Ísafold - 19.12.1894, Page 2

Ísafold - 19.12.1894, Page 2
830 um dðlítið »lasnar í 1—2 daga«, en hvort nokkuð á að sjást á þeim útvortis, er ekki nefnt. Málefni þetta er, eptir minni meiningu, þess vert, að leitað sje allra mögulegra upplýsinga því viðvíkjandi, hjá þeim mönn- um, sem b'æði hafa reynslu og lærdóm við að styðjast, en þegar nógu nákvæm fyrir- sögn er fengin fyrir notkun þessa meðals, þá get jeg ekki skilið, að leikmönnum sje ofvaxið að fara eptir henni, án þess að dýralæknir standi yfir þeim. Það mundi líka reynast ofvaxið einum eða tveimur dýralæknum, að verða öllu landinu að eins miklu liði í þessu efni og glöggar og greinilegar prentaðar leiðbein- ingar, sem allur þorri manna gæti haft full not af. Bráðapestin hefir í ár reynzt sá voða- gestur hjer á landi, að það væri naumast horfandi í að kosta nokkrum hundruðum króna af landsfje til að útrýma, henni ef unnt væri. Og ef tilraunir hins norska dýralæknis hafa heppnazt eins vel og látið er af í ísafold, mundi vel tilvinnandi að kaupa hann hingað til að kenna mönnum verklega þá aðferð, er hann notar, geti hann ekki kennt hana skriflega svo ná- kvæmlega, sem þarf. Landakoti 15. desembr. 1894. Guðm. Guðmundsson. * * Aths. ritstj. Það er sjálfsagður hlutur, að þegar þessi bólusetningaraðferð er orð- in fullreynd og hjer um bil óyggjandi, eins og t. d. kúabólusetning á mönnum — ef hún þá verður það nokkurn tíma —, að þá má trúa leikmönnum fyrir henn almennt og hiklaust, enda engin tiltök að hafa svo marga dýralækna, að yfir það komist um land allt. En allt annað mál er, meðan þetta er ekki nema tilraun. Er það gott ráð, sem höf. kemur með, að fá hinn norska dýralæknir, IvarNielsen, hingað, að minnsta kosti ef eða þegar aðferð hans hefir feng- ið almenningstraust í Norvegi, og jafnvel án þess; því kostandi væri ekki einungis mörgum hundruðum, heldur mörgum þús- undum króna af landsfje til að fá gott ráð við vogesti þessum, er gerir bændum geysi- tjón á hverju ári, ýmist meira eða minna. Hvað snertir fyrirsögnina í sumar í ísa- fold, þá virðist höf. gera vel mikið úr ó- nákvæmni hennar. Hitastig vatnsins er t. d. lítt hugsanlegt að mikið hatt að þýða, en sjálfsagt, að þess hefði verið getið skýrt og greinilega hefði það átt að vera sjóðandi heitt. Einnig er þar sagt óbeinlínis, að skepn- um geti orðið meira en lítið meint við bólu- setninguna; þar stendur, að »skepnunni verði sjaldan svo meint við, að hún drepist af því« (þ. e. af bólusetníngunni); og að kvillinn lýsi sjer í bólgu í hinum bólusetta lim, munu flestir geta nærri af öðrum bólu- setningum. Heiman úr sveitinni. iii. Það er nú annars sitthvað nýtt á dag- skrá hjá okkur um þessar mundir. Eitt er það, að bindast samtökum um, að vernda slcepnur fyrir illri meðferð. Það er eitt og annað, í blöðum og öðrum rit- um, sem hefir vakið okkur til umhugsunar nm þetta málefni. Einkum ætti »Dýravin- urinn« að hafa vakið nokkurn áhuga á þessu máli, en því miður er hann allt of óvíða lesinn. Það ætti að gjöra hann að barnabók, að lestrarbók handa börnum, meðan ekki er annað fyrir hendi, sem hentugra er. Það er almæli, að meðferð á skepnum hafi stórum batnað nú á síðustu tímum; en meira þykir mjer það vera í orði en á borði, enn sem komið er. Enn á það sjer stað, að skepnum er misþyrmt, svo að eng- inn kærir það: hestar eru iamdir og píndir fram í rauðan dauðann, og horfellir er látinn óátalinn, þótt opinber sje, jeg tala nú ekki um, ef hann er almennur. »Yið höfum engin dýraverndunarlög«, segja sumir; en hvað stoða lög, ef hugsunarhátt- ur almennings er þeim andvígur? Horfell- islögin eru okkar einu dýraverndunarlög að kalla. má; en forlög þeirra sýna'það bezt, hvað lögin ein orka, ef enginn skeyt- ir um að hlýða þeim, ef enginn nennir að gjöra gangskör að því, að þeim sje hlýtt, þótt hann viti, að þau sjeu margbrotin. Dýraverndun er málefni, sem tekur til allra, og því er það, að góður árangur mundi af því verða, ef góðir menn bind- ast samtökum um að vera fyrirmynd ann- ara í góðri meðferð á skepnum og ljetu sjer ekki á sama standa, þitt einhver færi þrælslega með skepnur sínar. Hjer finnst mjer, að skólarnir ættu að ganga á undan, eins og í flestu öðru. Það er alveg sjálfsagí, að búnaðarskóiarnir láti mikið til sín taka um þetta mál, því að það er eitt hið mesta nauðsynjamál fyrir bændur og búþegna. Það er eitt af aðalskilyrðum fyrir góðum þrifurn land- búnaðarins, að bændur kunni að hirða skepnur sínar vel. Lærisveinar frá bún- aðarskólunum munu flestir verða bændur og standa þeir vel að vígi til að hrinda þessu máli áleiðis. En því fer fjarri, að þeir sjeu þeir einu skólamennirnir, sem nokkuð geta að því unnið. Nemendur gagnfræðaskólanna geta tekið drjúgan þátt í þessn líka. Þeir verða margir, ef ekki allflestir, alþýðukennarar, og þá viidi jeg óska, að þeir 'kæmu tíl okkar fullir áhuga á því, að innræta æskulýðnum góðan hug til skepnanna; það geta þeir gjört, og með því er grundvöllurinn lagður til þess sem verða á, því að engum rótgrónum óvana eða þjóðlesti verður útrýmt, nema með því, að innræta uppvaxandi kynslóðinni viðbjóð á honum, endurfæða hugsunarhátt inn. Ekki vil jeg skilja nemendur lærða skólans undan þessu. Þaðan koma em- bættismennirnir okkar, svo sem prestar og sýsluménn, sem hvorir á sinn hátt eiga að vaka yflr velferð okkar, sjá um að vjer gjörum það eitt, sem er gott og rjett. Þessir menn geta einmitt verið fremstir í flokki og þeir ættu að vera það. Við heyrum það löngum utan að okkur, að nágrannaþjóðirnar sjeu okkur langtum fremri í góöri meðferð á skepnum. Þar höfum vjer göfugt dæmi fyrir augum. Fylgjum því. Það mundi drjúgum efla hag sveitanna. n. Strandasýsln 14. nóv.: Sumarið var með allra beztu sumrum, sem hjer koma, og hlýtt og mátulega votviðrasamt, því þerrir var á- vallt við og við, svo hey nýttust ágætl.; gras- vöxtur var góður og heyskapur því almennt í betra iagi; en fólk var víða með færra móti; það gjörir sjórinn og lausamennskan, og svo var víða sjúkhalt af afleiðingum landfarsótt- arinnar, og olli það talsverðum töfum við> heyskapinn, Garðaávöxtur var ágætur þar sem hann er stundaður, en það er miklu óvíðar en skyldi, því á fjöldamörgum bæjum er engin garðhola nje sáðreitsmynd, og flestir, sem garðrækt stunda, láta sjer nægja með rófur og næpur, en bera ekki við, að rækta kartöflur, en þær hafa þó heppnazt ágætlega í sumar og optar vel, á þeim íáu stöðum, sem þær eru ræktaðar. Nú hefur verið ágœtisafli við Steingríms- fjörð í haust, í fyrsta sinni síðan 1882 (í hitt- ið fyrra var og nokkur afli); eru hlutir á 9. hundrað eða þar yflr, þar sem bezt er; gæftir voru ágætar frá lestum fram yflr veturnætur, svo ekki var að kalla nokkur landlegudagur, en þá var líka vertíðin úti, því flskurinn fór i norðangarði, sem þá gjörði. Það þurfti ekki að kvarta um beituleysi í haust, þvi svo mik- ið rak af smokki, að bann lá sumstaðar í fjör- unni eins og þykkar þarahrannir. Verzlun hefur verið all-hagstæð í ár, útlend vara í lágu verði og fjártaka fremur góð; 12 a. pundið i 100 pd. kind hjá kaupmönnum og þar fyrir ofan og neðan eptir þyngd fjárins. Verð á slátursfje var þó að sínu leyti betra kjöt 14—20 a. pundið, og ull á 45 a. Fje reyndist ekki eins vel og menn bjugg- ust við, eptir svo ágætt sumar, því það vasr almennt ekki nema í meðallagi að vænleik. Mun það opt reynast svo, er grasvöxtur ei? mikill, að búsmali gjörir ekki eins gott gagn, og fjallafje reynist ekki eins þungt nje vænt til frálags, eins og þá grasvöxtur er minni. Tíðin hefur verið mjög góð í haust, og þaíl sem af er vetrinum; er jörð alauð enn neðra, en snjór að eins á fjöllum og þó lítill; þah heflr verið stormasamt um tíma, en ávallt. frostlítið og kafald að eins einn eða tvo daga. E.je gengur allt gjafarlaust enn, en almennt er farið að hýsa. Lagasynjanir. Síðustu Stjórnartíð. flytja 3 lagasynjunarpistla frá íslandsráð- gjafanum. Fyrst og fremst »hefir hans hátign kon- unginum samkvæmt allra-þegnsamlegustum tillöguin ráðaneytisins þóknazt« (10. nóv.) að samþykkja, »að stjórnarskrárfrumvarpið frá alþingi í sumar liljóti ekki konungs- staðfestingu«. Sama dag, 10. f. mán., heflr verið synj- að staðfestingar á 2 frumvörpum frá þing- inu 1893: háskólafrumvarpinu og frv. um af- nám hæstarjettar. Það mun nú varla nokkur maður hafa búizt við staðfestingu á þeim frumvörpum; en því merkilngra er það, að ráðaneytið skuli samt hafa þurft heilt ár hjer um bil til að hugsa sig um, og svarar þó litlu öðru að lokum en að þa.ð sje samdóma landshöfðingja, sem afgreitt hafði mál þessi með tillöguin sín- um 11. nóv. f. á., en 10. nóv. þ. á. kemur konungsúrskurðurinn og svar ráðgjafans til landshöfðingja. Beaver-Iínan, sem annazt hefir mann- flutninga hjeðan til Ameríku lítils háttar tvö sumur undanfarin, fór á höfuðið i haust og er hætt sínum störfum að sinni. Aðalaðsetur hennar var í Montreal í Cana- da, en útibú hafði hún í Liverpool á Eng- landi. Þar var annar aðalráðsmaður henn- ar J. Wilson sá, er hr. Sigtryggur Jónas- son hafði umboö frá til að bjóða þinginu járnbrauta- og siglingaráðagerðina í sumar, en ekki kvað hann neitt hafa átt í Beaver- línunni, og kemur hrun hennar að þvi leyti til ekkert hvorki við hann nje aðra Englendinga þá, er fje höfðu heitið til þess fyrirtækis.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.