Ísafold - 27.11.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.11.1894, Blaðsíða 1
Kemtir út ýmiat eiiru sinni ©ða tvisvar í viku. Verð -arg minnst 80arka)ákr.. erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrirmiojanjúliman. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skriaeg)bundin vi*» aramót, ógild nema komit sje til útgefanda fyrir l.októ berm. Afgreioslastofablaog- •ns er i Auaturttrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, þriðjudaginn 27. nóvember 1894. 76. blað. Utlendar frjettir. Khöfn 10. nóv. 1894. Þar á tíðindasögu að hefja, er mest þykir að kveða um þessar mundir, eða á sefilokum Alexanders þriðja Rússakeisara, á 50. aldursári (f. 10. marz 1845). Hann andaðist 1. þ. m., eptir langvinnan sjúk- dóm — nyrnaveiki og fleira, sem henni kann að fylgja. Síðan í vor eða snemma sumars ýmislegt kvisað um heilsuástandið,"1 en eptir miðsumar þótti margt koma í ljós, sem gerði tvísýnt um batann. Hjer er mikill höfðingi látinn, harmaður mjög af skyldmennum og venzlafólki og) öllum tignarlýð álfu vorra. í sorgarhjúpi situr og ein af fjölskipuðustu þjóðum heims- ins, að minnsta kosti þar til er útföriuni er lokið, þjóð sem í mörg hundruð ára heíir gengið í svefnleiðslu þrælkunarinn- ar. Hvenær vaknar hún? Hvenær kemst hún úr álögum? Hjer er maður látinn mörgum góðum, já, beztu kostum búinn, velviljaður og vel skynjandi; og sá af höfðingjum, sem öll- um ber saman um, að fastast hafi staðið á friðarverði álfu vorrar meðan hans naut viö. Svo er líka sagt, að hann hryllti við stríðum, síðan hann var úti í vatnshelling- unum rauðu á Bolgaralandi í viðureign- inni síðustu við Tyrki. Allt um það mátti hann heima hjá sjer aldrei um frjálst höf- uð strjúka. Ægishjálmur zar-veldisins kom honum, sem mörgum feðranna, í illar þarf- ir. Skyldi sonur hans leggja hann fyrir oðal? Hvenær kemst keisari Rússaveldis ur ðlögum? Alexander' keisari var mikill eljumaður og var að vinnu 8 stundir á dag að stað- aldri. Hiinn lagði því meira á sig, sem honum vaið ljósara, að margir af stjórn- arskörungunum, einkum Alslafavinir, t. d. Ignatjeff og fl., vildu bera hann ráðum og þoka ríkinu í meiri vanda en góðu gegndi, eða leggja enn á tvær hættur og láta frið- inn rofna. Hann vísaði þeim úr þjónustu, og tók sjer þann mann, Giers greifa, til ráðaneytis um útlend mál, sem var gætinn og varfærinn og ljet keisarann hafa hjer bæði tögl og haldir. — Þess skal og geta, að Alexandir keisari var fyrirmynd kvæntra manna og heimilisfeðra. Veðrátta. Rigningasamt í langan tíma ¦og hafa þvi fylgt árhlaup á ýmsum suð- urlöndum, en einkum í útnorðurhluta Frakk- lands. Voðaviðburðir. Af þeim skal nefna hvirfilbyl, sem nærri Careaas; Venezúela varð 150 mönnum að bana í jarðskjálfta í Japan (25. okt,), semolli hruni 3000 húsa og líftjóni 260 manna. Nýlega strandaði skip á klöpp við norðurströnd Nyja-Zee- lands og fórust þar 134 menn, eða næstum •öll skipshöfnin. Danmörk. Af þingi tíðindalaust að kalla. Um traust hægrimanna og banda- vina þeirra eða samtök þykir það ekki votta, að Högsbro er tvisvar kosinn forseti í fólksdeildinni og einn af vinstrimönnum, hinum harðtækari, (J. C. Christensen) vara- forseti. Sem stendur er rætt um nýja k.jörþinga- skipan eptir frumvarpi stjórnarinnar, sem í fyrra var samþykkt í landsþingsdeild- inni, og stje Högsbro gamli niður úr for- setastólnum (í fyrra dag), og kallaði hjer beinu rofi fram haldið á grundvallarlög- unum. Eptir rimmunum að dæma er vart til framgangs að hugsa fyrir þetta frum- varp. í gær var »fríhöfnin« vígð með allmik- illi viðhöfn. Það er viðtökustöð varnings með tollgjaldsfresti þar til hann ílendist,' eða án tollgjalds ef hann flyzt til annara landa. Hefir þar verið lengi og kappsam- lega að unnið og mörgum miljónum til varið, enda er höfnin hið atkvæðamesta og stórkostlegasta mannvirki í Danmörku. Tíðindin sorglegu frá Rússlandi hafa borið þeim konungi vorum og drottningu bitran skammt harma, sem nærri má geta, ásamt systkinum keisaraekkjunnar og börnum þeirra. Að tveim dögum liðnum halda þeir Kristján konungur og Valde- mar prins á leið til Pjetursborgur að vera við útförina. Að látnum mönnum má tvö nefna: P. Mariager prófessor, vel metinn skáldsagna- höfund (f. 1827), og Chr. Rimestad, ass- essor í hæstarjetti, er lengi var þingmaður Hafnarbúa í fólksdeildinni. Sökum mann- kosta og andlegs atgerfis mikils virtur af öllum, bæði á þinginu og utan þings. Noregur. Kosningar munu nú vera um garð gengnar eða því nær, og hafa vinstri- menn borið sigurinn úr býtum, en aukið þó miður sinn afia en þeir höfðu við bú- izt. En hitt telja þeir með rjettu mest að virða, að fulltrúar höfuðborgarinnar, Kristj- aníu, eru nú í þeirra lið loksins komnir. Af orðum Ullmanns, varaforseta þings- ins, á einum málfundinum má ráða, að vinstrimenn vilja láta til stáls sverfa í deilunni við Svla. Hann á að hafa sagt: »Við viljum fyrst og fremst hafa norska sendiherra fyrir Noreg; en síðan af nema þau embætti og senda þá menn í ríkiser- indi, þegar þörf gerist«. Svo á hann að hafa bætt við: »Jeg er þjóðveldisvin og fyrir þjóðveldi vil jeg vinna. Láti kon- ungur ekki undan og taki hann ekki norskan mann til að stýra utanríkismálum Noregs, þá segjum við: Verið þjer sælir, yðar hátign! Yðar megum við þá og án vera«. England. í blöðum og ræðum/ standa Torýmenn mjög hnarreistir, og gera helzt gys að streitu hinna fyrir sjálfstæði írlands og heityrðunum í sumum ræðum Rosebery lávarðar gegn efri málstofunni. Hannjæt- ur slíkt ekki á sig fá, og nýlega (28.okt.) flutti hann erindi í Bradford, þar sem hann leiddi mönnum fyrir sjónir, að frumvarp hlyti fram að koma frá stjórninni í neðri málstotunni um hcimildartakmörkun hinn- ar efri deildar, lávarðadeildarinnar; því, sem hún beitti sjer nú gegn hinni deild- inni, væri ástundið óþolandi — já, menn mættu segja, að það æpti eptir bylting. Eptir hinar stórvægilegu breytingar á fyr- irkomulagi fulltrúadeildarinnar á seinustu 60 árum stæði allt í hinni óbreytt og ó- haggað. Þar gætu setið vart 30 manna af frelsis- og framfaravinum, en hinir allir af Torýmanna liði. Hann kvað sjer ann- ars vera vel við yfirdeildir þinga eða öld- ungadeildir, en þó slíkar helzt, sem væru í líking við öldungadeildina í Washington. Hann ætlast til, að frumvarpið varði þá stjórnlagabreyting, sem kemur yfirburðum í löggjöf fulltrúadeildinni (neðri málstof- unni) í hendur. Ef það er ekki misskilið, sem dönsk blöð hafa flutt úr ræðu Rose- berys, þá mun hann ætla að boða til nýrra kosninga, þegar frumvarpið er sam- þykkt í neðri málstofunni, og því mun hann kalla til þjóðaratkvæða skotið. En þá kemur undir, hver áhrifln reynast, þeg- ar málskotin koma til lávarðadeildarinnar, hvort sem þau verða á þann hátt eða hinn gamla, en öll lög koma undir beggja deilda samþykki. Á ófriðarsvæðinu austan við Asíu hafa Englendingar haft lengi drjúgskipaða flota- deild, en auka hana á hverjum mánuði til góðs fyrirvara, ef þeir skyldu þurfa að beita sjer gegn annara ósvinnu og fyrir hagsmunum Englands. Allir vita líka, að verzlun þeirra á þeim stöðum tekur svo stórum út yfir verzlun og viðskipti annara þjóða. • Þýzkaland. Þaðan eru höfuðtíðindin kansellera- og ráðherra-skipti. Áður hefir verið minnzt á í þessumifrjettum, hversu títt keisarinn skorar á einkum lenda menn til atfylgis gegn byltingaflokkum og þeirra vjelum, og því hafa allir búizt við nyjum tiltektum af stjórnarinnar hálfu, eða frum- vörpum með samþykki sambandsnefndar- innar, sem kansellerinn og ráðherrarnir mundu bera fram á alríkisþinginu, o. s.frv. Um þetta var mörgum getum leitt i blöð- unum og margt kvisað, en optast hnýtt við einhverju um ágreining með þeim Caprivi kansellera og Eulenburg, stjórnar- formanni Prússaveldis (og ráðherra innan- ríkismálanna). Vildi Caprivi til sem fæstra nýunga taka, en E. hafði hörð ákvæði í tilbúningi, og þóttist eiga sjer víst fylgi keisarans. En hið sama varjgreint fyrir hönd Caprivis í hans fylgisblöðum. Ágrein- ingurinn mun hafa fylgt þeim á ráðstefnu keisarans og honum hafa sigið brúnir gagn. vart báðum. Úrslitin urðu, að báðir sögðu af sjer embættunum. Keisarinn vjek nú aptur til hinnar eldri skipunar á dögum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.