Ísafold - 03.11.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.11.1894, Blaðsíða 3
287 12 kr. fyrir ICO pd. kind. en Franz 11 kr. Flest það f'je, sem Riis keypti þá, sendi hann liíandi til Englands með ijártökuskipi Zöllners; en síöan hefir hann keypt mikih af slátursfje. Yerð á kjöti er nú á Borðeyri 12—20 aura pd. eptir þyngd skrokkanna. Til uppfyllingar og ýtarlegri skýringar því, sem hin orðprúða, góðfýsi gagnsýrða, óljúgfróða og óróggjarna guðsmanns-sál í Veltusundi hljóma lætur í gær gegnum sitt dýrðar-máltól, ^Þjóðólfc, út af heyskaða-»tilfellinu« um daginn, birtist hjer eptirfarandi ylirlýsing i frá slökkviliðsstjóra bæjarins: . Yfirlýsing. Að gefnu tilefni lýsir undirskrifaður slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík yGr því út af heyskaða þeim, er varð í Austurstr. nr. 8 hinn 24. f. mán., að ekki varð jeg á nokkurn hátt var við, að eigandi heysins vildi ekki að slökkvilið kæmi þar nærri, og gat það þó ekki á mis við mig farið, hefði svo verið. Jeg er og sam- dóma því, er um það segir i Isafold 27. f. m., hver brögð hafi verið að heyskemmd þeirri og hvernig hún hafi verið vaxin. Reykjavik 3. nóvbr. 1894. Helgi Helgason. Sýningin í París árið 1900 á að taka yfir helmingi stærra svæði en sú síðasta þar, 1889. Það er gizkað á að kosta muni 70 milj. króna að húsa þann bæ og undirbúa sýn- inguna. „Hefir ekki borgað“. Ljósmyndasmiður einn í bænum Barr í Elsass hafði það ráð við skulduga viðskiptamenn sína, að hengja mynd af þeim meðal annara mynda í vöru- sýnisskáp fyrir utan búðardyrnar hjá sjer og lima neðan undir hverja mynd miða með þessum orðum á letruðum: »Heíir ekki borg- að«. Miðann tók hann ekki burtu fyr en skuldaDautur hafði borgað. Dýr skírmvrviðhöfn. Mikið orð fór af viðhöfn þeirri, er fylgdi skírn á sonarsonarsyni Viktoríu Bretadrottningar í sumar, syni her- togans af York, hinum 3. í röðinni meðal ríkiserfingja Bretaveldis. En svo sögðu ensk blöð, að ekki væri það neitt á við þau ósköp, sem á gengu, er prinzinn af Wales, afi þessa drengs, var skírður. Það gaman á að hafa kostað 3 miljónir króna. Yillijálmur keisari, Þýzkalands, gengur nú orðið allt af með marghleypu á sjer, að mælt er, annaðhvort í vasanum, eða í belti sjer, þegar hann er í einkennisbúningi. Er hann sagöur mjög leikinn að neyta þess skot- vopns og hugsar sjer að verja sjálfur líf sitt, ef á þarf að halda og óaldarmenn snúa ill- ræðishug sinum að honum. Er mælt, að drottn- ing hans hafi fengið hann til þess, og eins hins, að hafa jafnan með sjer lögreglumann, ýmist í einkennisbúningi eða án hans, en það var honum mjög um geð. Hún er hrædd um líf manns síns, sem ekki er láandi. Leiðarvísir ísafoldar. 1504. Er jeg skyldur til þess að greiða aukaútsvar, þegar jeg vinn kauplaust hjá öldr- uðum toreldrum minum ? Sv.: Já, ef spyrjandi á eitthvað til, svo að útsvarsálöguvaldið geti með sanni sagt, að hann haíi samt efni og ástæður til að gjalda eitthvað til sveitar. 1505. Jeg tek vinnuhjú á vorskildaga upp á umsamið kuup, og að það hafi 3 mánuði að vetrinum til náms, en jeg fæði það og veiti því húsnæði. Svo tær það leyfi til að fara í burt til vetrarvertíðar, en komi svo heim apt- ur. Nú krefst það hálfs sumarkaups síns, og segir upp ársvistinni. Hefir það rjett til kaupsins, eða get jeg ekki lögsótt það fyrir vistarsvik ? Sv.: Hjúið fer með lögleysu og verður dæmt fyrir vistarsvik, ef það fer úr ársvist inni fyrir vorskildaga. 1506. Jeg og annar maður keyptum jörð saman, sá, sem móti mjer keypp, Ijet þing- lýsa kaupi á sinum parti, og ári síðar er sá partur aptur keyptur af þriðja manni og því kaupi þinglýst. Ber mjer að taka þátt í borg- un fyrir þessar þinglýsingar, þar sem jeg hef ekki þinglýst mínum parti ? Sv.: Nei, ef spyrjandi hefir sjerstakt afsals- brjef fyrir sínum parti; hafi þar á móti jörð- in verið aföluð með einu afsalsbrjeíi til beggja kaupenda. virðist spyrjandi verða að borga hina fyrri þinglýsingu að sínum parti, en alls eigi þá síðari. f í nótt sem leið þóknaðist Guði a5 burtkalla minn elsltaða mann, kaupmann Hans A. Linnet. Þetta tilkynnist vinum og vandamönnum. Hafnarfirði 3. nóvbr. 1894. E,. Linnet. Stor Fortjeneste. Solide Personer af enhver Stand kan opnaa en maanedlig Fortjeneste paa 200—300 Kroner ved Overtagelse af en Agentur. Billet mrk. 1355 bedes hurtig indsendt til Wilh. Bluhme’s Annonce-Bureau, Köbenliavn K. C. ZIMSEN í Reykja\ík selur fyrir lágt verð: Tvíbökur, Tekeks, Biscuits og Kökur tnarg- ar tegundir, Kringlur; góð frönsk vín, Brennivín, Rom, Cognac o. fl.; Hindbersafa, Kirsiberjasafa, sætan og súran; Ediks-Sprit, á flöskum (1 fl. gjöra 7 fl. af ediki). Bursta, kústa og pensla, margar tegundir, Trjeskó og klossa, handa fullorðn. og börn., Yindla ágæta, yflr 20 tegundir; Cigarettur, Reyktóbák, Rjól og Munntóbak, Hveiti, fín mjöl og grjón af ýmsum tegund., Grænsápu og margar tegundir afhandsápu; Súkkulade, Brjóstsykur, Lakrits og fl. Agæta ullarkamba. Loðnar húfnr. Mikið af fallegum stumpazirsum, 3 tegundir, Góð ljerept, Svart kjólatau og aðrar kramv. Tvistgarn og tvinna, allskonar; Kantaborða, Bendla, Teygjubönd o. fl. Margar aðrar vörur Smjör, Tólg, Haustull og Sjóvetlingar er tekið jafnt peningum. Lystibatur nýr og vel smíbaður, sjerstaklcf/a hraðskreiður, er til sölu. Ritstj. vísar á. C. Zimsen kaupir rjúpur. — Til kaups eða leigu óskast lítil ELDA- VJEL. 180 upp i hendur. Pappirsseðill sá bar skugga á gæfuljós hans. En hann huggaði sig samt við, að leyndarmál það væri vel varðveitt í skrifborðsskriflinu gamla, og hugsaði hann sjer að brenna blaðið þegar hann kæmi heim. Hann lenti á Englandi nokkrum vikum fyrir þann frest, er hann hafði tiltekið í brjefinu til hennar Klöru Jervis. Honum var gerður kostur á að verða sameigandi í hinu mikla verzlunarhúsi í Fridaygötu, og hann gekk að eiga Klöru Jervis missiri eptir að hann kom heim úr Ástralíuferðinni. Já, hann var heldur en ekki lánsmaður, hann Rich- ard Berridge. En pappírsseðillinn, sem hann hafði und- irskrifað, og heitið, sem hann hafði unnið, hrelldi hina hjátrúuðu sál hans meira en lítið. Skrifborðsskriflið hans gamla var flutt ur einveru- klefanum hans í hið nýja, veglega og skrautlega hús hans, og kveldið áður en hann kvæntist, ætlaði hann að brenna pappírssnepilinn. En hann fann hann hvergi, hvernig sem hann leit- aði. Og þó sá hann, að skrifborðiö var ósnert frá því hann fór, með öllum skúffum þess og »músaholum«, er hann nefndi svo. Þetta ómerkilega, en óskiljanlega atvik gerði honum mikla áhyggju, jafnvel þá hátíðlegu fagnaðarstund, er 177 en ekki fjelaus, heldur hafði hann látið eptir svo mikinn auð, er honum hafði græðzt, fyrst águllgrepti, en síðan á sauða- verzlun. Dick var nú einkaerfingi hans á lífi, og varð eigandi að öllu gullinu hans, sauðunum hans og jörðunum hans. Umboðsmenn okkar í Ástralíu höfðu beðið okkur að útvega vitneskju um erfingja hans. Þegar jeg var búinn að segja honum upp þessa sögu alla, bætti jeg við þessum orðum frá sjálfum mjer: »Jeg óska yður þá til hamingju, og er það mitt ráð, að þjer bregðið þegar við og haldið af stað til Ástralíu til þess að taka við eign yðar. Það fer gufuskip þangað á mánudaginn kemur«. »Á mánudaginn kemur!« mælti hann, eins og í leiðslu. »Jeg get ekki farið svo fljótt, herra málfærslumaður. Jeg varð að gera húsbónda mínum viðvart áður, og jeg hefl hvorki peninga nje annað, sem jeg þarfnast til ferð- arinnar«. »Peninga eru engin vandræði með, herra Berridge«, anzaði jeg. »Þjer getið lánað hjá okkur út á víxil hvað sem yður sýnist — hvort þjer viljið heldur 1000 eða 2000 pd. sterling. Það er eingin fyrirstaða hvað það snertir. Við skulum gjarnan annast allar útveganir fyrir yður til fararinnar, ef þjer haflð of nauman tíma, kaupa farbrjef handa yður o. s. frv., og það er ekki ólíklegt, að fá megi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.