Ísafold - 28.05.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.05.1904, Blaðsíða 2
134 aðstoðarmaður sá, er hann hafði sett fyrir sig að sjá um kláðalækningar í Múlasýslum, Davíð Jónsson frá Kroppi, væri hættur við alt saman þar, og var það þó einmitt hann, er fundið hafði þar lifandi kláða í flestum hreppun- um, ýmiat í fyrra vor eða í haust. Hann sá því, að ekki mundi annað stoða en að skerast sjálfur í leik af nýju, lagði af stað aftur viku fyrir jól með ráði amtmanns austur í Vopna- fjörð, og létti eigi sinni ferð fyr en suður á Djúpavog eða Búlandsnesi. Hann sagði fyrir um eða framkvæmdi rækilegar baðanirýmist sjálfur eða lét aðstoðarmenn sína gera það um allar Múlasýslur, og sætti hvergi mótspyrnu. Frá Djúpavog sendi hann aðstoðar- menn sína 2 vestur um Austur-Skafta- fellssýslu að sjá um baðanir þar alt að Breiðamerkursandi. f>að vitnaðist þá, að Skaftfellingar höfðu ekki nálg- ast áhöld og baðlyf í haust frá Djúpa- vogi. Nú var þó gengið í það og bað- anir framkvæmdar. Hr. Myklestad annaðist sjálfur bað- anir f Geithellnahreppi, Berufirði og Breiðdal, síðari hluta janúarmánaðar. Einu sinni var hann nærri orðinn úti. f>að var á Breiðdalsheiðí. Hann var samferða póstinum. f>eir viltust þar í náttmyrkri og mesta hrakviðri, stórviðri og bleytukafaldi. Hesturinn einn hrapaði niður fyrir hamar, en lenti í skafli og náðist óskemdur aft- ur. f>eir komust seint um nótt nið- ur að efsta bæí Skriðdal, Vatnsskógi. miklu nær dauða en lífi. Hann hælir póstinum, Jóni Gíslasyni, bæði fyrir þrek og vaskleik, og eigi síður hitt, hve mjög hann hafi látið sér ant um, að póstfiutningurinn vöknaði ekki eða skemdist. Hann fór úr voskufli sín- um og breiddi yfir pósttöskurnar. Var altaf að tala um, hverja ábyrgð hann hefði á því, að póstflutningurinn skemd ist ekki. Hann vatt á sér skyrtuna, er þeir komu til bæjar. f>að var því að þakka, að hr. Mykle- stad hafði á sér kompás, að þeir fé- lagar viltust ekki meir en þeir gerðu og lentu ekki í ófærugljúfri eða gili, þar sem þeir hefðu eflaust orðið til. Ferðalag þetta ber vott um fádæma- kjark og þrek í jafngömlum manni, sem hr. M., kominn töluvert á sjö- tugsaldur. Frost var á heiðinni full 12 stig og klepraði þá alla. En síðan sletti í blota með stórrigningu. f>á urðu þeir gagndrepa. Verst var að koma hestunum áfram, í megnustu ó- færð. Eftir þessu á alt fé að hafa verið baðað í haust og í vetur rækilegu maurdrápsbaði frá Breiðamerkursandi að Héraðsvötnum, um 220,000. Komnar voru til amtmanns á Ak- ureyri, þegar hr. M. fór þaðan seint í f. mán., skýrslur frá síðari vetrarskoð- un á þessu svæði um helming þessa fjár hérumbil, og þá orðið kláða vart að eins í 1 kind á 1 bæ, í Eyjafirði. f>ar var baðað þegar alt fé á bænum. Nú stendur til í haust, að láta fram fara sams konar lækningabaðanir í hinum landsfjórðungunum eða það sem eftir er af landinu, undir stjórn og um- sjón hr. Myklestad, í von um, að þar með verði gengið milli bols og höfuðs á vogesti þeim. f>að er margreynt, að nauðalítið er að marka kláðaembættisskýrslur þær, sem hér er verið að semja á haustin. f>að mun vera meðal annars venja víða, að geta alls ekki um kláðakind- ur þær, er slátrað er á haustin, held- ur að eins það, sem sett er á vetur. Engan kláða segja skýrslur hafa verið í haust í Árnessýslu, utan »ein- hver óþrif« í 1 kind í Selvogshreppi. Nú er kunnugt orðið um allmikinn kiáða þar í 3 upphreppunum að minsta kosti. Hafði frézt hingað nýlega um 3 bæi í Tungunum. Hr. Myklestad sendi þangað austur fylgdarmann sinn hingað, Sigurð Jónsson frá Hrappstöð- í Kinn, sem er einn af aðstoðarmönn- um hans nyrðra og stóð í haust fyrir lækningum í Norður-fúngeyjarsýslu allri og Skeggjastaðahreppi. Sigurður fann lifandi maur í kind eða kindum á 2 þessara bæja, en dauðan á 3. bæn- um; þar hafði verið læknað. Og kunn- ugir sögðu þá, að kláði mundi vera þar líklega á 3. hverjum bæ í þeirri sveit, Tungunum. En í Hrunamanna- hreppi var kunnugt um kláða á 5 bæj- um, og fullyrt, að töluvert mundi vera um hann í Grímsnesi. Hina hrepp- ana vita menn ekkert um. Brot úr umboðsstjórnarsögu lands- ins á öndverðri 20. öld. 1. Valdsmaður sér um almennings mannvirki eitt. Hann telur í kostnað- arreikningi sínum eitt efnið í það að minsta kosti miklu dýrara en var. Hann fóðrar það eitthvað með sögu- sögn um þann eða þann aukakostnað. f>að reynist hugarburður einn eða tóm- ur tilbúningur. 2. Hann telur ennfremur áminst efni töluvert meira en var, meira en hann varði til mannvirkisins. 3. Hann télur í reikningi fyrir stofn- un, er hann hafði reikningshald fyrir, töluvert fé til útgjalda (200 kr.), er aldrei hafði greitt verið og dró sér það þann veg þá í bili að minsta kosti. f>að hafðist ekki út úr honum aftur fyr en eftir mörg missiri og þá við illan leik. 4. Hann lætur enn gera mannvirki (veg) á almennings kostnað að þeim forn8purðum, er fjárráðin hafði, — dembir kostnaðinum á eftir yfir á al- menning og segir rangt frá um hag- nýting hans. 5. Hann eyðir ennfremur miklu fé, nær 1200 kr., til framannefnds mann- virkis heimildarlaust með öllu af þeirra hálfu, sem fóð þurftu að veita til þess, að löglegt væri. 6. Beikningsskil sín lætur hann ekki komast í hendur löglega tilkjörins endurskoðunarmanns, heldur kýs sér s j á 1 f u r mann til að yfirfara þau bandaverk sín. 7. Yfirmann á þessi valdsmaður sér, eftirlitsmann með embættisgjörðum hans, réttlætisins og réttvísinnar full- trúa í umboðsstjórnarmálum, sérstak- leg&n trúnaðarmann þjóðarinnar í því atriði og henni ærið dýran. — f>essi eftirlitsmaður, amtmaður svo nefndur, gerir nauðalítið úr þessum misfellum hjá undirmanni sínum. f>að liggur við, að hann taki heimskulegustu af- batanir hans góðar og gildar, og láti hann komast fram með hvers konar vífilengjur og undandrátt. 8. Beikningshaldarinn hafði ekki ein- ungis haft reikning þann, er geturum í 1. tl., býsna-rangan, heldur orðið þar tvísaga — haft hann enn hærri í skýrslu til æðra landstjórnarvalds, sýnilega í því skyni, að hafa út meiri landssjóðsstyrk til mannvirkisins en ella mundi. Hann fer svo »haglega« að því, eða hitt heldur, að hann skrif- ar hærri fjárhæðir ofan í aðrar lægri (hinar réttu?) á ekki færri en 3 stöð- um, og munar það mörg hundruð kr. Hvernigfer eftirlitsmaðurinn hér að? Hann segir, að þetta sé ekki annað en áætlun, þó að reikningshald- ari ekki einungis nefni það sjálfur fullum stöfum »reikning«, heldur segi þann reikning »að öllu borgaðan«. 9. Afsetning hins löglega endurskoð- anda og skipun annars í hans stað af reikningshaldara sjálfum lætur eftir- litsmaður sér vel líka, með því að *sér- staklegar kringumstæður hafi verið fyr- ir hendi«. f>ar með búið. *Kringum- stæðurnar* gátu vel hafa verið tómur tilbúningur eða aumasti hégómi. Eða hvað sterkar eða veikar »kringumstæð- ur« þarf til þess, að gera það gott og gilt, að reikningshaldari skifti sjálfur um endurskoðanda eftir sínu höfði? 10. Hina heimildarlausu fjárbrúkun, sem getur um í 5. tl., gerir eftirlits- maður góða og gilda með þeim fjar- stæðu tilbúningi, að hlutaðeigandi fjár- veitingarvald hafi g 1 e y m t að gera skyldu sína og veita féð! 11. Eftirlitsmaður lætur reiknings- haldara haldast uppi langa lengi, hver veit hvað lengi, að þrjózkast við eða vanrækja að hlýðnast því, sem hann leggur fyrir hann. f>að liggur við, að hann lofi honum að hafa við sig sæta- skifti, hafa hausavíxl á hlutunum, á yfirmanni og undirmanni. Lesendur munu kannast við, að þetta er ekki annað en samdráttur úr hinni löngu og ítarlegu skýrslu um háttsemi sýslumanns og amtmanns í Laxárbrúarmálinu, er birt var í Isa- fold 21. þ. mán., frá valinkunnum merkismönnum, er styðjast nær ein- göngu við embættisbréf og skýrslur þessara valdsmanna sjálfra. f>jóðin, húsbóndinn þeirra beggja, þarf að gera sér glöggva grein fyrir þeirri háttsemi allri. Hún þarf að veita því almeunilega eftirtekt, hvernig vinnumenn hennar haga sér, hvernig þeir vinna fyrir sínu háa kaupi. — f>ví að eins g e t u r hún verið almenni- legur húsbóndi á sínu heimili. f>að er eitt höfuðskilyrði fyrir því. 12. kapítulanum má vel vera að bæta megi við þessa stuttu frásögu síðar meir, dálitlum þætti um alúðar- og atorkumikla tilraun af hálfu fyr- nefndra valdsmanna til að hefna sín á sögumönnum eða ísafold fyrir að hafa hreyft þessu máli svona afdrátt- arlaust, — hefna sín með gjafsóknar- málshöfðun, hefna sín á húsbóndans kostnað, þjóðarinnar. Og hver veit nema þar af spinnist efni í einn kapítula enn, með heilla- tölunni 13., fagnaðar- og sigurhrósslestri um það, að tekist hafi eftir langa mæðu og raeð miklum tilkostn- aði að fá dauðadæmda einhverja eina smásetningu eða svo 1 áminstri frá- sögu, með hæfilegri sekt í ofanálag, e k k i fyrir það, að þar sé neitt rang- hermt, heldur fyrir hitt, að ekki hafi verið þar svo mjúkum og hógværum orðum um málið farið, sem slíkum göfugmennum hæfi; og er þá vonast eftir, að almenningur reynist ekki glöggsýnni en það, að þar með séu þeir metnir »alhreinsaðir« af öllu ámæli fyrir áminsta háttsemi. Slíks hafa dæmi gerst, og er hér því ekki mjög ólíklega til getið. Látið sem hlutaðeigandi vinnumenn hafi staðið prýðilega í sinni stöðu, þótt a 11 hafi á þá sannaat, er þeir hafa verið um sakaðir, ogþó meira jafnvel, og úr »hreinsuninni« því í raun réttri orðið sterkasta nuggun óhreinindanna inn í þá! Borgarafundar í kveld kl. 8 hér í Bárubúð um vatnsveitumálið. hð er þægilegt áhald, lögin. Ekki er látið á sór standa að verja þá lögleysu ráðgjafans, er skýrt var frá í síðasta blaði um veiting á bókarasýslaninni við Landsbankann. Nýrri skjaldsveinn hans hér sendist fram á völlinn í gær á fleygiferð með það sjónhverfingaleikspil, að » e f t i r tillögum for8tjórnarinnar« (þ. e. banka- 8tjórnarinnar) í bankalögunum frá 1885 þýði sama sem m ó t i tillögum hennar, eða þá: hvað sem líður til- lögum hennar. Hann heldur því sem sé fram mjög afdráttarlaust, að ráð- gjafinn ráði því alveg og einsamall, ef hann vill, hverjum hann veitir sýsl- anirnar við Landsbankann (féhirðisog bókara). Hann þurfi ekkert að skifta sér af tillögum bankastjórnarinnar. En þá hlýtur þetta e f t i r í hans augum og ráðgjafans að geta þýtt sama sem m ó t i, o. s. frv. |>að e r alveg óræk setning, að e f það er að hlýða fyrirmælum bankalag- anna, að skipa bókarann m ó t i til- lögum bankastjórnarinnar, þá m á orð- ið e f t i r þar (» e f t i r tillögum* o. s. frv.) t i 1 að þýða líka sama sem m ót i. þá þýðir, ef á liggur, s k a 1 sama sem skal ekki, eða m á e k k i sama sem m á, og þar fram eftir göt- um. Allir sjá, hvað einfalt þetta er og handhægt. |>að er þægilegt áhald, lögin, þegar hafa má á þeim svona endaskifti al- veg eftir vild. Sýslufundur Bangæinga. Aðalsýslunefrdarfundur Bangárvalla- sýslu var haldinn á Stórólfshvoli 5. til 7. apríl. Auk venjulegra reikningsmála komu þessi mál þar til umræðu. 1. Kosinn amtráðsmaður siraSkúli Skúla- son í Odda; varamaður Eyólfur Guðmund- son í Hvammi. 2. Um verðlaun úr Ræktunarsjóði sóttu 22 bændur, og mælti nefndin með þeim öllum í hlutfalli við jarðabætur hvers um sig. 3. Eign Alþýðustyrktarsjóðs talinn í sýslunni kr. 6612,71. 4. Tvær útsvarskærur voru lagðar fram á fundinum, og sá nefndin sér ekki fært að taka þær til greina sökum formgalla. 5. Leitað hafði verið álits nefndarinnar nm,hvort ekki væri nauðsynlegt að ófriða látursel í sýslunni. Nefndin sá enga á- stæðu til þess, með þvi að tekjur af sel- veiði eru margfalt meiri en af laxveiði. Af gefnu tilefni var kosin 3 manna nefnd á fundinum til þess að íhuga og láta i ljósi álit sitt um stofnun kúaáhyrgðarfé- lags fyrir sýsluna. Nefndin var á einu máli um það, að nér væri afarnauðsyn- legt, að stofnað yrði kúaábyrgðarfélag, og tók til heiztu atriðin í væntanlegri reglu- gjörð. Oddvita var falið að leita álits og um- sagna í öllum hreppum sýslunnar. 7. Sýndir voru 4 undaneldisfolar á fund- inum. Eftir tillögum kynbótanefndarinnar var eigendum tvegg.ja folanna veitt verð- laun, hreppstjórunum Grími Skúlasyni á Kirkjuhæ 30 kr. og Vigfúsi Bergsteinssyni á Brúnum 25 kr. 8. Sýslunefndin tók ábyrgð á landssjóðs- láni til stofnunar rjómabúa í Landmanna- hreppi, Fljótshllðarhreppi, Rangárvalla- hreppi og Vestur-Eyjafjallahreppi. 9. Sömuleiðis tók nefndin ábyrgð á jarða- bótaláni kaupmanns Ólafs ísleifssonar við Þjórsárbrú, 400 kr. 10. Lögð var niður lögferja á Sandhóla- ferju. 11. Veittar voru 100 krónur til að koma á fót hrossakynbótum í Austur-Landeyja- hreppi, og höfðu hreppsbúar þar þegar fengið út mældar 60 dagsláttur til afgirð- ingar fyrir i0 kynbótahross og undan- eldisfola eftir þörfum. 12. Sömuleiðis veittar 60 kr. ti) kynhóta á sauðfé i Landmannahreppi. 13. Veittar voru 100 kr. til gripasýning*

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.