Ísafold - 22.11.1902, Síða 3

Ísafold - 22.11.1902, Síða 3
291 Amtmaður hefir nú lagt drög fyrir, að fá vestan verðskrá og myndir af þessum sláttuvélum. »IIt er að gera úr engu tal«. Ilt er að gera úr engu t»l. og yrðast fyvir ríkisdal. Dalixr þar og dalar hér. .Herre Gnd og Fader bær«. Eiriknr á Syðribrú hefði átt að læra þessa högu, áður en hann setti saman hina auvirðilegu ritsmið sina, sem birtist í >Þjóðólfi« 15. ág. síðastl., með fyrirsögn- inni »Oft má litið laglega fara«. Greinin hans gat þó aldrei, þótt lítil sé, orðið lag- leg; til þess er of mikið i henni af óná- kvæmni og ósannindum. Mér kemur held- ur ekki í hug að fara að hreyfa við slík- um óþokka, sem grein þessi er. Eg ætla að eins að segja krónu-sögu Eiríks rétta. Haustið 1899 voru Eir. gerðar 2 kr. í sveitarútsvar. Nokkru eftir niðurjöfnun kvartaði Halldór bróðir hans við mig und- an þessu háa útsvari og spurði mig, hvort það gæti verið rétt. Eg sagði eins og var að útsvörin kynni eg ekki utan bókar, en væri hér um ritvillu að ræða í útdrætti úr hreppshókinni, sem lá til sýnis á þing- staðnum, yrði það sjálfsagt lagað. En þetta var nú ekki svo. Eg fól þvi Jóni á Búrfelli siðar að innheimta þessar 2 kr.; en Eiríkur greiddi að eins aðra. Haustið 1900 beiddi eg um lögtak á ógoldnum sveitargjöldum frá f. á. og þar með á krónu Eiríks. Síðari hluta vetrar 1901, eg man ekki með vissu hve- nær, gerði hreppstjóri mér grein fyrir öllu því, sem taka átti lögtaki, nema krónu Eiriks. Ur lögtaki hafði ekkert orðið;all- ir greitt gjöld sín góðfúslega, þegar á átti að herða. Mér kom þvi ekki annað i hug en að hreppstjóri hefði samið við Eirík eins og aðra, en að gjald hans væri óinnkomið, og fann, eins og á stóð, ekkert athuga- vert við það. Nú var þessarar lögtaks- krónu lengi ekki minst. I reikningi 1900—1901 færði eg hana sem skuld hjá Eiriki. Hreppstjóri var endurskoðari og hafði ekkert við það að athuga. Þegar svo þessi kr., sem eg taldi vist að hrepp- stjóri hefði gengið vel frá, eins og eg tel skyldu hans, ekki var greidd eftir nýár 190^ leyfði tg mér að ná henni með skuldajöfnuði við Halldcr bróður og hús- hónda Eiriks. Ut af þessu ritaði Eirikur mér langt bréf, sem eg áleit ckki svara vert, og gat ekki svarað fyr en hreppstjóri hafði skýrt frá, hvernig á stóð. Honum ritaði eg því og fekk það svar, að hann (hreppstj.) helði ekki tekið lögtaki, af því að f a ð i r Eiriks hefði sagt sér, að eg eg hefði lofað s é r, að sleppa kröfunni. En þetta er alveg tilhæfulaust. En eftir þetta hefir hreppstjóri að líkindum eitt- hvað farið að breyfa á ný þessu stórmáli! Því um vorið 1902 sendi hann mér þessa margnefndu krónu, þótt hann hlyti að vita, að eg hafði náð henni eins og áður er sagt. Hjá mér lá krónan lítinn tíma. Eg flutti hana sjálfur að Efribrú og veit, að Eirikur fekk hana, liklega áður en grein hans er dagsett, og sjálfsagt æði-löngu áð- ur en hún birtist i Þjóðólfi. Eiríkurhefir sjálfur borið hreppstjóra fyrir því við mig, að eg hafi heimtað lögtakið svo seint, sem Eiríkur segir. Þetta er ótrúlegt, en þeir um það, hreppstj. og Eiriki. — Ja, ja, Eirikur minn: »llt er að gera úr engu tal«. Rítað i septhr. 1902. St. Stephensen. Myndasýning. Hér á að sýna í næstu viku (sbr. augl.) töluvert íslenzkt olíumyndasafn, eftir fórarinn B. f>orláksson, sem er yfirleitt látið mjög vel af, af þeim ör- fáu mönnum, hér sem skyn bera á slíka hluti. Einna mest þykir koma til myndar af Langjökli m. m. Enn- fremur af Merkurjökli, Hafrafjalli þá (Stafholti), Heklu, þríhyrningi o. fl. Jarðbann var um hríð fyrri hluta þ. mán. norðanlands, alt austur í þingeyjar- sýslu, með mestu fannkingi. Skagafirdi 25. okt.: Veðrátta hefir í haust verið framúrskarandi stilt og þur og góð, og gæftir á sjó ágætar bæði í haust og sumar, og hafa menn aflað dável. Heyfengur varð i meðallagi fyrir á- gæta nýting og nær stöðuga þurka. Heilbrigði almenn, sem kemur sér vel, þvi að Sigurður læknir Pálsson liggur veikur á sjúkrahúsinu á Akureyri, og Magnús læknir er einnig oft svo lasinn, að menn hafa hans eigi not; er það illa farið. í pöntunarfélagið hefir verið látið mjög mikið kjöt, en engin kind hefir verið flutt lifandi út. Vöruverð í félaginu hefir verið miklu hetra en i búðum. Kighósti og fleira hefir gengið í hörn- um i Fljótum og Sléttuhlið seinni partinn í sumar og í haust, og er farinn að færast inn á Höfðaströnd, þar sem hann gengur nú. Fá börn hafa dáið. Um stjórnmál litið talað. Fjárveitingin til að flytja út kjöt í kældu rúmi mælist mjög vel fyrir. Bæjai— t.jórn Reykjavíkur kaus á fundi í fyrra dag nefnd. i málið um breyt- ing á lóðargjöldum i Reykjavik (till. Þ. Bjarnarsonar) og ef til kemur semja uppá- stungur til frumvarps til þings um það: Þórh. Bjarnarson, Guðm. Björnsson og Sighv. Bjarnason. Bæjarstjórnin afsalaði sér forkaupsrétti að 2500 ferh.álna lóð í Norðurmýrarbl. nr. 2, er eigendurnir Jes Zimsen o. fl., vilja selja, en áskildi sér rétt til lóðar- náms undir Grettisgötu, er til kemur. Yeganefnd falið að láta leggja veg frá Landakotstúninu á Kaplaskjólsveg nú þeg- ar, gegn því, að borgun verði greidd af næsta árs vegafé og vegarspottinn því tekinn á vegaáætlun næsta ár. Til veganefndar visað erindi frá Kn. Zimsen mannvirkjafræðing um að taka nú þegar undir veg suður yfir tún Guðm. Olsen, þar sem lokræsið er frá Landakots- spítala, og 8Ömul. öðru um ræsting á Lauga- húsunum og rennunum þar i kring. Þórunni Björndóttur veitt yfirsetukonu- sýslan sú, er Þorhjörg Sveinsdóttir hefir þjónað, en fengið nú lausn frá. Samþyktar þessar brunabótavirðingar. Hús Hans Hannessonar við Laufásveg 10,271 kr.; Sv. Sveinssonar trésmiðs við Bankastræti 9,234; Jóbannesar Lárussonar við Laugaveg 5,535; Jóns Jóhannssonar við Laugaveg 5,427; Kristins og Björns Jóns- sona i Ánanaustum 4,538; Þórðar Magnús- sonar (Framfarafélagshús) 4,296; Björns Gislasonar við Nýlendugötu 3,178. Sigling. Skonn. Yaldemar (S. N. Al- bertsen) til W. Fischer kom hér 16. þ. m. með saltfarm frá Englandi. Þá kom í nótt gufuskip Scandia (Peter- sen) frá Mandal með timhur og kol til B. Guðmundssonar timhursala. — E n g a r f r ét t i r. Við hádegismessu á morgun stígur i stólinn cand. theol. Bjarni Hjalteseð. Mannalát Bráðkvaddur varð 8. þ. m. Gísli bóa'di Arnbjarnarson frá Veðmúlastaðahjáleigu í Landeyjum á heimleið af Eyrarbakka. — Hafði dottið af baki og fanst þar dauður. Haldið að liðið liafi yfir hann. Skrifað er ísafold úr Skagafirði seint i okt.: Hinn 5. þ. m. (okt.) andaðist að Skriðu- landi i Kolbeinsdal annar bóndinn þar, Jóhann Sigurðsson, bróðir Jóns G. Sig- urðssonar bæjarfógetaskrifara i Reykjavik, 35 ára, efnismaður mikill. Hinn 12. þ. m. andaðist að Víðinesi i Hjaltadal bóndinn Jón Guðmundsson, 13 ára. Hann var lengi bóndi í Hörgár- dalnum (á Ásgerðarstöðum) og nú í 16 ár i Víðinesi. Hann var dugnaðarbóndi, vandaður og ráðdeildarsamur. Hinn 23. f. m. andaðist að Káifsstöðum i Hjaltadal konau þar, Margrét Þorfinns- dóttir, kona bóndans Áfna Ásgrimssonar, sem þar hefir búið allan sinn búskap. — Hún var 65 éra og mesta sómakona fyr og siðar: guðrækin og vönduð í orðum og verkum, iðjusöm og ráðdeildarsöm. Hún var sómi kvenna. Börn hennar þrjú lifa: Hólmfriður, nú forstöðukona kvennaskólans á Akureyri; Þórey ógift heima; og Árni búfr., ókvæntur heima. Skaðaveðrið í fyrri viku, föstudagskveldið 14. þ. mán., hefir valdið allmiklu tjóni víðs- vegar hér nærlendis. þrjár kirkjur hafa fokið, er til hefir spurst: í Keflavík, í Saurbæ á Kjal- arnesi og á Hvanneyri. Keflavíkurkirkja færðist spölkorn af grunni og bilaði svo, að rífa verður að sögn. Hún var ekki fullger, en miklu verið til hennar kostað, nokkr- um þúsundum. Saurbæjarkirkju tók alveg upp og sendist í loftinu nokkra faðma, út fyrir kirkjugarðsgrindur, kom þar rétt niður að miklu leyti og lítið skemd. Hvanneyrarkirkja hafði hrotnað mjög. Hlöður tvær fuku á Gelding&á í Leirársveit og mörg fjárhús. Sömuleiðis fauk hlaða og fjárhús á Stóra-Botni við Hvalfjörð. Víðar hafa hey fokið og heyhlöður, og skemdir orðið á opnum bátum, sumstaðar fokið alveg. Kaupfarið, sem sást til hér fyrir utan eyjar, var Valdemar, til W. Fischers. það kom hér inn á þriðja degi, sunnudag; hafði hrakið vestur undir Jökul, en ekkert orðið að. Mis- sögn, að mist hafi af sér báta sína báða. Hafn8Ögumennirnir báðir héðan voru í því; höfðu komist út, áður en rokið skall á. Sk iftafuiidiir í dánarbúi Sigurðar Jóhannessonar í Hvamtni verður haldinn hér á skrif- stofunni miðvikudag 17. desbr. næst- komandi á hádegi. Verður þá lögð frarn skuldaskrá og búinu væntanlega skift. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 8. nóv. 1902. SigurÓur Þórðarson. Proclama. Hér með er skorað á alla þá, er til skulda telja í dánarbúi ekkjufrúar Elín- borgar Kristjánsdóttur á Skarði, er andaðist þann 14. marz s. 1., að koma fram með skuldakröfur sínar og sanna þær fyrir lögerfingjum hinna látnu, innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birt- ingu auglýsingar þessarar. Sömuleiðis er og skorað á alla þá, er skulda dánarbúinu, að borga skuld- ir sínar innan sama tíma. Skarðstöð 11. nóv. 1902. Fyrir hönd erfingjanna * Guðiu. Jónassou. Steam trawler og Mekuttere! Som repræsentant for herrer W. A. Massey & Co., Hull, har jeg p a a u d- mærkede betingelser til- salgs: Steam trawler »Herbert Ingram* bygget af staali Glasgow 1892, klasse 100 A 1. Firmaet har videre disponible 5 fiskekuttere for salg. Gusíav O Abrahamsen, Aðalstræti 18. VOTTORÐ. Úndirskrifuð hefir um mörg ár þjáðst af taugaveiklun, höfuð- verk, svefnleysi og öðrum nær- skyldum sjúkdómum; hefi eg leitað margra lækna og notað ýms meðul, en alt árangurslaust. Loksins fór eg að reyna ekta Kína-lífs-elixír frá Valde- mar Petersen í Priðriksshöfn og varð ég þá þegar vör þess bata, að eg er sannfærð um, að þetta er hið eina lyf, sem á við þess konar sjúkleika. Mýrarhúsi 27. janúar 1902. Signý Ólafsdóttir Skarlatssóttln geisar í Dalasýslu um þessar mund- ir og hefir valdið þar nokkrum barna- dauða. Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1902 nóv. Loftvog millim. Hiti (C.) et- < 0 cx p »-í cr 8 Skjmagn| Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 15.8 739,0 1,9 ssw 2 4 22,5 -0,6 2 746,7 2,2 ssw 2 6 9 751,2 2,4 SE 1 7 Sd. 16. 8 750,1 0,7 E 1 4 U -0,1 2 753,4 1,7 ssw 1 7 9 755,7 2,4 ssw 1 8 Md. 17.8 760,2 2,0 s 1 6 3,3 0,1 2 761,4 3,7 SE 1 10 9 759,5 6,1 SE 1 10 Þd. 18.8 753,9 5,8 SE 1 9 1,9 0,9 2 755,9 8,4 SE 1 10 9 759,4 8,7 SE 1 7 Md. 19.8 760,2 7,2 SE 2 7 1,0 5,2 2 760,0 7,5 ESE 2 6 9 763,1 6,6 SE 2 10 Fd. 20.8 763,6 6,6 SE 1 9 5,6 5,5 2 763,4 6,1 SSE 2 10 9 763,8 5,7 SSE' 1 10 Fsd.21.8 759,9 3,6 ESE 2 6 4,9 2,6 2 757,3 5,5 EsE 1 9 9 755,5 5,3 E8E 1 10 Fisklþilskip nýtt, kom hér á fyrri helgi, frá Englandi, og fyrir því Indriði Gott- sveinsson skipstjóri, er keypt hafði það fyrir 13J þús. kr., til handa Sig- urði Jónssyni í Görðunum. Hann var 16 daga á leiðinni. f^“ Eins og að undanförnu, eru margs konar teikni- áhöld til sölu í afgreiðslu ísa- f'oldar. Zeolinblekið góða. í stórum og smáum byttum, aftur komið í afgreiðslu ísafoldar. Bókverzl. Isaf. Málfundafélagið. Fundur á morgun kl. 4‘/2 á samaj stað. Kn. Zimsen mannvirkjafræðingur talar um neyzluvatn í Reykjavík. 2 þilskip með allri útreiðslu, mjög vönduð, og í ágætu standi eru til sölu hjá Kristjáni Þorgrímssyni. Ofannefndur sjúklingur, sem að minni vitund er mjög heilsutæp, hefir að minní hyggju fengið þá heilsubót, sem nú er farið að brydda áhjá henni, að eÍDS með því að nota K í n a-1 í f s- elixír hr. Valdemars Petersan. Öll önnur læknishjálp og læknislyf hafa reynst árangurslaus. Reykjavík 28. janúar 1902. Lárus Pálsson prakt. læknir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án toll- álags á 1,50 (pr. fl.) glasið. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunni í grænu. lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn Kontor og Lager Nyvei 16, Kjöbenhavn. Lesið þetta fiskimenn. Undirskrif- aðnr ræður nokkra góða fiskimenn ttpp á liðleg kjör. Sinnið þessn sem fyrst pilar. Jóhannes Guðmundsson. Nr. 3, milli Langavegs og Grettisgötu.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.