Ísafold - 08.12.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.12.1894, Blaðsíða 4
4 Enn þá er ekki heil brú í öllum þremur greinunum, — gufu- skipsfarminum! llvað fjelögin „fá“! 6. Hvaðan hefur aiþingismaður frá Múla þá vizku, að Island hafi tapað 140 þús. krónum af því að fleiri hafa selt fje en Zölln- er-Vídalín? Hann á eptir að sanna, hvaða verð var á íslenzku sauðfje, áður en fje Slimons, Franz eða mitt kom, og hann á líka eptir að láta uppi, hvað fjeð hafi í raun og veru selzt hjá Zölln- er; hann nefnir ekki á nafn hvað Zöllner hafi selt fjeð, heldur að fjelögin fái svo og svo mikið fyrir hverja kind. Gæti það ekki verið hugsanlegt, að Zöllner hafi selt fjeð með álíka verði og t. d. Slimon, en gefi bændum meira fyrir fjeð en það seldist fyrir, til þess, eitt skipti fyrir öll, að drepa alla samkeppni? Ekki þyrfti Zöllner að verja nema svo sem hálfs árs gróða til þess. Og það væri ekki ástæða fyrir alþingismanninn frá Múla að kvarta yfir á- hrifum fjár Franz, Slimons og míns á söluverðið, ef Zöllner hefur selt fjeð að frádregnum kostnaði eins og þingmaðurinn lætur uppi; því það verð mun vera hærra en það var í fyrra eða fullt eins hátt. Auðnuskipti og kampavínsveizlur. 7. það getur vel verið, að jeg eigi ekki þakkir skilið fyrir það, að ;jeg hefi gert tilraunir til að vinna í gagnstæða átt við það sem alþingismaðurinn vinnur; en hann á líka eptir að sanna, hvað landinu verður mikið lið að hans stefnu, og hvor okkar hefur lagt meira í sölurnar fyrir landsins gagn, hann eða jeg. f>að er víst, að alþingismaðurinn var bláfátækur þegar hann byrjaði að viuna land- inu þetta gagn, sem hann telur, en jeg efnaður; en nú kvað hann vera orðinn fjáður maður, en jeg fátækari en jeg var þegar jeg gaf mig að verzlunarmálum alþýðu. þessi eru okkar auðnuskipti. Máske það hafi tekið úr mjer kjarkinn að græða fje, að jeg hefi enn þá ekki fengið stórveizlur nje kampavínsveitingar hjá neinum þessi árin, nje verið boðin vetrarseta hjá auðmönnum þeim, sem Island skiptir við, eða há laun til þess að leggja höfuð mitt í bleyti í þeirra þarfir. Yantar af fjalli: lireinskrifaða frumreikninga. 8. Alþingismaðurinn á eptir að sanna með framlögðum frum- sömdum sölureikningum og frumsömdum skipsleigu-samningum og kostnaðarreikningum, að fje hinna 8 kaupfjelaga hafi selzt, að frá- dregnum kostnaði, eins og hann eða Zöllner gefur upp. það væri stór greiði, sem alþingismaðurinn gerði alþýðu, ef hann gæti haft þau áhrif á vin sinn Zöllner, að hann legði fram, að eins í þetta sinn, frúmsamin skjöl þau, er jeg nefndi, til þess að fjelögin fengju að sjá, hvað snilldarlega Zöllner tekst að fá verðið út svona upp á 1 eyri; því jeg veit ekki betur en fjeð sje selt úr hverju skipi án tillits til merkja, og reynsla mín hefi verið sú, að merki Islendinga sjeu svo afmáð, þegar fjeð kemur út, að ómögulegt sje að selja fjeð eptir merkjum, og þá heldur ekki skipta því rjett, nema að hafa sjer við hönd viktarskýrslur frá fjelögum þeim, er áttu fjeð í skipinu. Hefur Zöllner haft þessar skýrslur? Hverníg fer skiptingin fram? Og er því skipt niður á hvert fjelag eptir merkjum, sem deyr á leiðinni? þetta hlýtur allt að sjást á frumreikningunum, þegar þeir koma! f>á væri ekki úr vegi, að Zöllner Ijeti fylgja með frumreikn- inga fyrir útlendu vörunum að eins fyrir þetta ár. Jeg tel víst, að kaupstjórar fjelaganna og fjelögin sjálf kysu það; og ef allt er hreint, hvað er þá að hylja? Slimon viðTallillgul• ? Upp á eyri fyrirfram! Hvar gyllingarsiniðjan er. 10. Slimon hafði stórt og ódýrt skip til fjárflutninganna, og flutti út tvo farma; segir ein af þessum blaðagreinum, að Slimon hafi hœst selt fjeð á 10 kr., að frádregnum kostnaði. Nú er Sli- mon langtum eldri í fjársölu-iðninni en Zöllner og fjáður vel. Hann er enginn viðvaningur. Hvers vegna sendi hann ekki fjeð til kunn- ingja síns Zöllners til Newcastle, sem er ekki nema 3 tíma ferð frá Leith? Og hvers vegna ljet hann ekki þetta fjársölu-»geni«- »f>jóðviljans« selja það þar, þegar hann gat fengið 6—7 kr. meira fyrir hverja kind þar en í Edinborg? Kostnaðurinn við að flytja fjeð til Newcastle gat ekki venð meir en lshill. (90 a.) á hverja kind. f>etta bendir ekki á, að salan hafi farið betur úr hendi í New- castle en í Edinborg eða Glasgow, og heldur ekki það, að Zöllner varð að hætta við uppboðið á einum farminum, af því að svo nauðalítið var boðið í fjeð, og jeg efast um, að það fje hafi verið selt, þegar þeir Thor Jensen og alþingismaðurinn frá Múla sátu á skrifstofu Zöllners og skrásettu þar í bróðurlegri samvinnu þeirra allra fjelaga skýrslur sínar um sauðasöluna, og höfðu reiknað upp á eyri, hvað hvert fjelag hafði fengið fyrir fjeð sitt! Hvernig blöð eiga e k k i að koma t'ram. Framkoma þessara blaða í þessu Zöllners-máli er harla ein- kennileg, og þá ekki síður ritaranna, en maður verður að heimta meira af blaðamönnum en einstaklingum, og jafnan verður maður að gjöra ráð fyrir, að blaðamenn skoði ekki, að þeir sjeu að halda úti blöðum handa steinblindum og rænulausum lýð. Jeg skal geta þess, að »f>jóðólfur« gaf það fyllilega í skyn f haust, svona alveg upp úr þurru, að hr. Sigurður Fjeldsted hefði verið sendur til þess, að líta eptir gjörðum mínum erlendis. Herra Sigurður Fjeldsted fór samstundis með leiðrjettingu til ritstjóra »f>jóðólfs«, þar sem hann tjáði, að hann færi með mjer til að gæta fjárins á leiðinni, eins og í fyrra, samkvæmt ósk minni til fjelags- stjórnar Borgfirðinga, en tpjóðólfur« neitaði að taka þessa leíðrjett- ingu, tjáði að jeg hefði einhversstaðar beint því að sjer, að hann þægi mútur af Zöllner og Vídalín, en sem jeg hef hvergi sagt. Eins og kunnugt er, eru prentfrelsislög Islands þannig, að maður mætti ekki segja slíkt, þó maður vissi það upp á sínar tíu fingur, og það er líka kuúnugt, að jeg hef aldrei ritað neitt, er varðað hefur við lög. „Arás á kaupfjelögiii44. Og loksins er vert að geta greinarstúfs í blaðinu »f>jóðviljinn ungi« 23. nóv., sem heitir tÁrás á kaupfjelögim. f>ar er skýrt frá, að Jóni Vídalín hafi verið vikið úr »Fjelagi ísl. kaupmanna í Höfn« af því, að hann hafi afskipti af pöntunarfjelögunum, sem stríði í móti lögum þeirra. Sje yfir höfuð nokkuð hæft í því, að Jóni Vídalín hafi verið vísað burt úr þessu fjelagi, og að það sje annað en uppspuui, til þess, að laða bændur að Vídalín, þá er undarlegt, að Vídalín skuli nokkurn tíma hafa verið tekinn inn í þetta fjelag, því lög hefur það þó haft sama efnis, ogþá ekki gömul, þvífjelagið er mjög nýlegt. Nú er það og vitanlegt, að kaupmenn yfir höfuð og Vídalín eru sama sinnis, og vínna í fjelagi. Vídalín flytur vörur á sumrin fyrir þá og fje nú í haust í sama skipinu, sem flytur fjelagsvörurnar, svo það er harla ólíklegt, að það sje ástæðan, sem »f>jóðviljinn« skýrir frá, og yfir höfuð er það líklegast, að burtrekstrar-sagan sje alveg uppspunnin, til þess, að láta bændur sjá, að Vídalín sje fallin í ónáð hjá kaupmannastjettinni, svo engin hætta sje að skipta við hann vegna vinfengis við kaupmenn. En eptirtektaverðast er það, að blaðstjórinn kallar þessar frjettir »Arás á kaupfjelögin«. f>ví þó Jón hefði verið rekinn burtu, þá var það árás á hann, en ekki kaupfjelögin', því engum manni mun þó detta í hug, að trúa því, sem »f>jóðviljinn« gefur í skyn með nafni þessu, að Jón Vídalín sje innlent kaupfjelag eða í innlendu kaupfjelagi, nje umboðsmaður þeirra hjer; hann er þvert á móti kaupmaður, sem fjelögin skipta við, — Hitt er skiljanlegt, að maður, sem er hálaunaður kaupfje- lags-embættismaður (með 2000 kr. föstum launum), líti undirgefnis- augum á stórveldi kaupfjelaganna, þá Zöllner og Vídalín, og vilji gera þeirra dýrð sem mesta í augum alþýðu. Reykjavík 6. desember 1894. Björn Kristjánsson- ísafoldarprentsmiðja 1894.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.