Ísafold - 20.08.1910, Síða 4

Ísafold - 20.08.1910, Síða 4
212 ISAFOLB Eg skal vel kannast viö það, að eg hefi ekki unnið eins vel og mikið eins og æski- legt hefði verið. Eg hefði viljað geta var- ið meiri tima i þarfii deildarinnar en ég hingað til hefi haft ráð á. En samt sem áður tek eg það ekki með þökkum, að eg sé sakaður um afskiftaleysi. Eyrsta ár deildarinnar, hjálpuðumst við ailir stjórnendurnir við að innkalla gjöld og safna nýjum félögum. Næsta ár var ráðinn maður til að innkalla félagsgjöldin undir umsjá Einars kaupmanns Arnasonar, ogvar hann að því starfi frá því i byrjun okto- ber 1908 og fram á árið 1909. Þrif5ja og síðasta árið hafði eg i þjór.- ustu deildarinnar frá því i miðjum októher 1909 og fram í marz siðastl., eða jafnvel lengur, einn að allra áliti hinn bezta og samvizkusamasta innheimtumann bæjarins. Yann þessi maður þann tíma að þvi að innkalla félagsgjöld, úthluta skírteinum og gafna nýjuni félögum, eins og svolátandi vottorð sýnir: Eftir beiðni skal eg hérmeð leyfa mér að votta, að eg starfaði að því fyrir Reykjavíkurdeild Heilsuhælisfélagsius síð- astliðinn vetur að heimta inn félagsgjöld, útvega nýja félagsmenn og hera út ársrit félagsins og skirteini. Var eg að starfi þessu frá þvi i miðjnm október 1909 og að mestu fram i miðjan febrúar og svo nokkuð í marz og april. Reykjavík 17. ág 1910. Guðmundur Arnason. Bergstaðastr. 46. Innheimtumaður þessi safnaði saman þetta árið rúmum 100 nýjuœ félögum jafnhliða innheimtunni, og þó að árangurinn hafi ekki orðið meiri en þetta i augum yfirstjórnar- innar, þá er það hvorki mér eða innheimtu- manninum að kenna. Það er seinunnið verk að innkalla gjöld hér i Reykjavík. Um það geta allir borið, sem eitthvað hafa veriö við það riðnir. Q-jöld þessi standa og lakar að vigi en mörg önuur smágjöld, sem krafið er um, að þvi leyti, að þau hafa ekki lögtaksrétt, en óvinsælt að beita máls- sókn og hæpið hvort það horgar sig. Mað- ur verður að sætta sig við frjálsan vilja manna, en hann er oft litilf jörlegur og get- an lítil. Sumir geta ekki borgað, sumír vilja ekki borga, sumir finnast ekki, hafa skift um bústaði, fyr en eftir langa leit, og úumir aldrei; sumir borga ekki fyrst, þegar þeir eru fundnir og ekki i annað eða þriðja sinn, segja altaf innheimtumauni að koma aftur og borga svo ef tii vill aldrei. Og þetta á engu fremur við fátæklingana, sem ilt eiga með að borga gjöld heldur en hina, sem virðast verá svo efnum húnir eða sett. ir í manufélaginu, að það ætti ekki að þurfa að vera að gera margar göngur til þeirra eftir nokkrum krónum Þannig varð t. d. innheimtumaður eitt árið að fara þrisvar til Klemens landritara Jónssonar og annað ár- ið tvisvar til þess að ná út úr honum þess um fáú krónum, sem hann er skrifaður fyr- ir í deildinni — 8 eru það — og hittist hann þó altaf heima. Ekki gengur betur að fá nýja með- limi. Allir vilja fá hælið upp, en enginn eða sárfáir vilja styðja að þvi og það jafDvel ekki þeir, sem virðast hafa getu til þess. Þannig hefir t. d. Björn Jónsson, sem nú er ráðherra, ekki fengist til að gerast ast félagi og er hann þó einn i yfirstjórn- inni og hefir verið rir.ari í stjórnarnefndinni — eftir hvaða lögum veit eg reyndar ekki. Eitt var það, sem fyrstu árin gerði mikla örðugleika við innheimtuna. Það var skir- teinisvöntunin. Lögin ákveða að hverjum um félaga skuli afhent 'skirteini. En 3 ár lét yfirstjórnin farast fyrir að láta prenta þau og fengust þau ekki þrátt fyrir ítrek- aða áskorun fyr en í vetur. Ur því að farið er að tala um vanrækslu get eg ekki stilt mig um að setja hér 8. gr. úr lögum heilsuhælisfélagsins. Hún hljóðar svo: Eélagið heldur 2 aðalfundi á ári 1 Reykjavik, annan i febrúar, hinn á Jóns- messu eða næsta dag virkan, ef hann her npp á sunnudag. Fyrir fyrri fundinn leggur yfirstjórn til samþykkis endurskoðaðan reikning félags ins um nýliðið ár og skýrslu um hag þess og framkvæmdir. Síðari aðalfundur kýs menn í yfirstjórn félagsins, (sbr. 4. gr.) og 2 endurskoðun- armenn . . . Þetta eru nú lagaákvæðin, sem yfirstjórn- in á að fara eftir. En hvernig hefir hún fylgt þeim? Enginn fundur verið haldinn hvorki i febrúar eða á Jónsmessu. Enginn endur- skoðaður reikningur lagður fram til sam- þykkis. Engin skýrsla nm hag félagsins eða framkvæmdir komið fram, nema ein lit- ilfjörleg. Engir menn verið kosnir i yfir- stjórn og engir endurskoðunarmenn. Það er með öðrum orðnm : Öll yfirstjórnin ó- lögleg þann dag í dag, öll lögin hrotin og öll fyrirmæli greinarinnar vanrækt. Þetta er nú yfirstjórnin sjáif, sú sem er að saka aðra um vanrækslu. Mér dettur i hug hjálkinn og flísin. • Og svo er enn eitt. Af þvi eina ársriti, sem út hefir komið, má sjá, að 53 deildir, sem með lífi hafa verið víðsvegar um land- ið árið 1907, hafa alls engar skýrslur sent fyrir árið 1908 og engin tillög, og að auki alls enga skýrslu. Nú liggur manni við að spyrja: Hvað hefir yfirstjórnin geit. til að koma þessu í lag? Eða er þar ah í lagi og hvergi ólag á, aema hjá Reykja.:kurdeildinni og for- manni hennar? Eg læt svo staðar numið. Seinna fæ eg, ef til vill, tima og tækifæri til að minnast lítið eitt á hið, frá upphafi, vanhugsaða fyr- irkomulag Heilsuhælisfélagsins, óheppilegu framkvæmdir alt til þessa og barnalegu bollaleggingar. Reykjavik 18. ág. 1910. Þ. J. Thoroddsen. ----»--■— Sportmenn, veiðimenn og ferðamenn hafa hvergi annað eins feikna úrval af sportfötum og ferðafötum. Einkar hentug og létt eru stormfötin impægn. Sportjakkar, sportbuxur & sporthúfur. Herðapokar, léttir og hentugir, frú 2.70—5.00. NB. Nýtt. Regnleggjahlífar, léttar og mjög hentugar, áreiðanlega vatnsheldar, verð 1.75—j-00- BraunsYerzI.Hamborg Aðalstræti 9. DE FORENEDE BRYCGERIERS Fmi ovaralfc. 9E 0» ftigtnát WwMm «r itn b«4stt AÁtfaling. DE FORENEDE BRYGGERIER’S skattfrfar öltegundir bragðgott næringargott endingargott Fæst alstaðar. Lampar. Lampaáhðld. Fagurt úrval. Að vanda langódýrast í verzlun B. H. Bjarnason. UtiQÍinqaskóíitm t Bergsfaðasfræfí 3 heldur áfram næstkomandi vetur með liku fyrirkomulagi og áður. Náms- greinar eru: islenzka, danska, enska, saga, náttúrusaga, heilsufræði, stærð- fræði, landafræði, teiknun og söngur; ennfremur þýzka og handavinna, ef nógu margir nemendur óska þess. Umsóknir séu sendar til undirritaðs fyrir miðjan október n. k. Skólinn byrjar fyrsta vetrardag. P. t. Kaupm.h. 30. júli 1910. fisgr. JTlaqnússoti, Bergst.str. 3. Rvík. Sláturfélag Suðurlands. Rauðui og jarpur vagnhestur með síðutökum töpuðust af sláturhússlóð- inni í fyrrakveld. Mark á jarpa hestinum er standfjöð- ur fr. hægra, stýft vinstra, 7—8 v. gamall, sá rauði c. 13 v. Finnandi beðinn að skila hestunum hið fyrsta gegn ómakslaunum, eða gjöra aðvart um þá. Agætt hestahey fæst á Keld- um í Mosfellssveit. 2 hertoergi með húsgögnum fást til leigu frá 1. október i Tjarnar- götu 11 hjá Eiriki Bjarnasyni. Til leigu frá 1. okt. ný sölubúð við fjölfarna götu í bænum, snotur og rúmgóð, ásamt tniklu vörugeymsluplássi. Semja má við G. Þorbjarnarson Bergstaðastr. iThe North British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar flskilínur og færi, alt úr bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kaupmönnum. Biðjið því ætið um Kirkcaldy fiskilínnr og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við, því þá fáið þér það sem bezt er. Reynið Boxcalf-svertuna Sun; þér brúkið ekki aðra skósvertu úr þvi. Hvarvetna á íslandi hjá kaupmönn- um. Buchs litarverksmiðja, Kaupmannahöfn. . Ostar, margar tegundir, þar á meðal hinn góðkunni Rjómaostur, stk. ca. 2V2 pd. á 1,45. Fást hvergi betri né ódýrari en í verzlun B. H. Bjarnason. Bæjarins beztu og lang- ódýrustu fást í verzlun B. H. Bjarnason. Góð íbúð frá 1. október er lil leigu 3—4 her- bergi og eldhús og gott geymslupláss. Ari Antonsson, Lindargötu 9. Tapast hefir 4. ág. 1910 úr Rvík dökk- grár foli, 5 vetra, stór, vakur, marklaus, ókliptur á fax og tagl, toppurinn stýfður af fyrir ofan augu, lítil sprunga ofarlega í vinstra framhóf, aljárnaður. Skilist að L u n d i í Reykjavík. Einar Erlendsson. Okkar hjartkæra móðir og tengda- méðir, Guðrún Hannesdúttir, andaðist 17. þ. m. Jarðarförin fer fram frá heimili okkar, Austurstræti 3, miðviku- daginn 24. þ. m. kl. 12 á hádegi. Þetta tilkynnist hér með vinum og vanda- mönnum nær og fjær. Reykjavfk 19. ágúst 1910. Jón Brynjólfsson. Guðrún Jósefsdóttir. Síra Ólafur Ólafsson Fri- kirkjuprestur óskar þess getið, til þess að spara mörgum óþarfa ómak, að hann hefir hvorki hest né vagn til að leigja fólki. Bezta og sterkasta CACAODUFTIÐ og bezta og fínasta CHOCOLAÐÐI er frá SIRIUS Chocolade & Cacaoverksmiðjunni í Fríhöfn, Khöfn. Nýkomið í bókverzlun ísafoldar. Kopíupressur, handhægar og ódýrar (5,50 og 9,30), stimpla- grindur, bókastoðir, papp- írskörfur,brétakassar (á hurð- ir), poningaðskjur, blýantar, sem aldrei týnast; ómissandi þar sem mikið þarf að skrifa með því áhaldi, pennatengur (jafnframt penna- þurkur), pcmiaburstar, um- slagavætarar, svampdósir, úr aluminíum, sem hvorki ryðga né brotna, og fjölmargt fleira. Altaf nægar birgðir af ritföngum, sem hvergi eru eins ódýr. Tollett-pappír kominn aftur i bókverzlun ísafoldar. Sjómenn! Hinn mikið eftirspurði barkalitur til að lita úr veiðarfæri o. fl., nýkom- ínn. Slippfólagið. Ágæt íbúð fyrir 1—2 menn. Tvö góð herbergi með stofugögnum, ljómandi útsýni frá tilheyrandi vegg- svölum, sérstakur inngangur. Fæst til leigu nú þegar eða frá i. okt. — Stýrimannastíg io. Gull- og silfurmunir tilheyrandi þrotabúi Björns Símonar- sonar, eru seldir með mjög niöursettu verði í Vallarstræti 4 hér i bænum. 2 eða 3 snemmbærar úrvals kýr fást keyptar; semja má við Halldór Kjartansson Grettisgötu 10. Eitt eða tvö herbergi með for- stofuinngangi og stofugögnum (ef ósk- að er) til leigu £ Grundarstíg 4. Í3pi V sem ^ s^r 5 ódýr lifandi blóm, ættu að koma til frú M. Hanwen í Lækjargötu 12, og skoða hin- ar fjöldamörgu tegundir lifandi blóma, sem þar er úr að velja. A sama stað er stofa með sér- inngangi til leigu. Chika er áfengislaus drykkur og hefir beztu meðmæli. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Rezta blekið fæst í bókaverzlun Isafoldar Austurstræti 8. ,FamOS‘ 5 aura kjötseiðisteningar fást aðeins í |_ÍVerp00l. Forskriv selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterpaa 4 Mtr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, grön og graa ægtefarvet finulds Klæde til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt for kun 10 Kr. (2.50 pr. Mtr.). Eller 3‘/4 Mtr. 135 Ctm. bredt sort, mörkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herreklædning for kun 14 Kr. og 50 öre. Er Varerne ikke efter Önske tages de tilbage. Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. BREIÐABLIK TÍMARIT I hefti 16 bls. á mán. f skrautkápu, gefið út i Winnipeg. Ritstj.: síra Fr. J. Bergmann. Ritið er fyrirtaksvel vandað, bæði að efni og frágangi; málið ðvenju gott. Kostar hér 4 kr., borgist fyrirfram. Fæst hjá Árna Jóhannssyni, bankaritara. Herbergi til ieigu fyrir ein- hleypa, nú þegar, eða frá 1. okt. Uppl. hjá fens Eyólfssyni, Grettisg. n. Í\IT£0'JÓÍ\I: ÓEiABUI\ BJÖI\NS£ON ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.