Jónsson, Stóradal 14 249 — Það sem þingmenn auk þess fengu í þing-sefw-kaup eða fæðispeninga um sjálf- an þingtímann voru 168 kr. hver, allir nema 2, er burtfararleyfl fengu af þingi 6 dögum fyrir þinglok og fengu því 36 kr. ininna hvor (Sk. Th. og V. G.). Athugavert er um heimili Sigurðar Gunn- arssonar, að þó að það sie hjer talið í Stykkishólmí, þá átti hann þar samt ekki heima fyr en eptir þing.heldur austur í Múla- sýslu, á Valþjófsstað, fyrir þing, og hlaut því að telja sjer ferðakostnað þaðan til þings. ! Þá er og þess að geta um Valtý Guð- mundsson, að í ferðadögum hans, 39, felst 15 daga dvöl fyrir þing í Beykjavík, vegna þess, að svo óhentuglega stóð á skipaferð- um frá Khöfn. Hvort þetta yflrlit muni styrkja þá skoð- un almennings eða ekki, að rjettara sje fyrir jafnaðar sakir, að hafa þingfararkaup fastákveðið með lögum, — um það skal ekkert dæmt hjer að þessu sinni. En eitt samanburðaratriði, sem það með sjer ber, er mjög fróðlegt og eptirtektar- vert. Það er það, að meira en helmingi dýrara er nú að ferðast til þings úrMúla- sýslum en frá Khöfn. Ferð Guttorms Vigfússonar kostar sem sje 724 kr., en dr. Valtys Guðmundssonar ekki nema 348 kr., — þegar dregin er frá töfin i Reykjavík fyrir þing. Sýnir það, að Vestmanneyingum heflr verið ranglega legið á hálsi í vor fyrir að vera að baka landssjóði stórum aukinn kostnað með því að taka þingmann frá Khöfn. Það hafa 10 þingmenn verið dýrari en hann, þrátt fyrir hina miklu, ósjálfráðu dvöl hans í Reykjavík fyrir þing; og nokkrir að eins lítið eitt ódýrari. Sömuleiðis hefir ferðalag ísfirzku þing mannanna af þingi og á orðið hjer um bil þriðjungi dýrara en ferðalag dr. Valtýs. Það er með öðrum orðum, að svo kostn- aðarsamt er að í'erðast bjer á landi, að fara má þrivegis milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur í 1. káetu á gufuskipi, og koma þó við á Englandi og Færeyjum,íyr- ir sama gjald og einu sinni báðar leiðir milli Reykjavíkur og ísafjarðar. Heflr þó ekki verið orð á gert, að gefln væri ferðin með dönsku gufuskipunum, hvorki farið sjálft nje maturinn. En það er samt þessi litli munur á því eða að ferðast landveg hjer, meira að segja með þeirri stytting á leið- inni, sem gufubátsfeið milli Borgarness og Reykjavikur gerir (með 2 kr. fargjaldi í fyrra skiptið, en líklegast 10 kr. í hið síð- ara), og meira að segja þó að annar þess- ara þingmanna færi sjóveg heim af þingi alla leið með póstskipinu hjeðan, fyrir venjulegt fargjald með því milli Reykja- víkur og ísafjarðar, og hefði því ekki landferðakostnað nema aðra leiðina. En svona er það. Svona er munurinn mikill. Svona er dýrt að ferðast hjer á íslandi nú á tímum. Það er synt ogsann- að með þessu dæmi. Það vill nefnilega svo vel til, að hjer eiga í hlut, eins og kunnugt er, mikil og útvalin óskabörn og ástvinir þjóðviljans íslenzka, hinir víðfrægu, ísfirzku þingskörungar, sem heldur mundu fórna lífi sínu á altari hans en ganga 1 eyri nær pyngju þjóðarinnar heldur en sómi og nauðsyn krefur. Það er munur eða ef það hefðu verið einhverjir misindis-apturbalds- menn. Þegar hjer eru komnar á sæmilega góð- ar samgöngur og yjer höfum fyrir löngu fengið siðuðum þjóðum samboðin sam- göngufæri, þá mun þykja fróðlegt að hafa þetta glögga og áreiðanlega dæmi til sam- anburðar og sannindamerkis um hinn ó- þolandi ferðakostnað hjer á landi í lok 19. aldar, — óþolandi í samanburði við það, sem þá mun gerast hjer, og í saman- burði við það, sem gerist nú þegar er- lendis. Heiman úr sveitinni. i. Herra ritstjóri! Sumarið er að kveðja og veturinn fer í hönd. Mjer kom til hugar, að vel gæti verið, að þjer vilduð eitthvað fá að heyra frá okkur hjerna í sveitinni. Nú hafa allir búið sig undir veturinn, hver á sinn hátt, og líklega eptir beztu föngum allflestir. Margir hafa búið vel í haginn fyrir sig og taka vetrinum öruggir og ó- kvíðnir. En hinir eru líka margir, já, jeg held mikiu fleiri, sem segja, þegar þeir líta yfir vetrarforðann: »Hvað skal þetta handa svo mörgum?« Sumir víla og vola um skör fram, því þeir eru ekki kallaðir bú- menn, sem ekki kunna að berja sjer. En illa kann jeg viö þá búmennsku. Búmann- legra og kristilegra þætti mjer hitt, að bera sig karlmannlega í hverri raun. Nú ætti að vera liðin sú förumennsku-öld, er það þótti búmannlegast, að berja sjer. Það er víst, að margir verða að sitja við harðan kost. Margur fjölskyldumað- urinn sjer ekki, hvernig hann geti staðið st*-aum af sínum og goldið þar að auki öll lögboðin gjöld. En margan slíkan þekki jeg, sem ekki Jætur á neinu bera, er sí- starfandi og sí-öruggur, þolinmóður og glaðlyndur; í einu orði: auðugur í fátækt sinni; hann á í eigu sinni hin sönnu Jífs- ins gæði. Svo ætti það almennt að vera. Einn flokkur sveitunga minna mætti vissulega kvíða vetrinum. Það eru þeir, sem einhverra hluta vegna eru ekki sjálf- færir, heídur »biðja sjer í mál hvert matar« Það er að vísu, sagt, almetmt sagt, að þeir sjeu manna ánægðastir og áhyggjulaus- astir; en vill nokkur sjálfbjarga maður vera I þeirra sporum ? Hvi vilja þeir efnamennirnir, ekki lifa hinu áhyggjulausa h'fi hreppsómaganna ? Það hefir þó lengi verið talið gott, að hf'a áhyggjulaus. Nei, þó.menn beri ósjálfbjarga mönnum á bryn, að þeim líki hfið, líki það, að lif'a á sveita annara, þá er þó mjög margur í þeirra flokki, sem finnur sáran til þeirrar niður- lægingar, sem hann lifir í, og kvíðir fyrir hverjum ókomnum tíma. Mannlegar til- finningar hefir þetta »úrkast« þjóðfjelags- ins, eins og aðrir, og þótt þeir hafi misst sjálfstæðistilfinninguna á því, að vera ann- ara handbendi, þá finna þeir þó, hvar skór- inn kreppir, þegar hungur, kuldi og klæð- leysi sverfur að þeim, eins og stundum ber við. Jeg veit það víst, að í flokki þeirra, sem kvíða komandi vetri, eru margir þurfa- menn. Hvernig ætti öðruvísi að vera ? Og veslings börnin þeirra eru varla áhyggju- laus heldur. Það er éins og þau finni til þess- að þau eigi það lif' í vændum, sem hkast er lífi ófrjálsra manna, eins og því er lýst. Fallega væri það gert af öruggu, efnuðu bændunum, að taka að sjer svo- sem eitt þurfamanns-barn hver þeirra og gjöra þau að frjalsum og dugandi mönn- um. Það væri drengilega gjðrt. Það væri í sannleika að efla hag hverrar sveitar.. Það væri föburlandsást. — n. Fjárkaupaskipið Skierrivore frá Glasgow kom hingað 3. ferðina til lands- ins sunnudagsmorgun 28. f. mán., eptir 5- daga ferð hingað. Hafði verið 4 daga á leiðinni út með miðfarminn, af Akranesi, og gengið mikið vel; drápust að eins 2 kindur af öhum farminum af óhöppum. Með því kom. nú Mr. Watson frá Glasgow, eigandi mikillar sláturverzlunar þar og einn helzti maður í fjárkaupafjelagi því, er Mr. Franz er erindreki fyrir hjer. Skipið fór aptur á þriðjudaginn, 30. f. mán., og þeir báðir með, en farmurinn var nú 19> hestar og 2888 fjár, þar af 700 leifar af borgfirzka fjársafninu, geymdar á Akranesi, en hitt keypt flest af Árnesingum, fyrir milligöngu hr. Sigfúsar Eymundssonar, og- geflð fyrir allt að 18 kr. — Um sölu á því, er áður var farið, frjettist ekki greinilega, nema að miðfarmurinn hefði ekki gengið- vel út, margt smátt og rýrt í honum; enda fjárflutningar miklir frá Canada í haust, er hafa offyllt markaðinn að sinni. Strandasýslu sunnanv. 20. okt. Um slátt- inn í sumar var veðrdtta hin ákjósanlegasta, þannig að optast voru þurkleysur nokkra daga samfleytt, meðan hey var losað, en komu ávallt nægir þurkar til þess að öll hey náðust ó- skemmd og með beztu verkun. Grasvöxtur var í góðu meðallagi bæði á túnum og engjum, og eru því hey bæði heldur mikil og án efa góð, með því að nýtingin var svo ágæt. Haust- ið heíir verið nokkuð votviðrasamt íneð köflum,. en aldrei rosar neinir og aldrei frost, fyr en nú þessa viku haf'a verið staðviðri með ah- miklu f'rosti á nóttum. Um 10,000 lif'andi f'jár hefir verið flutt út hjeðan f'rá Borðeyri i haust; 7,000 með skipi Zöllners, og 3,000 með skipi Mr. Franz. Mr. Franz hefði að líkindum verið til með að kaupa fleira fje en þetta; ,en það mun hafa dregið úr mönnum að selja honum, að R. P. Riis kaupin. á Borðeyri hjelt markaði um sama leyti í vestanverðri Húnavatnssýslu (þó allt af heldur á undan) og gaf' öllu hærra fyrir.t. d..

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.