Tíminn - 14.12.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.12.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. desember 1979. 5 Myndin sýnir forseta Islands, Kristján Eldjárn heiðursformann Snorranefndar taka við fyrsta ein- taki af bókinni Snorri. Átta alda minning dr hendi Einars Laxness forseta Sögufélags. Á myndinni sjást einnig Gunnar Karlsson og Helgi Þorláksson sem önnuðust útgáfu bókarinnar af hálfu Sögufé- lags. Atta alda minning Snorra Snorri, átta alda minning heitir bók sem Sögufélagið hefur gefið út til að minnast þess að á þessu ári munu veröa íiðin 800 ár frá fæðingu Snorra Sturlusonar. Stofn bókarinnar er erindi sem hafa verið samin i tilefni af afmælinu og flutt á árinu við ýmis tækifæri. Fyrst er ræða Halldórs Laxness sem hann flutti á Snorrahátiö i hátiðasal Háskólans22. júni. Þá eru i bókinni fjórar greinar um Snorra og verk hans, unnar upp úr hádegiserindum sem voru flutt i útvarp i janúarmánuði. Þar fjallar Gunnar Karlsson lektor um stjórnmálamanninn Snorra, Óskar Halldórsson dó- sent um Snorra-Eddu, Ólafur Halldórsson handritafræöingur >um sagnaritun Snorra og Bjarni Guönason prófessor um frá- sagnarlist hans. Þá eru tvær greinar eftir Helga Þorláksson sagnfræöing. önnur er að stofni til fyrirlestur fluttur á aðalfundi Sögufélagsins og birtir nýjar niðurstöður um verslunar- og utanlandspólitik Snorra og Oddaverja, Hin er hugleiðingar um hvernig Snorri leit út. 1 bókinni eru fjölmargar myndir, og tengjast þær eöli- lega mjög greininni um útlit Snorra. Reynt var að ná saman öllum myndum sem kunnugt var um að listamenn hafi reynt að gera af Snorra, allt frá Daða Nielssyni fróða á fyrri hluta 19. aldar til Jóhanns Briem listmál- ara á siðastliðnu ári. Alls eru I bókinni 18 myndir af Snorra og sýna þær að fólk hefur gert sér býsna likar hugmyndir um útlit hans. Bókin um Snorra er 186 bls., prentuð i Prentsmiðjunni Hól- um. Gunnar Karlsson og Helgi Þorláksson hafa búið bókina til prentunar. ðkeypis Goða- réttir í kvöld í Súlnasalnum FRI—1 kvöld verður Kjötiðnaðarstöð Sambandsins með vörukynningu i Súlnasal, Hótel Sögu, frá kl. 22.30 til 23.30. Verður gestum staðarins þar boðið upp á ókeypis heita pottrétti svo og kalda rétti og margt fleira, allt gert úr hráefni frá Kjötiðnaðar- stöðinni. Framleiðendur og hóteleig- endur hafa ekki áður fengið að endur eru alltaf aö brydda upp á hafa svona kynningar i stórum einhverju nýju til að gera lifið veitingastöðum áður”. skemmtilegt i skammdeginu” sagði Gunnsteinn Karlsson aug- „Gestir fá uppskriftir aö lýsingastjóri SIS i samtali við þessum réttum og fleiri slikum. í Timann, „Við vorum með svona þessum uppskriftum eru gefnar kynningarkvöld s.l. föstudag og hugmyndir aö mörgum fljót- það heppnaðist mjög vel. Þetta er legum réttum sem eru svipaðir og nýjung að þvi leyti að framleið- þeir sem viö kynnum.” Gísli Konráðsson og ævistarf hans er eitt hinna furðulegu fyrirbæra í íslenzku þjóðlífi. í fari hans var ríkust „fýsnin til fróðleiks og skrifta“, fátækleg- ur kostur bóka var notaður til hlítar og andi fornra sagna og kveðskapar bregður blæ yfir daglegt líf. Syrpa þessi úr handritum hans hefur að geyma þjóðsögur og munnmæli hvað- anæva af iandinu og er þó að- eins lítið eitt af því er þessi mikli fræðaþulur skráði. Þeir fjársjóðir, sem Gísli Konráðs- son lét eftir sig, verða skemmti- efni margra kynslóða, rann- sóknarefni margra alda, — og „meira þó í huga hans hvarf með honum dánum“. Syrpa Gísla Konráðssonar er án efa ein þjóðlegasta bókin, sem út kemur á þessu ári. Tryggva saga Ófeigssonar er tvímælaiaust ein merkasta ævisaga síðari tíma. Hún er samfelld baráttusaga manns, sem stöðugt sótti á brattann, mat menn eftir dugnaði, kjarki og krafti, og flokkaði þá í „úr- valsmenn“ og „liðléttinga“. Sjálfur var Tryggvi umdeildur, enda maðurinn mikillar gerðar og ærið umsvifa- og fyrirferðar- mikill í islenzku þjóðlifi síðasta mannsaldurinn. Tryggva saga Ófeigssonar er mesta sjómannabók, sem gef- in hefur verið út á islandi, og samfelld saga togaraútgerðar frá fyrstu tíð. Bókin er sjór af fróðleik um allt er að fiskveiðum og útgerð lýtur og hún er ekki aðeins einstæð í bókmenntum okkar, hún er stórkostlegt framlag til íslenzkrar þjóðar- sögu. Þetta er þriðja bindi þessa bóka- flokks og hefur að geyma 16 nýja þætti um mæður, skráða af börnum þeirra. Alls eru þá komnir 46 þættir í öllum þrem bindum þessa skemmtilega bókaflokks, um húsfreyjur úr sveitum og bæjum og frá víð- um starfsvettvangi. Með safni þessu er mótuð all góð þjóð- lífsmynd þess tíma er þessar húsfreyjur störfuðu á, dregnar fram myndir, sem vart munu gleymast þeim er bækurnar iesa, því hver þáttur safnsins er tær og fagur óður um móður- ást. Enn eru öll þrjú bindin fáanleg, en óðum gengur á upplag fyrri bindanna, svo vissara er að tryggja sér eintak af þeim fyrr en seinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.