Ísafold - 21.10.1899, Page 3
269
grísku; þær eyða að bíds svo miklum
tíma fyrir honum, að ekki verður
neitt úr því að hann læri nokkurt lifandi
mál, né reikning, né skrift, né neina
aðra námsgrein, sem að haldi kemur
í lífinu.
þess vegna tekur mélafærslumaður
ekki stúdent á skrifstofu sína, ef hann
á kost á nokkurum öðrum. f>ví síður
gerir nokkur verzlunarmaður það.
Málafærslutnaðurinn og verzlunar-
maðurinn getur ekki notað stúdentinn
til neins annars en þess að vera sendi-
sveinn. Eann kann ekki að skrifa
almennilega rithönd og hann kann alls
ekki að reikna. Hann er utan við
sig og hann hofir enga virðingu fyrir
því né áhuga á þvf, sem verið er að
gera. þetta brot úr málfræðingi og
heimspekingi lítur smáum augum á
þessa iítilfjörlegu atburði, sem eru lífið
sjálft !
þess vegna fara stúdentar í hund-
ana, að þeir eru ónýtir til alls í fram-
kvæmdalífinu.
Ef stúdentinn kynni að lesa, skrifa
og tala þýzku, frönsku og ensku, ef
hann væri fijótur að reikna og ritaði
fallega hönd — þá væri engin hætta á
því, að hann kæmist ekki áfram í líf-
inu.
Frá útlönduni
hafa borist blöð til 10. þ. m. Ófrið-
urinn milli Breta og Búa var enn
ekki byrjaður. Chamberlain nýbúinn
að senda sáttatilboð, sem skilyrðis-
laust átti að vera síðasta friðarleituu
af hálfu Englendinga. En kröfurnar
svo harðar, að lítil líkindi þóttu til,
að Krúger forseti mundi ganga að
þeím. f>ó ekkitalið meðöllu vonlaust
um það, helzt fyrir þá sök, að Búar
höfðu ekki hafist handa á þeim tíma,
sem við var búist; en allur dráttur
Englendingum f hag, þvi' að hersveit-
ir voru ekki komnar frá Englandi suð-
ur á ófriðarstöðvarnar.
Annars ekkert að frétta öðru nýrra.
Voudur vegur.
Brot úr ferðasögu.
— — — Þegar eg var kominn npp á
Hvaleyrarholt, hlakkaði eg til Nú hyrjar
»Ci\ilisationin«, hugsaði eg; nú er greið-
fært úr þessu. Klárinn fór með mig á
hýruspori niður holtið, þangað til eg kom
niður í Sandskörðin. Nei, hvað er þetta?
sjór yfir öllum veginum! — eg mundi ekki
eftir að )jað var* stórstraums-flóð, og gekk
sjórinn alveg upp i hakkana, langt upp
fyrir götuna. Ekki var annað fært, ef eg
ekki vildi bíða þess að út félli, en að
klöngrast upp sjálfa hakkana, og kaus eg
þann kost, fremur en að tefjast þar í hálf-
an klukkutima, eða lengur. Eg komst þetta
með illan leik, og fekk mér nú góðan
skeiðsprett inn undir Ashúð. En þegar eg
kem þar, sé eg að lækurinn flóir yfir all-
an veginn, og ætlaði eg að ríða upp með
konum, fram með Asbúðar túngarði. En
hvernig fer? Áður en mig varir, sekkur
hesturinn í fen, og lá við sjálft, að hann
yrði þar eftir; þó brölti hann með mig,
þangað til hann fekk fasta fold undir fæt-
ur sér, og komst eg svo með illan leik
fram hjá Plensborgar túngarði, og á veginn.
»Er það sýsluvegur, póstvegur, skrattinn
þessi«, hugsaði eg. Reið eg nú í granda-
leysi norður mölina milli Elensborgar og
Hamarsins, en alt i einu nemur klárinn
staðar. Eg fer að gæta að, hvað'til komi.
Hafði hann þá séð fyrir fótum sér trébrú,
sem lá yfir skurð, brotna og skakka, svo
að hann af idnu hestsviti sá, að ekki var
hættulaust að fara kana. Eg hitti þar
Hafnfirðing, og spurði hann. hví brúin
væri svona. »Það veit eg ekki«, sagði
hann, »hún er búin að vera svona í alt
sumar«. »Heiður og háfeit æra«, hugsaði
eg, og reið niður fyrir brúna. Svo gekk
nú alt skaplega gegnum ' borgina Hafnar-
arfjörð. Eg ætlaði út á Álftanes, á Norð-
urnesið, og þaðan inn í Reykjavík. Eg
komst á hinn nýja veg gegnum hraunið,
sem lagður var i vor. »Þetta eru framfar-
ir«, hugsaði eg; vegurinn er ágætur og
hraunið tilbreytilegt og fagurt beggja vegna
við hann. Skjóni varð svo hrifinn af hon-
am, að hann fór á kostum lengi vel. þang-
að til alt, í einu — það er langur kippur
af veginum vestast, sem ekki er búið að
bera ofan í, og hætti úr þvi skeiðsprettur-
inn. I stað hins góða íburðar, sem ann-
ars er í veginum, kom núhið niðangalegasta
eggjagrjót, svo að Skjóni kveinkaði sér í
hverju spori. Samt klöngraðist hann gegn-
um þetta slysalaust; gekk nú vel yfir Dysja-
brú, upp að Garðaholti. Þá fór af gam-
anið. Er vegurinn þar upp eftir i stuttu
máii likastur hinni frægu svo nefndu »Vatns-
leysubrú«, eins og hún er búin að vera
nú í mörg ár, og er fyrir löngu hætt að
fara hana. »Þessi ófæra nær þó vonandi
ekki lengra en upp á móts við Grarða«,
hugsaði eg; svo byrjar annexíuvegur prests-
ins; góður er hann án efa! En — nei;
hann batnar ekkert; sama ófæran yfir alt
holtið, niður á Álamýrarbrúna. Sú brú var
torfærulaus, það sem af henni stendur; en
víða er brotið úr börmum hennar. Gekk
nú slysalaust, þangað til eg kom á Sel-
skarðsbrúna, þá — eins og eg er hérna, er
það satt — í miðjum september, lá við að
bráðófært væri á löngum spotta. Eg mætti
þar Álftnesing riðandi, sem var að fara
inn í Hafnarfjörð. Við vorum þarna að
brjótast um, sinn i hvora áttina, og vorum
við lengi að komast hvor fram hjá öðrum.
Spurði eg hann þá, hvernig þeir fari að
því, að una slikum vegum, og því þeir
löguðu ekki þetta. En hann svaraði mér
rólega, og með hvíldum, eftir því sem
bröltið í merinni hans leyfði honum að
mæla: »Og það kemst — — upp í vana,
það — — er búið að — — vera svona —
— í alt sumar — — nema svolítið — —
skárra fáeina daga um jóns— — ónsmess-
una«. Nálægt Selskarði náði eg aftur föstu
landi, og gekk nú vel vestur fyrir Selskarð;
kemur maður þar á mjóa brú, yfirferðar
lika Garðaholti, en þó mátti riða þar með
aðgæzlu. Þegar henni slepti, varð að fara
yfir lítinn spotta, sem líktist móa, til þess
að komast á aðra brú, sem liggur að Bessa-
stöðum og norður á Nesið. En þessi mói
var allur ein veita, sem naumast var ríð-
andi, og datt mér í hug, að sú mundi vera
góð haust og vor, og þó blöskraði mér
mest að hugsa um, að þetta væri annexíu-
vegur Garðaprestsins, eflaust hinn styzti
annexiuvegur á landinu, en þó svona ! Eg
hafði heyrt, að Álftnesingar hefðu lagt
mikið af dagsverkum sinum i brú yfir
mýrina norður á nesið; komst eg nú á hana,
og hugði gott tii glóðarinnar, hélt að nú
væru torfærurnar búnar. Eg fann brúna,
og var hún ailgóð, þangað til eg kom að
breiðum skurði á henni, og lá yfir hana
mjór planki. Maður nokkur var að feta
sig eftir honum með báða handleggina
teygða út frá sér í stað jafnvægisstangar.
Nauðugur viljugur varð eg að nema þarna
staðar, og beið eg þess að maðurinn kæm-
ist yfir. Eg spurði hann, hví skurðurinn
væri ekki brúaður. »Og þsð er nú til
svona«, svaraði hann, »það hafa aldrei
verið samtök til þess«. »Er þá skurður-
inn búinn að vera lengi svona?« »Já, í 7
eða 8 ár; síðan brúin var lögð. Hann Jón
á —stöðum var búinn að leggja til 2 borð,
en svo flutti hann inn í Reykjavík í fyrra,
og þá tók hann borðin með sér, og svo
hefir hann E. á —stöðum léð þennan
planka til að leggja yfir skurðinu». Kemst
eg þá ekki norður á Nesið?« »Jú, með
því að snúa aftur, og ríðá upp hjá Svið-
holti og norður bakkana«.
Jú, eg fylgdi ráðum hans, reið upp að
Sviðholti, norður bakkana, og komst án
frekari tafa norður á'Nesið, þangað sem eg
ætlaði; mátti sá vegur heita greiðfær og
torfærulaus, enda var hann mestallur gjör
af hestafotum, en ekki mannahöndum, nema
lítill spotti fyrir austan túngarðinn i Há-
holti; a houum sa eg manuaverk, enda var
hann litt fær. En eg var nú hættur að
kippa mér upp við smámuni. En ekki
langaði mig þó til að fara þennan veg aft-
ur; kom eg mér i sjóvegsferð norður yfir
Skerjafjörð, en keypti dreng til að stimp-
ast með hestinn inn i Reykjavik.
Hver veit, nema þetta lagist altsaman
einhverntima á næstu öld!
Óveitt prestakall.
Bípurprestakall í Skagfjarðarprófasts-
dæmi, metið kr. 721,79; auglýst 18. októ-
her Embættislán hvílir á prestakallinu,
tekið 189ó, upphaflega 800 kr., er afborg-
ast á 16 árum með 50 kr. árlega auk vaxta.
Skipakomur.
Seglskipið »Johanne« koni með kola-
farm til Brydesverzlunar 15. þ. m.
Kolin seldust öll á bryggjunni.
Kaupfólaga-gufuskipið »Gwent« kom,
sömuleiðis með kolafarm, 16. þ. m.
Tvær verzlanir hér í bænum fengu
samtals 275 smálestir af þeim kolurn,
en hitt flutt til Vfdalíns-útgerðarinnar
í Hafnarfirði. Skipið á að fara til
útlanda með sauðfjárfarm frá Stokks-
eyrar-kaupfélaginu.
Gufuskipið »Moss« kom til Brydes-
esverzlunar í gær hlaðið salti.
Kolaekla
eru menn mjög hræddir um að ætli
að verða hér aftur í vetur. Mjög lít-
ið til af kolum í bænum sem stendur
og skippundið selt á 5 kr.
Svo virðist sem kaupmenn séu enn
ekki búnir að átta sig á því til fulls,
hve gufuskipaferðir aukast hingað
stórkostlega og þar af leiðandi kola-
þörfin.
í nidurjöfnunarnefnd
hér í bænum voru kosnir, 16. þ. m.,
Jtiinar Finnsson vegfræðingar, Hannes
Hafliðason skipstjóri og Pálmi Pálsson
adjunkt, í stað Ólafs Ámundasonar
verzlunarstjóra, Steingr. Johnsens
kaupmanns og Jóh. heitins Hansens.
Guðsþjónusta
í dómkirkjunni á morgun kl. 5 siðdegis.
Veðnratlmganir
í Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas-
sen.
g. Hiti j rj- (á Celsius) 1 Loftvog (inilliinHt.) Veðurátt.
P* A nótt | um lul árd. síDfl. áid. síftd.
14. + 1 + 7 744 2 736.6 S h d Svhd
15. + 5 + 6 73(J.G 744 2 S h d v h d
16 1 + 5 744 2 731 5 a h h a hv d
17. 6 + 7 (36-6 736.6 Sa hv d Sh d
18. + 4 + 6 746.8 751.8 S h d S h d
19. + 3 s- 4 75* .8 736 6 o d Nv h d
20. + 1 + 2 759 5 764.2 N h h o b
Undanfarna viku oftast verið við snnn-
anátt. hægur með mikilli úrkomu; ídag(20.)
genginn til norðurs.
Yendetta.
Eftir
Archibald Clavering Gunter.
XXVIII.
Maud snarast burt eins og örskot;
hún lætur ekki dekstra sig um annað
eins.
•Hvernig datt yður alt í einu í hug
að bjóða Maud þetta?« spyr fröken
Anstruther einstaklega sakleysislega.
»Eg gerði það af því að eg vildi
hlífa yður við vaðiinum í henui«, svar-
ar Barnes hlæjandi.
»Eg er hrædd um að þetta kænsku-
bragð yðar verði yður nokkuð dýrt;
þér vitið minst um það, hver ókjör
stúlkan sú arna getur borðað, þegar
hún kemst í sætindi. En með þessu
hafið þér náð vináttu hennar og hún
er hefndargjarn og óviðfeldinn óvinur.
Nú—nú, hr. Barnes hvers vegna kom-
uð þér svo ekki í gærkveldi? Eg var
alein«.
•Alein? Er þá ekki bróðir yðar
hér ?«
»Bróðir minn hafði ekki afgangs
handa mór nema einn hálftíma. Skip-
ið hans fekk skyndilega skipun um
að halda til Gibraltar og lagði á stað
um sólarlag í gær«.
Barnes hægist um hjartaræturnar.
Nú er ráðið fram úr vandaméli hans.
Edvin Anstruther er farinn frá Nizza,
svo öllu er óhætt í þetta sinn. Með-
an hann er að hugsa um þetta, held-
ur Enid áfram :
»Eg gat ekki boðið yður að koma
í gærkveldi, af því að eg var ein ; en
eg hefði ekki firzt neitt, þó að þér
hefðuð kornið af sjálfsdáðum. Hvað
sem því líður, er lafði Chartris nú
komin, og mér skal verða ánægja að
því að þér komið, hvenær sem þór
viljið — t. d. í kvöld. jparna kemur
aðdráttasöm stúlka, þótt lítil sé!«
Síðustu orðin eiga við Maud Chartris;
hún er komin aftur að vagninum, og
með henni sendisveinn úr búðinni,
hlaðin pokum og böglum, sem fullir
eru af allskonar sælgæti.
»Eg fekk mér 8vor>a mikið«, segir
Maud »litla« Chartris, »af því að eg á
svangan bróður og jafnsvanga systur;
og eg fekk mér ekki meira af því að
þessu hættir við að skemmast við
geymsluna. f>akk’ yður fyrir í þetta
skifti, hr. Barnes frá New York!«
»Fáið þið ekki nóg að borða heima
hjá ykkur?« spyr Barnes.
»Nei, ekki af kökum og sætindum«,
svarar ungfrúin með fullan munninn,
og um leið og vagninn fer kallar hún
til hans : Mór gezt betur að yður en
»hinum« — Hvers vegna horfir þið
svona á mig?«
Spurningunni var beint til fröktn
Anstruther. Og Barnes varð eftir og
gat ekki annað en farið að brjóta
heilanu um, hver þessi »hÍDU« gæti
verið.
HaDn gengur nokkur skref en staldr-
ar við aftur, án þess að vita af því.
»Hver getur þessi »hinn« verið og
hvaða grikk hefir Maud gert honum?
Hafi hún gert honum svo rækilegan
gnkk að hann komi aldrei aftur, skal
eg troða hana út með sætindum í
annað skifti«.
Nú borgar hann sætabrauðssalanum
og getur ekki að sér gert að fara að
hugsa um, að einhver fátæklingurinn
hefði áreiðanlega getað lifað langan
tíma fyrir þá upphæð.
f>egar hann kemur héim á hótellið,
finnur hann þar ofurlítinn miða með
hendi Enidar Anstruther.
•Fimtudag.
Bezti hr. Barnes !
Lafði Chartns er nú komin, og eg
bið yður að koma og finna okkur, svo
eg geti fengið tækifæri til að þakka
yður enn einu sinni. Yið verðum
heima eftir kl. 8 í kvöld.
Enid A. Anstruther
Hotel des Anglais
jpjónn hans er nú kominn og eins
farangur hans frá París, svo hann gat
nú farið í spanfötin. Eftír miðdegis-
verðinn leitaði hann sér andagiftar í
reyknum frá Havana-vÍDdlum og
tvent var, sem hann staðréð þá. Ann-
að var það að ympra ekki með einu
orði við fröken Anstruther á þeim
grun sínum, að bróðir hennar hefði
háð hólmgöngu og orðið mannsbani
þar; »bezt er, að hún fái aldrei vit-
neskju um það«, hugsaði hann með
sér. Hitt var það að fá fulla vissu
utr, hvort Edvin Gerard Anstruther
hafi verið enski foringinnn, sem barð-
ist um morguninn við Antóníó Paoli
á Korsíku. Hann hugði, að það
hlyti að vera hægðarleikur að fá að
vita vissu sína um það atriði, með
því að líta í ljósmyndabók Enidar.
Hverveit, nema hann kynni þá að fá
að sjá myndina af »hinum«. Svo
spratt hann upp skyndilega við þá
voðahugsuu, að þessi »hinn« kynni nú
að vera í Nizza ! — Barnes kom inn
í lítið herbergi, þegar hann fór að
heimsækja fröken Anstruther ; glugg-
arnir á annari hliðinni vissu út að
Miðjarðarhafinu en á hinni út að