Ísafold - 28.07.1909, Page 1

Ísafold - 28.07.1909, Page 1
Kemui út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eT)a l1/* dollar; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD OppnÖRn (skrifleg) hundin yiö kramót, or ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og naupandi skuldlans yió blaMB. AfgreiSsla: Austurstrœti 8. Reybjavík miðvikudaginn 28. júli 1909. XXXVI. árg. I. O. O. F. 90869. Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 í spital Pomgripasafn opiö á v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—21/* og ö1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 »/* siöd. Landakotskirkja. öuösþj.ð1/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 10 */*—21/*. B**s.kastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 ogr 6 -d. Landsskjalasafnið á þtu., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*. Tannlækning ók.i Pósthússtr. 14,l.ogS.md. 11— \ Pétur 1. Thorsteinsson Lækjartorg Reykjavík kaupir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fi. Iðnaðarmenn I Muniö eftir aö ganga i Sjúkrasjóö iönaöarmanna — Sveinn Jónsson gik. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlööustlg 10. Faiafliítiirim ÍNGBLFUR fer til Borgarness ág. 3., 11., 19., 29. Garðs og Keflav. ág. 5., 8., 16., 23. Sandgerðis ág. 8., 16., 25. Trú og siðgæði. í nefndaráliti prestastefnunnar á Þingvelli um skilnað ríkis og kirkju er því haldið fram, að trúin sé öflug- asti þátturinn í að efla siðgæðið. Maður, sem ritar í Þjóðviljann, nefnir sig L. og er vitanlega gáfaður mentamaður hér í bænum, furðar sig á þessu. Hann segist hafa orðið al- veg agndofa af undrun, þegar hann las þetta — »að því skyldi á tuttug- ustu öldinni vera haldið fram, að siðgæðið væri ávöxtur trúarinnar, og meira að segja ætlast til, að ríkið hefði þá skoðun.* Flest virðist oss muni nú geta farið að verða undrunarefni, þegar gáfaður maður verður »alveg agndofa af undr- un« út af því að sjá, að prestarnir skuli gera sér í hugarlund, að trúin geti eflt siðgæðið. Sannast að segja virðist oss hitt mundi vera meira undrunarefnið, ef þeir hættu að trúa því — og héldu samt áfram að vera prestar. Prestarnir gera sér í hugarlund, að það hafi haft og geti haft enn einhver á- hrif á siðgæði mannkynsins, að því sé innrætt sú sannfæring, að það sé ekki að eins efsti liðurinn í dýrarík- inu, heldur líka »guðs ættar«. Þeir hugsa sér, að það kunni að hafa haft og geti haft enn einhver áhrif á sið- gæðið, að mennirnir trúi því, að hér í heimi hafi birzt æðsta fyrirmynd siðgæðisins, og að það sé ekki að eins ákvörðun allra að líkjast þeirri fyrirmynd, heldur fái menn og stuðn- ing til þess frá höfundi veraldarinnar, ef þeir sjálfir vilja. Og það vakir fyrir þeim, að það muni ekki hafa verið og muni ekki verða með öllu áhrifalaust á siðgæði mannkynsins, að það trúi því, að siðgæðisástandið alt hafi afleiðingar út yfir þetta líf. Og í einlægni talað virðist oss ekki ástæða til að verða »alveg agn- dofa af undrun«, þó að þess verði vart, að þeir hugsi eitthvað á þessa leið. En gerum ráð fyrir, að þeim skjátl- ist, þetta sé ekki annað en hugar- burður. Oss virðist, að menn ættu að vera samt vægir í dómum um þá út af þeim hugarburði. Því að það er alveg víst, að fleiri menn en þeir líta eitthvað líkt á málið, og það menn, sem eru þeim ‘ósammála um margt og mikið. Oss skilst svo, sem það, er þeir nefna trú, sé hið sama, sem á út- lendum tungum er neínt religion. Insta kjarna hennar telur prófessor Höffding vera trúna á það, að ekkert glatist, sem sannarlegt gildi hefir (»Værdiens Bestaaen«). Og því fer svo fjarri, að hann verði »alveg agu- dofa af undrun« út af því, að nokkur skuli halda, að þetta standi i sambandi við siðferðislífið, að hann telur þessa trú ofna inn í það alt. Enginn bregð- ur samt þeim manni um heimsku, né heldur um blint fylgi við prestana. Hér liggur fyrir framan oss á borð- inu ræða, sem einn af allra-mestu náttúrufræðingum Breta, Alfred Russel Wallace, hélt nokkurum árum fyrir síðustu aldamót. Hann er að tala um trúna á annað líf. Vér trúum því ekki, að lesendum Isafoldar sé nein mótgjörð í því, að vér prentum hér upphaf ræðunnar i þýðingu: Lifir maðurinn eftir dauðatm? Þetta er spurningin mikla, sem á öllum öld- um hefir komið hugum mannanna í hreyfiugu. Spámennirnir og vísinda- menn fornaldarinnar voru í vafa um, hvernig þeir ættu að svara henni. Heimspekin hefir ávalt farið með hana sem eina af hinum óráðnu gátum mann- kynsins. Og í stað þess að skyra hana og gefa oss n/jar vonir hrfa vísindi nú- tímans annaðhvort virt hana vettugi eða komið með mikilsverðar röksemdir gegn því, að spurningunni yrði játað. Og samt er það ekki að eins afar- mikilvægt hverjum einstökum manni, hvernig þeirri spurningu verður að lok- um svarað, hvort sem svarið verður já eða nei. Svarið mun líka — eftir því sem eg lít á — kveða á um framtíðar- forlög mannkynsins, ánægju þess eða eymd. Yrði úrslita-svarið n e i, yrðu allir meun undantekningarlaust sannfærðir um það, að eftir þetta líf væri ekkert annað líf til, yrði börnunum innrætt sú sannfæring, að eina gleðin, sem þau gætu nokkuru sinni átt í vændum, só hór á jörðunni — þá virðist mór sem lífskjör mannanna yrðu alveg vonlaus, af því að þá yrði ekki eftir nein full- gild hvöt til þess að breyta róttvíslega, ráðvandlega og óeigingjarnlega, og af því að vondur maður eða fátækur mað- ur hefði þá enga ástæðu til þess að leggjast undir höfuð að leita sfns eigin hagnaðar í hvívetna, þó að það riði bág við velferð allra annara manna. Fráleitt mundi þá mestur hluti mann- anna taka velferð komaudi kynslóða til greina, hvað mikið sem heimspekingarn- ir bentu á hana, einkum þar sem vís- indin kenna oss það, að bæði muni mannkynið óumfl/janlega farast fyr eða síðar og líka jörðin, sem vór byggjum. Hin fagra hugsjón heimspekinganna: »sem mest gæði handa sem flestum mönnum«, verður aldrei viðurkend megin- regla þeirra mörgu manna, sem að eins Ieita síns eigin hagnaðar. Fyrirlitningar-spurningin: »Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur?« hefir á vorum tímum áhrif á marga; og hún mundi þá s/nast róttlæta það, að menn sæktust alment eftir hagnaði, án nokkurrar hliðsjónar á því, hvernig síðar færi. Jafnvel nú, þegar vér erum undir á- hrifum trúarbragða og kristilegs upp- eldis, kveður alt of mikið að eigingirn- iuni. En hyrfu þau áhrif að fullu, yrði mannkynið algerlega vantrúað og engin hvöt yrði lengur til þess að kepp- ast eftir stöðugri hamingju með æðri þroskun, þá mundi afleiðingin óumflyj- anlega verða sú, að v a 1 d i ð yrði að r é 11 i, að hinn veikari yrði ávalt að lúta í lægra haldi, og að taumlausar á- stríður hinna öflugustu og eigingjöru- ustu manna mundu ná yfirráðum yfir veröldinni. Allir, sem þekkja nokkuð til rita Wallace, vita, að yfirleitt er hugsun- ferill hans annar en flestra presta. En ekki mundi hann verða »alveg agn- dofa af undrun«, þó að hann læsi það, að prestarnir á Þingvelli hefðu talið trúna eiga nokkurn þátt í því að efla siðgæðið. Eina ástæðan, sem greinarhöf. í Þjóðviljanum færir fyrir undrun sinni, er sú, að trúlausir menn lifi alveg eins vel og trúaðir menn, eða eins og hann orðar það, að guðhrædda fólkið lifi ekki lifandi vitund betur en guðleysingjarnir. í því sambandi mætti sjálfsagt með réttu benda á þau tvö atriði: að mjög örðugt er að fullyrða um nokkurn mann, að hann sé »guðleys- ingi«, af ástæðum, sem liggja í aug- um uppi, en of langt mál yrði að rekja hér; og að sjáifsagt má færa að því mjög sterkar líkur, ef ekki algerðar sannan- ir, að þar sem heilagleikinn, sjálfs- fórnarhugurinn, kærleikurinn hefir komið fram i ríkustum mæli með mönnunum, þar hefir þetta verið í nánasta sambandi við og beint ávöxt- ur af trúarlifi þeirra. Annars skal ekkert um þetta þrætt. Vér höfum enga tilhneiging til þess að gera lítið úr siðferðislífi þeirra manna, sem eru trúarbrögðunum and- vígir. Vér viljum aðeins benda á það, að um þetta efni hefir mikið verið ritað af sumum mestu vitmönn- um landanna, og greinarhöfundi Þjóð- viljans væri vafalaust fróðleiksauki að því að lesa eitthvað af þvi. Svo vill til, að vér höfum við hönd- ina eitt ritið, sem víkur að þessu efni nokkuð rækilega, Grundvoll trú- arinnar (The Foundations of Belief) eftir Arthur James Balfour, fyrv. for- sætisráðherra Breta, nú aðalleiðtoga stjórnarandstæðinga á Bretlandi. Bók- in er, eins og þeir vita, sem hana hafa lesið, ekki guðfræðirit, heldur heimspekirit eingöngu. Höf. er fjarri skapi að gera lítið úr þeirri manndygð, sem ekki hefir neinn sýnilegan stuðning af trúar- brögðum. En hann bendir á, að líf- fræðingar segi oss af dýrum, sem ekki geti lifað annarstaðar en innan í líkömum æðri dýra. Æðri dýrin verða að ná í fæðuna, melta hana og breyta henni í næringu, sem snikju- dýrin lifa svo á fyrirhafnarlaust. Skapnaður þessara sníkjudýra er ein- staklega einfaldur. Æðri dýrin sjá fyrir þau, svo að þau þurfa engin augu; æðri dýrin heyra fyrir þau, svo að þau þurfa engin eyru; æðri dýrin vinna fyrir þau og fá öllu framgengt fyrir þau, svo að þau komast af með veika vöðva og ófullkomið taugakerfi. En af því leiðir ekki, að augum og eyrum, sterkum limum og margföld- um taugum sé ofauldð í dýraríkinu. Þeim er ofaukið hjá sníkjudýrunum fyrir þá sök eina, að þau hafa verið æðri dýrunum óumflýjanleg nauðsyn. Og þegar æðra dýrið deyr, er líklegt, að sníkjudýrið deyi líka, þar sem það vantar þessi áhöld. Eins álítur höf. siðgæðishugsjónun- um farið, þegar þær standa ekki i sam- bandi við neitt trúarlif. Andlegt líf mannanna er þá sníkjudýralíf; það er verndað af sannfæring, sem ekki heyrir þeim til, heldur þvi mannfélagi, sem þeir eru einn hlutinn af; það nærist af andlegum meltingar-athöfnum, sem þeir eiga engan þátt í. Og þegar sú sannfæring verður að engu, og þær athafnir líða undir lok, er naum- ast við því að búast, að þetta annar- lega lif geti haldið sér. Ekki mundi höf., sem þessa bók hefir ritað, verða »alveg agndofa af undrun«, þó að hann læsi þetta, sem prestarnir hafa sagt um trúna og sið- gæðið. Nú kann einhver, sem ekki þekkir Balfour að öðru en þvi, að hann er með mestu stjórnmálamönnum Breta, að halda, að i trúarefnum sé hann einhver afturhalds-steingjörfingur. Hann er í andlegum efnum einn af hinum frjálslyndustu og víðsýnustu kristnum mönnum, sem til eru í nokkuru landi. Til þess að gera mönnum það ljóst, hyggjutn vér að ekki þurfi annað en benda á ummæli í ræðu, sem hann hélt fyrir fáum árum í Lundúnum. [afnframt því sem þau sýna víðsýni mannsins, koma þau nokkuð við að- alefni þessarar greinar. Þau voru á þessa leið: Vór gerura oss allir von um, að menn- ing alls heimsins verði einhvern tíma á ókomnum öldum kristin menning. En þó að svo fari, megum vór ekki búast við því, að sá kristindómur verði allur steyptur í sama mótinu. Þegar, til dæm- is að taka, Japan veitir kristninni við- töku, þá verður það í japanskri mynd, en ekki í mynd ensku kirkjunnar nó hinnar vestrænu kristni yfirleitt. Vér verðum að venja oss við að sjá trú okk ar færða f n/ föt, anda hennar íklædd- an n/ju holdi, og í okkar augum verð- ur það með heiðinglegum blæ. Vór verðum að gera oss grein þess, að kristindómurinn er ekki sama sem kenn- ingarnar um hann. Þegar litið er á hann audlega, er hann fagnaðarboðskap- urinn um hið guðdómlega í manninum, um Orðið, sem varð hold; þegar litið er á hann siðferðilega, er hann fagnað- arboðskapurinn um kærleik og bræðra- lag mannanna; þegar litið er á hann fólagslega, er hann fagnaðarboðskapur- inu um guðríki svo á jörðu sem á himni. Og hafi Balfour rétt að mæla, sé kristindómurinn þess eðlis, sem hann staðhæfir — og um önnur trúarbrögð er ekki að tefla hér á landi — þá getur það naumast verið fjarri öllum sanni, né réttmætt undrunarefni nein- um mentuðum manni, sem prestarn- ir sögðu í nefndaráliti sínu á Þing- velli, að trúin sé öflugasti þátturinn í að efla siðgæði borgaranna. Landsjóðslán það, sem veitt var heimild til að taka, með lögum á síðasta þingi, er fengið þessa dagana, i1/* miljón króna. Fénu á að verja til þess að kaupa hin nýju veðdeildarbréf Landsbankans og bætir það væntanlega að mun úr peningvandræðunum. Frk. Hulda Hanscn. Hún kom með Hólum úr hring- ferð með ströndum fram. Fyrirlestra hafði hún flutt á Isafirði (1), á Akur- eyrie (3) og á Seyðisfirði (1). Og upp að Mývatni hafði hún kömist. Hún lætur hið bezta af ferð sinni. Þessa dagana er hún á ferð austur til Geysis. En í næstu viku ætlar hún að flytja hér fyrirlestra um Georg Brandes. Thóroddsensjökull. I greininni Hringýerð um Island i síðasta blaði á að vera Thóroddsensjðkul í stað Thorvaldsensjökul. Veðrátta vikuna fr& 18. til 24. júli 1900. Rv. if. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. 8,9 10,2 11,0 10,6 11,0 6,0 10,0 Mánud. 10,ö 10,0 9,8 11,6 9,6 9,8 8,1 I»riójd. 11.2 10,5 11,B 10,6 7,5 0.9 10,6 MiÓvd. 10,0 7,0 7,1 8,1 7.0 7,1 10,5 Fimtd. 9.8 8,2 103 9,8 7.0 0,5 10,4 Föstd. 10,0 6,5 8,5 7,7 3.5 8,0 9,0 Laugd. 8,0 7,0 6,0 4,6 2.4 6,9 10,4 Rv. = Reykjavik; íf. = ísafjörður; Bl. 33 Blönduós; Ak. * Akureyri;! Gt. *= Grimsstaðir; Sf. ** Seyðisfjöröur ; I»h. «b Þórshöfn 1 Færeyjum. Gleraugu eru komin frá Indlandi. Þeirra er fyrst getið í kínverskum bókum á 13. öld. I Norðurálfuna koma þau um líkt leyti; er þess getið í fornum fræðum frá þeim tímum, að þau séu komin frá Malakka á Indlandi. Þar ætla menn því að þau haFi verið til frá þvf á ofanverðri 12. öld. Hirschberg getur gleraugna fyrstur Evrópumanna árið 1270, en til Kína fluttust ekki gler- augu frá Norðurálfunni fyr en á 18. öld. I Kína eru þau búin til úr gleri og bergkristalli, einkum í Suchon og Kanton. Glerin eru höfð kringlótt í laginu, en spengur og umgjörð úr látúni eða kopar. 48. tölublaO Erlend tíðindi. Berlín, 16. júlí -1909. Ranzlaraskiftln á Þýzkalandl, v. Biilow — v. Bethmann Hollweg. Eins og getið var áður sótti Bern- hard v. Biilow, ríkiskanzlari Þjóðverja, um lausn frá embætti, þegar hann gat ekki komið á skattalöggjöf þeirri, er hann vildi. Keisari neitaði að verða við lausnarbeiðninni þangað til skatta- löggjöfin næði fram að ganga í ein- hverri mynd. Nú er það orðið. Ríkis- dagurinn hefir samþykt ný skattalög og keisari hefir sent þingið heim. Þetta var í fyrra dag. Jafnframt beidd- ist Biilow lausnar enn á ný og var hún honum veitt. Var þegar skipað- ur kanzlari í hans stað Theobald v. Bcthmann Hollweg, sem áður var inn- anríkisráðgjafi og varaforseti ráðuneyt- isins. — Annars er ráðuneytið skipað sömu mönnum og áður, nema hvað nokkrir ráðgjafar hafa skift um sæti. V. Biilow hefir verið kanslari Þýzka- lands nú í mörg ár og þótt laginn stjórnmálamaður og fylginn sér, þó að ekki geti hann komist í samjöfnuð við Bismarck gamla. Hann var íhalds- maður að eðlisfari, en þó gat hann brætt saman hægrimenn og vinstri- menn og gert úr því allsherjarflokk, blökkina svonefndu. Hefir sú sam- steypa stutt Bulow -í völdum alt til þessa. En þegar skattalagafrumvarpið kom fyrir þingið, skárust íhaldsmenn úr leik og feldu fyrir Biilow nokkur höfuðatriði úr frumvarpinu. Þá þótt- ist Biilow verða að fara. Nýi kansl- arinn er mjög svipaður Biilow að stjórnmálaskoðunum. Biilow þótti vera mestur stjórnmálamaður út á við, en v. Bethmann Hollweg hefir gefið sig nær eingöngu við innanríkismál- um. Hann er talinn gáfaður maður og óvenjulega f jölmentaður. Eitt blaðið hér líkir honum við Goethe að andríki. Segir blaðið að mentun hans leggist djúpt, hann hafi lesið alla beztu höfunda heimsins og skilið þá til fulln- ustu. Um Biilow er öðru máli að gegna, segir blaðið, hann hefir að visu margt lesið og numið — en alt i þeim tilgangi, að geta kryddað ræður sínar með tilvitnunum. Alt hefir gengið sinn vanagang hér í bænum þrátt fyrir þessa nýstárlegu atburði. Aukablöð og fregnmiðar hafa komið frá flestum stórblöðunum, en annars er eins og ekkert sé um að vera. Kanzlaraskiftin gerðust í hallargarði keisarans. Girðingin er óþétt fyrir garðinum og vegfarendur, sem gengu þar um götuna í fyrra morgun, gátu séð þá keisara og Biilow, hvar þeir leiddust um hallargarðinn og töluðust við í ákafa. Sagt er að svo sjái keis- ari eftir Biilow, að hann hafi faðmað hann að sér að skilnaði og bréf sendi hann um hæl á eftir honum, þar sem hann segir að sig taki það sárt að þurfa að sjá af kanzlaranum. Jafn- framt var Búlow sæmdur arnarorðunni svörtu með demöntum, en það er hið fágætasta heiðursmerki þýzka ríkisins. V. Bethmann Hollweg, nýi kanzlar- inn, er 53 ára að aldri. Hann er af gamalli höfðingjaætt. Afi hans var ráðgjafi hjá Vilhjálmi I. Bethmann Hollweg gerðist snemma stjórnmála- maður. En í ráðuneytið komst hann árið 1905. Þá varð hann innanríkis- ráðgjafi. 1907 varð hann innanrikis- ritari og jafnframt varaforseti ráða- neytisins. Nú, 2 árum síðar, er hann orðinn ríkiskanzlari og yfirráðgjafi. Frá Danmðrku. Hervirkjafrumvarpið — 40 milj. kr. ríkislán. Eftir siðustu íregnum að dæma er ekkert útlit til að samningar takist milli flokkanna um víggirðingarnar. Christensen íætur engan bilbug á séf

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.