Ísafold - 28.05.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.05.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eÖa tvisv. i viku. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l'/a doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin viO úramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslustofa blaösins er Austurstrœti 8. XXXI. ár^. Reykjavík langardaginn 28. maí 1904 34. blað. Júiáyfaz/ó jHaAýaÁMb I. 0. 0. F. 866109 ÍÍL Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið mánud., mvd. og ld. 11-12. Frilœkning á gamla spitalanum (lækna- -skólanum) á þriðjndögum og föstudögum kl. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveidi kl. 8*/j siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- •endur kl. 10'/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag fcl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisí Pósthússtræti 14b l. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. SufuG. fffioyfy'avifi fer til Keflavíkur 1., 6. og 16. júní; en upp í Borgarnes 3., 10., 13. og 24. júní. Hvað orðið heflr að sök. Bkkert orðið að sök, enginn skap- aður hlutur, segja ráðgjafa-máltólin. Hann hefir staðið sig eins og hetja, háloflegur húsbóndinn,—hugprúð hetja, djarfmæltur þingræðistalsmaður, ein- arður stjórnmálagarpur, sannfæringar- fastur þjóðvinur. þeir sem annað aegja, eru lögstirfnir eintrjáningar, óstjórnarmenn, fyrirlitleg flón. Æpum að þeim! æpum að þeim! f>að er ráðið. Konurjgur hefir hið æ'ðsta vald yfir ö 11 u m hinum sérstaklegu málefnum Islands .... og lætur ráðherra ís- lands [ráðgjafann fyrir ísland] fram- kvæma það. — Svo stendur í stjórn- arskránni, bæði hinni gömlu og hinni endurskoðuðu. En er ekki ráðherraskipun einhver helzta framkvæmd »hins æðsta valds yfir öllum hinum sérstaklegu málefn- um íslands?« Er þá rétt, er þá löglegt og stjórn- skipulega rétt, að það vald framkvæmi einn hinna dönsku ráðgjafa, maður, sem er ætlað að gegna eingöngu dönsk- um stjórnarstörfum og bera ábyrgð fyrir dönsku löggjafarþingi og sam- kvæmt dönskum stjórnarlögum, en ber alls enga ábyrgð fyrir alþingi né eftir neinum íslenzkum lögum, hvorki stjórn- arskrá né öðrum? Jú, það er alveg rétt, segja stjórn- ar-málgögnin. það gera almennu málin. En þá er þeim gert viðvart um, að al- mennu málin liggi alveg fyrir utan sérstjórn Islands. Nú, jæja þá. jpað getur verið, að það séu ekki almennu málin, segja þau. En það er þá ekki nema f o r m, Bem er hégómi (humbug) að fást um. Hégómi að fást um, hvort framfylgt er áminstum stjórnarskrárfyrirmælum eða ekki? Stendur á sama, hvort þau eru haldin eða brotin? Nú, jæja þá, svara þau næst. |>að getur verið, að það sé meira en form. En það er t í z k a , föst regla í Dan- mörku, að hafa það svona, að láta eínn tiltekinn ráðgjafa, forsætisráð- herrann, sem kallaður er, skrifa undir með konungi skipun hinna ráðgjafanna allra. Er sú tízka ríkari og rétthærri en skýlaus lög, helgari en landsréttindi íslands, er allir þykjast bera fyrir brjósti og vilja sízt láta nærri koma? Nei, annars,—er næsta svarið. það er ekki tízkan, sem þessu veldur, held- ur hitt, að af því að uríkisráðið er stofnað fyrir alt Danaveldi«, þá er það gott og gilt, sem gert er af með- limum þess íslandi viðkomandi líka, sérstaklega það sem æðsti ráðgjafinn gerir. En nú fela upphaflega tilvitnuð fyr- irmæli stjórnarskrárinnar í sér greini- legt nei við því, að nokkur ráðstöfun konungs eða fyrirskipun geti gilt fyrir ísland utan þess sviðs, sem almennu málin taka til, öðru vísi en að íslands- ráðgjafinn skrifi undir hana með hon- um. Hvernig geta þá slíkar ráðstaf- anir verið einnig gildar, ef aðrit- ráð- gjafar skrifa undir þær? Já; en hvað sem því líður, þá er það bein embættisskylda for- sætisráðherrans danska, að skrifa und- ir skipun allra ráðgjafanna, jafnt hins íslenzka sem hinna. — þetta er næsta svar innlimunar-máltólaDna, sem nú er farið að kalla þau, stjórnarmálgögnin hérna. Hvar mundi sú embættisskylda standa skrifuð eða prentuð? þó ekki í stjórnarskránni íslenzku? Nei. Eða þá í grundvallarlögunum dönsku (sem gilda raunar alls ekki fyrir ís- land) ? Nei. Eða þá í e i n h v e r j u m lögum öðrum, dönskum eða íslenzkum? Nei, hvergi nokkursstaðar í nokkur- um lögum. En hvar þá? Hvergi, — nema í munni talsmanna stjórnarinnar, sem hafa það hlutverk, að róma hennar dýrð og kalla það alt rétt og lofsamlegt, sem hún segir eða gerir, hvort sem rétt er eða rangt, viturlegt eða heimskulegt. Hver eru svo úrræðin, þegar varn- argögnin eru öll orðin að reyk? |>á er sendur agent kringum land með óþrjótandi birgðir af einu varn- arskjalinu, því um að forsætisráðherr- ann sé ráðherra alls Danaveldis, und- irskrifað af ómerking (»Skafti lögmað- ur«) og agentinn látinn s e g j a fólk- inu einBlega, um leið og hann miðlar því meira en hafa vill, að höfundur- inn sé einhver landsins »fínasti« laga- maður! Hann er nefnilega svo »fínn«, að hann má ekki koma fyrir almenn- ings 8jónir nema í dulargervi. Eða þá, að lagavitið er svo smágert (fínt), að ekkert má við það koma, heldur en híalín. þegar vonlaust er orðið um að geta sannfært fólkið, þá er að reyna að gera því sjónhverfingar, fá það til að hlaupa eftir einhverjum hugarburði og uppspuna. Sami maður hefir langlengst allra hérlendra manna og langmest fengist við mann-flutninga af landi burt. f>að kemur mætavel heim, að hann hlynni einnig að vald-flutningi út úr landinu, að grímuklæddri innlimunar- stefnu. Með hálfum huga gengu margir þing- menn að stjórnbótarfrumvarpinu, þeg- ar búið var að skjóta inn í það ríkis- ráðssetu-boðorðinu. f>að var fyrir þeim raunar beinn fyrirvari, að Islandsráð- gjafinn einn færi með sérmál vor eins fyrir því, þótt honum væri skipað að sitja í ríkisráðinu. þeir hafa þegar lýst því yfir nokkrir, að þeir mundu alls ekki hafa greitt því atkvæði, ef þeir hefðu vitað þetta fyrir, að brugðist yrði svo því trausti þeirra, sem nú er fram komið. |>að er kunnugt, að ráðgjafinn, sem nú er, gaf þinginu mjög undir fótinn með þennan fyrirvara. Og ekki drógu hans nánustn fylgifiskar af sér um það mál. En nú — nú er svo að heyra, sem þeim líki mætavel, að svona fór um efndirnar. Mæltu þeir þá af óheilum hug í sumar? Eða er valdahnossin s v o mikils- verð í þeirra augum^að^nú liggi þeim í léttu rúmi öll sú landsréttindavernd, er fólginn lá í áminstum fyrirvara, ef hans hefði gætt verið? Gaddavírslögin skrifar mjög merkur maður einn í Árnessýslu nýlega ísafold, að alls 1 bóndi þar í sýslu muni hugsa til að nota. þessu líkt heyrist úr mörgum hér- uðum. Mótmælin gegn þeim streyma enn að hvaðanæfa. Undantekningar örfá- ar, þar sem tekið er í hinn strenginn og látið vel af þeim eða þá ekki m j ö g illa. Sigling. Þrjú kaupför komu hingað í gær, seglskip: Minna (71, H. A. Brahms) frá Hamborg með ymsar vörur til kaupm. B. Kristjúnssonar. Avance (113, Rasmus- sen) með timburfarm frá Halmstad til Brydes-verzlunar. Johanne (208, H. A. Hansen) frá Halmstad með timburfarm til félagsins Völunds. Útrýming ijárkláðans. Fjárkláðalækningamaðurinn norski, hr. O. Myklestad, sem unnið hefir und- anfarin missiri af mikilli atorku að útrýming fjárkláðans í norður- og aust- uramtinu og orðið furðuvel ágengt, er nú hingað kominn til þess að kynna sér nokkuð ástandið hér syðra og dvelst hér í bænum um þessar mundir. Hann fór á suðurleiðinni um Bæjar- hrepp í Strandasýslu, Dalasýslu sunn- anverða, uppsveitir Mýrasýslu og Borg- arfjörð. Að eins á 1 bæ á að hafa fundist kláðavottur í haust í Bæjarhreppi (Hrútaf.), fyrir utan í 9 kindum í út- flutningsfé á Borðeyri, er var 2500 alls úr nálægum héruðum. En í vetur hafði komið þar upp kláði á 8 bæjum, í fám kindum á bæ, nema einum, Prestbakka; þar hafði sýkst 21 kind af 90 fjár alls. Svo skýrir oddviti frá. Hr. Myklestad hafði samkomu að Bæ í Hrútafirði 30. apríl, til að veita þeim hreppsbúum, er þar komu, til- sögn í kláðalækningum, flutti þar fyr- irlestur og hafði við kláðakind — þar af bænum — til þess að kenna mönn- um að finna kláðamaur. Um hinn mikla kláða á Prestbakka er kent því, að útsteypt lamb sunnan úr Dölum hafði verið hýst þar í haust óvart með heimafénu. Suður í leið um Dalina gisti hr. Myklestad að sýslumanns, sem er bú- forkur allmikill og áhugamaður um búnaðarmál. Hann var mjög áfram um, að hr. Myklestad kendi Bér að þekkja kláðamaur, og vildi ferðast með honum suður yfir Bröttubrekku í því skyni. En þess þurfti ekki við. þar fundust, er leitað var, nógar kláðakÍDd- ur á bænum, Sauðafelli, til fullnaðar- náms í þeirri list. »Og ósköp lítið um hann hér; kind og kind«. þetta segir hr. M. sé vaua- svar víðast' þar, sem spurt er um kláða; og er það ærin sönnun þess, að sótt- kveikjan er fullmögnuð og hættan nóg, ef ekki er í skorist með fullu fylgi og atorku. Tvær ferðir hefír hr. Myklestad far- ið í haust og í vetur austur um land, hina fyrri upp úr réttum, til Eskifjarð- ar lengst, til lækningaráðstafana í austuramtinu, með því að þá var þang- að komið á allar hafnir og upp um sveitir víðast það, er til þess þurfti, tóbaksblöð og katlar, pantað frá Nor- egi eftir hans ráðstöfun. Hann flutti fyrirlestra á Eskiíirði og Eiðum, kendi mönnum víða að þekkja maur og að lækna hann með böðum, gerði lækn- ingaráðstafanir á heimleiðinni um |>ing- eyjarsýslu alla, og því næst Eyjafjörð og Skagafjörð vestur að Héraðsvötn- um, setti þar til kjörna aðstoðarmenn sína til framkvæmda fyrirskipunum sínum, ýmist einn í hreppi eða nokkra hreppa saman. |>á fréttir hann í Skagafirðinum, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.