Ísafold - 26.06.1907, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.06.1907, Blaðsíða 3
ISAFOLD 175 Erlendar ritsimafréttir til ísafoldar frá R. B. Khöfn 25. júní 5 ‘/2 sd. Uppreisnir í Kin a er niður bœld. Sir Campbell-Bannerman lagði fram í gœr d þingi frumvarp um að veita lagafrumvörpum lagagildi, þótt efri mál-stofan hafni þeim, eftir að þau hafa verið samþykt þrívegis í neðri málstofunni. Vínyrkjuhéruðin á Frakklandi tekin til að spekjast. Hermannasam- blásturinn niðar bœldur. Vilhjálmur k ei s ar i heimsœkir Játvarð konung i haust. Umboðsmenskumálið. jpeirra .P, J. Thorsteinssons gegn Salomon Davidaen var dæint; 1 verzlunardónai í Khöfn 10. þ. mán. þann veg, að S. D. var dæmdur til að viðlagðri 25 kr. dagsekt að gera greinileg og vandlega rökstudd (í smáu og stóru) reikningsskil fyrir sölu á 9 tilteknum fiskförmum. Svo var hann dæmdur í 400 kr. málskostnað. f>að sem þeir P. J. Thorsteinsson telja dæmda hafa af sér haft nemur rómum 90,000 kr. Heimspekislegat Hannesar Árnasonar hefir cand. mag. Guðm. Finnbogason fengið, 2000 kr. ársstyrk 4 ár samfleytt. Druknan. Lausafrétt að austau í gærkveldi segir síra Svein Eiríksson í Ásum hafa drnknað í Hólmsá (eða Kúðafljóti?) í vikunni sem leið, á heimleið sunnan ór Yík. í»ingvallafundaríulltrúar. Árnesingar hafa kosið 15 fulltrúa á fjingvallafund, sinn úr hverjum hreppi, nema 2 fyrir einu hreppinn, Stokks eyrar, og eru þeir áður nefndir, ásamt fleiri. f>ar að auki hafa Hreppameun ytrí kosið síra Kjart- an prófast Helgason í Hruna. Biskupatungnamenn síra Eirík Ste- fánsson a Torfastöðum. Laugardælir Böðvar hreppstjóra Magnússon á Laugarvatni. Grafningsmenn Kolbein Guðmunds- son á Villingavatni. þingvallasveitarmenn Halldór Sig* urðsson oddvita á Kárastöðum. Skeiðamenu síra Brynjólf Jónsson á Ólafsvöllum. Villingaholtsmenn Einar Brynjólfs- son organista á f>jótanda. Sandvíkurhreppur Sigurð Ólafsson sýslumaun í Kallaðarnesi, og Símon á Selfossi til vara. Grindvíkingar Einar J. Einarsson hreppstjóra. Njarðvíkingar Ágúst Jónsson amts- ráðsmann í Höskuldarkoti. Álftnesingar Ingvar Gíslason á Skóg- tjörn. (f>eir skutu saman um leið á kjörfundinum 20—30 kr.í ferðakostnað). Peykhyltingar í .Borgarfirði Árna bónda þorsteinsson á Brennistöðum. Hálaasveit Nikulás bónda Gíslason á Áugastöðum. Norðurárdalshreppur síra Gísla Ein- arsson í Hvammi. Stafholtstungnamenn þorst. Hjálms- son á Hofsstöðum. Alftaneshreppur á Mýrum Jón Sam- úelsson á Hofsstöðum. Hraunhreppingar Benedikt |>órðar- arson í Hólmakoti. _ Staðsveitungar (Sfiæf.) síra Vilhjálm Briem á Staðastað. Neshreppingar innri Einar kaupm. Markús8on í Ólafsvík. Eyhreppingar á Breiðafirði Guðmund kaupmaun Bergsteinsson í Flatey. Beykhólasveitungar síra Jón f>or- valdsson á Stað. Dýrfirðingar Sighvat Grímsson Borg- firðing. Önfirðingar síra f>órð Ólafsson á Söndum. Súgfirðingar (ekki Kristján Kristjáns- son, heldur) Harald Níelsson cand. theol. í Beykjavík. Bolvíkingar m. fl. (Hólshreppur) Pétur kaupmann Oddsson. Lýtingsstaðahreppur í Skagaf. Björn bónda f>orláksson í Kollgröf. Austur-Landeyingar síra Jporstein Benediktsson. Tala aðalfulltrúa á fúngvallafund, sem hér er kunnugt um að svo stöddu, er nú 100. Um nokkra er ófrétt. Jóns Sigurðssonar afmælið, 17. þ. m., var hátíðlegt haldið á ísafirði með fánaviðhöfn og fyrirlestri, er Jónas Guðlaugsson ritstjóri ílutti um J. S. f>ar voru um 500 manns saman komnir. f>ann dag voru 26 íslandsfánar dregnir í stöng þar í kaupstaðnum, og 7 dauskir. Skipafregn. Hingað kom 24. þ. mán. gnfuskip Vigsnæs (411, G. Holgersen) frá Ardrossan með saltfarm til H. P. Duus. Ennfremur i gær (25.) gufuskip Alekta (335, B. G. Bellesen) frá Methill meö kola- farm til Godthaabsverzlunar. Fyrir fám dögum kom frá Leith gufuskip B.jörgvin, leiguBkip þeirra G. Gislasons & Hay, og á því hr. Garðar Gíslason sjálfur, sem fer norður um land á Vestu 2. júli. Synodus er haldin hér í dag, allfjöl- sótt. Farþegar hingað með s/s Ceres á sunnudaginn 23. þ. m. frá Khöfn voru prófessorarnir Einnur Jónsson og Þorvald- ur Thoroddsen (með frú sinni), sira Mattias Jochumsson skáld, sira Guðm. prófastur Helgason frá Reykholti með dóttur sinni eftir 9—10 mánaða dvöl erlendis (á Jót- landi), sira Hafsteinn Pétursson frá Khöfn, frú Sigríður Helgadóttir frá Odda, Olafur Johnsen f. yfirkennari (frá Oðinsvé), frú Ragnheiður Helms, Sigurður Pétursson fangavörður væntanlegur (hér i Rvik), Gutt- ormur Pálsson skógræktarmaður, Sigurgeir Stefánsson trésmiður frá Vesturheimi, stú- dentarnir Björn Þórðarson, Guðmundur Guðmundsson, Jóhannes A. Jóhannesson, Jón Kristjánsson, Jón Siiíurðsson, Pétur Jónsson, Sigurður Sigurðsson og Stefán Schev. Thorsteinsson. Enn fremur 5 danskir smiðir, sem eiga að fara að vinna að Við- eyjarbryggjunni. Erá Leith kom stórkaupmaður Copeland og 10—12 enskir ferðamenn og laxveiða- menn. Amtmaður og hnefast.æling. Svo vænn og greiðvikinn er f. amtmaður J. Havsteen igarð Isafoldar,að hann staðfestir sjálfur frásögn hennar um daginn af sjálf- um honum og fánanum afmælisdag Jóns Sigurðssonar i öllnm atriðum utan einu, — meðþví\að mótmæla þvi eina atriði, að hann hafi stælt hnefana framan i stúlkuna, sem hann átti við. En mótmælin styðjast að eins við hans vísindalegan skilning og útlistun á þvi, hvað það sé, að stæla hnefa eða steyta. Hann segist ekki hafa hreyft hnefana lárétt, heldur upp og ofan! En lá- rétta hreyfingin ein sé rétt nefnd hnefa- stæling, samanber að herja saman hnefun- um. Það er ekki litillar þakkar vert og lof- semdar, þegar menn nota ótilkvaddir elli- árin, hvildartímanu eftir langt og erfittæfi- dagBverk, við lítið i aðra hönd, til mikils- verðra vísindalegra athugana og útlistunar. Amerískur prestur kaþóiskur, Willi- am Stephens Kress frá Oeveland, hefir flutt hér enska fyrirlestra vikuna sem leið i Landakotskirkju um ýms trúaratriði, af meiri mælskulist en hér mun heyrst hafa nokkurn tima innan kirkju eða utan. Enda kvað hann vera talinn stórmikill mælsku- maður i sínu landi, svo vandfýsnir sem menn eru þar. Fjöldi manna hefir hlýtt á hann, þeirra er eitthvað skilja i ensku. Hann heldur eitthvað áfram hér enn. Fórxi Abrahams. ÍFrh.í. Af þessum stað hafði van der Nath og félagi hans svo gott útsýni, að ekk- ert minsta atvik duldist þeim. þeir sáu að óvenjumikill asi var á þeim, sem eftir sóttu og næstir þeim voru. Bíðandi herflokkar og aðrir gangandi þutu með flughraða niður hallann, og á flatneskjunni skipaði herinn sór í skotmannaraðir, sem þustu áfram með miklum hraða gegnum kafgresið á sléttunni og stefndu norður að háls- unum. Stórskotariðli var fylkt og sendi hann nokkrar sprengikúlur í áttina þá, en með þvl að þær drógu ekki nógu langt, tók hann sig upp aftur og ók áfram. f>egf r komið var hálfa leið út á sléttuna, varð fyrir óvæntur farartálmi. Liðsmennirnir þutu til og frá eins og mauraflugur, er eiga þúfuna sína í stórhættu; en þá var eykjum beitt frá, liðsmennirn- ir gripu í hjólin og kerrurnar og fall- byssurnar ultu hver á fætur annari niður bratta brekku, sem fól þær sýn- og þá sem þeim fylgdu. — |>að rennur lækur þarna niður frá, mælti Westhuizen og bætti siðan við í bæðnisrómi: — Hann er mjög stríður á þessum tíma -árs. Van der Nath kinkaði kolli. Hann hafði um stund verið að hugleiða eitt- hvað; honum fanst hann kannast við sig þarna og var að reyna að rifja það upp fyrir sér. Jú, honum skjátl- aðist ekki; það var sami staðurinn þar sem hann hafði eigi alls fyrir löngu varist bak við yfirgefinn búgarðinn hans Koopmanns. Lækurinn, sem fall- byssurnar áttu að fara yfir um, var sama vatnsfallið, sem eitt óvinaher- fylki hafði leynst við, til þess að ginna hann í fyrirsát. f>á hafði hepnin bjargað flokki hans, og nú gerði læk- urinn de Vlies mikinn greiða, með því að tefja fyrir fjandmönnum hans. Að hann kannaðist ekki undir eins við stað inn kom af því, að þá hafði hann komið að sunnan á sléttuna, eu nú var hann staddur mörgum mílum vestar og kom úr gagnstæðri átt. Minnið hjálpaði honum og hann fann á sér, hvað gerst hafði. Harn kinkaði kolli ánægður, þegar bakliðsflokkur Búa valt sér inn í skarðið á meðan Bretar voru að bjástra við að komast yfir lækinn. Hann sá nú glögt, hvernig farið hafði. Bretar höfðu mist sjónar á síkvikum andstæð- ingum sínum, höfðu þeyst tvo sólar- hringa í áttina, sem þeir sáu þá halda siðast, og því næst, er þeir urðu þess varir, að Búar hefðu tekið nýja stefnu, höfðu þeir sjálfir breytt til og rembst við sem mest þeir gátu að vinna upp aftur tímann, sem þeir höfðu mist; loks höfðu þeir komist á snoðir um, hvar þá var að hitta og ætlað sér að koma þeim í opna skjöldu. Hefði alt farið eins og til var ætlast, heði orustau orðið Búum mjög skæð. En de Vlies var var um sig að vanda. Hann hafði notað tímann og farið dagfari og náttfari, og þegar fjand- mannaherinn kom loks á hæla honum, hafði hann ekkert af því. — Nú ríður á að komast til hans, tautaði Westhuizen, þegar hann sá á eftir síðustu Búunum norður rrr skarð- inu. Van der Nath svaraði engu, en sneri he8ti sínum í austur og keyrði hann sporum. |>að sem hann hafðí séð gerði hann aftur stæltan og öruggan. Og hann var samstundis viss um, hvað sér bæri að gera. þeir urðu að kom- ast fram hjá hernum, sem á eftir sótti, ef til vilk eyða hálfum degi f það, en tveir menn einir sér fara á sama tíma þrisvar sinnum annan eins veg og heilt herfylki á hergöngu, og ef þeir yrðu eigi fyrir ófyrirsjáan- legu farartáhni, gátu þeir verið vissir um að komast til vina sinna síðari hluta dagsinp. Hefðu þeir riðið í vest- ur, mundu þeir hafa lent á braut fjandmanna sinna, sem taka mundi yfir allstórt svæði. þær liðsveitir, sem 3áu8t niðri á sléttunni, voru að eins framliðið af Btórri herfylkingu, en meginherinn sá hélt einnig í austur, til þess að halda förinni áfram til norðurs jafnskjótt sem færi gæfist að sjá, í hverja átt de Vlies stefndi. Ágizkun van der Naths stóð alveg heima. þegar þeir Westhuizen voru komnir að læknum, fundu þeir vað, eftir að þeir höfðu leitað fyrir sér stundarkorn, og voru brátt komnir yfir um. þeir riðu gætilega út á sléttuna, hina sömu sem þeir van der Nath höfðu fengið eldskírnina á, gerðu dálitla lykkju á leið sína norður á við, þótt þá lentu þeir heldur nærri stórskota- liðinu, er margir stóðu í vatni upp í axlir og voru að fást við fallbyssurnar, sneru þeir aftur til hægri handar og lögðu leið sína að bæ Koopmanns, til þess að reyna til að laumast þar að húsabaki fram hjá óvinahernum. Hversu vel sem þeir notuðu tímann var þó brátt komið hádegi, enda máttu þeir til að æja hestunum eina klukku- stund. Næsta blað miðvikudag 3. júlí. Til heimalitunar viljum vér sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því að vel muni gefast. — I stað hellujits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda Castorsvart, því þessi litur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvísir á ís- lenzku fylgir hverjum pakka. — Lit- irnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Buchs Farvefahrik. ALFA margarine ber nafn með rentu: hið fyrsta. Brúkið því Alfa margarine. Unglingspiltur laghentur og hneigður tyrir smíðar getur nú þegar fengið atvinnu; bezt að pilturinn hefði numið eitthvað lít- ið eitt í járnsmiði. Lysthafendur snúi sér til verzl. Godthaab. Stúlka sem fær er um að taka að sér for- stöðu við álnavöruverzlun, getur feng- ið góða atvinnu nú þegar við stóra verzlun á Vesturlandi. Tilboð og með- mæli sendist á skrifstofu blaðsins fyr- ir lok þessa mánaðar, merkt: X X y. Heimiliskennari óskast frá næstk. i. október. Æski- legt að hann kunni að leika á hljóð- færi. Menn snúi sér til Einars kaup- manns Markússonar, Olafsvík. NáttánifræðisféSasið heldur aðalfund laugardag 29. júní næstk., kl. 8 síðd., í húsi safns- ins. Reikningar verða lagðir fram, stjórn kosin og félagsmúl rædd. Stjórnin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.