Ísafold - 08.12.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.12.1894, Blaðsíða 2
314 og- sá tími, sje hann vel notaður, er yfrið nógur fyrir hann til að vinna sjer inn fyrir hinum gjöldunum, sem hr. Víglundur nefnir. En hvenær verður verzlunin þá frjáls? Eptir kenningu hr. Víglundar virðist þar til þurf'a það sem hjer segir: Innlendar vörur eiga að borgast mjög hátt, en útlendar seljast með afar-vægu verði; húsa- og skipaviður á að vera mjög vandaður, en ódýr; fataefni á að vera mjög sterkt, en ódýrt, og gallað skinn má ekki fyrir finnast; landsmenn mega trassa vöndun á vöru sinni sern þeir geta bezt, án ámælis frá kaupmanni, en hæsta verð fyrir hana verða þeir að fá; kaupmaður á að lána fátæklingum vörur sinar ; »lánssólin á náðarhimninum má ekki lækka«; hann á að lána mönn- um á vetrum, svo að þeir haldi holdi og hamsi, og til þess, að þeir á sumrum, geti lagt vörur sínar óskertar inn i kaupfjelögin, borgað presti, sýslumánni, o. s. frv.; en kaupmaður má ekki vera svo ófrjálslyndur að inna eptir tryggingu fyrir því, sem hann lánar; þegar kaup- maður tekur menn í vinnu, þá má hann ekki láta daglaunamennina vinna annað en það, sem þeim líkar; hann má ekki láta sig vanta neina vörutegund, svo að jafnan sje til taks hvað eina, er menn óska til láns; ef útlendingar koma hjer til lausakaupa, þá má kaupmaður alls ekkert við þá semja, heldur hafa skipta- vinir hans einkarjett til þess. — Að fengnum þessum skilyrðum virðist, eptir grein herra Víglundar, mega kalla verzlunina frjálsa. En svo lengi sem kaupmenn ekki með sjerstökum lagafyrirskipunum eru sviptir öllum mannlegum rjettindum og vernd laganna, þá mun þorri manna ekki vera samdóma hr. Yíglundi um skoðun hai>s á frelsi verzlunar vorrar. Aptur á móti er allur þorri manna sam- dóma um það, að verzlan vor er í röngu horfi; vjer geturn beint henni í rjettara horf, ef oss og fulltrúum vorum á alþingi veitist vit og kraptar til að fgrípa tæki- færið til þess, þegar það býðst. En það frelsi í verzlan, sem veitir*öðrum málsað- ila öll rjettindin, en leggur allar skyldurnar á hinn, fæst aldrei. Enda er “slíkt ekki neitt frelsi. Þ ó r ól fu r. Um sýslnvegina í Arnessýslu. Haustið 1892 skoðaði jeg sýsluvegina í Ar- nessýslu, eptir áskorun sýslumanns, og átti að segja álit mitt um, hvað gera skyldi til viðreisnar sýsluvegunum. Tíminn |lvar af skornum skammti, sem jeg hatði til að ferð- ast um sýsluna, en jeg reyndi eptir megni að kynna mjer málið, og sendi sýslunefndinni skýrslu um ferðina og hvað mjer virtist ráð að gera. Hið fyrsta, sem jeg áleit að gera ætti, var, að fá sjer mann, sem vildi læra vegagjörð, helzt þar innlendan, og láta hann standa fyrir allri vegavinnu í sýslunni. Annað var það, að skipta sem minnst í sundur sýsluvegapen- ingunum. Með öðrum orðurn: láta vinna á sem fæstum stöðum í einu, en bað lítið gjört væri, væri vel at hendi leyst. ' Þegar maður er íenginn, sem kann að verkinu, þá getur hann vanið menn við vinnunar—það er hægt að fá góða verkamenn í Árnessýslu; þar eru I yíirleitt vel duglegir menn — og sagt til, hvaða j verkfæri eigi að nota við vinnuna. Það er i mikið 1 það varið, að hafa hin rjettu verkf'æri. j Það er ótrúlegt, hverju það munar. I En jeg sje ekki, að sýslunefndin haíi tekið þessar tillögur minar neitt til greina. Það er síður en svo. Haíi vegavinnunni þar ekki ! farið aptur síðan, þá hefir henni ekkert farið j fram. Tökum til dæmis Mela- eða Neshrúna. Sýslunef'ndarmennirnir í þeim hreppum, sem vegurinn liggur eptir, hafa hver sinn hluta til i aðgerðar, hver i sínu umdæini, og mun enginn geta sagt, að það verk lofi meistarann; það er eitthvað annað. Þó má geta þess, að vorið 1892 gerði Grimur bóndi í Óseyrarnesi við dálítinn spotta af' veginum, j)og var það von- um fremur vel gert. vor fór jeg um Nesbrúna, og sá þá hvernig verkið var framkvæmt. Þar sem fkantarnir höfðu aflagazt, þá var tekið utan úr þeirn og vegurinn mjókkaður. Þetta hefir gengið ár eptir ár, svo uú er hann ekki orðinn á köfl- um meira en fl1/^ alin á breidd. Upphaflega var hann 5 álnir. Verði þessari aðferð haldið áfram, má hamingjan vita, hvað vegurinn verður mjór á endanum. Sumir voru að mylja grjót — því annan of- aníburð er varla auðið að fá — og hötðu mjög vond verkfæri, og því verri vinnuaðferð. Með- al annars var verið að flytja grjót að vegin- um, og var það borið á hestum í krókum. I haust fór jeg eptir veginum, og var hann þá hjer um hil ófær. Hestarnir óðu moldina og grjótið, optast i hnje. Það mátti svo segja, að hann væri ekki fær nema fuglinum fljúg- andi. Það er vitaskuld, að meira verður að leggja til vegarins heldur en gert hefir verið að und- anförnu — 200 eða 300 kr. á ári, — en þá væru peningaútlátin einu sinni fyrir allt. Væri haganlega að farið, mundi ekki kosta meira en 2000—2500 kr. að gera þennan veg góðan. En þá væri hann líka óhultur um langan tíma. v Þessu munu menn svara þannig, að sýslu- nefndin hafi ekki svo mikið fje til umráða, og í öðru'lagi, að það sje ekki vert fyrir sýsl- una að f'ara að leggja svo mikið fje til þessa vegar, því hann verði óþarfur þegar hin fyrir- hugaða flutningsbraut komi af Eyrarbakka og yfir Flóann. Fyrri viðbárunni mætti svara þannig, að hetra er að taka lán hjá landssjóði, sem af- borgast ætti á 28 árum með vöxtum; það yrði 120—150 kr. útborgun á ári fyrir sýslu- sjóðinn. Hinu má svara á þá leið, að það er ekki vist hvar flutningsbrautin verður látin liggja, þó margt mæli með þvi, að hún liggi f'rá Ölfusárbrúnni íyrir austan Sandvik, þar beint niður yfir Breiðumýri og lendi skammt fyrir' austan Eyrarbakka. Þetta er ekki mögu- legt að ákveða fyr en búið er að rannsaka á fleiri stöðum. I öðru lagi er það, að langt verður þangað til að þessi vegur kemur, að öllum líkindum ekki fyr en eptir aldamót. Fyrst verður veguriun austur i Rangárvalla- sýslu lagður, og það er langur vegur austur að Ytri-Rangá. Hvernig sem fer, þá eru mikil líkindi til, að þessi fyrirhugaða flutningsbraut liggi ekki svo vestarlega yfir Flóann, að ekki verði þörf á að halda Nesbrúnni við eins fyrir það; en vitaskuld er það, að umferðin minnkar; en þá þolir hún líka lengur. Reykjavik 3. desember 1894. Erl. Zakariasson. Eptirniæli. Hinn 27. septbr. þ á. andað- aðist á Sanðárkrók bjá bróður sínum, síra Árna Björnssyni, Björn Einar Helgason, eptir langa og þunga legu í lungnatæringu. Hann var að eins fullra 19 ára’ (f. 8/s’74), mjög mann- vænlegur, gæddur góðum gáfum og fríður sýnum, enda hafði hann áunnið sjer hyllir þeirra, er höfðu kynnzt honum, bæði árið er hann var í Vestmannaeyjum með móður sinni, og hjá kaupmanni L. Popp sál., er reyndist honum föðurlegur vinurs. «Hinn 11. f. mán. (nóv.) andaðist í Vest- mannaeyjum háöldruð merkiskona Guðfinna Gisladóttir 87 ára (f. 15. ágúst 1807), móðir Gisla Engilbertssonar fyrverandi verzlunar- stjóra við Juliushaabverzlun hjer og þeirra systkina. Hún var ekkja eptir Engilbert bónda Ólafsson, er bjó allan sinn búskap í Syðstumörk undir EyjafjöJlum. Guðfinna heit- in þótti á yngri árum sínum fyrirtakskona að dug og ráðdeild, trygg og vinföst, guð- hrædd og gestrisin. Faðir Gnðfinnu, Gísli bóndi Jónsson í Hallgeirsey, var albróðir Guð- rúnar, móður síra Tómasar Sæmundssonar». Aðfaranótt laugardags 1. þ. m., hvarf hjeð- an úr bænum maður að nafni Sigurður Sig- urðsson, vinnumaður hjá kaupmanni G. Zoega, 36 ára að aldri, og má fullyrða, að hann sje- ekki lengur á lífi. Hann haföi verið vinnumaður hjá G. Zoega um 20 ár og jafnan fengið orð fyrir að vera framúrskarandi hjú, fyrir sakir reglu- og hirðu- semi, skyldurækni, samvizkusemi og húsbónda- hollustu. En fyrir rúmu missiri siðan fór að- bera til muna á þeim veikindum hjá honnm, er eptir það fóru smámsaman versnandi, og ,nú á einhvern hátthafa orðið honum að bana. Itrekuð leit hefir verið gjörð að honura og það með talsverðum mannsöfnuði, en hingað til árangurslaust. Brjefaflöskuhrakningur. Hjeraðslæknir Þorsteiun Jónsson í Vestmannaeyjum skrifar ísatold 16. f. mán.: «Hinn 4. október 1891 sendi jeg flösku á stað til lands; i henni voru. 2 brjef og dálitið af munntóbaki handa finn- anda. Þessi flaska rak haustið 1893 við Dönö við Nordland í Noregi. Þaðan voru brjefin send veðurfræðisstoínuninni í Kristjaníu, og SVO sendi forstöðumaður veðurfræðisstofnun- arinnar, H. Mohn, sem kom hingað með- Vöringen 1875, og var hjer í landi heilan dag, mjer brjefin nú í haust. Var annað- brjefið frá mjer; hitt frá þáverandi stúdent Jes Gíslasyni til manna í Landeyjum, (um. hest útvegun eða lán handa þeim stúdentum Jes og Magnúsi til Rvíkur). Hinn 4. október 1891 var stormvindur á sunnan, gekk um kveldið til suðvesturs, daginn eptir til suð- austurs og austurs, svo jeg taldi víst, að flaskan hefði náð landi». Póstgufuskipiö Lanra (Christj- ansen) lagði af stað hjeðan áleiðis til Khafn- ar 3. þ. m. að morgni, og fóru með henni'; til útlanda: amtmannsekkja Kristjana Haf- stein með dóttur sinni (Elínu), Miss Pater- son, kaupmennirnir: Eyþór Eelixson, Chr.. Popp frá Sauðárkrók og Sig. E. Sæmunds- sen frá Olafsvík; verzlunarmennirnir Bar- tels og N. B. Nielsen; ennfremur Guðjón Sigurðsson, úrsmiður af Eyrarbakka og Frímann B. Anderson frá Ameríku, áleiðis þangað aptur. Með póstskipinu kom um daginn, auk þeirra, er þá var getið, Guðmundur óðals- bóndi Einarsson í Nesi. Fáheyrt þorparabragð. Skrifað úr Vest- mannaeyjum 18. f. mán. nóv.: «Fáheyrt þorp- arabragð var framið hjer í gærkveldi á miðri vöku, þar sem tilraun var gerð til að kveikja i mjög stóru vörugeymsluhúsi (30 X 16 álna) tilheyrandi verzlunarstaðnum Goodthaab; hafði reiðingspjötlu, vættri í steinoliu, verið stungið undir annan hliðarvegginn á húsinu, sem allt er úr timbri, bikað koltjöru, og síðan kveikt í; en til allrar hamingju sást eldurinn svo snemma, að hægt var að slökkva. Austan- stormur var, og hefði eldurinn náð að magn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.