Ísafold - 08.12.1894, Síða 1

Ísafold - 08.12.1894, Síða 1
"Kemur át ýmiat emu sinn oða tvisvar i vikn. Yerð árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1 Va doll.; borgist fyrirmibjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsftgn(skrifleg)bundin yið Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiöalustofa blafcB- ius er i AusturHtrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 8. desember 1894. 79. blaö. IÖF* Nýir skilvisir kaupendur að 22. árg. ÍSAFOLDAR (1895) fáí kaupbæti 3 Sögusöfn og ritið »Friður sje með yður«, samtals um 700 bls., minnst 4 kr. virði. Enn fremur síðasta fjórðung þéssa árg. (1894), ef borga fyrir fram. Hvenær verður verzlunin frjáls? »Hvenær verður verzlunin frjáls«, spyr hr. Víglundur í »Þjóðólfi«. Þótt grein hans um þetta efni sje afar-löng, virðist þó svar hans upp á spurninguna æði-óljóst. Hjer skulu tekin fram hin helztu merki, •er hann telur sem vott um ófrelsi verzlunar vorrar. 1. j.Umkvartanir manna um lágt verð á innlendum vörum, en hátt á útlendum«. Sjerhver, semnokkuð þekkir til verzlunar- gangsins hjer á landi, veit mjög vel, að kaupmenn borga innlendar vörur optast með hinn ýtrasta verði. Kaupfjelögin, sem farin eru að myndast, sýna þetta bezt. Hvað snertir hátt verð á lítlendum vörum hjá kaupmönnum,' þá mun hver og eini^ sem með sanngirni vill líta á þann mikla kostnað, sem hvílir á hinum útlendu vör- um, ganga úr skugga um, hvort verð á þeim sje opt um skör fram hjá kaupmönn- um, að minnsta kosti í hinum stærri kaup- túnum. 2. jEndingavleysi sumra vörutegunda, t. a. m. húsaviðar, skipavihar, fataefnis, skinnavöru, o. fl.«. Það eru mí því nær eingöngu norskir lausakaupmenn, sem flytja hingað húsavið, •en ekki kaupmenn vorir. Það er satt, að :þessi norski viður, sem nú fiyzt, er lakari ■en viður, sem áður fluttist, en líka þeim mun ódýrari. En á ekki allt að vera ö- dýrt nú um stundir? Fataefni, sem flyzt, endist eptir gæðum, og eptir gæðunum fer verðið. Til skipagjörðar eru flutt »valborð«, sænsk, og er það ágætur viður. I mörgum skinnum getur nú, sem fyrri, hjer sem í • öllum öörum löndum fundizt gallað skiim. En hvernig þetta getur talizt vottur um • ófrjálsa verzlun, er ekki auðvelt að sjá. 3. »Ámæli þau, sem landsmenn fá fyrir verkan og meðferb vöru sinnar«. Þessi ámæli miða til þess, að hvetja landsmenn til að vanda sem bezt vöru sína, og eru ekki enn orðin um skör fram. Því frjálsari, sem verzlanin er, því fremur gjörir hún greinarmun á vandaðri og óvandaðri vöru. Einnig þetta atriði sanna kaupfje- lögin bezt. Hr. Yígiundur mun varla neita, að þau sjeu hinn helzti vottur um frjálsa verzlan, eða að þau sjeu »frjáls verzlan«; en til þeirra leitast bændur við að vanda sem bezt vöru sína. 4. »En bezt af öllu vitna um ófrjálsa verzlan kaupstaðarskuldirnar, og volæðið kringum margar verzlanir«. Þetta er nú gamla vísan nm, að það sje kaupmönnum að kenna, að landsmenn sjeu í kaupstaðarskuldum. — Jeg bið um lán í landsbankanum, og fæ það. Þá er jeg kominn í banka-skuld. Dettur nokkrum í hug, að kenna bankanum um það ? Jeg bið kaupmann um lán og fæ það; við það er jeg kominn í kaupstaðarskuld. Ber að kenna kaupmanninum það? Það er ekki hcnum að kenna, ef jeg borga það ekki. »Skuldin stafarafþví, hjá kaupmanninnm, að allt er svo dýrt hjá honum«, segja sumir. En þeir gleyma því, að lántakandinn veit eða getur fengið að vita verð á sjerhverju, sem hann hiður um og fær. • Honnm er því engin ráðgáta, hversu há upphæðin er, sem hann fær til láns; gjaldþol sitt hlýtur hann að þekkja sjálfur bezt. Kaupmaður- inn þrýstir engum til að taka lán hjá sjer; hann er beðinn um það ; ef að lánið ekki borgast, stendur skuld; er það kaupmann- inum að kenna ? Það er satt, að opt er mikið volæði kringum kaupstaði, og þó er þar optast meiri atvinnu að fá en annarsstaðar. Er þetta af því, að kaupmenn seiji nábúum sínum vöruna dýrari en öðrum ? Alls ekki; orsökin getnr þá ekki verið önnnr en sú, að þeir, sem búa nærri búðinni, eru óvar- kárari með að biðjaumlán, og spila lakar úr efnum sínum en þeir, sem fjær búa. 5. Hr. Víglundur talar um seinokun eins kaupmanns, um 18 aura vinnugjald um klukku- stund, og um 18—20 tíma vinnu í sólarhring«. Hjer nærlendis (við liöíuðstaðinn) þekkja menn ekkert siíkt, og getur hver trúað því sem trúa vill. Hjer við Faxaflóa eru horg- aðir 20—30 a. um tímann, eptir því, liver vinnan er, og unnið í 10—11 tíma, með tveggja tíma hlje til máltíða. Aptur inætti koma með dæmi þess, að bændur hafa heimtað 1 pund af íslenzku smjöri fyrir hverja tunnu af salti, sem þeir skipuðu upp fyrir kaupmenn, og kröfur sumra þeirra við kaupmann fyrir verk og hand- tök hafa ekki borið og bera ekki vott um ófrelsi frá bænda hlið. 6. »Að ýmsar vörutegundir vanti hjá kaup- mönnum, t. a. m. drög undir skip, o. fl.«. Þetta er einmitt merki um frjálsa verzl- an. í einokunartíðinni, svo nefndri, voru kaupmenn skyldir til að hafa þær og þær vörur; þegar verzlunarbandið var leyst, losnuðu þeir við þá skyldu. Ara-plankar, sem kosta 8 kr., og að eins fást úr 2 árar, eru hjer óþekktir; þeir, sem hjer flytjast, kosta 7—7x/2 kr., og úr þeim fást 4 árar. 7. »Að kaupmaður með valdi skipar erfiðis- mönnum úr einni slitvinnu í aðra, t. a. m. frá kolaburði að fara að róa út skip!« Erflðismaðurinn heflr þann daginn selt kaupmanninum vinnukrapt sinn fyrir um- samið verð. Neyðist kaupmaðurinn til að beita »vaidi«, sem ekki mun koma fyrir, væri það erfiðismanninum sjálfum að kenna. 8. »Sögn um Norðmann, sem gjörðist 1890«. Það hlaut hver kaupmaður að hafa frelsi til að segja við Norðmanninn : »Jeg kaupi hálfan farm þinn, en með því móti, að þú svo farir á annan stað með hinn helming- inn«. Norðmannsins var að ganga að eða frá boðinu. Allt eins hefði einhver bóndi, eða bændur í sameiningu getað sagt hið sama við Norðmanninn til þess, að láta kaupmanninn verða af kaupinu. Sagan sannar ekki ófrelsi, heldur frelsi verzlun- arinnar. 9. »En hyrningarsteinninn í þann múr, sern girða skal fyrir öll pöntunar-umbrot, er lagður, þar sem með iækkandi sólargangi — lækkar einnig lánssólin á náðarhimninum«. Hjer virðist hr. Víglnndur gefa í skyn, að aukið lán hjá kaupmanninum, aukin skuldasúpa sje vegurinn til að greiða mönnum götnna að því, að panta sjer vörur í fjelögunum, og það er það líka, ef ekki þarf að hugsa um að borga kaup- manninum. 10. »Hver fátæklingurinn eptir annan er boðaður inn á náðar-kontór kaupmannsins til þess, að skuldbinda sig til að leggja inn flsk sinn blautan framvegis. — Með þessum kjör- um veitist lán«. Mundi herra Yigiundur fús til að lána eignir sínar fátækum mönnnm gegn rýrari trýggingu en flskinum í sjónum, sem fá- tæklingurinn einhvern tíma kann að afla? 11. sBiautfisks-bandinginn þarf að borga, eptir jörð sína — hann þarf að borga presti, sýslumanni o. s. frv.« Hann borgar engura þessara, ef hann deyr úr hungri, en frá þessn forðar kanp- maður honum (nema hinn hafi einhver önnur betri ráð, og því leitar hann þá ekki þeirra ?) gegn mjög óvissri tryggingu. Yill sýslumaður, vill jarðareigandi líða fá- tæklinginn um gjald sitt til þeirra gegn sömu tryggingu og hann veitir kaupmann- inum fyrir lífsuppeldi sínu ? Og þó er iifsuppeldi hans skilyrði fyrir, að hann geti borgað sýslumanni, presti o. s. frv. nokkurn eyri. Mundi fátæklingnrinn ekki á stundum fara synjandi frá þeim góðu herrum, ef hann færi því á flot við þá? En þótt nú fátæklingurinn hafi lofað kaupmanni að leggja inn til hans sjávar- afla sinn og endi það, þá er þess vert að geta, að sjór er ekki stundaður nema til- tölulega lítinn part ársins. Það er von, þótt fátæklingurinn sje fátæklingur, ef hann er iðjulaus allan hinn tíma ársins;

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.