Ísafold - 06.01.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.01.1912, Blaðsíða 1
Kemui 4t tvisvar l viku. Vero arg. (80 arkir minst) 1 kv, erlendiB 6 ki eoa l'fí dollar; borgist fyrir miojan jáll (erlendis fyrír fram). ÍSAFOLD Uppsögn ískrilleg) buniin vio axamót, w ógU.4 aerni komln eé til útseíanda '/yiU 1. okt. ec laapandi iknldlam TiO blaftio Afgieltsla: Anatnratiati 8. XXXIX. árg. Reykjavík 6. jan. 1912 1. tolublað l. O. O. P. 931219 Bdkasaín Alþ. lestriutfél. Pösthússtr. 14 5—8. Þjóomenjasafnið opio á sd., þrd. og fmd. 12—2 ísjan'lsbanki opinn 10—2 »/« og 6</»—7. K. F. U. M. Lestrar- 0(? skriistoía tri 8 ard. til 10 söd. Alm. fnndir fi i. og sd. 8'/» siodegis. Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 6 á helgnm LiandakotsspitaU £. sjúkxaviti,. 10'|s—12 og 1—6 Landsbankinn 11-2'/», ö'/n-B1/*. Bankastj. vio 12-2 Landebðkasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—B Cjandsbúnaoarfélagsskrifstotan opin tra 12—2 Landsféhiroir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnio a þri. fmd. og id. 12—1 iiandsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 siod. heiga daga 8—11 og 4—6. Lœkning ók. i JMngholtsstræti 23 þriojd. og föstd. 12—1 Nattúrugripasafn opio 1'/»—2'/« 4 sunnudðgum Ókeypis eyrnft-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 A fimtud. 2—B. Ókeypis angnlækning 1 Lasbjargðta 2 mioviku- daga 2—3. Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10 - i daglega. Sýning gripa Jóns Sigurðssonar i Safnahúsiun opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Póst.h.gtr. 14 B mánud. 11—12 Vifilsstaoaheelifl. Heimsóknaitimi 12—1. Faxaflóagufabáturinn Jngólfnr' fer til Borgarness og Akraness II., 17., 27. janiiar. Garðs 6., 9. — Keflavíkur 6., 9., 14., 20., 24. janúar. Nýárskveðja konungs. Svofelt simskeyti scndi konungur vor íslandsráðherra á nýársdag, og var svar við hamingjuósk, sem ráð- herra hafði símað konungi nýárs- morgun í þjóðarinnar nafni: / Anledning aj Aarskiftet beder jeg Dem bringe islandsk Befolkning min hjœrteligste Hilsen, og jeg udtaler de varmeste Önsker om at det maa ýor- undes mig at sé en sund og rolig Ud- vikling jor Island frem til stedse lykke- liqere Kaar. Frederik R. (Á íslenzku: Nú við áramótin bið eg yður flytja íslendingum inniiegustu kveðju frá mér og ber eg fram hlýj- ustu óskir um, að fyrir mér eigi að liggja að sjá heilbrigða og gætna fram- sókn af Islands hálfu, svo að kjör landsins fari æ batnandi). ¦ ¦¦¦ ¦ Konungkjörið. [Mikilsvirtur stjórnoiálamaöur ur sjálf- Btæðiiflokknnm hefir sent Isafold hugleift- ingar þær, er hér fara á eftir]; » Sennilega fer að líða að því, að eitthvað fréttist um það, hverja ráð- herra Kristján Jónsson ætlar að gera konungkjörna í þetta sinn. Ólíklegt að sú stjórnarathöfn verði Játin drag- ast lengi úr þessu. Að minsta kosti á þjóðin heimtingu á því að fá að vita það sem allra fyrst, hverir eigi að verða fyrir kjörinu. Með tilnefn- ingu konungkjörnu þingmannanna sýnir ráðherrann þjóðinni stefnu sina, eða gefur henni í öllu falli mjög mik- ilsverða tiendingu um hana. Þjóðin getur ætlast til að fá þá bendingu sem allra fyrst. Hvort sem svo verður eða ekki þá er það víst, að það er réttur þjóðar- innar og skylda að íhuga þá stjórnar- ráðstöfun sem allra-vandlegast, íhuga hana frá sem flestum hliðum, og þær afleiðingar, sem hún kann að hafa í för með sér. ' Með tilnefningu konungkjömu þing- maunanna fer ráðherrann, í umboði konungsins, með afarmikið vald yíir málefnum þjóðarinnar, sem getur, mjög oft, orðið úrsiitavald yíir hinum mikilvægustu málum hennar. Hann rœður fyrir vali 6 þingmanna af 40. Hann velur sjálfur meira en 7. hluta þingsins. Kjósendur landsins munu vera eitthvað yfir 13 þúsund. Sé sá tala lögð til grundvallar, má segja, að 1300 kjósendur kjósi 34 alþingismenn, en ráðherrann fari með umboð 2294 ósýnilegra kjósenda. Hvernig ætlar ráðherrann að fara með þetta mikil- væga umboð sitt? Þessari spurningu verður ekki full svarað að svo stöddu. Ráðherra hefir ekkert Iátið uppi opinberlega um það, hvað fyrir honum vaki í því efni. Svarsins verður að leita á þann hátt, að gera sér grein fyrir hvað ráðherr- ann hefir sjálfur sagt um skoðun sína á málefnum þeim, sem skifta mönn- um í flokka. Engum ráðherra er ætl- andi að hann sé sú dula, að hann reki erindi þeirra manna, sem eru honum andstæðir í skoðunum um þau málin, sem mestu skifta. Sá ráðherra, sem ekki treystir sér til þess að fram- kvæma svo mikilsverða stjórnarat- höfn sem þá, að skipa 6 konung- kjörna menn til 6 ára, eftir sínu höfði, hann á ekki heldur rétt á því að vera ráðherra. Þegar Hannes Hafstein skipaði 2 konungkjörna menn, ákveðn- ustu fylgismenn uppkastsins, árið 1908, eftir því sem honum kom bezt i þann svipinn, þá var yfirsjón hans ekki fólgin í því, að hann skipaði menn- ina eftir sínu höfði, heldur því, að hann tókst á hendur að framkvæma stjórnarráðstöfun, sem hann brast til allan siðferðislegan rétt. Hér ber ai- veg að sama brunni um núverandi ráðherra. Sé hann ekki fær um það, að skipa konungkjörnu þingmennina til stuðnings þeim skoðunum, sem hann hefir sjálfur haldið á lofti og veitt sitt mikilvæga fyigi, þá á hann ekki heldur rétt á því að fram- kvæma þá stjórnarráðstöfun. Ráð- herrann ætlar að sitjaað völdum, fyrst um sinn fram til þingsins. Með því hefir hann lýst yfir þvi fyrir þjóð- inni, að hann telji sig hafa rétt til þess að skipa meira en 7. hluta þings- ins. Þeirri ráðstöfun hlýtur að vera samíara skyldan til þess að tryggja það svo sem auðið er, að hann verði þess ekki valdandi með þessari ráð- stöfun, að þeim þingflokki aukist afl, sem sérstaklega heldur fram þeirri skoðun, sem hann sjálfur telur hættu- lef;a og hefir veirt hina ákveðnustu mótspyrnu. En er þá nokkuð verulega kunn- ugt um stjórrfmálastefnu ráðherrans ? Er hægt að byggja á henni ályktanir um það, hvað ráðherrann hljóti að gera, ef hann ætlar að framkvæma þessa stjórnarráðstöfun i samræmivið sjálfan sig og þá virðingu, sem fylgir ráðherraembættinu ? Enginn vafi virðist leika á því að svo sé. Þau málin, sem nú skiftir mestu máli um, eru stjórnarskrármál- ið og sambandsmálið. Um stjórnarskrármálið er það að segja, að ráðherra hefir haldið því fram, sem sinni skoðun, að þingið hafi f arið of langt í veitingu kosningar- réttarins, og verið getur að hann hefði fremur kosið, að einhver önnur á- kvæði frumvarpsins hefðu verið öðru- vísi orðuð. En af þvi leiðir alls ekki, að ráðherrann sé stjórnarskránni mót- fallinn, eins og hún er, að hann vegna þess vilji- koma fram breytingu i frumvarpi þingsins 1911. Enginn ein- stakur þingmaður getur búist við því, að öl! ákvæði stjórnarskrárinnar verði orðuð nákvæmlega að hans vilja. — Enda hefir ráðherrann lýst yfir því skýrt og greinilega, að hann vilji ljá frumvarpinu fylgi sitt óbreyttu, ef meiri hluti þingmanna verði því fylgj- andi. í stjórnarskrármálinu er ráð- herra því á báðum áttum. Hann gæti stutt heimastjórnarmenn til þess að breyta frumvarpinu og hann gæti líka stutt sjálfstæðismenn til þess að fá það samþykt. Alt öðru máli er að gegna úm sam- bandsmálið. í því máli var ráðherr- ann einn af foringjunum árið 1908. Fáir töluðu þá ikveðnara um það en hann, hve sambandslagauppkastið væri loðið, hve litlar réttarbætur það byði, og hve hættulegt mætti teljast að samþykkja það. Eflaust hefir þeirri skoðun vaxið fylgi i landinu til veru- legra muna fyrir það, hve ákveðið æðsti dómari landsins og einn af skörpustu Iögfræðingum þess tók í málið. Á þessari skoðun núverandi ráðherra hefir, að því er kunnugt er, engin breyting orðið. Miklu fremur hefir hann tjáð sig um það hvað eftir annað, að hann væri sömu skoðunar um það mál sem áður. Hann tók það fram á þinginu oftar en einu sinni, eftir er hann hafði tekið við ráðherraembættinu, að hann teldi sig sjálfstæðismann, eindreginn sjálfstæðis- mann, engu minni eða lakari fyrir það, að hann á þinginu varð viðskila við flokk sinn. Loks lýsti ráðherra enn hinu sama yfír á þingmalafund- um sínum, skömmu fyrir kosningar í sumar, að því viðbættu þó, að hann þar afneitaði heimastjórnarmönnum algjörlega. Hvernig ætti slíkur ráð- herra að vera fáanlegur til þess, að efla flokk heimastjórnarmanna eða annarra uppkastsmanna, á næsta þingi, og ekki einungis á næsta þingi, held- ur á næstu 6 árum? Þvi öllum má vera það ljóst, að ef heimastjórnar- flokkurinn eflist á þinginu fram úr því sem orðið er við kosningarnar, þá er hann einfær um að afstýra því, að nokkurt stjórnarskrárfrumvarp verði samþykt af aukaþinginu, og má þá búast við þvi, að séð verði fyrir því, að konungkjörnu heimastjórnarmenn- irnir fái að sitja í næði næstu 6 ár- in. — Af því sem hér hefir verið lýst, virðist það auðsætt, að þótt ráðherr- ann láti sér ekki mjög ant um það, að koma stjórnarskrárbreytingunnifram á næsta þingi, þá gæti hann þó ekki, bæði vegna gamalla og nýrra yfirlýs- inga sinna og virðingar embættis síns, gert heimastjórnarmenn eða aðra upp- kastsmenn, konungkjörna, að þessu sinni. Sumum þætti það ef til vill broslegt, ef slíkt kæmi fyrir, ekkisízt heimastjórnarmönnum sjálfum. En það væri ekki broslegt. Það væri og yrði ótvíræður vottur um siðferðislega stjórnmálahnignun í landinu, og fyrst og fremst hjá sjálfum ráðherranum. Hvert mark mætti þá taka á yfir- lýsingum hans, sömu yfirlýsingunni hvað eftir annað, ef hér yrði önnur reyndin á, en ráð er fyrir gert? En nú kynni einhver að benda á það, að ráðherrann komsttil valdanna með aðstoð heimastjórnarmanna, hugsa sem svo, að þá sé það heldur ekki nema maklegt, að ráðherrann geri einhverja þeirra konungkjörna. Þeir menn sem svo hugsa gæta þess ekki, að þakklætisskuld sína til heimastjórnar- manna hefir ráðherra greitt fyrir löngu á margan hátt, og enn er það svo, að stjórnmálin eru ekki, eða eiga ekki að vera tilfinningamál. Eflaust ber rá^herrann ákveðinn persónulegan vel- vildarhug til margra heimastjórnar- manna og uppkastsmanna. Slíkt dett- ur engum í hug að lasta. Hitt væri fremur lastvert, ef ráðherra léti slíkan velvildarhug ráða meiru en sannfær- ingu sina i mikilvægustu landsmál- um. En auk þess er þess að gæta, að það var alt annað en af tómum velvildarhug til Kristjáns Jónssonar að heimastjórnarflokkurinu efldi hann til valdanna á síðasta þingi. Margt ónotaorðið hafði hann fengið áður úr þeirri átt. Heimastjórnarflokkurinn efldi hann til valda af því hann sá sjálfum sér óhag í því að taka við völdunum, en til þess í annan stað að lýsa sem áþreifanlegast sigri sín- um yfir Birni Jónssyni. Sjálfsagt veit Kristján Jónsson þetta, engu síður en hver annar, sem kynti sér það, sem fram fór á þinginu. Og enn má benda á það, að líklegt er að heimastjórnar- menn yndu því sæmilega, að ráðherr- ann skipaði nú tóma sjálfstæðismenn í konungkjörnu sætin. Við kosning- arnar 1908 hreptu þeir að eins 9 þingsæti þjóðkjörinna manna, en þeim taldist svo til, að eftir réttum hlut- fallstölum ættu þeir að hafa fengið IS þingsæti. Þvi sögðu þeir þá, að þótt þeir hefðu alla konungkjörnu þingmennina á sinu bandi, þá hefðu þeir ekki fleiri fulltrúa á þinginu en þeir ættu með öllum rétti. Nii vill einmitt svo til, að við þessar siðustu kosningar fekk sjálfstæðisflokkurinn 6 þingmönnum færra en hann átti hlutfallslega rétt á, eftir atkvæðatölu, og eru þó ótalin atkvæði þeirra kjós- enda, er kusu þá sjálfstæðismenn, er voru i bandalagi við heimastjórnar- menn við kosningarnar eða fóru al- gerlega sinna ferða. Samkvæmninnar vegna má þvi búast við því, að heima- stjórnarmenn gerðu sér það að góðu að sjálfstæðismenn yrðu fyrir valinu í konungkjörnu sætin í þetta sinn. Með því sem hér hefir verið sagt virðist þvi líka vera fullsvarað, sem sumir hafa haldið fram, að ráðherra mundi ætla að skila af sér völdunum á næsta þingi til heimastjórnarmanna, en skipa konungkjörna þingmenn af þeirra flokki til þess að styðja þá á eftir til valdanna. Það sýnist með öllu ótrúlegt, að ráðherra vilji vinna það til að halda völdunum í nokkra mánuði að bera ábyrgð á stjórnarráð- stöfun, sem yrði honum sjálfum til svo litillar virðingar. Enn er því haldið framaf nokkrum, að ráðherra muni líta svo á stöðu sína að hann sé nokkurskonar milli- bils ráðherra, og til þess að sýna hlut- leysi sitt eigi hann að gera 3 sjálf- stæðismenn og 3 heimastjórnarmenn konungkjörna. Því að eins virðist hann geta gjört þetta að annaðhvort sé vissa fyrir því, að stjórnarskrárfrumvarp- ið verði samþykt óbreytt á næsta þingi, eða hann -þa hafi tryggingu fyrir að konungkjömu heimastjórnarmenn- imir verði því andvígir, að uppkastið nái fram að ganga á næsta kjörtíma- bili. Fremur sýnist það ósennilegt, að hann geti fengið sæmilega heima- stjórnarmenn til þess að ganga að þeim kostum. En hve lengi getur þetta millibils- ástand ráðherrans varað? Kosningarnar voru til þess ætlaðar að skera úr milli flokkanna á síðasta þingi. Þær hafa skorið svo úr, að heimastjórnarmenn voru færir um að mynda stjórn, ef þeir hefðu fengið að skipa konungkjörnu sætin. En sjálf- Forn og ftígur mannaheiti. Hvernig væri að koma á legg fé- lagi, sem tæki að sér að reyna að vekja upp aftur forn og fögur manna- heiti, karla og kvenna, þau er lagst hafa niður með öllu eða gerst hafa svo fátíð, að kalla má þau horfin úr sögunni? Það ætti að vera málvarnarfélag eða, réttara sagt deild úr málvamarfélagi því, er þjóðin öll ætti helzt í að vera, með því hlutverki, að varðveita tungu vora svo fagra og óspjallaða, sem tök eru á, öllum að meinalausu. Félagið ætti að reyna að venja for- eldra af að láta skira börn sin ónefn- um, er þeir hafa heyrt eða lesið i einhverri skáldsöguómynd eða ein- hverju rímnarugli, eða pótt svo aldr- ei nema væri, að þau hefði vilst inn í ætt þeirra fyrir fákænsku eða ósmekkvísi einhverra forfeðra þeirra. Félagið ætti að reyna að koma i þess stað þeirri hugsun inn hjá for- eldrunum, að sæmra væri og ánægju- legra að velja börnum þeirra forn og fögur heiti, helzt alíslenzk. Félagið ætti i því skyni að fá þeim í hendur ofurlitinn leiðarvísi, þarsem skráð væri vel valin mannaheiti fyrir stæðismenn voru lika færir um það, eða Kristján Jónsson með stuðningi þeirra, með því að skipa konungkjörna menn úr því líði. Sjálfstæðisráðherrann hefir setið að völdum hátt upp i ár, án þess mun sjái á stjórn hans og því, sem heimastjórnarmenn helzt vildu vera láta. Getur það ástand staðið árum saman? Hefir ráðherr- ann ekki enn borið nógu lengi ábyrgð- ina á því, sem heimastjórnin lagði fyrir? Getur ærlegur sjálfstæðismað- ur unnið að þvi árum saman að þoka valdinu yfir landinu í hendur þeirra manna, sem berjast fyrir þeirri stefnu, er hann sjálfur telur hættulega? Það er ekki nóg til þess að vera sjálf- stæðismaður að þjóna heimastjórnar- mönnum, en hafa sjálfstæðisgrimu fyrir andlitinu. Sé ráðherrann orðinn heimastjórnarmaður, sem varla er, þá ætti hann að segja til þess. Séhann það ekki, þá virðist liggja beint við að hann og sjálfstæðisflokkurinn tæki höndum saman til þess að afgreiða stjórnarskrána sem lög frá næsta þingi. Með þvi eru trygðar nýjar kosningar, umboð hinna nýju kon- ungkjörnu þingmanna fellur niður af sjálfu sér, stórfeldar réttarbætur fást þjóðinni til handa og kosningar með nýju skipulagi skapa tryggari grund- völl undir sjálfstjórn þjóðarinnar. Hér hefir verið gert ráð fyrir því einu, sem Kristjáni Jónssyni má til sæmdar verða, að hann muni ekki taka að sér ábyrgð á annari stjórnar- ráðstöfun en þeirri, sem samrýman- leg er þeirri grundvallarskoðun, er hann hefir haldið að þjóðinni á alvar- legum tímamótum. Hér er gert ráð fyrir því, að hann hafi vilja og þrek til þess að vera sjáifum sér samkvæm- ur. Hér er gert ráð fyrir því, að þær yfirlýsingar, sem hann gaf á þinginu 1911, um að hann væri enn eindreg- inn sjálfstæðismaður, hafi verið talað- ar af einlægni. Hér er við því bú- ist, að hann hafi farið með sannleika, er hann endurtók þessa yfirlýsingu í sumar á þingmálafundum, er hann var að afla sér kosningafylgis. Það er nú i fyrsta skifti i ráðherra- tíð Kristjáns Jónssonar, að honum gefst færi á að leggja það lóð, sem um munar, í vogaskál þjóðlífsins. Hér er gert ráð fyrir því, að hann geri það á þann hátt að samboðið sé orð- um hans og yfirlýsingum. Takist ráðherra að skipa konung- kjörnu sætin 6 eindregnum en gætn- um sjálfstæðismönnum, er enn vern- leg sigurvon fyrir sjálfstæðishugsjón- ina í íandinu. Verði það ekki, bregð- ur enn svörtu skýi fyrir þessa von, en þá býr líka ráðherrann sjilfur i því skýi. fegurðar sakir og tunguhreinlætis, og þar með viðbæti, er í væri upp talin ljót nöfn og óhafandi, regluleg ónefni, er slæðst hafa inn i tungu vora henni til ósóma og þeim mönnum til skap- raunar, er óvitrir foreldrar eða aðrir aðstandendur hafa á þá klínt sak- lausa í vöggu. Félagið ætti að reyna að koma því á, að þjóðin tæki sig til og bæri sig að komast af með ofurlítið færri Jóna en J-au nær sooo, er hún varð að burðast með síðast, er prentaðar skýrsl- ur herma, og eru líklegast orðnir 7000 nú. Og þá liklega ofurlítið færri Jóna Jónssyni. — Það «r haft eftir gaman- sömum og meinyrtum, en smekkvís- um manni á margt: Þorsteini heitn- um kanselíráði, að sama væri að heita Jón Jónsson eins og að vera kallaður hundur hundsson. — Eða þá færri Guð- rúnar eh 6000 og 3500 Sigríðar. Og minna en 3000 Bjarna, 2oooIngibjargir ogviðlíka margar Kristinarog Margrétir. Láta eitthvað af þeim heita eitthvað af þeim nokkrum tugum alóslitinna nafna, er völ eigum vér á í sögu vorri, íslendingar. Mér heyrist einhver svara svo þessu um félagsstofnunina, hvort eigi mun- im vér eiga til á þessari stundu nokk- urn veginn nóga tölu félaga. Hvort ekki mundum vér komast af með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.