Ísafold - 17.11.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.11.1894, Blaðsíða 2
294 200 ljós með 16 kertaljósa tirtu hvert, til til lýsingar á strætum. Til þess mundi nægja hin minnsta byltistraumsvjel vor (alternator), en hún kostar með tilheyrandi verkfærum til að dreifa straumnum, (switchboard) hjer í Lund- £ s. d. únum........................... 240 0 0 Loptvírinn þrjár enskar mílur á lengd frá rafvjelinni (dynamo) til bæjarins, ásamt því sem sem þarf til að festa hann og einangra (en án þess að reikna staurana, en af þeim mundi þurfa einn fyrir hverjar 75— 120 álnir); verð hjer i Lund- únum . . . .............. 185 0 0 200 strætalampar með ijóskerum, sem koma mætti fyrir á staur- um þeim, sem fyrir munu vera á strætum bæjarins, auk þess straumleiðendur neðan- jarðar, mun nema hjer í Lundúnum.................... 1100 0 0 1525 0 0 Flutningskostnaður og uppsetn- ing ætlum vjer muni nema 2O°/0 af ofannefndri upphæð 305 0 0 1830 0 0 Verð á vatnshjólinu (turbine) með tilheyrandi pipum getum vjer aðeins getið oss til vegna ókunnugleika, en sje það rjett, sem oss hefir skiiizt, að 100 feta fall muni geta fengizt án þess að pípurnar þurfi að verða mjög langar, þá ætlum vjer að vatnshjól fyrir svona litla vjel muni ekki fara fram úr..................... 600 0 0 alls 2430 0 0 II. Lýsing í húsum og i sambandi við strœtalýsinguna. Til húsalýsingar mundum vjer nota þjár af vorum 50-kilowatt byltistraums- vjelum, og væri ein þeirra til vara. Mætti þá lýsa 2300 lampa, með 10 kertaljósa birtu hvert, í húsum inni, auk lampanna á strætunum, þó að loga þyrfti á þeim öllum samstundis. En það er sama sem að taka mætti að sjer, með þessum vjelum, að lýsa alls 3000 lampa, því að reynslan hefir sýnt, að aldrei logar í einu á nema tveim þriðjungum lampanna, ef nokkuð til muna af þeim eru i íbúðarhúsum. Þegar lýsa ætti bæði strætin og húsin, mundi kostnaðurinn verða hjer um bil á þessa leið: £ s. d. Vjelastöðvarnar með bylti- straumsvjelunum, verkfærum til að dreifa straumnumo.s.frv. 1550 0 0 Loptvírinn til bæjarins . . . 450 0 0 Neðanjarðarleiðsla til húsanna 2000 0 0 Áðurnefndir 200 strætalampar með straumieiðendum . . . 1100 0 0 Straumbreytivjelar (transfor- mers) vegna húsalýsingarinnar 500 0 0 5600 0 0 Flutningskostnaður og uppsetn- ing hjer um bil 2O0/0 af kostn- inum........................ 1120 0 0 6720 0 0 Vatnshjól (turbines) með pípum þeim, er með þyrfti, ætlum vjer að mundu kosta í mesta lagi ....................... 2000 0 0 alls 8720 0 0 III. Rafhitun i húsum. Bitunin mundi ekki breyta stofnfjárupp- hæðinni í neinu, nema því, að kaupa þyrfti ofnana (heaters), en leigunni fyrir afnot þeirra mundi að sjálfsögðu verða hagað svo, að hún borgaði þann kostnað. Vjer hugsum oss, að eigi muni upphit- unin verða notuð mikið fyrst í stað, með- an lýsingin með rafmagni er að komast á, en þó svo væri, leiddi þar af einungis það, að efla þyrfti vjelastöðvarnar, og viijum vjer þá sjerstaklega benda á það, að út- færsla á rafvjelastöðvunum getur átt sjer stað, án þess að koma í bága við vjelar þær, sem fyrir eru, og án nokkurra þeirra útgjalda, sem á falla, þegar auka þarf Ijósgas-framleiðslu að mun. IV. Hreiflvjel (motor), sem hefir 30 hesta afl [= 300 manna afl], mundi kosta um 160 £. V. Viðhald. Hvað viðhaldið snertir, þá er fyrst að telja lampana á strætunum; ef vjer hugs- um oss að hver lampi eigi að loga 3000 klukkustundir á áriJ mundi þurfa að nýja upp lampana þrisvar á ári,1 það yrðu 600 lampar á 1 s. 6 d..............alls 45 £. Auk þessa gjalds eru vinnulaun, olía og ýms áhöld. Til gæzlu á vjelunum þarf eigi nema 3 menn, en að eins einn, ef ekki er hugsað til annars en að lýsa strætin. Olía tii að bera á vjelarnar og óviss út- gjöld munu ekki fara fram úr 60 £ um árið, aðgerðir og rýrnan munu ekki fara fram úr 5% af verði vjelanna, straum- leiðandanna o. s. frv. Allar þær tekjur, sem afgangs yrðuþeim kostnaði, sem nú er talinn, mundi mega telja sem vexti af stofnfjenu. Sem tekjur viljum vjer áætla 3 £ á ðri af hverjum lampa á strætunum; það verða.............................£ 600 Enn fremur 10 s. á ári fyrir hvern af 2300 lömpum, er loga í húsum 1150 alls 1750 Vjer munum með ánægju láta í tje frek- ari upplýsingar, ef með þyrfti. P. S. Við nánari ihugun finnst oss, að ef til vill megi komast af með 100 strætalampa, en þó er auðvitað erfitt um það að segja, án þess að þekkja betur til. Vjer álítum einnig vissara, að áætla kostnaðinn fyrir þá 100 lampa, með því sem til heyrir, hjer um bil 700 £., í stað þess, sem vjer hjer að ofan áætluðum 1100 £ fyrir 200 lampa. Þá mun áætlunin eigi verða of lág. Skýrsla þessi hefir þann kost, að hún er frá mönnum, sem vita glöggt og greini- lega, hvað þeir fara með, eptir margra ára verklega reynslu og margbreytta. Nema hvað þá brestur vitanlega kunnug- leika hjer, eins og þeir taka lika sjálfir fram. Kostnaðurinn er mikill, svo mikill, að flest- um mun þykja meira en nóg um, og suma sundla. Til dæmis gatnalýsingin ein út af fyrir sig rúm 2000 pd. sterling að upp- hafi, þ. e. með 100 Jjóskerum, sem hjer er nú meira en nóg, eða með öðrum orðum 37—38,000 kr. En árskostnaðurinn til gatna- lýsingarinnar, er bærinn ætti að greiða, langt yfir 5000 kr.; nú ekki fullar 800 kr. Fjelagið hugsar sjer sem sje, að það eða eitthvert annað hlutafjelag leggi fram stofn- unarkostnaðinn og komi fyrirtækinu alveg- í kring, en láti notendur ljósanna greiða sjer ákveðið árgjald og annað ekki. Sjálf- sagt tekur (jelagið svo ríflega til, að það sjái hluthafendum vel borgið. En þó að árskostnaðurinn til gatnalýsingar hjer yrði ekki nema helmingur þess, sem hjer er tiltekið, mundu ráðsmönnum bæjarsjóðs fráleitt þykja forsvaranlegt að kosta svo miklu til ekki meira nauðsynjamáls en gatnalýsing er í öðrum eins smábæ og Reykjavík er og með ekki meiri umferð. Miklu meira væri varið í að fá raflýsing í húsum inni, og ekki virðist það neitt geip, þótt lýsingargjaldið yrði 10 shill. eða 9 kr. fyrir hvern Jampa um árið. En at- hugandi er, að lampafjöldinn, sem notað- ur yrði, mundi lengi vel hvergi nærri eins mikill’; eins og áætlunin ráðgerir, en þá yrði gjaldið auðvitað miklu hærra. Svo. er og það athugandi, að þessi húsalýsing- aráætlun virðist vera miðuð við það, að- hjer sje einnig strætalýsing með rafmagni, og sjeu þá notaðar að nokkru leyti hinar sömu tilfæringar til húsalýsingarinnar. Að' öðrum kosti eða ein út af fyrir sig mundl þá húsalýsingin verða miklu dýrari. Er hætt við eptir þessu, að nýbreytni- þessi öll saman, svo girnileg sem hún væri, muni þykja miður árennileg fyrir kostn- aðar sakir. En lýsi sjer eigi að siður áhugi á mál- inu, ekki einungis hjer, heldur einnig i nokkrum öðrum kaupstöðum landsins, svo- sem t. d. á Akureyri og Seyðisfirði, sem, enn hægra mun vera um vik að nota vatns- aflið til rafmagnsframleiðslu, virðist ráði; næst, að fenginn væri, jafnvel á landsjóðs kostnað, hingað fullfær og áreiðanlegur rafmagnsfræðingur, er skoðað gæti og kynnt sjer vandlega hvernig til hagar íþvi efni að öllu leyti, smáu og stóru, á öllum. stöðunum, og sagt síðan glöggt og greini- lega, hver kostnaðurinn mundi verða, og hvort slíkt fyrirtæki mundi yfir höfuð til- tækilegt fyrir allra hluta sakir. Þá væri slík framfarahugsun ekki lengur á sandt bygð. Þá væri vit í að gera eitthvað veru- legt henni til framkvæmdar. En það má taka fram fyrirfram, að svo mikið væri varið í slíka umbót, aðra eins framfara- nýbreytni, að talsvert væri í sölur leggj- andi fyrir hana frekara er •sanna mætti með skýlausum reikningi, að hefðist í aðra hönd þegar í stað. Afhenni gæti leitt svo- mikilsverða efling atvinnuveganna hjer, einkum iðnaðar, að enginn kann að þv^ að hyggl'a nú. Fyrir þvi er síður en svo, að frumkvöðl- arnir eigi vanþökk skilda, hvort sem tiltæki þeirra ber tilætlaðan ávöxt eða eigi—hvort heldur er átt við hr. Frím. B. Anderson,. þótt hjer sje lítt kunnur, eða hr. Sigfús Eymundsson, sem er þjóðkunnur atorku- og framfaramaður. Þeirra gerð er söm og jöfn, hver sem árangurinn verður, og góður vilji jafnan vel metandi. Elínar-málið. Yiðstöðulaust gekk sýslu- nefnd Kjósar- og Gullbringusýslu á fundi í Hafnarfirði 14. þ. m. að samningi við útgerðarmann gufubátsins »Elínar« um framhald ferða hjer um flóann næstu 2 sumur eða hjet tiltölulegri hlutdeild í áskild- um styrk til þess. Ilið sama gerði sýslu- nefnd Borgfirðinga nýlega á fundi að Þingnesi í einu hljóði. Af sýslufundi Mýra-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.