Ísafold - 08.12.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.12.1894, Blaðsíða 1
FJARSOLUMALIÐ. - ii. r Engu hrnndið. Lesendur ísafoldar mun reka minni til fjársölutilrauna minna í fyrra, og hvaða brögðum var beitt á Skotlandi 1 máli því, sem jeg höfðaði þar gegn umboðsmanni mínum í Glasgow, sein átti að taka á móti fjenu í fyrra og selja það. f>ví hefir enn ekki verið hrundið, sem jeg sagði í ferðasögu minni i sumar, hvorki með dómi nje á annan hátt, þó tilraunir væru gerðar til þess. Og þar sem mótstöðumenn mínir höfðu nóg efni, þá má gera ráð fyrir, að þeir hafi ekkert til sparað til þess, að hrinda af sjer því, sem um þá var sagt í skýrslu minni, þó árang- urinn hafi orðið smár. J>að er auðvitað ekki nóg, að fá álitslausan •Wtstjóragarm, sem snerist svo hastarlega á freistingartímanum og skrapp um leið undan skuldafjalarketti í bráð, jtil þess að segja eitthvað. ISý fjársöiutiiraun. Af því j'eg hef í annað sinn gert tilraun til að flytja fje til Skotlands, gæti jeg hugsað, að íslendingum þeim, sem fylgjast með verzlunarmálum landsins, og ekki eru persónulega háðir hinu út- lenda peningavaldi, þætti fróðlegt að heyra ferðasögu mína nú og afdrif fjársölu minnar í ár, • til þess að geta sem bezí áttað sig á afstöðu íslendinga gagnvart hinu útlenda auðmagni. Jeg gat þess í fyrri ferðasögu minni, að jeg hefði sjeð af blað- inu »The Evening News«, að jeg hefði verið dæmdur til að borga Rennie í Glasgow málskostnað; enn fremur gat jeg þess, að sterk- ar tilraunir voru gerðar til, að jeg gæti ekki notið lánstrausts í Hamborg, og að jeg samt hefði fengið vörufarm handa fjelögunum, svo þau þetta ár gætu haldið áfram kauptilraunum og sölutilraun- um sínum. Vörur þessar komu með seglskipi til Eeykjavíkur í lok júlí- mánaðar þ. á. Rennie gert viðvart. f>egar »mikli maðurinn« í Newcastle vissi það, að jeg fengi vörur, og að andróður hans og annara gegn því næði ekki tilgangi sínum, gerði hann Eeunie í Glasgow aðvart um, að nú væri gott tækifæri fyrir hann að ná málskostnaði sínum, því nú fengi jeg vörur frá Hamborg; væri nú áríðandi að leggja löghald á þessar vörur í tíma, svo að jeg gæti ekki látið bændur fá þær, því þa gæti jeg ef til vill náð i nýjan fjárfarm, en það yrði að fyrirgirða í tíma. Hurð nærri hæluin. Svo var og áríðandi að girða í tíma fyrir það, komizt svo langt með vörurnar, að bændur fengju .þeirra og verð, og fengju tækifæri til þess að bera við vérð það eptir gæðum, sem Zöllner og Vídalín höfðu sem um- ¦boðsmenn það sama sumar sett fjelögum þeim, er þeir þjóna. feir munu hafa verið búnir að senda reikningana til íslands yfir vörur þær, sem þegar voru komnar til Islands, en til allrar hamingju voru þeir, að minnsta kosti á sumuin stöðum, enn í höndum af- greiðslumanna pöntunarfjelaganna. En »þar skall samt hurð nærri hælum«. Zöllner brá sjer núískyndi til Reykjavíkur, til þess að glöggva sig á, hvað gera skyldi, og til þess að vera við eina af hinum al- kunnu stórveizlum í Eeykjavík, sem þeir Vídalín halda þar »fyrir fólkið« og svo tíl þess að útvega Bennie málsfœrslumann kjer til þess að sækja mig að máli um málskostnaðinn. Einn af afgreiðslu- mönnum pöntunarfjelaganna þarna að austan var sendur á minn fund til þess að grennslast eptir verðinu á vörum þeim, er fjelögin fengu, líklega til þess að geta þar eptir jafnað þær misfellur í tíma, er á kynnu að vera hjá keppinautum mínum að jeg gæti að sjá gæði þetta saman ehki framkvæmt, af setja neitt veð fyrir Löghaldstilraun í Reykjavík. Nú var afráðið í snarræði að láta leggja löghald á það, sem ieg hafði handa á milli fyrir málskostnaðarkröfu Eennie; var krafa þessi yfir 6000 kr., auk óákveðins málskostnaðar, því áríðandi var, að geta fest nógu mikið af vörunum, er jeg flutti til landsins, svo fjárloforð bænda gætu ekki náð því, að jeg sæi mjer fært að leigja gufuskip til fjárflutninganna. Og til þess að geta haft þessa upphæð sem hæsta, svo til- gangnum yrði náð, var Eennie látinn ganga fram hjá að draga frá kröfunni kr. 3420,00, sem Bennie fyrirrjetti í Edinborg hafðiviður- kennt að hann skuldaði mjer fyrir kjöt og annað, er hann seldi f yrra, en sem hann aldrei gaf mjer reikning yfir. Löghald þetta var, samkvæmt úrskurði, því Eennie eða þeir fjelagar þorðu ekki að afleiðingunum af slíku löghaldi. Umboðsmaður Eennie hjer höfðaði því mál gegn mjer í byrjun september til borgunar á þessum málskostnaði, og jeg gagnsókn á hendur honum. Fjártökuskip útvegað. f>ví næst fór jeg til Skotlands til þess að leigja gufuskip til að flytja á fje bænda, rúm 2000 að tölu; leigði jeg skip, sem Zöllner hafði áður notað, )og Ijet setja f það 3 járnstrompa (ventila), um fram þá, sem voru í skipi þe3su, þegar Zöllner notaði það til fjár- flutninga. Jeg fór svo með skipið til íslands, og hlóð það 7. og 8. okt, og lagði af stað til Leith 9. okt. Eerðin gekk vel, stóð að eins yfir 4 daga og 7 stundir. J>á settust regin öll á rökstóla. Nú víkur sögunni til Bretlands. |>ar sitja menn á rökstólum á meðan jeg er heima, hvað gera skuli, þegar B. K. komi með fjeð. Kom mönnum ásamt um, að áríðandi væri að koma hverj- um þeim fyrir kattarnef, er svo gerðist djarfur, að brjóta þeirra einkarjett til að verzla með fje frá íslandi. Og nauðsynin sje því meiri í þetta sinn, sem þessi B. K. hafi með verðlagi hans á út- lendu vörunum í sumar vakið grun um, ástæðulaust og það á óhent- uðasta tíma, að umboðsmenn þeir, sem nú reka umboðsverzlan við Island, leggi á útlendu vörurnar meira en hin umsömdu umboðs- laun eða verzli sem kaupmenn undir því yfirskyni að þeir sjeu um- boðsmenn, en slíkt sje æruskerðing. Að kæf'a fje á höt'n. ííýj'ar löghaidsráðagerðir. f>að var því ályktað, að reyna fyrst að tefja fyrir því, að fjeð kæmist á land í Leith, til þess að það dræpist í skipinu eins og í fyrra. Eins og kunnugt er, er fje f mestu hættu í skipi, sem hgg- ur kyrt við hafnarvegg, þar sem er stillilogn. f>að er talið að fje komist í hættu, ef það er lengur en 4 stundir í skipinu eptir að það er lent, því úr því leikur enginn loptstraumur um skipið. En af því þeir vissu, að útreiðsla skipsins mundi vera sam- kvæm hinum brezku lögum, höfðu þeir eigi annað ráð, en að nota ' pað vopn, málskostnaðinn, sem falsaða brjefseptirritið í málinu % Edinborg í fyrra hafði lagt Vídalín og Zöllner í hendur, til þess að tefja fyr- ir landgöngu fjárins. f>að var því afráðið að leggja löghald á fjeð í skipinu fyrir upphæð, er jeg ætti örðugt með að útleysa. Auð- vitað þurfti ekki að taka til greina hver cetti fjeðW Skuldar- upphæðin, sem leggja átti löghald á fyrir, var nú allt í einu orðin 400 pd. sterl. eða kr. 7200,00. f>á fundu þessir herrar og aðra leið til þess að tefja fyrirland- göngu fjárins, en hún var sú, að banna að nota fjártröppu, sem lá í gangi þeim, er fjeð hlaut að fara í gegn um, þegar það færi í land. Nú víkur sögunni til skipsins. f>að kemur um kl. 1 e. m. þann 13. okt. til Leith. llennie á varðbergi. Hið fyrsta, sem jeg kom auga á, var Eennie frá Glasgow og málsfærslumaðurinn, bróðir hans, sem höfðu beðið óþolinmóðir eptir komu minni, hver veit hvað lengi. Skipstjóra var nú tilkynnt, að löghald væri lagt á fjeð í skipinu, svo ekki væri hægt að skipa því á land fyr en borguð væri 400 pd. sterl. til Eennie. Skipstjóri þorði nu ekki að afferma skipið fyr en sjálfur skips- eigandinn kæmi frá Glasgow, en hans var von eptir 2 stundir. Á meðan á biðinni stóð, mældi tollgæzlan innrjettingu skips- ins og athugaði loptleiðsluna í skipinu, sem reyndist í bezta lagi, og samkvæmt því sem brezk lög fyrirskipa. fætta gerði tollgæzl- an á hjer um bil 10 mínútum. f>egar skipseigandinn kom og sá, að hleðsluskjöl skipsins, eina og leigusamningur þess, voru út gefin í nafni fjelaganna, sem áttu fjeð, leyfði hann að skipa fjenu í land, hvað sem löghaldinu liði. Eennie og fjelagar hans fóru því í það sinn sneyptir frá skip- inu. MeKinnon, fjártrappan og fjárrjettirnar. Nú átti að fara að hleypa fjenu á land, en þá kom þessi al- kunni McKinnon, umboðsmaður Zöllners og Vídalíns og þjónn Sli- mons, og bannaði að nota fjártröppu þá, sem lá í ganginum þar sem fjeð átti að hlaupa á land, með því að E. & D. Slimon ætti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.