Ísafold - 24.11.1894, Side 1

Ísafold - 24.11.1894, Side 1
Kemur út ýmiat emu sinni oða tvisvar í vikn. Verb &rg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða lx/a doll.; borgist fyrir miðjan j úlimétn. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vlb áramót, ógild nema komir sje til útgefanda fyrir l.októ* berm. Afgreiöslastofa blabs- ins er í Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 24. nóvember 1894. 75. blað. Næsta bl. kemur þegar eptir komu póstsktpsins, aukreltis. Flói og Skeið. Eptir Sœm. Eyjólfsson. II. Hvítá og Þjórsá eru jökulár, og flytja með sjer afarmikið af ýmsum frjóvsömum jarðefnum. Vatnið í þeim er því ágætt til vatnsveitinga, svo sem í flestum eða ellum jökulám á Suðurlandi. Það er nokkuð langt síðan að ýmsum mönnum heíir komið til hugar, að veita mætti vatni "úr þessum ám um Flóann og Skeiðin, eða að minsta kosti um nokkurn hluta þess- ara sveita. Nokkrum sinnum hafa verið fengnir menn til að athuga þetta, en allar þær athuganir hafa verið gerðar mjög fljótlega, á einum eða tveimur dögum; fyrir því hafa þær verið alsendis ónákvæm- ar og að engu nýtar, svo sem vænta má, þar sem þetta svæði tekur yíir 6 hreppa. Sumum heflr þótt líklegt, að veita mætti vatni úr Hvítá um vesturhluta Flóans; hafa þeir þá svo til ætlað, 1 að aðfærslu- skurðurinn til þessara vatnsveitinga gengi frá ánni þar sem heita Brúnastaðaflatir, upp undan Hjálmholti. Aðrir hafa viljað byrja vatnsveitinguna austur á Skeiðum, •og ná vatni úr Þjórsá ofan til við Murn- -eyri; hafa þeir ætlað að veita mætti því vatni um Skeiðin, og svo þaðan vestur um Flóa. Ef vatninu væri veitt á þenna hátt úr Þjórsá, heflr þótt líklegt, að vatns- veitingin gæti náð um mestalian Flóann ■og Skeiðin, en ef vatni væri veitt úr Hvítá, mundi vatnsveitingin eigi ná nema um nokkui u hluta Flóans. Það þarf miklar og nákvæmar athugan- ir til þess að geta sagt með vissu, hvar hagkvæmast sje að ná vatninu. Það þarf n,ð athuga alla þá staði, þar sem líklegt er að megi ná vatninu, og mæla, hversu mikið svæði vatnið geti komizt yfir frá hverjum stað. Svo verður og að athuga jarðveginn, hæð landsins, vegalengd og aðra erflðleika við aðfærsluskurðinn á hverjum stað, og bera þetta alt saman. Þá fyrst verður ákveðið, hvar eigi að ná vatninu, og hvort eigi að gera það á ein- um stað eða fleirum. En það er margt fleira sem þarf að mæla og athuga til að geta gert áætlun um kostnaðinn við fyrirtækið, og hverra hagsmuna megi vænta af því. Það verð- ur að mæla halla um allan Flóann og Skeiðin, til þess að geta sjeð hvar vatnið getur komizt yflr, og hvar allir höfuð- skurðir eiga að liggja. Svo verður og að gera uppdrátt af öllu svæðinu til þess að ■sjá hversu mikið land það er, sem vatns- veitingin getur náð yfir, hversu langir skurðirnir verða, hversu mikið vatn að- færsluskurðurinn þarf að flytja, o. fl. En það er mikið verk að leysa allar þessar mælingar af hendi, og eigi vandalaust. í sumar er leið byrjaði eg á þessum mælingum. Búnaðarfjelag suðuramtsins hafði falið mjer þetta start á hendur eptir ósk sýslunefndarinnar í Árnessýslu. Það sem eg mældi í sumar var einkum það, hvar vænlegast mundi vera að ná vatninu úr Þjórsá. Auk þess mældi eg öll Skeið- in og gerði uppdrátt af þeim. Það getur eigi verið umtalsmál að ná vatninu ofan til við Murneyri, þar sem áður hafði verið talið líklegast. Kostnað- urinn við það mundi ganga fram úr öllu hófl, því að þar yrði að gera farveg fyrir vatnið gegnum fasta klöpp, rúmlega 150 faðma langan veg. í annan stað gæti vatnsveitingin eigi náð til Skeiðanna, svo teijanda sje, ef vatnið væri tekið á þess- um stað. Það er að eins á einum stað, sem gerlegt er að ná vatni úr Þjórsá, en það er uppi undir Þrándarholti. Þaðan má leiða vatn um nálega öll Skeiðin, og síðan af Skeiðunum út í Flóa- Eg hefl nákvæmlega mælt og ákveðið, hvar að- færsluskurðurinn ætti að liggja um Skeiðin. Þótt kostnaðurinn við að ná vatninu frá þessum stað, er eg hefl gert ráð fyrir, verði ærið mikill, verður það samt ódýr- ara en frá nokkrum öðrum stað við Þjórs- á; auk þess getur vatnsveitingin tekið yfir stærst svæði með því að ná vatninu þaðan. Aðfærsluskurðurinn ætti því að liggja frá Þrándarholtsbökkum um Skeiðin vest- ur að Merkurlaut, en síðan er sjálfgerður farvegur eptir Merkurlautút í Flóa. Merk- urlaut liggur um Merkurhraun, og því hafa sumir talið líklegt, að vatnið kynni að hverfa niður í hraunholur á þessari leið. Það verður að visu eigi sagt með fullri vissu, að þetta geti eigi orðið, en þó er það mjög ólíklegt. Kunnugir menn segja að leysingavatn renni vetur og vor eptir lautinni alla leið austan af Skeiðum og vestur í Flóa, enda má sjá þess greini- leg merki í lautinni. Færi svo að þessi laut reyndist óhæfilegur farvegur, þá er önnur laut neðar, nálega öll grasi gróin, er Launstígur heitir. Eptir henni gæti og vatnið runnið af Skeiðunum út í Flóa, og má telja víst, að þar sje öruggur farvegur. En það er nokkru lengri leið að koma vatninu þangað en í Merkurlaut. Þess vegna yrði minni kostnaður að koma vatninu í Merkurlaut. Það er og mjög ó- líklegt, að eigi sje öruggur farvegur fyrir vatnið í Merkurlaut, þótt eigi verði sagt um það með fullri vissu enn sem kom- ið er. Aðfærsluskurðurinn* ofan frá Þjórsár- bökkum og vestur að Merkurlaut yrði rúmlega iy2 mila að lengd. Efst yrði skurðurinn að vera 13 feta djúpur, en dýptin mætti smáminka. Þá er kæmi hjer um bil 8000 fet p/, mílu) frá upptökunum, þyrfti dýptin eigi að vera meiri en 3y8 fet. Eigi verður sagt hversu mikið vatn skurðurinn þarf að flytja fyr en alt það svæði heflr verið mælt, er vatnsveitingin getur náð yfir, og því verður eigi fyr sagt, hversu breiður skurðurinn þarf að vera. Ef gert er ráð fyrir að skurðurinn verði 30 feta breiður í botninn, þá beflr mjer talizt svo til, að það mundi verða um 28000 dagsverk, að grafa allan þenna skurð ofan frá Þrándárholtsbökkum og út i Merkurlaut. Sje hyert dagsverk talið á 2,50 kr. þá yrði þessi kostnaður 70000 kr. Við Þetta bætist ramgerður umbúnaður við skm ðmynnið að ofan, og tvær brýr yfir skurðinn. Eg get eigi gert áætlun um hversa mikið þetta mundi kosta, fyr- ii' þvi, að eg liefi eigi þekkingu á þeim hlutum. Mjer þykir þó eigi ólíklegt, að það mundi kosta alt að 10 þús. kr. Eptir þessu mundi kosta um 80 þús. kr að koma vatninu út í Flóa, og þö nokkru mema ef svo færi, að vatnið gæti eigi runnið um Merkurlaut, og því þyrfti að veita því í Launstíg. Enn hefir eigi verið rannsakað hve miklum erfiðleikum það mundi vera bund- ið að ná vatni úr Hvítá um vesturhluta Flóans. Ef skurðurinn frá Þjórsá þyrfti eigi að flytja annað vatn en það sem þyrfti á Skeiðin og austurhluta Flóans, mætti hann vera mjórri, og yrði þá ódýr- ari. Það er þó eigi líklegt, að það mundi verða ódýrara að ná vatninu þannig á tveim stöðum, en um þetta verður ekkert sagt með fullri vissu fyr en mælingunum er lokið. Eptir því sem mælingunum er nú kom- ið, eru mestar líkur til að ódýrast verði að ná vatni úr Þjórsá á alt svæðið, er vatnsveitingin getur náð yfir. Sú áætlun getur og varla farið mjög langt frá rjettu lagi, að það mundi kosta um 80 þús. kr. að gera skurð frá Þjórsá út í Merkurlaut, er iiytti nægilegt vatn á Skeið og Flóa.' Enn sem komið er, er eigi unt að gera áætlun um hversu mikið það mundi kosta, að dreifa vatninu um alt þetta svæði. Ef vatninu yrði komið um nálega allan Fló- ann, svo sem miklar líkur eru til, þá má þó ætla að vatnsveitingin um Flóa og Skeiö mundi varla kosta minna en 40 þús. kr. fyrir utan aðfærsluskurðinn. Það má þó vel vera, að kostnaðurinn yrði enn meiri en þetta; það verður eigi neitt um það sagt fyr en mælingunum er lokið. Svo sem eigi er unt að gera áætlun um kostnaðinn fyr en mælingunum er lokið,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.