Ísafold - 19.12.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.12.1894, Blaðsíða 3
331 Samsöng hjelt »Janúarsöngfjelagið« hjer í bænum 8. og 9. þ. m., undir for- ustu herra söngkennara Steingríms John- sen. Af lögunum var hersöngur Wcnner- bergs, »Hör oss, Svea«, óefaö lang-fegurstur, sama lagið sem Uppsalastúdentarnir gátu sjer mesta frægð fyrir í París fyrir mörg- nm árum. En þótt söngfjelagið hafi góða söngkrapta, vantaði allmikið á, að lag þetta fengi fullkomlega að njóta sín, og má telja víst, að það muni syngja þetta pryðisfagra lag betur í næsta sinn. Af hinum lögunum voru sum áður alkunn,en nú sem fyr yfirleitt vel með þau farið. Auk þess sungu þeir hr. Stgr. Johnsen og hr. cand. theol. Geir Sæmundsson tvo»du- etta« og sína »solo« hvor, og fór hvort- tveggja mjög vel. Einkum söng hr. Stgr. aðdáanlega vel nýtt lag eptir síra Bjarna Þorsteinsson við kvæðið: »Jeg veit nm systkin svo sæl og góð«. í annan stað hjeldu þeir hr. Stgr. og hr. Geir Sæmundsson samsöng 15. og 16. þessa mánaðar, með aðstoð söngfjelagsins, nfl. 3 dúetta, 3 kórsöngva og 7 solósöngva. Var þeirra fegurst »Röverborgen« eptir ÍT. Kuhlau. Samsöngvar þessir tókust sjerstaklega vel. Söng hr. G. S. svo aðdá- anlega, að slíkur söngur hefir ekki áður heyrzt hjer á landi. Ætti að minnast á eitt lagið öðrum fremur, mætti nefna »Af- ten paa Loggien« eptir P. Heyse. En þótt hr. G. S. beri hróður frá borði, væri synd að segja annað en hr. Stgr. hefði og sungið mjög smekkvíslega, svo sem t. d. »Sán- garen pá vandring« eptir T. W. Naumann. Ekki var nema eitt lagið af 12 sungið á íslenzku í síðara skiptið (2 af 12 fyrra skiptið). Það mun nú vera óhiákvæmilegt, að nota nær eingöngu útlenda texta? //. S. Englandsbanki lætur prenta 8000 peninga- seðla á klukkustund hverri eða hjer um bil 9 miljón seðla um árið, sem efu 5,400 miljón króna virði. En svo eru líka brenndar af þeim margar miljónir á hverju ári. Þeir eru brenndi í lokuðum oí'ni einu sinni í viku, en rekið samt áður gat á allan bunkann og' rifln frá undirskriftaðaltjehirðis bankans. Hver seðill er 5 þuml. á breidd og 8 álengd(ísl. seðlarnir 4 og 6) og svo sterkur í þeim pappírinn, að hengja má neðan í þá 36 punda þunga án þess þeir rifni. Pappirinn er hafður dálitið misþykkur, t. d. þykkri undir tölunum og rós- inni vinstra megin á seðlinum. Falsaðir seðlar ætíð jafnþykkir alstaðar. Bankinn lætur aldrei nokkuru seðil frá sjer nema einu sinni. Meðal- útivistar- eða umferðartími seðlanna eru 70 dagar. Margir seðlar glatast, og er það gróði fyrir bankann. Það nemur 24 milj. kr., er glatazt hefir af seðlum t'rá Englandsbanka 40 árin síðustu; það hefir bankinn grætt á þeiin eina tekjulið. Lifsábyrgðir. Sjeu lagðar saman lífs- ábyrgðir þær, er öll heimsins ábyrgðarfjelög hafa að sjer tekið, nema þær 38,700 miljónum króna. En ekki eiga fjelögin nema sem svar- ar a/5 hluta þess eða 8100 milj. króna. Nær helmingur allra lífsábyrgða kemur á Banda- ríkin í Norður-Ameríku, eða 17,630 milj. kr.; þar næst á Bretland hið mikla og írland 10,300 milj. kr. ogámeginland Evrópu 8,980 milj. kr. Rafmagnsleiðsla. Bæjarbúar í San Frano- isko í Norður-Ameríku eru að hugsa um að nota stöðuvatn, sem er 16 mílur danskar frá borginni, til þess að framleiða hreifiafl fyrir vjelar og vagna þar i bænum, 20,000 hestöfl. Rafmagnsjárnbraut hefir verið lögð á einum stað í Pennsylvaníu yfir 1200 feta hátt fjall, tæpa mílu vegar, og liggur svo bratt sumstaðar, að hallinn er eins og 1 á móti 8. Er flutt eptir henni bæði fólk og varningur. Leiðarvísir ísafoldar. 1507. Er jeg skyldur að borga á pósthúsið óumbeðna geymslu á hlutum, sem koma með strandferðaskipinu, þó að hluturinn sje látinn standa afskiptalaus úti á götu, ekki látinn inn í port, auk heldur 1 læst pakkhús ? Sv.: Nei. 1508. Menn ganga að sama verki, sumir vanir en sumir óvanir verkinu. Er það rjett að gjalda minna kaup manni sem er óvanur, en vinnur þó meira en sumir af þeim, sem vanir eru ? Sv.: Ekki er það rjett, ef allir vinna verk- ið jafnvel og vandlega. 1509. Þegar bóudi deyr um 14. maí að vor- inu, og lætur ekki eptir sig nein börn, og hef- ir heldur ekki arfleitt konu sína nje aðra, svo að arfurinn fellur undir syzkin hans, sem öll eru myndug, heíir þá ekkjan heimild eður ekki heimild til að sitja í óskiptu búi næsta ár, hvort sem erfingjarnir eru því samþykkir eða eigi? Sv.: Nei, ekki nema erfingjar samþykki eða sjerstakar ástæður ekk]'unni ot erfitt að hætta búskap í næstu fardögum. 1510. Og hverjum ber að sjá um uppskript á þessu búi? Hreppstjórauum í þeim hreppi, þar sem búið stóð eður erfingjunum? og hvað máþað dragast lengi? og hverjum ber að borga framfærslu heimilisins frá dánardægri manns- ins og til þess er uppskriptin fer fram ? Ekkj- unni eða erfingjunum ? Sv.: Vilji erfingjar sem eru myndugir skipta með sjer sjálfir, þurfa þeir eigi að láta skrifa upp búið, heldur geta þeir gert það sjálfir, en skyldir eru þeir, undir eiðs tilboð, að gefa sýslumanni skýrslu um skuldlausar eigur bús- ins íarfinn). Búið verður að borga framfærslu heimilisins þangað til það er tekið upp. 1511. Og þegar svo upp er skrifað. ber þá ekki að skrifa upp jafnt skuldir búsins, sem eigur þess? Sv.: Jú, sjálfsagt. 1512. Landamerkjabrjef fyrir jörðu er lesið upp af sýslumanni á manntalsþingiþess hrepps er jörðin lá i, en í bréfinu ekki getið ítaks, er önnur jörð taldi sig eiga í engjum hennar (jarðarinnar), og án þess að þeirmæltu í móti er ítakið þóttust eiga, er þar voru þó staddir Eptir þrjú ár láta svo þeir er ítakið vildu eiga lesa upp landamerkjabrjef fyrir sinnijörðu og geta þar ítaksins, en mælt samstundis í móti af þeim er tyr ljet lesa sitt brjef og ekki heldur skrifað undir af öllum þeim, er land áttu að jörðinni ? Hvort landamerkjabrjefið er nú gildandi hvað itakið áhrærir? Sv.: Hið fyrra, hafi það verið samþykkt og undirskrifað af ítakseigendum og öllum hlut- aðeigondum. 196 Þegar ieg raknaði við aptur, rann dagur í austri. Himininn var heiður og blár, og úti kvað við inndælt fuglakvak. En það var allt óskemmtilegra umhorfs inm hjá mjer í afgreiðsluklefanum mínura. Við fætur mínar lá hinn ókunni maður frá því kveldið fyrir, með dökkv- an díl á vinstra gagnauga, steindauður. Máttarviðirnir í húsinu voru allir brunnir og brenglaðir, og skjöl mín öll eins og fjaðrafok innan um herbergið. Skruggan hafði rekið óslælega erindi sitt. En á borðinu lá pynkillinn ó- hreitður. Þegar lestarstjórinn kom aptur, fekk jeg honum pynk- ilinn. Það þekktist, að hinn þrumulostni, ókunni maður var hættulegur þjófur, og veitti járnbrautarfjelagið mjer góð verðlaun fyrir að jeg forðaði peningunum úr greipum hans. En svo ér jeg eptir þenna voðalega atburð, að mjer stendur jafnan hinn mesti geigur af þrumum og eldingum. 193 Hún hló. »Ojá, jeg held jeg viti nú það«. »Jeg hjelt þjer hefðuð ekki vitað það«. »Yður langar líklega til að jeg segi það? Eða er ekki svo? Jú, aíieiðingin hefði orðið sú, að svo sem tutt- ugu manns eða vel það hefðu senzt í einu vetfangi inn í eilífðina og að þjer hefðuð verið kærður fyrir morð. En yður tókst að forða lestinni og að ónýta áform mitt að sinni«. »Eruð þjer gengin af göflunum?« spurði jeg. »0' nei-nei, kunningi, alls eigi. Jeg hef aldrei vit- betri verið en einmitt núna«. »En hvað í dauðanum er yður þá á höndum?« »Það skal ekki standa lengi á því. Sjáið þjer bögg- ulinn litla þarna, sem hann kunningi yðar, lestarstjórinn, fekk yður til geymslu?« Jeg lagði hendina á böggulinn og horfði forviða á kvennsnipt þessa. »Nú-nú, hvað er þá meira um það?« »Það er talsvert af peningum í pynklinum þeim, eitt- hvað milli 5 eða 10 þúsund pd. sterling«. »Það er svo«, anzaði jeg og fór ekki að verða um sel. »Já; það átti að senda hann til Edinborgar i dag, þennan pynkil. Þeir fengu pata af því, einhverjir af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.