Ísafold - 15.12.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.12.1894, Blaðsíða 2
322 120. Breiðfjörð, W. Ó., kaupm. (130) 130. Bry- des verzlun (540) 560. Caroline Jónassen amtmannst'rá (70) 70. Christensen, W., kaupm. (370) 370. Daníel Bernhöft bakari (35) 35. Eggert Briem( yflrrjettarmálfærslum. (30) 40. Einar Zoega bótelhaldari (95) 90. Eiríkur Briem docent (140) 140. Enska verzlunin í Beykja- vík (1101 110. Erlendur Zakaríasson vegar- stjóri (30) 30. Eyjólfur Þorkelsson kaupmað- nr (65) 65. Eyþór Eelixson kaupmaður (290) 270. Einnur Finnsson skipstjóri (30) 30. Fischers verzlun (630) 630. Fjelagsprentsmiðjan (50) 70. Frederiksen bakari (100) 110. Frederik- sens timburverzlun (100) 150. Friðrik Jónsson kaupm. (30) 30. Geir Zoega kanpmaður (360) 300. Geir T. Zoega adjunkt (55) 55. Gísli Finnsson járn- smiður (28) 30. Guðbrandur Finnbogason kon- súll (120) 125. Guðm. Björnsson læknir 30. Guðm. Kristjánsson skipstjóri (30) 30 Guðm. Magnússon læknir 80. Guðm. Ólsen bókhald- ari (35) 35. Guðm. Thorgrimsen kaupmaður (60) 50. Guðm. Sch. Thorsteinsson kaupmaður (80) 80. Hafliði Guðmundsson verzlm. (30) 30. Hal- berg hóteleigandi (200) 220. Halldór Daniels- son bæjarfógeti (155) 175. Halldór Kr. Frið- riksson yfirkennari (125) 130. Halldór Jónsson bankagjaldkeri (65) 65. Halldór Þórðarson bókbindari (90) 100. Hallgr. Melsteð lands- bókavörður (40) 30. Hallgr. Sveinsson biskup (270) 270. Hannes Hafstein landritari (65) 65. Hannes Thorsteinsson cand. jur. (25) 30. Hann- es Þorsteinsson ritstjóri (60) 60. Hansen, Joh., faktor (85) 90. Helgi Helgason kaupmaður(75) 75. Herdís Benidiktsen ekkjufrú (60) 60. Indr- iði Einarsson revisor (60) 60. Jakob Sveinsson trjesmiður (60) 50. Jensen- Emil, bakari ("54) 50. Jóhann Þorkelsson dóm, kirkjuprestur (90) 90. Johanne Bernhöft ekkju- frú(165) 165. Johannessen, M., kaupmaður(45) 45. Jón Helgason docent 75. Jónas Helgason organisti (85) 100. Jónas Jónassen dr. med. (190) 200. Jón Jensson yfirdómari (190) 190. Jón Norðmann verzlunarstjóri (90) 90. Jón Ó. Þorsteinsson kaupm. (40) 60. Jón Ólafsson útvegsbóndi (60) 60. Jón Pjetursson f. háyfir- dómari (300) 300. Jón Þorkelsson rektor (200) 200. Jón Þórðarson kaupmaður (45) 60. Júlí- us Havsteen amtmaður 280. Knudtzons verzlun (530) 530. Kristín Skúla- dóttir ekkjuírú 35. Kristján Jónsson yfirdóm- ari (220) 140. Kristján Þorgrímsson kaupmað- ur (30) 35. Lárus E. Sveinbjörnsson háyfirdóm. (270) 260. Magnús Benjamínsson úrsmiður (40) 40. Magnús Ólafsson snikkari :(50) 50. Magnús Stephensen landshöfðingi (440) 440. Markús F. Bjarnason skólastjóri (50) 55. Morten Han- sen skólastjóri (48) 48. Nielsen, N. B., bókhaldari (30) 30. Ó. Finsen póstmeistari (155) 145. Ólafur Amnndason f'ak- tor (100) 100. Ólafur Kósenkranz kennari (45)45. Paterson, W. G. Spence, konsúll (50) 60. Páll Melsteð f. sögukennari (75) 75. Pálmi Pálsson cand. mag. (38) 38. Rafn Sigurðsson skóari (56) 52. ítagnheiður Thorarensen ekkju- frú 35. Schau steinhöggvari (40) 30. Sigtús Ey- mundsson bóksali(140) 140. Sighvatur Bjarna- son bankabókari (68) 68. Sigurður Jónsson skipstj. i Görðunum (35) 35. Sigurður Jóns- son kaupmaður (55) 45. Sigurður Kristjánsson bóksali (60) 60. Sigurður Melsteð f. iektor (160) 170. Sigurður Thoroddsen verktræðing- ur(110) 120. Sigurður E. Waage verzlunarstj. (45) 40. Steingr. Thorsteinsson adjunkt (125) 125. Steinunn J. Thorarensen ekkjufrú (30) 30. Sturla Jónsson kaupmaður (160) 190. Sæm. Eyjólfsson cand. theol. (25) 30. Thomsen, Ditlev, kaupmaður (35) 35. Thom- sen, H. Th. A., kaupmaður (560) 560. Thor- steinsson, Th., kaupmaður (140) 140. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri (320) 320. Tvede lyf- sali (250) 260. Y. Asmundarson ritstjóri (40) 35. Zimsen, C., konsúll 70. Þorgrímur Guðmundson agent (80) 40. Þor- björn Jónasson kaupmaður (50) 80. Þorkell Gíslason trjesmiður (40) 40). Þorkell Þórðar- son kaupmaður (16) 30. Þorsteinn Tómasson járnsmiður (33) 85. Þorsteinn Guðmundsson verzlunarm. (37) 85. Þorvaldur Thoroddsen adjunkt (150) 170. Þórður Guðmundsson út- vegsbóndi í Glasgow (65) 65. Þórhallur Bjarn- arson lector (75) 140. Að láta náttúruna ráða, »Fj.-konan« er að kvarta yflr því, að jeg hafl ekki enn höfðað mál út af grein þeirri, er hún og Zöllner sömdu í sumar í fjelagi, og sem gat verið meiðandi fyrir mig, ef hún hefði staðið í blaði, sem al- menningur bar traust til. Þar var meðal annars sagt, að jeg í fyrra hefði vísvitandi brotið hin brezku lög til þess að spara mjer leigu af skipinu »AIpha«. Jeg auglýsti, áður en jeg fór í haust, að jeg mundi höfða mál út af þessari grein; en auðvitað gat jeg það ekki fyr en jeg kom aptur, nema. þá að kaupa annan mann til þess. En það viidi jeg ekki gera, af því að jeg vissi, að »Fj.-konan« var ekki fær um að borga málsköstnað eptir dómi. Þegar jeg kom heim um daginn, mætti mjer sú fregn, að »Fj.-konan« lœgi fyrir dauðanum, og að hún hefði ekki komið út síðustu vikuna vegna peningaskorts og þar af leiðandi pappírsleysis; var þó nóg til af blaðapappír í bænum. Svo kom póstskipið, og með því hafði »sá alvaldi« sent »Fj.-konunni« pappír, þó seint væri; kom þá blaðið loksins út, eptir hálfan mánuð'. En af því »sá alvaldi« hafði ekki sent »Fj.-konunni« peninga fyrir prentun- inni líka, og því líklega ekki staðið í full- um skilum, gat hún ekki komið út núna þessa viku fyr en 2 dögum eptir tímann. —Það er ekki heldur neitt áhlaupaverk að vinna að slœtti í hörkufrosti um hávetur. Þegar jeg sá uppdráttarsýkina í »Fj. kon- unni«, þótti mjer ekki gustuk að flýta fyr- ir dauða hennar mcð því, að gefa henni inn lögsóknar-lyf. Mjer virtist rjettara að fresta því í brdð, að gefa henni inn meðöl, en láta heldur náttúruna ráða. Reykjavík 14. des. 1894. Bj'órn Krifitjánsson. Eandsbankinn hefir halt mikið fjöruga verzlun síðasta ársfjórðung, sem reikningur er birtur fyrir, nefnil. f'rá 1. júlí til 80. sept þ. á. Hann hefir keypt ávísanir á Landmands- bankann fyrir nær 280 000 kr. og selt fyrir 213,000; keypt víxla f'yrir um 180,000 kr. og selt fyrir 123 000 kr. Önnur lán veitt og borg- uð námu um 80,000 kr. hvor um sig. Spari- sjóðsinnlög voru 161,000 kr., og útborgað af' þeim um 111,000. Innlög á hlaupareikning 34,000 kr., og útborgað 41,000. Sjóður í reikn- ingslok um 70,000 kr. Póstávísanir til útlanda mega heita horfnar úr sögunni; bankinn annast þau viðskipti nú orðið að mestu ieyti, eins og á að vera. Ekki er meira vantraust á seðlum bankans nú orðið en svo, að peningaforði hans var síðast nær eintómt gull og silfur; ekki nema fáein þúsund í seðlum. Kýs hjer um bil hver maður heldur seðla, nema rjett til að býtta, af því að þeir eru svo þægilegir til flutnings. Og virðist ekki annað að því, en að hætt er- við að Cambridge-meistaranum (E. M.) muni. elna gallsóttin, er hann heyrir þau tíðindi. Póstferðir 1895. Það eru dálitiar tíma- breytingar á landpóstferðunum næsta ár, — áætlunin, útgefin af landshöfðiugja 5. þ.. m. mun birt hjer í ágripi bráðlega. Að öðru leyti er komið á betra samband milli póstanna i Múlasýslum. Seyðistjarðarpóstur og Eski- fjarðar látnir mætast á Höfða, Vopnafjarðar- póstur (f'rá Seyðisfirði) látinn bíða í Höf'ða eptir báðum aðalpóstunum að sunnan og norð- an. og sömuleiðis aukapóstarnir að Kirkjubæ og að Yalþjófsstað. Brjefhirðingar nýar að Kleifum i Gilsfirði, i Þorlákshöfn og á Brú á Jökuldal (í stail Eiriksstaða), og nokkrar smá-brjefbirðingar- fluttar. Hjeraðsprófastur skípaður. Biskup hef- ir 4. f. mán. skipað síra Jóhann Lúter Svein- bjarnarson, sóknarprest að Hólmum í Reiðar- firði, hjeraðsprófast í Suður-Múlapróf'astsdæmi. Afnám danskra messna. Með konungs- úrskurði 19. sept. þ. á. eru eldri konungsúr-- skurðir um skyldu dómkirkjuprestsins í Reykj- vík að halda danskar messugjörðir í dómkirkj- unni úr lögum numdir, »þó þannig, að dóm- kirkjupresturinn sje skyldur til að framkvæma kirkjulegar athafnir á dönsku, þegar hlutab- eigandi meðlimir saf'naðarins fara þess á leit«._ Námsmeyjar x Reykjavíkur kvennaskóla haustið 1894. Þriðji bekkur: 1. Kristín SiguTÖardóttir ; 2. Auður Gíslad. (úr Þingeyjars.); 3. Laufey Vilhjálmsd.; 4. ÁgústaMagnúsd.; 5. Ólína Jónsd. (úr Barðastrs.); 6. Anna Magnúsd.; 7. Ása ís- leif'sd.; 8. Þórey Árnad. (úr Skagafjarðars.); 9. Bentfna Björnsd. (úr Suðurmúlas.); 10. Guðný Beck (úr Suðurmúlas.); *11. RagnhiIdurBjarnad. (úr ísafj.s); *12. Hildur Thorarensen (úr Dalas.); *13. Ragnheiður Guðmundsd. Annar bekkur: 1. Ingibjörg Guðbrandsd.; 2. Halldóra Magnúsd.; 3. Jóhanna Pálsd.; 4. Björg Magnúsd.; 5. Guðrún Brynjólfsd. (Engey); 6. Guðfinna Isleifsd. (Rangárvallas.); 7. Karó- lína Sveinsd.; 8. Guðfinna Jónsd.; 9. Guðrúu Benediktsd.; 10. Sofíía Heilmann; 11. Þrúður Jónsd.; 12. Sigurveig Runólfsd.; *13. Sigríður Þórðard.; *14. Anna Kolbeinsd. Fyrsti bekkur: 1. Kristín Guðmundsd. (Dalas ); 2. Guðríður Hannesd.; 3. Þorbjörg Gislad.; 4. Regína Helgad.; 5. Margrjet Jónsd. (Kjósars.); 6. Guðriður Ólafsd. (Suðurmúlas.); 7. Kristrún Tómasd.; 8. Guðríður Ólafsd.; 9. Anna Guömundsd.; 10. Ingveldur Einarsd. (Ár- ness.); 11. Guðlaug Stefánsd., (Suðurmúlas.). Stjörnumerkt (*) eru nöfn þeirra, sem ekkv taka þátt í öllum námsgreinunum. Þær eru úr Reykjavík, sem ekki er annars við getið um. Alls sóttu 42 um inntöku í skólann í þetta sinn, en 4 af þeim komu ekki, af ýmsum á- stæðum. ;Rj£T“ Úr og klukkur. í verzlun E. Þor- kelssonar í Austurstræti nr. 6 i Reykjavik: silf- ur-ankers- og cylinderúr af beztu tegund í 8 og 15 steinum frá 24—50 kr.; nikkel-anker- og og cylinderúr frá 16—22 kr.; stofu- og skips- klukkur frá 15—18 kr. Birgðir af fallegum úrkeðjum og hornkössum og m. fl. Úr- og klukkur selt með fleiri ára ábyrgð, og viðgerð fljótt og vel af hendi leyst. Skipstjóri ungur og duglegur getur fengið að færa ganggott og sterkt þilskip til fiskiveiða á næstkomandi vori. Menn snúi sjer strax til Ólafs Árnasonar á Eyrarbakka.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.