Ísafold - 06.02.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.02.1909, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisvar i viku. Verð Arg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 6 kr. eða 1'/« dollar; borgist. íyrir mifl.ian júli (orlondis fyrir fram). 1SAF0LD Uppsögn (skrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vib blaöib. Afgreif»sla: Austurstræti 8. XXXVI. árg. Reykjavík laugardaginn 6. febr. 1909. 7. tðlublað I. O. O. F. 892128*/,. Angnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. ‘2—3 i spítal Forngripasafn opi?i & mvd, og ld. 11—12. íslandsbanki opinn 10—2 V* og 6*/■—7. K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 árd. til 10 síbd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* siöd. LandakotBkirkja. öuðsþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 x/a—12 og 4—5. Landabankinn 101/*—21/*. í***s.ka8tjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og l -6. Landsskjalasafnið á þi*., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Nátttirngripasain (i landsb.safnsh.) á sd. I1/* — 21/*. Tannlækning ók.í Pósthtisstr. 14, l.ogB.md. 11- Piano útvega eg frá Keisl.-Hof-verksm. C. Mand, Coblenz O. Heyl. Borna, [verksm.80ára gml.] Emil Felumb, Kaupmannahöjn og Orgel-Harm. frá Einar Kaland, Bergen. Órengjanleg reynsla um marga áratugi hefir sannaö, að þessi hljóöfæri eru hin vönduöustu aö gerö og efni, sem unt er að fá. Aðalumboösm. fyrir ísland Ásgeir Ingimundarson Adr.: Pósthólf 101. Reykjavik. Telefon 243 Peningvandræðin Og bankarnir. Þeir þykja vera um þessar mundir minni hjálparhella peningatæpum við- skiftamönnum sínum en áður gerðist eða til er ætlandi; og ber margur á þá þungar sakir. Þeir hjálpist til að gera landsmönnum sem þrengsta kosti, taki af þeim óhæfilega háa vexti, því litla sem þeir láni þeim, en láti út- lend auðfélög, sem séu að sölsa undir sig atvinnuvegi og viðskifti landsins og muni hafa nóg lánstraust erlendis, sitja fyrir. — Um vaxtahæðina bera bankarnir fyrir það, sem alkunnugt er, að þeir hafa verið geysiháir erlendis þar, sem nokk- ur kostur er á peningalánum hingað, og þi komist bankarnir ekki hjá að hafa þá háa hér, með því að þeir þurfi að lána svo og svo mikið af viðskiftafé sínu hjá erlendum bönkum. íslandsbanki kvartar um, að sér hafi verið ætlað upphaflega langt um minna veltufé en þörf var á. Hann hafi aukið það af fremsta megni, aukið hlutaféð eins og hann hefir getað, og útvegað peninga hjá öðrum löndum með því að selja bankavaxtabréf og taka bankalán erlendis. En það hefir ekki hrokkið fyrir eftirspurninni. Meinið landsmanna sé, að þeir eyði meira en þeir afla, eða hafi að minsta kosti gert það síðari árin. Búi bóndi svo vel, að hann hafi afgang af því sem hann eyðir til heimilisins og geti selt þann afgang, fer hann að eiga inni h]á öðrum, ef þeir greiða honum ekki út í hönd það sem þeir kaupa af honum. Geri hann það ekki, heldur verði að fá að láni svo og svo mikið um fram afurðir búsins, kemst hann í skuldir. Alveg er eins um landið í heilu lagi- Ef það eyðir ekki meira en það framleiðir, kemst það aldrei í skuldir við önnur lönd. Hafi það afgang og selji hann öðrum þjóðum, fer það að eiga hjá þeim. En eyði það meira en það framleiðir, verður það að greiða öðrum þjóðum mismuninn í peningum. Það fé hjálpa bankarnir um, meðan þeir geta, og getur alt gengið vel meðan þeir rísa undir því. En þar getur komið, að þeir geri það ekki. Þá koma vandræðin, og þau því meiri, sem hallinn er meiri. Þá legst og ofan á vaxtagreiðsla af út- lendu skuldinni og afborgun af henni. Skuldin við önnur lönd er sögð nú vera komin upp í 16 milj. kr. Vextir af henni uema 800,000 kr. um árið, sama sem 2,200 kr. á dag. Þetta verður að greiða annaðhvort í gulli eða í vörum, sem útlendingar vilja láta gull fyrir. Meðan hægt var að greiða vexti og afborganir af skuld þessari pieð nýjum láuum, gekk alt vel. En fyrir 2 árum fóru lánin að verða tor- fengin erlendis, vegna peningavand- ræða þar. Þá sá Islandsnanki sér eigi annað fæit en að taka saman seglin og reyna að draga úr sjálf- skuldarábyrgðarlánum og víxillánum. Hann hefði komist sjálfur i kröggur, ef hann hefði ekki gert það, og farið með lánstraust sitt erlendis. En það hefði verið sama sem að stofna landinu í stór voða, ó viðráðanlegan viðskiftavoða. Landsbankinn varð seinni til að draga saman seglin, hjálpaði um megn fram, lengur en honum var fært; enda kom þar brátt, að hann hætti jafn- vel að geta keypt bankavaxtabréf sjálfs sín. Fyrir þessa forsjálni íslandsbanka, sem hefir bakað honum mikil ámæli og óvild, hefir hann haldið lánstrausti sínu og þar með lánstrausti landsins erlendis, sem það mundi að öðrum kosti hafa glatað að miklu leyti um langan aldur. Um útlenda auðmenn, er hér reka verzlun og bankinn hefir lánað, segir hann svo, að hefði hann ekki gert það, mundu þeir ekki hafa keypt af landsmönnum fisk, ull cg aðrar lands- afurðir, en þau kanp hafi orðið þeim til stórgróða. Sömuleiðis, að ef hann hefði ekki keypt (af Landsbankanum) 1 milj. af bankavaxtabréfum, mundu þeir, sem þá peninga fengu í hendur, líklegast margir hafa orðið gjaldþrota. Ekki finst bankanum neitt tiltöku- mál, þótt hann gefi ekki nema 96 kr. fyrir hverjar 100 kr. í bankavaxtabréf- um, sem eftir gelzt að eins 4V2°/o' en peningar kosta erlendis U/2—6°/o eða jafnvel meira. Amæli fyrir lántregðu við Slátur- félag Suðurlands m. fl. telur bankinn þá fyrst rökstudd, er fengin sé vit- neskja um, hve mikið hafi að henni kveðið. Bankar skýri ekki frá skuld- um viðskiftamanna sinna. Félagið geti það sjálft, ef þvl sýnist. Bankinn (íslands banki) segist nú eiga úti 10 milj. kr. hingað og þangað um land alt, og virðist vilja bera brigður á, að því fé hafi verið öllu vel var- ið; kveðst v o n a það, en vita ekki. Þessar eru nú helztu röksemdirnar á báðar hliðar, með bönkunum og móti. Nú er þeirra, sem þær lesa eða heyra, að meta þær svo réttlátlega, sem þeir hafa greind til og þekkingu. Erl. ritsímafréttir til ísafoldar. Kh. */2 kl. 7 síðd. Lapuchin lögreglustjóri i Pétursborg handtekinn, uppvis að hafa ásamt Azev nókkrum gint stjórnleysingja hegnt þeim slðan bruggað banaráð Sergiusi Gapon Plehve o. fl. * * * Skeyti þetta er heldur óljóst. Get- ur þó naumast annað merkt, en að stórbófi þessi, lögreglustjóri í Péturs- borg, hafi ginr stjórnleysingja til að ráða af dögum þá menn, sem þar eru nefndir, og hegnt þeim eftir á alt að einu. Slíkt níðingsbragð leika höfðingjar stundum í harðstjórnarríkjum. Sergius stórfursti var föðurbróðir keisarans og svili. Hann var lands- stjóri yfir Moskva m. m., er hannvar veginn með sprengikúlum fyrir nokkr- um missirum. Gapon prestur hvarf skyndilega eft- ir »blóðsunnudaginn« í Pétursborg 22 jan. 1906, er hann stýrði mannsöfn- uði á Ieið til Vetrarhallarinnar á fund keisara að biðja hann ásjár. Hann fanst veginn löngu síðar; hafði verið svikinn í trygðum, en var borinn þeirri sök látinn, að hann hefði svikið þá, er hann lézt vilja styðja og leið- beina. Plehve var innanríkisráðgjafi Rússa- keisara. Sprengdur i loft upp í Pét- ursborg fyrir nokkrum missirum. Fræðslulögin nýju hjá sveitalýðnum. Eftir Sveitaprest. I. Kröfurnar. Hvert barn, sem er fullra 14 ára, á að hafa lært (sjá2.gr,): »1. að lesa móðurmálið skýrt og áheyrilega og geta sagt munnlega frá því, er það les; það skai og geta gert skriflega grein fyrir efni, sem það þekkir vel, nokkurn veginn ritvillu- laust og mállýtalaust; það skal vita nokkuð um merkustu menn vora, eink- um þá, er lifað hafa á síðustu öldum, og kunna utanbókar nokkur íslenzk kvæði, helzt ættjarðarljóð og söguleg kvæði, og geta skýrt rétt frá efni þeirra í óbundnu máli. 2. a ð skrifa læsilega og hreinlega snarhönd. 3. í kristnum fræðum það, sem heimtað er eða heimtað kann að verða að börnin kunni í þeirri grein til íerm- ingar. 4. fjórar höfuðgr. reiknings með heil- umtölum ogbrotum, og geta notað þær til þess að leysa úr auðveldum dæmum, sem koma fyrir í daglegu lífi, meðal annars til þess að reikna flatarmál og rúmmál einföldustu hluta; það skal og vera leikið i þvi, að reikna með Iágum tölum í huganum. 5. að nota landabréf; það skal og hafa nokkra þekking á náttúru íslands og atvinnuvegum þjóðar vorrar, þekkja legu helztu landa í Norðurálfunni og vita hvernig álfur liggja á hnettinum. 6. nokkur einföld sönglög, einkum við íslenzk ættjarðarljóð*. Hér er allmikið hert á kröfunum frá því setn áður var. Eg fyrir mitt leyti álit þessar kröf- ur of háar. Það er ofætlun hverju meðalbarni, 10—14 ára, að semja ritgeróir, þó að um vel þekt efni sé, ritvillulaust og mállýtalaust. Mér er óskiljanlegt, hvernig á að troða þeirri kunnáttu, sem til þess þarf, í börn, sem eru ekki því greind- ari og námfúsari, og láta þau vera ó- skemd af. Mörgum börnum yrði það hrein og bein misþyrming. — Þá eru og í reikningi kröfurnar býsna- háar, þó að ekki sé það eins hneyksl- anlegt. Nóg væri að læra vel 4 höf- uðgreinar. Það er undantekning, ef barn á 14. ári skilur svo vel brota- reikning (almenn brot og tugabrot), að það geti haft hans not. — Eg veit, að sumum lærðu mönnun- unum þykja kröfurnar ekki nema hóf- lega hækkaðar frá því sem áður var. En þar eru þeir ekki nærgætnir. Menn verða- að gæta þess, að nýju lögin gera hvorttveggja, a ð herða á kröfunum o g færa aldurstakmarkið niður; heimta m e i r i kunnáttn af y n g r i börnum. í eldri lögun- um var krafan um reikningskunnátt- una bundin við 16 ára aldur. Það var ekki ósanngjarnt, og þó fullstrangt. Það er mjög algengt, að börn eru sein að þroskast andlega. Eg hefi þekt fjöldamörg sveitabörn, sem eiga erfitt með alt nám fram yfir ferming- araldur, en hafa þó fullgóðar gáfur og urðu jafnvel námfús síðarmeir. Þessi börn kannast fræðslulögin ekki við, eða þá ætlast til að þau séu beitt arg- asta gerræði. Fræðslunefndunum er falið að kúga þau til náms, þar til er þau standast prófið að dómi þess manns, er stjórnin setur til höfuðs þeim, próf- dómara. Að öðrum kostiverður fræðslu- nefndin að »stimpla« þau sem óhæf, og er hvorttveggja óþolandi. Ekki kæmi mér það á óvart, eftir þeim kunnugleika, sem eg hefi af sveita- fólki, þó að mörg af þessum »ó’næfu« börnum yrðu síðar nýtustu menn og gætu með gildum ástæðum hæðst að grunnhygni löggjafanna, sem létu »stimpla« þau í æskunni fyrir það, að þau þroskuðust eftir sínu eðli, að eins ofurlítið seinna en önnur börn. Með börnum á aldrinum 10—14 ára er mjög óvenjulegt að nokkur veruleg löngun sé vöknuð til þess að læra fyrir lífið. Þess vegna kalla eg þá kenslu ítroðning. Og prófin, sem eiga að sanna, að börnin séu nógu úttroðin, gera alla kensluna enn þá ógeðslegri. Að læra -til pess að stand- ast prójið, það verður hugmyndin hjá flestum. Kostnaðurinn, sem fræðslu- lögin leggja á bændur, er gífurlega mikill. Enn eru lögin að svo litlu leyti komin í framkvæmd, að ekki er unt að sýna svart á hvítu, h v e mikill kostnaðurinn verður. En þegar þær tölur sjdst, þá er eg sannfærður um, að þær ofbjóða öllum þeim, sem þekkja gjaldþol alþýðunnar. Fræðslunefndirnar eru nú að brjóta heilann um það, hvernig þær eigi að komast fram úr ógöngunum. Og það er engin furða, þó að þeim veiti það erfitt. Hugsum okkur einhverja þá sveit, með 40 börnum prófskyldum, sem vill hlýða lögunum rækilega. (í sveit- inni, þar sem þetta er skrifað, eru 50 búendur og nál. 60 börn á prófs- aldri). Hún hefir ekki efni á að koma sér upp föstum heimavistarskóla, en heimangönguskóli ómögulegur vegna strjálbygðar. Hún velur þá að likind- um farandkensluna, lætur kenna i ein- hverjum þeim stofum, sem til eru í sveitinni. Þær taka venjulega ekki meira en 6 nemendur. Þyrfti þá 2 kennara allan veturinn til þess að hvert barn fengi hér um bil 2 mánaða kenslu, en það virðist vera lágmarkið, sem lögin gera ráð fyrir, enda er ekki hætt við að sá tími sé óþarflega lang- ur til að veita þá fræðslu, sem heimt- uð er. Kennaralaun mega vera lægst 156 kr. Fæði og húsnæði kennara er ekki hátt reiknað á 80 au. um dag- inn. Þá kosta 2 kennarar með fæði hér um bil 600 kr. um veturinn, og er þá sparað eins og lögin frekast leyfa. Borgun fyrir húsnæði til kensl- unnar og allan átroðning af henni er ótalin, svo og kostnaður við kenslu- áhöld. Þau verða annaðhvort að vera til á hverjum kenslustað, eða þau eru flutt á milli, og skemmast þá fljótt. Hvorttveggja verður dýrt. Svo kemur vorprófið. Þá verður fræðslunefnd að útvega stað til þess. Þar þarf að vera til sal- ur með borðum og bekkjum, svo að börnin geti setið við skrift og rit- gerðir. Því að ekki er víst ætlast til, að þau skrifi á hné sér úti í hlaðvarpa. En hvar eru salirnir ? Fræðslunefndin finnur engan, nema eý til vill kirkjuna Kirkjuráðandi er eý til víll svo eftir- látur að ljá hana; en þá er sá hæng- ur á, að hún er full af föstum þver- bekkjum, svo að hvergi er rúm fyrir borð, er skrifa megi við. Og stund- um viðrar svo á vorin, að kalt mundi að halda til í kirkjunni heilan dag. Hvar á þá að halda prófin ? Sú gáta er óráðin enn. Kennararnir. Þá er það ein vandaspurningin, hvar eigi að fá kenn- ara. Það er ekki gott að gizka á, hve marga kennara muni þurfa á öllu land- inu. En marga þarf áreiðanlega, e duga skal — sjálfsagt mikiu fleiri en sveitirnar eru. Þeir segja, að kennaraskólinn eigi að fullnægja þörfinni. Ekki er senni- legt, að það geti orðið, þó að sá skóli lafi mikla aðsókn. Þó að þaðan komi l]öldi nýtra kennaraefna á hverju ári, )á gerir hann varla betur en að halda við, fylla í skörðin fyrir þá kennara, sem ganga úr skaftinu ár hvert. Eins og efnahag sveitabænda er nú ::arið, er óhugsandi, að þeir geti stofn- að kennaraembætti, þótt ekki sé nema eitt eða tvö í hverri sveit, og launað œnnurum svo vel, að þeir vilji gera barnakenslu að lífsstarfi sinu. Það verður því undantekning, ef sami mað- ur hefir kenslu á hendi nema fáein ár af æfi sinni. Viðkoman þyrfti að vera mikil, meiri en nokkur líkindi eru til að hún verði, ef kennara á ekki að vanta. Og þeir, sem fást, verða flestir viðvaningar. Fræðslunefndirnar verða að takanærri því hvern, sem býðst, til kennara. Það verður að tjalda öllu sem til er, effull- nægja skal lögunum. Eg skil ekki að eg taki of djúpt í árinni, þó að eg fullyrði, að helmingurinn af þeim hóp verði ekki starfi sínu vaxinn, verði óhæfir kennarar. Búnaðarnámsskeiðið að Þjórsártúni. Það þótti nýlunda, er það barst út um sveitiriar austanfjalls í fyrra vetur fyrir áramótin, að Landsbúnaðarfélagið ætlaði að koma á fót búnaðarnáms- skeiði við Þjórsárbrú. Litu menn mis- jafnlega á þá nýjung; en fíestir hugðu þó gott til hennar, enda var náms- skeiðið, sem haldið var þá síðari hluta janúarmán., vel sólt — 50 fastir nem- endur — og þótti takast vonum framar. Eins og áður hefir verið getið um hér i blaðinu hófst annað búnaðar- námsskeiðið að Þjórsártúni n.f. mán. og stóð það til 23. s. m. Að þessu sinni voru fastir nem- endur 35 alls, þar af 29 úr Arnes- sýslu, 24 úr Rangárvallasýslu og 2 úr Reykjavík, synir Jóns Guðmunds- sonar pósts. Af nemendum voru að eins 7 bændur, 2 úr Fljótshlið, 1 úr Austur-Landeyjum, 2 úr Holtunum og 2 úr Ölfusi. Auk föstu nemendanna voru jafnan fleiri og færri gestir aðkomnir 1—4 daga í senn að hlýða á það, er fram fór. Sótt höfðu eitthvað nálægt 70 um að vera á námsskeiðinu, en af þeim voru einir 18, er ekki komu; þeir voru forfallaðir á ýmsa lund. Um það er i sjálfu sér ekkert að segja, en til athugunar síðar mætti minna á það, að viðkunnanlegra og kurteisara er að tilkynna þegar menn hafa for- föll og geta ekki komið. Það kemur sér betur bæði fyrir þann, er umsjón hefir með námsskeiðinu, og þá eigi siður fyrir húsráðendur þar, sem fræðslan fer fram. Þeir hafa búið sig undir að taka á móti nemendunum og vænta þeirra. Synja þá öðrum, er sækja síðar. Af því hljótast óþæg- indi og færri nota fneðsluna en ella. Fræðslan fór fram í fyrirlestrum; þeir voru fluttir að jafnaði 4 á dag búfræðislegs efnis. Annars var tím- atium varið svo sem hér segir: Kl. 8V2- 9V2 árd- Umræðufundur meðai nemenda. — 9*/a—10V2 — Dagverður. — 10V2—11 Söngæfing. —11 — 3 síðd. Fyrirlestrar. — 3—4 — Miðdegisverður. — 4 — 4l/2 — Söngur. - 4V2- 7 V, - Umræðufundur. — 7V2— s — Leikfimi. -8-9 Kveldverður. — 9 —10 — íþróttir. 1 b-t O .1 O ee 4* 1 Upplestur. — ii áttu allir að vera háttaðir. Á kveldfundunum voru rædd ýms mál, og tóku þátt i þeitn utnræðum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.