Ísafold - 29.12.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.12.1894, Blaðsíða 2
Eptirmæli. Hinn 2. desember andaðist próf'astsfrú Dýrleif J- Sveinsdóttir á Skútu- stöðum, kona síra Árna prófasts Jónssonar; eptir 39 vikna þímga legu og langvinnt heilsu- leysi áður. Dýrleif heitin var 34 ára að aldri, fsedd 11. maí 1860 á Hóli í Höfðahveríi í Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hennar, Sveinn Sveins- son og Anna Jónasdóttir, bjuggu þar lengi fyr- irmyndarbúi, og var heimili þeirra jafnan hið prúðasta og glaðværasta. Þau lifa enn bu- laus hjá syni sinum. Dýrleif heit. var eink arvel gelin til líkama og sálar, fríð sýnum, með íjörugar og liprar gáfur, og varð og mjög vel kunnandi til munns og handa, og á kvenna- skóla Reykjavíkur var hún í fremstu röð sinna jafnaldra. Manni sínum giptist hún sama haustið og hann vígðist að fBorg, 1884. Hún veitti heimili sín beztu forstöðu, meðan heils- an leyfði, með glaðvœrð og góðsemi. Þau síra Árni eignuðust 2 börn, sem bæði lifa. Þ. Synjað veitingaleyfls. Einn af kaup- mönnum bæjarins, hr. W. O. Breiðfjörð, hafði sótt um áfengisveitingaleyíi samkvæmt lögurn 10. febr. 1888; en kjósendur synjuðu þess með miklum meiri hluta á fundi í dag (með 134 atkv. gegn 75), og sýndu þar með drengilega og öðrum landsbúum til fyrirmyndar, að höf- uðstaðurinn telur þó ekki fjölgun á veitinga- húsum eða drykkjustofum með velferðarmál- um þjóðarinnar, eða að hann metur aðrar fram- farastofnanir(l) nauðsynlegri. Barðastr.sýslu vestanv., 19. nóv.: Haust- veðráttan heíir verið mjög vindasöm og óró- leg, mjög vætusamt framan af, og náðu sumir eigi inn síðustu heyjum fyr en um miðjan okt.; en ávallt heíir verið fremur hlýtt í veðri. Norðanveður mikið kom um mánaðamótin síð- ustu, er hjelzt um 3 vikur, stundum með af- taka-roki, t. a. m. 3. og 4. þ. m., en aldrei varð frost yíir 4° R. um daga. I ofviðri þessu fuku bátar og skip á sjó út og glugga tók úr húsum. Á nokkrum bæjum heíir bráðapest gjört í mesta lagi vart við sig; um 20—30 drepizt á bæ. Sökum þess, hve vindasamt hefir verið, heíir eigi nema sjaldan á sjó geíið]; en hefði góð beita verið til og gæftir fengizt góðar, hefði óefað fiskazt vel, þvf að þegar síld eðasmokk- ur heíir fengizt, heíir verið hlaðafli at feitum, stórum íiski, þorski mest. Hæsta kjötverð varð á Patreksíirði 20 a. pd. Taugaveikin heldur allt af áfram að stinga sjer niður á stöku bæjum. Að öðru leyti er heilsufar gott. Að eins hefir nokkuð brytt á kveíi; en það er alvenja. Hinn setti hjeraðslæknir, Tómas Helgason, heíir setzt að á Vatneyri, og þykir það hent- ugt læknissetur. Suðurmúlasýslu 23. nóv.: Sifeldar rign- ingar það sem af er nóvember, en snjór til fjalla. Fiskiatii nokkur í suðurfjörðum, eu síldarafli góður í Reiðaríirði; íiska þar nú sem stendur 8 nótnafjelög, fengnar þegar um 12.000 tunnur. Gufuskip allt at á ferðinni hjer milli landa. Skaðaveður og skemmdir. Hjer var í fyrri nótt ofsarok af útsuðri, sem optar í þessari fðdæma umhleypinga- og rosatíð. En nú var mestu afspyrnunni samfara geysimikiil sjávargangur af stór- straumsflóði og brimi, og gerði eigi all-lítinn usla hjer í bænum: skemmdi flestarbryggjur bæjarins til inuna, þar á meðal grjótbryggj- una (»bæjarbryggjuna«), en svipti tveimur þeirra algerlega á brott hjer um bil; lagði kolageymsluhús (20 álna langt o. s. frv.) við W. Christensens verzlun alveg við velli og hafði burtu viðinn mestailan; > svipti hliðinni undan »bryggjuhúsinu« til annar- ar handar og tók út nokkuð at vörum, sem þar voru inni, þar á meðal 7—B tunn- ur af steinolíu; tók út þilskip, fiskiskútu, er hjer stóð á stakkstæði, Sleipni, eign Guðna bónda á Vatnsnesi, og rak upp aptur fyrir austan Læk, brotið. Mestan skaða beið Helgi kaupm. Helgason. Hafði sjórinn rekið bryggjubút gegn um búð- arhús hans, svo að undan gengu báðir veggirnir niðri að 2/s sjávarmegin, en að eins hlið að ofanverðu; tók þar út ýmist eða gjörskemmdist talsvert af vörum, þar á meðal 50—60 sekkir af mjöli, nokkuð af kaffl og sykri m. m. Búðarherbergið sjálft stóð uppi lítið skemmt. Þang og þara bar lengst upp um götur og sjávargarðar skemmdust til muna margir. Drengjaskór hefir tapazt á leið frá Hótel Rvík og upp í Ingólfsstræti. Finnandi er beð- inn að skila honum í húsið nr. 9 í nefndu stræti. gegn fundarlaunum. Galocher merktar með H hafa verið tekn- ar í misgripum á barnaballinu á Hótel Rvik 27. þ. m. Hlutaðeig. gjöri svo vel og skila þeim í húsið nr. 9 í Ingólfsstræti, þar sem geymdar eru þær Galocher, er skildar voru eptir. Ung kýr borin, í góðri nyt, fæst keypt með góðu verði. Ritstjóri vísar á. Húsið „Eitla-Sel“ er til sölu og íbúðar 14. mai næstkomandi. Semja má við Guðm. Kristinn Ólafsson r xv ægte NTormal-Kaire (Fabrikken »Nörrejylland«), v sem er miklu ódýrra, bragðbetra og hollara en nokkuð annað kaffi. Innköllun. Hjer með er, samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861, skorað á alla þá, sem telja til skulda i búi Odds sál. Berentssonar, er andaðist að Húsavík 10. okt. þ. á., að lýsa kröf- um sínum og sanna þa>r fyrir skipta- ráðandanum í Þingeyjarsýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Með sama fyrir- vara er einnig skorað á erfingja hins dána að þeir gefi sig fram og sanni erfðarjett sinn. Skrifstofu Þingeyjarsýslu 1. des. 1894. 15. Sveinsson. » LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR * fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen des. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (mílhmet.) Veðurátt á nótt. | um hd. fm. em. fm. em Ld. 22 —15 — 4 736.6 736.6 0 d Svhvd Sd. 28. — 4 — 2 739.1 744.2 0 d 0 d Md. 24. — 3 + 2 746.8 746 8 8 h d S h d Þd. 25. + 3 + 2 786.6 746.8 Shvd Svhvd Mvd.26. — 6 + 1 762.0 774.5 Svh d Vhv d Fd. 27. + 1 + 3 772.7 741.7 Shvd Svhvd Fsd. 28. — 4 ú- 2 723 9 751.8 Svhvd N hv d Ld. 29. — 6 756.9 N h b Umliðna viku hefir veðrátta verið mjög ó- stöðug, hægur annað veifið, rokhvass hitt, á- kaflega hvass á útsunnan (Svestan) h. 27. og aðfaranótt h. 28. með voðalegu brimróti og stórftóði; gekk svo úr vestri-útsuðri til norð- urs eptir hádegi h. 28. Ritstjóri Björn Jónsson oand phil. Prentsmifija ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.