Ísafold - 27.11.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.11.1894, Blaðsíða 3
303 Enn um rafmagnslýsingarmálið. (Niðurl.). Er þá fyrst nr. I., strætalýsingin. Til henn- ar ætlar rnarmvirkjafjelagið alls 2,430 pd. sterl. eða nálægt 43,740 krónur, að uppsetningu og flutningi með reiknuðum. En af þessari upp- hæð ganga 1,000 pd. sterl. eða 19,800 króuur fyrir eina 200 glólampa og strætaleiðara þeirra; það er nærri helmingur af öllum kostnaðinum gengur i þessa' lampa, sem þannig verða hver á 99 krónur. En í póstskriptinni eru 100 þeirra virtir á að eins 400 pd. sterl. eða 72 krónur hver, og í lið V. er hver lampi met- inn aðeins ál s. 6 d„ eða vart hálta aðra krónu. Eptir því yrðu þessir 200 lampar á 15 pd. sterl. ^Eru þá eptir 1085 pd. sterl. fyrir jarðleiðara þeirrá2 /En nú kostar blývarinn koparvff'jáfnvel í Lundunum að eins 290 pd. sterl. á míluna) eða 580 pd. sterl. á tvær milur enskar, sem er talin lengd stræta R.víkurbæjar. Eru þá eptir 505 pd. sterl., eða um 9 þúsund krónur, af verð- inu; og veit fjelagið bezt, hvað við þær á að gera. En því þarf endilega að leggja leiðar- ana neðanjarðar i öðrum eins smábæ eins og Rvík er og með ekki meiri umferð? Eða, sje það gert, er nokkurt vit í að meta verðið eptir því sem kostnaðurinn yrði í Lundúnum, eða er Rvík virkilega í Lundúnum? En þetta er ekki hið eina senj mannvirkja- fræðingunum helir misreiknazt. Þeir byrja reikninginn með minnstu byltistraumsvjel sinni, er á að kosta með straumdreiíir (switch- board) ekki nema 240 pd. sterl. eða 4,320 kr. En nú þurfa 200 (16-kil.) vanalegir glólampar að eins 11 kilowatts (hver lampi þarf ekki nema 55 watts og 1000 watt eru 1 kilowatt), og byl istraumsvjel, sem framleiðir 15 kilowatts rafafls, eða meira en þriðjungi meira en þarf, kostar í Lundúnum með öllum tilheyrandi raffærum að eins 207 pd. sterl., eða 597 krón- um minna en þeir góðu herrar gera ráð fyrir. Um straumleiðarana frá fossinum til bæjar- ins er þaö eitt að segja, að þeir eru vart fyrir 3/i vegalengdarinnar, þegar ætlað er íyrir bugðum; og væri enginn straumbreytir, þá yrðu leiðararnir að vera að minnsta kosti tvö- falt gildari að þvermáli og nær fjórfalt dýr- ari enn gert er ráð fyrir; en sje straumbreytir brúkaður (sem þó ekki sjest af áætluninni), þá gætu leiðararnir verið miklu grennri og tiltölulega ódýrari. Þetta atriði hins fyrsta liðar áætlunarinnar er því eintóm endaleysa, hvernig sem það er skoðað. Verð vatnshjólsins og meðfylgjandi pípna er fullríflega reiknað. Eða nægir ekki minna en 100 feta hátt fall og ekki ódýrara en 10,800 króna vatnshjól? Elutningskostnaður og uppsetningarkostnað- ur eru affleiddar stærðir, eptir fjelagsins á- ætlun, eitthvað 20°/o af kostnaði raffæranna; og þar sem verðlag þeirra er, eins og þegar er sýnt, allt á ringulreið, þarf ekki að fjöl- yrða hjer um frekar. II. *Lýsing í húsum i sambandi við strœta- lýsinguna.« Hún byrjar með því að gefa hverjum R.víkingi einn 10 kertaljósa rafmagns- lampa; 3,000 glólampa fyrir 4,000 íbúa: 30,000 kertaljósabirta á að uppljóma þeirra 380 hýbýli; 8 kertaljós á hvert nef! Og til að framleiða allt þetta ljósmagn þarf, svo sem auðvitað, nærri 3—5 watts á hvert ljósj, eða alls liðugt 100 kilowatts, og það eiga tvær 50 kilowatts byltistraumsvjelar fjelagsins að gera (hin þriðja á aft vera til vara, ef önnur hvor hinna veiktist), og það geta þær gert; en meira geta þær ekki. Allt þetta er því harla gott og greinilegt. En svo keinur kostnaðarskýrsla númer tvö; og hjer verður, ef mögulegt væri, seinni villari verri hinni fyrri. Því þar sem i fyrri skýrslunni því nær helft alls kostnað- arins var lögð á strætalampana og leiðara þeirra, þá gerir þessi skýrsla ekki grein fyrir einum eyri af verði þessara þrjú þúsund hús- lampa. Þar á móti er verði strætalampanna og leiðara þeirra, þ. e. þessum liðugt 19,000 krónum, skotið inni í, eins og til uppbótar. En hafi mannvirkjafræðingunum gleymzt að geta lampakostnaðarins, þá hafa þeir þó í þetta skipti munað eptir, að raffærin þyrftu eitthvert skýli, einhverjar vjelstöðvar. Og svo hafa þeir slengt verði vjelstöðvanna saman við vffrð aflvakanna, og metið þær ásamt þremur 50 k. w. byltistraumsvjelum á ein 1,500 pd. sterl. Nú kosta 50 k. w. bylti- straumsvjelar með öllu tilheyrandi eitthvað 450 pd. sterl. hver, og þrjár þess vegna 1350 pd. sterl. En straumdreiíir, eins og hjer ræðir um, yrði ekki fyrir innan 100 pd. sterl. Eru þá ein 100 pd. sterl. eptir fyrir vjela- stöðvarnar. Það yrðu fallegar vjelastöðvar, sem Englendingar bygðu fyrir 1800 krónur! Verðlag loptvírsins er sömu annmörkum merkt sem í fyrsta lið áætlunarinnar, að því frádregnu, að hjer er þó gert ráð fyrir straum- breyturum (transformers); en þeir eru hjer meira en þriðjungi (um 2/s) dýrari en fá má sams konar raffæri í Lundúnum. Alls telst þeim herrum svo til, að allur kostnaður við lýsing húsa og stræta muni nema 8,720 pd. st., eða 156,940 kr., og eru þó áð- / urgreindir 3000 húsalampar ekki meðtaldir. Verður lýsing húsa og stræta til samans eptir þessu ekki fullt fjórum sinnum það sem strætalýsingin ein átti að kosta. Það er að skilja: að tíu sinnum meira rafafl og ellefu sinnum meira ljósmagn má, samkvæmt þess- ara mannvirkjatræðinga áætlun, með því nær sama fyrirkomulagi og á sama stað, fram- leiða fyrir tœplega fjórum sinnum meira verð. Trúlegt þetta. III. En svo kemur kóróna þessarar þríeinu markleysu — rafhitunaráætlunin. Reyndar er nú þessi liður áætlunarinnar ekki mikið ann- að en marklaust orðaglamur og vífilengjur, eða kannske fínt háð um það, að íslendingum skuli hafa dottið annað eins { hug og rafhit- an; þess konar »business« mætti óhætt bíða þar til raflýsingin væri komin á. En samt byrja þeir vel. Svo vel, að jeg verð að taka orð þeirra til ögn nákvæmari yfirvegunar. »Hitanin«, segja þeir, »mundi ekki breyta stofnfjdrupphœðinni i neinu, nema því, að kaupa þyrfti ofna (heaters); en leigunni fyrir afnot þeirra mundi að sjálfsögðu verða hagað svo, að hún borgaði þann kostnað«. Vel sagt, velráður. Auðvitað mundi privat fjelag *haga« leigunni svo, að hún borgaði allan aukakostn- að — við hitunarofna. En yrði það allt, sem við þyrfti að bæta ? Gætu tvær 50 k. w. bylti- straumvjelar bæði lýst 3,200 glólampa með eitthvað 100 k. w. Ijósmagni (sem er allt þær megna) og, þar að auki, hitað íbúðarhús Rvík- urbæjar? Og geti þær það ekki, sem hverjum heilvita manni, er ígrundar þetta nokkuð.ætti að vera auðsætt, hlytu menn þá ekki að bæta nokkrum vjelum viðogjafnvel auka leiðarana einnig, og hlyti það ekki að breyta fjárstofns- upphæðinni? Með öðrum orðum, er akki þessi rafhitunar-áætlun mannvirkjafræðinganna miklu meir en hálfgildings þvættingur? Er þessi þrí-eina enska mannvirkjahugmynd, þessi strætaljóss-, húsaljóss- og rafhitunar-áætlan ekki að miklu leyti botnleysa og lokleysa? Hún er svo sem ekki búin enn. Það stendur þar, nr. 4., einn einmana mótor (hreifivjel); enginn veit til hvers. Jeg læt hann líka hlutlausan. Og svo er fimmti og síðasti liður, eins og lög gera ráð fyrir, um viðhald. Hjer kemur það þá upp úr kafinu, sem áð- ur er á minnzt, að lamparnir, þessi dýrindis- djásn, sem hjer að undanförnu hafa haft svo þýðingarmikil og óútgrundanleg áhrif á kostn- aðinn, þeir erunúvirtir aö einsálsh. 6d. eða hálfa aðra krónu hvér. — En með því þeir ! eiga að brenna 8 stundir á dag til jafn- I aðar allt árið { krlng (þ. e. 3000 stundir á ári) | þá verður kostnaðurinn fyrir s/s húslampanna ( 45 pd st. eða 900 krónur. Hvað lengi stræta- | lamparnir eigi að loga, láta þeir ósagt. En auðsætt er af þessu að þeir Lundúnamenn ætla fremur sólarlítið á Islandi. Að öllu töldu reiknast þeim svo að viðhaldið við húsa- og gatnalýsingu yrði árlega (45 + 60-4- 5°/o af 8720 pdst.) — 541 pd st. eða 9,378 krónur, auk kaup til 3 manna. Og sje viðhaldskostn- aður strætalýsingarinnar einnar metinn í sama hlutfalli. yrði hann tæplega */4 þeirrar upp- hæðar eða minna enn 2344 krónur. Og þótt tveggja manna kaupi (1000 kr. á hvern) væri bætt við, yrði hann samt talsvert minna en 5000 krónur, ekki langt yfir 5000 kr., eins og »ísafold« segir. Og það jafnvel eptir þessari mannvirkja áætlun. Enn ber þess aö geta, að viðhaldið yrði, samkvæmt henni, íyrir húsa- og gatnlýsing ekki full 10,000 krónur, auk verkmanna launa. — En tekjurnar meta þeir á 1750 pd st. og er ágóðinn því (1750 + 541 + 200) ætlandi 3 verkmönnum 3,600 krónur í árslaun — um 1009 pdst., eða yfir ll°/o af stofn- fjenu. Ekki svo slæmt fyrir fjelagið. — Eða mundi mönnum hjer þykja hættulegt að leggja fje sitt í fyrirtæki, sem gæfi þeim yfir 10°/o vöxtu árlega! — Mundi ekki mögulegt að fá saman ein 150,000 krónur til þess konar ný- breytni. Er þá kostnaðurinn, jaln vel eptir þess- ari áætlan, ókleyfur? Og hrekur hún eitt ein- asta atriði, er jeg hefi sagt, eða gelur hún á- stæðu til að vefengja það? Miklu fremur sýnir hún, ef hún annars sýn- ir nokkuð nema sjálfa sig, að jeg hefi ekki métið kostnað vjela og viðhalds af handahófi, eins og höfundur hennar virðist hafa gert. Svona er þá þessi mikla áætlan, þessara miklu mannvirkjafræðinga er >vita« svo ■>glðggt og greinilega, hvað fieir fara með*. Svona er áætlan sú, er Isafold byggir á, þegar hún mælir eptirfylgjandi spádómsríku orðum: »Er hætt við eptir þessu, að nýbreytni þessi öll saman, svo girnileg sem hún væri, mundi þykja miður árennileg fyrir kostnaðar sakir«. Já, svona »áreiðanleg, glógg og greinilegi, svona sannfærandi er áætlun þessi, sem sýn- ishorn af því, hvað útlendir leyfa sjer að bjóða íslendingum, og hvað íslendingar i and- ans auðmýkt sinni taka trúanlegt. En sje mönnum annt um að sjá fleiri út- lendar áætlanir þessa efnis, þá get jeg máske hjálpað um eina til, er mjer var send síðast- liðinn febrúar, og sem jeg sendi hingað til bæjarins. Annars virði jeg öðrum þessa »au- toritets«-trú til vorkunnar, eins og aðrir virða mjer fákænsku mína. Lrímann B. Anderson. Ósvlfin óráðvendni. Snemma í síðastliðn- um mánuði var flutt úr Viðey til Geldinga- ness grá hryssa, 14—15 vetra gömul, óaffext, með mark: gagnbitað hægra; stór, feit og falleg, og fremur viljug. Hjá þeim, er ljetu hana sjálfráða, var hún sem klárgeng, en hjá mönn- um, sem kunnu með að fara, var hún allvel vökur; þó skeiðaði hún aldrei í hægri ferð, en brokkaði mikið. Fyrstu dagana t síðastliðnum júnímánuði átti að brúka hryssuna, en þrátt fyrir marg- ítrekaða leit fannst hún hvergi. Þar eð tjeð hryssa hatði gengið flest sumur í Geldinganesi, síðan hún var tryppi, ogVldrei þaðan farið mannlaust, datt engum annað í hug en að hún væri dauð — hefði ætlað að synda út í Yiðey, en farizt á leiðinni. Það var hvorttveggja, að óiíklegt þótti, að henni hefði verið stolið úr sínu gamla frið- landi, Geldinganesi, enda mjög illt að ná henni haptlausri úti, þar sem hún var bæði stygg og slæg. Nú, um miðjan nóvember, kom áðurnefnd hryssa að Gufunesi í Mosfellssveit, þá aljárn- uð, affext og mjög mögur, og auðsjáanlega mikið og illa brúkuð í sumar og haust. Sá, er gefur undirrituðum áreiðanlegar og góðar upplýsingar um það, hvar optnefnd hryssa hefir verið, og hver hana hefir brúkað í sumar, fær góð ómakslaun. Hafnarfirði, 20. nóvember 1894. Guðmundur Böðvarsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.