Ísafold


Ísafold - 19.12.1894, Qupperneq 1

Ísafold - 19.12.1894, Qupperneq 1
Kemur út ýmist emn sinn •eða tvisvar í viku. YerT) krg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eT)a l1/* doll.; borgist fyrirmibjan j úlímíin. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD ® Uppsögn(skrifieg) bundin vi5 úramót, ógild nema komin s je til útgefanda fyrir l.októ- b erm. Afgreibslustofa blabs- ins er i Austurstrœti ð Reykjavík, miðvikudaginn 19. desember 1894. XXI. árg. Um holdsveikina á ísiandi og stofnun holdsveikraspítala. Eptir síra Ólaf Ólafsson í Arnarbæli. II. (NiÖurl.). En auk þess, sem holdsveikir menn hafa breinar og beinar kröfur á hendur lands- sjóðnum, bygðar á lagalegum og siðferðis- legum grundvelli, þá má líka, og það engu síður, líta á voðann, sem á ferðum er. Sje stofnaður spítali, þá er hann fyrst og fremst stofnaður fyrir hina sjúku, en líka fyrir hina heilbrigðu; því má ekki gleyma. Hann er bygður fyrir börn og niðja núlifandi heilbrigðra foreldra, svo að eptirkomendur vorir sjeu verndaðir frá þeirri hörmunga- sefi og harmkvælum þeim, sem holdsveikir menn eiga nú við að búa. Jeg held, að það sje ekki hætt við, að þingmenn brjóti af sjer þjóðarvelvildina •eða syndgi á móti þjóðarviljanum, þótt þeir taki vel í þetta mál; því jeg vil helzt halda, að það sje enginn þjóðarvilji til hjer á Suðurlandi, ef hann er ekki sá, að þingið taki vel og röggsamlega í þetta holdsveikismál. Jeg hefi heyrt mjög marga, fjölda marga, á það minnast og um það tala, og alla ljúka upp einum munni, að það sje sjálfsögð skylda þingsins, að leggja fram fje til þess að holdsveikisspitali sje stofnaður. Það hefir fiogið fyrir, að dr. Ehlers Væri i þann veginn að sat'na gjöfum í Danmörku til þess að stofna holdsveikisspítala hjer á landi[?]. Um þetta verður ekki annað sagt, en að það sje allrar virðingar- og þakklætisvert. En það má ekki verða til þess, að vjer sjálíir leggjum árar í bát. Vjer megum ekki láta þá ómennskuhugs- un gægjast fram hjá oss, að vilja láta er- lenda menn bera oss á höndunum. í þessu spítalamáli getum vjer hjálpað oss sjálfir, ef viljann ekki vantar, og það eigum vjer að gjöra. Þá er vjer gjörum allt, sem í voru valdi stendur, þá, og einungis þá, er oss engin verðung að því að þiggja styrk og hjálp frá annara hendi. Jeg kann held- ur ekki við, að vera aðra stundina að gefa Dönum sífeld olnbogaskot, ýfast við þá og amast við þeim á ýmsar lundir, en gjöra sig svo aðra stundina að þarf- lausu að ölmusumönnum þeirra. Þetta er lítilmennska, og getur tæplega vakið virðingu fyrir íslenzku þjóðinni. Það þykir aldrei gott að fara á hreppinn, og sveitarlimum er láð, er þeir leggja ár- ar í bát, en geta þó unnið og bjargað sjer. En mjer finnst oss íslendingum f'arast eitt- hvað eltki ósvipað, ef vjer ætlumst til að Danir lækni eingöngu holdsveikína iijá oss, en vjer sjálfir sitjum með liendur í skauti. Algjörðu fjeleysi getum vjer ekki barið við, þar sem yjer aðra stundina ráðgjör- um að byggja hús fyrir söfn landsins fyrir 100,000 kr., ullarverksmiðjur fyrir 120,000 kr. eða verja árlega til járnbrauta o. s. frv. 50,000 kr., auk margs annars. Það heíir verið opinberlega drepið á, hvar spítalinn ætti að vera; það er nú, ef til vill, nógur tími til að tala um það; en samt sje jeg ekkert á móti því. Af því að menn vilja hafa hann einangraðan, þá hefir verið stungið upp á Viðey eða Eng- ey. Jeg er hræddur um, að sú uppástunga fái ekki byr, vegna þess, að þessar eyjar eru einstakra manna eignir, sem landssjóð- ur á engin ráð á, en mundu ærið dýrar, ef kaupa ætti; því þær eru báðar höfuð- ból; enda ekki víst að þær fengjust. En vilji menn hafa spítalann á eyju, sem að likindum er rjettast, er á allt er litið, hví þá ekki nota þá eyju, sem landið á og sem skammt er frá þessum eyjum, nfl. Lundey? Hún er nógú stór og ekki meiri vandkvæð- um bundið að komast þangað en í Viðey. Þá væri spitalinn einangraður, en þó hægt um alla aðflutninga og aðdrætti; því aldrei hefi jeg heyrt talað um örðugleika eða vandkvæði á að komast úr Reykjavík og upp á Kjalarnes. Þetta er nú ekki nema lausleg uppá- stunga, sem jeg hefi leyft mjer að koma með í sambandi vlð þetta mál. Hitt varð- ar nú mestu, að þingið taki svo í þetta mál, að undirtektirnar verði landi og þjóð til gagns og sóma. Sízt mun það deyja fyrir þá sök, að enginn hæfiiegur staður fáistfyrir spítalann hjer á Islandi.—Enda jeg svo þetta mál að sinni með þeirri alvar- legu áskorun til allra góðra manna, að þeir styðji þetta mál og greiði því happa- sæla braut, hver eptir mætti og föngum. Brádasóttar-bólusetningin. Afleiðingar af bólusetningartilraun minni eru enn ekki fullsjenar. Af þeim 5 kind- um (þremur veturgömlum og tveimur lömbum), sem eptir lifðu, varð engin ósjúk; það gróf í þeim öllum meira og minna, samt ekki stórkostlega nema í einni þeirra; á henni holgróf aliur fóturinn fyrir neðan hækilbein og fram á klauflr; hún er samt nú á góðum batavegi og hinar fjórar eru algrónar. Jeg hefi haft við þær venjuleg sárameðöl, karbólvatn og sáraolíu. Bráðafárið hefir geysað hjer í bygðar- laginu líkt og áður allt til þessa. Ef nú þessar 5 kindur, sem eptir lifðu, sleppa við bráðafárið, ekki að eins í vetur, heldur og framvegis, þá er mjög lílilegt, að bólu- setningin eigi þátt í því, og þar með einnig líklegt, að fleiri kindum mætti bjarga frá bráðafári með líkri aðferð, ef menn að eins hitta á að hafa sóttkveikju- efnið svo vægt eða skammtinn af því svo 83. blað. lítinn, að skepnunni sje engin hætta búin. Getur og vel verið, að sauðfje hjerálandi þoli minni skammt en norskt fje, sem er af allt öðrum kynstofni. Svo getur og sóttkveikjuefnið verið missterkt. Lamb það, sem jeg tók nýrun úr, hafði drepizt úr mjög megnu fári; það var auðfundið af hinum staka fýluþef, sem lagði af nýr- unum bæði áður en og eptir að þau voru þurkuð. Tilraun sú, sem jeg gjörði, var vitanlega gjörð á óþarflega mörgum kind- um, hefði jeg ætlað mjer einungis að reyna verkanir sóttkveikjuefnisins á heilbrigt fje. En af því tilgangur minn var sá, að reyna hvort þessi aðferð gæti verið v'örn gegn bráðafárinu, þá var engin reynsla fengin fyrir því, með því að bólusetja sárfáar kindur, því menn gátu þá ímyndað sjer, að jeg hefði máske hitt á þær kindur, sem sloppið hefðu við sýkina, þó engin tilraun hefði verið gjörð við þær, því það er al- kunnugt, að þó sýkin sje skæð, þá sleppa þó ávallt nokkrar kindur við hana á hverjum bæ. Yarnarmeðal þetta getur því að eins orðið að tilætluðum notum, að óhætt sje að nota það við allt veturgamalt fje og lömb, því það eru þær kindur, sem með- tækilegastar eru fyrir bráðafárið. Það kemur víst engum til hugar að ef- ast um, að leiðbeining stt um bólusetnine:- araðferðina, sem birt var í »ísafold«, 40. tölubl. þ. á.,hafl verið rjett og nákvæmlega samin, eptir fyrirsögn hins norska dýra- læknis, en mjer virðist ýmislegt í þeirri fyrirsögn engan veginn svo nákvæmlega útskýrt sem vera ætti, og skal jeg leyfa mjer að tilnefna sumt af því. Þar er sagt, að spýta skuli sóttkveikjuefninu inn undir hörundið með sárapípu. Þetta gjörir eng- inn án þess fyrst að gjöra gat á skinnið með hníf og síðan flá með oddlausu verk- færi skinnið frá innri húðinni (hörundinu); annars kemst hinn tiltekni skammtur (væn fingurbjörg) ekki undir skinnið. Það er ekki nefnt í fyrirsögninni, að til þess þurfi annað verkfæri en sárapipuna. Ennfremur segir í fyrirsögninni, að ef »spomr« (glæir blettir) sjáist í nýrunum, þá haldi bóluefnið sjer »ódofnað ár frá ári«. En hvernig á þá að gevma það ? Hvort heldur sem duft, í púlverformi, eða útþynnt í vatni? Þess er hvergi getið. Ekki er þess heldur getið hvort sótt- kveikjuefnið skuli hrærast út í köldu, volgu eða sjóðandi vatni, og hygg jeg að það geti þó haft ólík áhrif á »bakteríurnar« hvort vatnið er kalt eða sjóðandi. Jeg hugsa, þó jeg ekki viti hvort það er rjett, að tilraun þessi verði því að eins að til- ætluðum notum, að limurinn, sem bólu- settur er, breytist á einhvern hátt, t. d. að bólga eða gröftur komi í benið eða í kring- um þao, samt er þess hvergi getið í fyrir. sögn hins norska dýralæknis; að eins er þess getið, að sumar kindurnar veröi stund.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.