Ísafold - 30.01.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.01.1904, Blaðsíða 2
inn atæði í verulegum blóma, en það er ekki því að heilsa. Og ekki er ástandið betra að því er hin ömtin snertir; alstaðar er kvartað nm fólkseklu, markaðsleysi fyrir allar afurðir landbúnaðarins og þar af leið- andi of lágt verð á þeim, langsamlega of lágt í samanburði við kostnað og fólkshald. Ofan á þetta bætist svo, að síðastliðið sumar var víðasthvar á Norður og Austurlandi eitthvert hið rnesta óþurkasumar, sem menn muna á síðustp áratugum. Afleiðingin af þessu er óeirð í mönnum og daufar vonir ef eigi algert vonleysi um fram- tíð og viðreisn landbúnaðarins. Ekki getur nú þetta heitið glæsilegt. Um sjávarútveginn ætti eg sem minst að rita; eg er honum ó- kunnugur. En svo mikla eftirtekt heti eg veitt því, sem um hann stend- ur í hlöðunum, auk þess sem eg hefi lácið sjómenn segja mér, að eg þykist mega fullyrða, að þar eru horfurnar heldur ekki sem ákjósanlegastar. f>il skipaútvegur er aðallega við Faxaflóa, ísat'jörð og Eyjafjörð. Við Faxaflóa virði8t hann vera í talsverðri afturför, þrátt fyrir góðan afla hjá mörgum; hann er orðinn þar fram úr,hófi dýr. Á hinum tveimur stöðunum gefst hann betur, er þar líka að sjálfsögðu miklum mun ódýrari. Afli á opna báta er mjög misjafn og hefir nær al- gerlega brugðist við Eyjafjörð og á Austfjörðum um undanfarin misseri. Er þvi kominn í menn mesti Ameriku- hugur í þeim hóruðum og víðar og ekki að vita hve mörg hundruð vinn- andi höndum það kann að svifta landið. f>á bætist og hér við enn botnvörpungaófögnuðurinn, sem mjög miklar kvartanir eru undan og gerir menn víða deiga við þenna atvinnu- veg. — f>að er að eins hið háa verð á fiskinum, sem heldur sjávarútvegin- um uppi; lækki það, þá er alt í voða. Á fjárhaginn þarf ekki að minn- ast. f>að er kunnugra en frá þurfi að segja, hvernig síðasta alþingi skildi við hann. f>að ætlaðist til að í lok þessa fjárhagstímabils yrði 400,000 kr. minna f sjóði en ekki neitt og bætist þó þar við hict og annað, gaddavír ef til vill o. fl. Við böfum hingað til verið að hrósa okkur af því, að við legðum upp fé árlega; nú er ekki lengur því að heilsa, nú á að fara að safna skuldum og lifa á lán- um. Ekki bætir það úr skák. Vexti þarf að borga af lánunum og höfuð- atólinn með tímanum en til hvors- tveggja þarf fé, hvaðan á það að koma? Núverandi tekjur landssjóðs hrökkva ekki til þess, því kröfurnar (gjöldin) fara hækkandi en ekki lækk- andi. Hér virðist því enginn annar vegur opinn en að auka tekjur lands sjóðs með nýjura sköttum eða tollum, og hvar lenda þeir? Auðvitað á gjald- endunum og engum öðrum, hvort sem skattarnir verða beinir eða óbeinir. Svona eru nú horfurnar frá mér að sjá. Annars vegar er nýja stjórnin með allan kostnaðinn, sem henni fylgir, hins vegar þjóðin, sem á að bera uppi kostnaðinn með atvinnuvegum sínum. Mór virðist, satt að segja, nýja stjórnin okkar alt annað en öfunds- verð. f>jóðin væntir sér af henni mikils góðs, mikilla framfara, sem standi í róttu hlutfalli við aukinn kostnað. Og svo skyldi eitthvert fyrsta verk hinnar nýju stjórnar á þingi verða það, að leggja nýja skatta eða tolla á þjóðina. f>etta virðist alveg óhjákvæmilegt, eins og nú er komið fjárhag landsins og eg segi heldur ekki að við eigum að mögla á móti þvf; en hitt segi eg, að eigi þetta að verða samfarastjórnarbreytingunni, þá ætlast þjóðin að sjálfsögðu tilþess, að stjórnin bæti henni upp nyjar álög- ur með nýjum framkvæmdum, rögg- semi, ósérplægni og réttvísi. Margt fleira mætti um þetta segja, en eg læt hér staðar numið að sinni. Bitað á nýársdag 1904. Búandi. Hjúkrunaríélag R.vikur hélt fyrsta ársfund sinn í ISnaðar- mannahúsinu aS kveldi hins 25. þ. m. FormaSur félagsins, sóra Jón Helgason, prestaskólakennari, sk/rði frá aðgjörS- um félagsins á því hálfa ári, sem liSið er síðan félagið tók til starfa (1. júlí næstliðið ár). Tölu félagsmanna kvað hann vera alls 140 og hefðu þeir sjálf- ir ákveðið árstillög sín, en þau væru minst 2 kr. en mest 10 kr. Tekjur félagsins á liðna áritiu hefðu verið alls 581,42 kr. (aðallega árstillög fólags- manna), en útgjöld 310,10 kr. svo að félagið ætti nú við ársbyrjun í sjóði alls 271,32 kr. Hjúkrunarkona fólags- ins hafði á þessu misseri stundað sjúka á 10 heimilum alls, í samtals 152 daga (mest 35 daga á sama heimilinu) og á 4 þessara heimila jafnframt unnið öll heimilisverk. Beiöni um að fá hjúkr- unarkonu hefði, þrátt fyrir allgott heilsu- far hér í bænum á þessu misseri, hvað eftir annað ekki orðið tekin til greina, þótt bryn þörf hefði legiö fyrir, svo að heita mætti, að þegar væri reynsla fyr- ir því fengin, að ekki veitti af annari hjúkunarkonu 1 viðbót og það helzt mjög bráðlega. Formaður leitaði fyrir hönd félagssjórnarinnar álits fundar- manna um hvað gjöra skyldi í þessu máli, og var það samhuga álit þeirra, a,ð félagið yrði að reyna að auka starfs- kraft sinn með því að bæta við sig annari hjúkrunarkonu. En til þess að ráða fram úr þeim kostnaðarauka fyrir félagið, sem það hefði í för með sór, var stjórninni gefin heimild til að gang- ast fyrir tombóluhaldi — sem flestir þó töldu neyðarúrræði, — ef ekki sæ- ist nein leiö önnur til að auka tekjur fólagsins. — Stjórn fólagsins (þeir síra Jón Helgason formaður, bankabókari Sighv. Bjarnason ritari og cand. jur. Hannes Thorsteinsson gjaldkeri) var endurkosin, sömuleiðis endurskoðunar- menn (þeir kaupm. B. H. Bjarnason og bankagjaldkeri Halldór Jónsson). Að lokum flutti héraðslæknir Guðm. Björns- son mjög fróðlega tölu um t a u g a- veikina og varnir gegn h e n n i. Ný lög staðfest. Konungur hefir 27. nóvbr. síðastl. staðfest þessi lög frá síðasta alþingi: 1. Um eftirlit með mannflutningum til útlanda. 2. Um friðun fugla. ,3. Um þingsköp til bráðabirgða fyr- ir alþingi. 4. Um að stjórninni veitist heimild til að makaskifta þjóðjörðinni Norður- Hvammi í Hvammshreppi fyrir prests- setursjörðina Fell í Dyrhólahreppi. 5. Um heimild til að kaupa lönd til skógarfriðunar og skógargræðslu. 6. —12. Um löggilding verzlunar- staða: Við Selvík í Skagafjarðarsýslu, við Kálfshamarsvík í Húnavatnssýslu, í Bolungarvík í ísafjarðarsýslu, á Greni- vík við Eyjafjörð, á Okrum í Mýrasýslu, við Heiði á Langanesi og á Ospakseyri í Strandasýslu. Þá hefir enn fremur Friðrik konungsefni 19. desbr., í fjar- vist konungs, staðfest: 13. Lög um túngirðingar. 14. Lög um fólksinnflutninga til íslands og 15. Lög um heimild til lántöku fyr- ir landssjóð. Kleniens Jónsson, bæjarfógeti á Akureyri, kom hingað til bæjarins sunnudagskvöldið 24. þ. m. til þess að taka við landritaraembætt- inu nýja 1. febrúar. Vendsys-sel, skipstjóri Jacobæus, hafnaði sig hór í gærmorgun, eftir 14 daga ferð frá Khöfn, og kom þó hvergi við á leiðinni nema í Leith. Hafði fengið versta veð- ur alla leið. Með skipinu kom að eins einn farþegi: bankastjóri íslands banka, hr. Emil Schou. Detta þá væntanlega niður sögurnar, sem verið var að t^ra út um bæinn undanfarna daga, að mjög mundi það hæpið, að bankinn tæki nokkurn tíma til starfa. Látinn er 20. f. m. merkisbónd- inn Ingimundur dantiebrogsmaður Eiríkssoti á Rofabæ í Meðallandi, 7 5 ára að aldri. Kona hans Ragn- hildur Þorsteinsdóttir, and- aöist 18 dögum fyr (2. des.) 73 ára gömul. — Vestmanneyjum 14. janúar. í nóvember var mestnr hiti 6. 9,6°, minstnr aðfaranótt 27.-F-9, 8°. í desember var mestar hiti 25. 8,5°, minstur aðfaranótt 1. -5- 7,7°. Úrkoma var i nóvember 137, í desember 186 millimetrar. Eftir 20. nóvber gerði snarpt kuldakast, sem hélst mánuð- inn út; var veörátta kalBasöm til miðs des- ember, en úr þvi hlýindi með 5 — 8° dags- bita og feikna úrkomu til ársloka. Aflabrögð af sjó hafa engin verið, enda örsjaldan á sjó farandi sakir storma og brima. Botnvörpungar hafa verið hér í allan vetur að draga vörpur sinar oft í landhelgi milli lands og eyja, og siðan fyrir jói hafa þeir oftast verið 4—6 á þeim slóð- um, hafa þeir hér eflaust góðan afla, enda sáu menn, er fóru héðan á bát 10. þ. mán. til að taka númer af nokkrum þeirra, að einn þeirra hafði talsvert af þorski og löngu i vcrpu sinni; og einn, sem kom hingað með veik- anmann8.þ.mán.,sagðinægan fisk. Það eral- menn skoðun nér,að lögbrotsmenn þessirgeri talsverðan skaða á miðunum hér fyrir inn- an Eyjar, enda fekst þar ekki eða varla bein úr sjó í sumar leið, en áður hefir þar verið fiskisælt. Illkynjuð kvefsótt með lungnabólgu byrjaði hér i nóvember, var megnust og skæðust í desember, en er nú i rénun. Úr sóttinni hafa dáið alls 7 manneskjur, voru flestar þeirra brjóstveikar og heilsubilaðar ásjötugs og áttræðis aldri. Kirkjan hér var vígð á 4. sd. i jólaföstu; hafði þá ekki verið messað hér í nær 7 mánuði; hefir kirkjan nú fengið stórkost- lega búningsbót, og er nú veglegt guðshús, mun líka vera i nokkuð mikilli skuld, þrátt fyrir 6500 kr. tillagið úr landssjóði, en hún reyndist miklu hrörlegri og fúnari en nokkurn gat grunað; svo var bygð ný for- kirkja, sem var nanðsynlegt, þar sem hús- ið stendur á veðurnæmu bersvæði. Eftir nýár var hætt að selja áfengi, en hvort það verður nema um stundarsakir er undir þvi komið, hvað etazráð Bryde skrifar verzlunarstjóra sinum um það efni nú með Laaru, en búinn var hann að lofa að hætta hér vinsölu, ef Eyrarbakka og Stokkseyrarmenn hættu henni, og víst mun bæði verzlunarstjóri hans helzt kjósa og allir betri menn hér óska þess, að slegið sé nú botni í vínsöluna. Víndrykkja hefir verið hér iangt of mikil siðustu árin; mun ekki hægt að neita því, að óhófleg vinnautn hafi átt mikinn þátt i sumum dauðsföllum hér á umliðnu ári; það er sem sé alkunn- ugt meðal lækna, að engum er hættara við lungabólgu en ofdrykkjumönnum, og engir afbera hana síður en þeir. — Það er ekki hættulaust að vera drykkjumaður; þeir stytta oft á margan hátt líf sitt að drjúg- um mun. Þ. J. Bandarikjamenn gefa árlega 5milj- ónir dollara til heiðingjatrúboðs, 12 miljón- ir dollara til heimatrúboðs, 125 miljónir dollara til kirkna og presta, 250 miljónir dollara fyrir föt, 450 miljónir dollara fyrir skart og gimsteina, 600 miljónir dollara fyr- ir tóbak, 1200 miljónir dollara fyrir áfenga drykki. Skilmagn Perfect-skilviiulunnnr. I seinasta blaði »ísafoldar« er grein með fyrirsögninni: »miður góðgjörn . aug- iýsingo, undirskrifuð af Burmeister & Wain í Kbh., en sem eftir stílsmáta og efni að dæma mun vera skifað af umboðs- manni »Perfect«, hr. kaupmanni Jakob Gunnlaugssyni. Höf. byrjar með að kalla það »gripið úr lausu loftic, að »Perfect« skilji eftir í undanrennuni 0,23‘'/0 feiti, en viðurkennir þó strax á eftir, að það sé samkværnt opin- berum skiltilraunum, sem gjörðar voru á verkfærarannsóknarstöðinni á kgl. sænska landbúnaðarháskólanum á Alnarp árið 1900. Því næst tekur höf. að sér það vanþakk- láta verk að sanna, að á Alnarp skiltil- raunuuum sé ekke.it að byggja, af því að- þar hafi »alt verið útbúið til þess að »Perfect« skilvindan næði svo lélegum á- rangri, sem unt var«, og auk þess hafi »menn prófað vélina með rjómaprósentum, sem aldrei koma fyrir í daglegri brúkun«! Svona mikil er þá sanngirnin hjá böf., og þekkingin eða sannleiksástin að sama skapi! 1 Til þess að gefa mönnum nokkra hug- mynd um hvers konar tiiraunir það erur sem höf. fer svo vel völdum og vingjarn- legum orðum um, vil eg geta þess, að rík- isþingið sænska veitir árlega allmikið fé til Alnarp-háskólans, til þess að gjöra til- raunir með ný búnaðarverkfæri og búnað- aráhöld. Til að framkvæma þessar tilraun- ir eru valdir visindamenn og fagmenn, sem, eins og gefur að skilja, hafa ekkert annað fyrir augum en að komast að réttri niðurstöðu um gæði verkfæris þess eða áhalds, sem í hvert skifti er um að ræða. Allir, sem vilja, hafa aðgang að þessum prófunum, og þar á meðal fulltrú- ar fá verksmiðjum þeim, sem búið hafa til áhöld þau, sem prófuð eru. Að loknum rannsóknunum er birt opinberlega, hvaða aðferðir hafi verið notaðar við prófun hinna ýmsu verkfæra, og að hvaða niður- stöðu prófnefndin eða prófnefndirnar hafi kornist. \ Við tilraun þá, er hér er um að ræða, var »Perfect« reynd opinberlega i fyrsta sinni. Sem meðaltal af 10 tilraunum — með 40 pottum mjólkur í hvert sinn —, skildi hún eftir 0,23°/'0 feiti í undanrenn- unni samkvæmt efnafræðisrannsóknum — Gottliebs-aðferð. í sama sinn var »Alfa Colibri« reynd — auðvitað á sama hátt og »Perfect« — og var niðurstaðan svipuð og við eldri opinberar tilraunir. Eg vona að það, sem þegar er sagt, nægi til að sýna lesendunum, hvað blygð- unarlausar og heimskulegar hinar áður- nefndu aðdróttanir hjá höf. um skiltilraun- ina á Alnarp eru. Til frekari sönnunar skal eg þó geta þess, að »Perfect« var aftur reynd opinberlega í byrjun ársins 1903 á þýzku mjólknrstofnuninni i Poskau (smb. Milch. Zeitung 7/» 1903 og Nordisk Mejeri Tidende nr. 8 sama ár). Sem með- altal af 3 tilraunum með nokkuð mismun- andi heitri mjólk, og vanalegu hlntfalli milli rjóma og undanrennu, skildi »Per- fect« eftir við þessar tilraunir 0,24°/0 feiti í undanrennunni samkvæmt efnafræðis- rannsóknum. Við aðra tilraun með 33 stiga heita mjóik og hærri rjómaprcsentu (1:5,2) skildi hún eftir 0,20"/o feiti. Því er þannig með visindalegum rann- sóknum slegið föstu, að »Perfect« í sinni núverandi mynd skilur ekki betur en svo, að 0,23°/0 feiti verður eftir í undanrenn- unni, ef mjólkin er skilin við alment hita- stig og vanalegt hlutfall er haft millum rjóma og undanrennu. Að þvi er snertir hinar mörgu «prfvat« rannsóknir og sannanir, sem höf. er að vitna til, þá er ekki mikið um þær að segja. Allir, sem kunnugir eru í útlöndum, vita, að það er auðvelt að fá Pétur og Pál til þess að gefa þau og þau vottorð, ef vel er borgað fyrir það. Til þess þé að sýna með dæmi hvað mikið er á þess- um rannsóknum að byggja, vil eg minna á, að höf. segir að við skiltilraun, sem gjörð hafi verið á búnaðarskólannm á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.