Ísafold - 22.12.1894, Side 1

Ísafold - 22.12.1894, Side 1
Kemur út ýmist emn sinn 'aða tvisvar í viku.. Verð árg 'minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1 lli doll.; borgist fyrir mií)jan j úlímán. (erlenu- ris fyrir fram). ÍSAFOLD 9 Uppsögn(skrifleg) bundin vit> áranxót, ógild nema komin aje til útgefanda fyrir 1 .októ- berm. Afgreiöslustofa blaba- íns er i Austurstrœti ö XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 22. desember 1894. 84. blað. Landsbankinn. verður lokaður frá mánudegi 24. þ. m. til föstudags 4. janúar, að báðum dögum meðtöldum. •'Samkvæmt hinni endurskoðuðu reglu- gjörð bankans, 28. gr„ verða vextir innfærðir í viðskiptabækur, þegar þær næsta skipti eptir 14. janúar verða sýndar í bankanum. Stjórnin. Umboðsverzlunin. Um fjársölu og f)árflutning til Bretlands skrifa þeir herrar Jón Jónsson alþingis- maður og Thor Jensen kaupmaöur samið all- langar ritgjörðir í »Fj.konunni« nr. 46—47 og »Þjóðólfl« nr. 55; og þó þær sjeu sín •eptir hvorn mann, sýnist mjer þær ritaðar með saraa penna og í sama anda; þær benda báðar að því, að öll verzlunarfje- lög og jafnvel allir kaupmenn, sem senda fje til Bretlands frá íslandi, sendi það til bins sama umboðsmanns og hann einn sje •látinn selja það. Báðar þessar ritgjörðir gefa — sem inn- rgangsorð — góðar upplýsingar um meðferð sauðfjár á útflutningnum. En þegar til -aðalefnisins kemur, sem sje, að allir láti sama manninn selja, þá finnst mjer mál- •efnið fara svo út um þúfur, að betra hef'ði verið að ritgjörðirnar hefðu slokknað út af í fæðingunni og aldrei sjeð dagsins ljós. Vil .jeg því láta í ljósi skoðun mína um það mál. Jeg hefi fyr látið þá skoðun mína í ljósi, að verzlunaraðferðin á Islandi sje þess eitt bið versta mein og verzlunarfjelög hið e.ina, sem geti kippt henui í lag. Kaup- mönnum er ákaflega illa við kaupfjelög, því þau eru hið eina, sem gefur þeim að- "hald. En ef öll kaupfjelög hefðu sama umboðsmann, þá áiít jeg, að menn vissu ekki lengur hvernig verzlunin væri er- lendis, nema það sem hann af sinni hrein- skilni segði þeim; en af því það mun nú ekki vera siður, aö umboðsmenn sendi flelögunum sína kaup- og sölureikninga, þá eru fjelögin algjörlega á valdi umboðs- mannsins; en liið eina, sem þau gætu stutt sig við, er, ef fleiri væru umboðsmennirnir og einn betri en annar. En tiiætlun þessara manna mun ekki 'vera einungis sú, að einn maður seiji allt lifandi fje frá iandinu, heldur að það sje einmitt L. Zöllner í Neweastle, og færa þeir margar glæsilegar ástæður fyrir því. Að minni hyggju þarf mjög auðtrúa menn til þess að trúa því, að Zöllner hafi selt mikið betur f:je en Shmon, á sama tíma og líkt að gæðum. Slimon er þó engirm viðvaningur við fjársölu, og mikil ástæða til að álíta, að sá, sem selur fyrir sjálfan sig, leggi fullt eins mikið kapp á að selja ■vel, eins pg sá, sem selur fyrir aðra. Það er heJdur ekki svo langur vegur milli Edinborgar og Newcastle og ekki svo dýr flutningur þar á milli, að Slimon mundi eigi haf'a sent fje sitt þangað, hefði mikið hærra verð verið á því þar, því hann heflr vitað mikið vel, hvernig fjársalan stóð þar, enda er ekki alveg óhugsanlegt, að Zöllner hafl með sinni alþekktu rausn geflð fjár- eigendunum íslenzku dálítið meira fyrir fje sitt en hann fekk fyrir það í þetta sinn; hann gæti hafa meint eitthvað með því; en hvort hann mundi gjöra það ár- lega, læt jeg ósagt. Það er fjarri mjer með línum þessum að fara að hallmæla þeim Zöllner eða Vídalín. Zöllner þekki jeg ekki neitt, en hann er talinn hafa kynnt sig lijer almennt sem áreiðanlegur maður, og naumast vati á, að landið hefir haft stórhagf?] af verzlun hans í samanburði við verzlun fastakaup- manna; og þó jeg þekki Vídalín sem góð- an dreng, get jeg ómögulega fellt mig við, að blöðin telji mönnum trú um, að þeir einir eigi að vera fjársölu-umboðsmenn fyrir íslendinga. Því þótt þeir hafl sjálfsagt vel vit á að selja fje[?], þá lreld jeg, að þeir sjeu ekki sjerlega sjeðir með að leigja ó- dýr skip til fjárflutninga, ef' satt er, að þeir láti Islendinga borga 5 sh. fyrir kind- ina, frá Islandi til Englands, og þótt flutt sje á stóru skipi, sem fer fleiri en eina ferð; en alkunnugt er, að skip má fá til- tölulega ódýrari, ef þau eru svo stór og leigð fvrir langan tíma. Það leiðir af sjálfu sjer, að umboðsmað- ur, sem Islendingar hafa til að selja vöru sína, að hann einnig kaupi hina útlendu vöru fyrir þá, en til þess álít jeg þá Björn Kristjánsson og Þorbjörn Jónasson snjall- ari en þá Zöllner. Því þótt Birni hafi ekki heppnazt vel að selja fje, af hvaða ástæð- um sem það er, þá er mjög. fágætt lijer, að fá eins góðar og ódýrar vörur eins og hann flutti upp í sumar. Þorbjörn Jónas- son heflr nú um nokkur ár selt fyrir is- lenzka bændur flsk, hross o. fl , og eru hlutaðeigendur mjög vel ánægðir með milli- göngu hans, þótt hann berist ekki eins mikið á eins og sumir, og mun hann engu síður en Zöllner hafa sýnt bændum hjer sunnanlands, hversu mikill munur er að kaupa vörur beint frá útlöndum, eða að verzla við kaupmenn. Enda fer verzlun hans óðum vaxandi. Þótt nauðsynlegt virðist, að fjárbændur sendi fje sitt fyrir eigin reikning til út- landa, þá er þó engu síður þörf fyrir sjáv- arbændur að senda verzlunarvöru sína út fyrir eigin reikning, því munurinn á því er sá, að sveitabændur hafa því nær ár- lega um fjöldamörg ár getað selt fje sitt til Englendinga fyrir peninga út í hönd, og það þeim mönnum, Slimon og Coghill, sem hafa sýnt sig sem .heiðvirðustu og á- reiðanlegustu menn. En sjávarbændur þar á móti eiga tæplega kost á, að seija vöru sina fyrir peninga, nema með miklum erfiðleilcam; því hinum íslenzku kaupmönn- um er sannarlega ekki lagið, að kaupa íslenzka vöru fyrir peninga, sem eðlilegt er, því þeim gefst vanalega tækifæri til að koma sinni dýru útlendu vöru út á móti íslenzku vörunni, og þótt ekki væri ann- að en peningaskorturinn, þá væri það eitt nóg til þess að hvetja sjávarbændur til að senda vöru sína fyrir eigin reikning, enda hafa þeir, sem það hafa reynt, þreifað á því, að þeir hafa haft stórkostlegt gagn af því. Einnig hafa kaupfjelögin fremur öllu öðru þrýst íslenzkum bændum til að vanda sem bezt vöru sína og framleiða sem mest af henni, og fleira, sem horfir þeim til menningar. Jeg er því sannarlega samdóma, að um- boðsverzlunin sje nauðsynleg fyrir oss ís- lendinga, þó með þeim mismun, að jeg vil ekki að öll fjelög noti sama umboðsmann, því þá álít jeg, að verzlunin gæti orðið að nokkurs konar einokunarverzlun, sem gæti orðið landsmönnum jafnskaðleg, eins og hún annars ætti að vera bætandi. Jafn- framt ætti landið að hafa verzlunarerind- reka erlendis, sem verzlunarfjelög og kaup- menn gætu leitað sjer upplýsinga hjá um kaup og sölu og margt fieira; því hvort sem umboðsmenn okkar heita Zöllner- Vídalín, Þorbjörn eða Björn, Jensen eða Jón, og vjer berum bezta traust til þeirra hvers um sig, þá væri fróðlegt og gagn- legt að geta snúið sjer til verzlunarerind- reka í ýmsum tilfellum. Jeg vil óska þeim, sem við umboðssölu fást fyrir Island, að verzlun þeirra megi þróast og blómgast, landsmönnum til hag- sældar, en ekki til þess að þeir sjálfir verði svo stórir, að það safnist að þeim stór »klikka« utan iands og innan til að víð- frægja þeirra dýrð. 15/i2 1894. Guðmundur Einarsson. Ný stefna. Þótt árið, sem nú er hartnær á enda, hafi ekki fært oss mikla stór viðburði, og þótt ástand lands vors sje hartnær hið sama sem um nýár 1894, sje snöggt á litið, verð- ur því ekki neitað, sje betur gáð að, að umliðna árið getur falið í skauti sinu vísi til töluverðra breytinga hjer á landi, sjer- staklega að því, er atvinnuvegina snert- ir. Að sönnu hefir ekki verið ráðizt í mörg stór-fyrirtæki, sem þegar sje byrjað á, þótt eigi megi gleyma undirbúningi Þjórsárbrúarinnar, sem á að vera fullgjör á lcomanda hausti, nje tilraunum þeim til ísgeymslu, sem verið er að koma á fót bæði hjer og Austurlandi. Hitt er meira um vert, að nokkrir menn meðal þjóðar- innar haf'a vaknað til meðvitundar um, að ekki stoði lengur að standa þannig í sömu sporum, og láta atvinnuvegi vora farajafn

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.