Ísafold - 06.01.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.01.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Bankabókaralögleysan. RAðherrablaðið reynir auðvitað að verja gerðir Kr. }., er hann móti til- lögum bankastjðra landsbankans skipaði bókara landsbankans. Það ber fyrir sig i. gr. bankalag- anua frá 1909 um, að í bankastjóru- inni séu eigi að eins bankastjórarnir, heldur líka gæzlustjórarnir. Þegar því sé spurt um tillögur bankastjórnar, sé eins átt við tillögur ^íez/íistjóranna eins og bankastjóranna. Nú hafi gæzlu stjórarnir 21) lagt með þeim, er veitt var starfið, en bankastjórarnir með öðrum. Þarna hafi staðið 2 móti 2 og ráðherra þá verið sjálfsagður odda- maður. Gagnvart þessum jónatanska vef ráðherrablaðsins tiægir að benda á tvær greinar í endurskoðaðri reglugjörð bankans, sem nýlega er komin út og undirskrifuð af sjálfum ráðherra Kr. f. í 1. gr. þessarar reglugerðar segir svo: Samkv. lögum nr. 12. 9. júli 1909, um breyting á lögum[um stofnun Lands- banka 18. sept. 188/ m. m., skal bank- anum stjórnað af 2 bankastjórum og 2 gœzlustjórum: Bankastjórarnir skulu annast dagleg störf bankam og stýra peirn; stórfum skifta peir milli sín eftir pví sem peir álita hagkvæmasl fyrir bankann. Gœzlustjórarnir eiga að hafa umsjón með að lögunum um Landsbankann og veðdeild hans sé fylgt, og farið sé eftir ákvörðunum peim, sem settar eru í pess- ari reglugjörð. Og í 8. gr. segir svo: Bankastjórarnir útkljá báðir i sam- einingu þau málefni, sem varða bank- ann,2 * * * * *) en greini pá á, ræður atkvæði pess gæzlustjórans, sem fyr var kosinn, sé hann viðlátinn, annars atkvæði hins gæzlustjórans. Hér er tekið af skarið urn það, að þau málefni, sem bankann varða, komi alls eigi undir úrskurð gæzlustjóranna, nema því að eins, að bankastjórana tvo greini á. Er það ekki »málefni sem bankann varðar«, tillögur urn það hvern skipa skuli í mestu trúnaðarstöðurnar við afgreiðslu í bankanum? Er það ekki eitt af því, sem hr. Kristján Jónsson sjálfur hefir ákveðið að bankastjórarnir geti útkljáð eftir vild, ef þeir koma sér saman. Er það ekki eitt af því, sem hr. Kristján Jónsson sjálfur hefir ákveðið, að pví að eins komi til kasta gæzlu- stjóranna, að bankastjórarnir komi sér ekki saman? Komu ekki bankastjórarnir sér sam- an um að leggja rnóti þeim manni, er ráðherra veitti starfið, en tneð öðrum, sem sparkað var? Júl Það stendur því fast, að Kr. J. hefir þvert ofan í lög og reglugerð veitt bókarastarfið móti tillögum þeirra sem »útkljá þau málefni, er bankann varða« — (meðan þá eigi greinir á) — og ekki farið eftir tillögum þeirra, eins og honum bar. Búnaðarfræðsluferðalag. Þrír ráðunautar Landsbúnaðarfélags- ins lögðu i leiðangur út um land á Ingólfi þ. 3. jan. Þeir Sigurður Sigurðsson alþm. og Einar Helgason ætluðu fyrst vestur að Hjarðarholti til að flytja þar erindi á búnaðarnámsskeiði, sem þar á að halda 8.—14. jan. Þaðan ætlaði Sigurður á Snæfélls- nesið til fundarhalda þar — og loks heldur hann þaðan til Hvanneyrar til þess að vera þar viðstaddur búnaðar- námsskeið frá 29. jan. til 4. febr. Ingimundur Guðmundsson fór beint upp að Hvanneyri. Þar hefst hann við 3 næstu mánuði til að sjá um fóðr- unartilraunir við kýr á heyi og óðru. Hann flytur og erindi á búnaðarnáms- skeiðinu þar. Ráðunautastéttin er því fáskipuð í höfuðstaðnum um þessar mundir. *) Hið rétta mnn vera, að annar gæzlu- atjérinn (J. 01.) mælti með öðrum manni en þeim. er stöðuna hlaut. ’) Letúrbr. blaðains. Úr hinum herbúðunum. Undanhaldið 1 aðsigi. Grein vor 20. desbr. hefir hleypt miklum vindi i sann- leiksvitnið góða, hr. J. Ól. — Hann hafi alls ekki hvatt til undanhalds í stjórnar- skrármálinu, segir hann með miklum hvita- sunnusvip, sakleysishvitvoðungurinn svarni. Fjarri þvi. Og honum nægir ekki minna, ^essum sextuga kjörgrip sannleiksástarinnar, drenglyndisins og heiðarleikans í blaða- mensku — en að saka ritstjóra ísafoldar um — bíðum við nú við — »ódrengileg, óráðvönd og óheiðarleg orð«, i ofannefndri grein. En þessi stóryrði og illyrði mannsins, sem dæmdur hefir verið réttnefndur >mann- orðsskemmir* * — af yfirdóminum i máli milli hans og ritstj. Isafoldar, glepja eng- um gætnum manni sýn. I Isafold 20. des. var birt orði til orðs úr Reykjavíkinni klausa sú úr grein J. Ól., 8em ályktun ísafoldar um undanhaidið var bygð á — og var þvi engum manni vor- kunn að dæma nm það sjálfur, hvort álykt- un blaðsins væri rétt eða röng, sennileg eða ósennileg. I þessari klausu segir hr. J. Ól. berum orð- um, að hann og ýmsir aðrir vinir Uppkasts- ins mundu ekki hafa hreyft við orðunum »1 rik- isráði«, ef þeim hefði dottið i hug mótBpyrna af Dana hálfu við því. Var það þá nema eðlilegt að láta sér detta i hug, að vissan um »ónáð Dana< mundi á næsta þingi verða til þess, að J. Ól. og vinir hans tækju ríkis- ráðsákvæðið upp aftur ? Annað mál er það, að J. Ól. virðist nú sjálfur vera með undanhald frá þessu at- riði, eftir að flokksblað hans, Þjóðólfur, hefir merkt grein hans, sem Isafold hreyfði við tóheppilega«. Hr. J. Ól, virðist nú sjá, að það væri óviðurkvsemilegt fyrir oss að renna frá aðgerðum siðasta þings í rikis- ráðsatriðinu Þessa betri viðurkenningu sannleikans á hann Isafold að þakka, svo að það er naumast óeðlilegt, að hann, samkvæmt upplagi sinu, reyni að ata Isa- fold illyrðum og stórskömmum. Reykjavikur--annáll. Brunabötavirðiugtti' samþyktar á síðasta bæjarstjórnarfundi: Húseign Sigurjóns Sigurðsson, Hafnarstr. 19, 6910 kr. Húseign sama, Hafnarstr. 21, 31115 kr. Bæjartógotafulltrúi er orðinn Oddur Her- mannsson cand. juris. Ellistyrkurinn. Tii að semja ellistyrktar- sjóðsskrá voru kosnir á siðasta bæjarstj.fundi þeir Ptítur G. Guðmundsson, Kristján Þor- grimsson og Lárus H. Bjarnason. Fundarstjóri bæjarstjórnar i forföllum borgarstjóra er kjörinn Klemenz Jónsson landritari. Gainlaúrskvöld voru læti mikil hér i borginni, bæði úti og inni. Veður var hið bezta. Lúðrasveitin önnur (Eirlks Bjarna- sonar) lék á lúðra upp við latinuskólann all-lengi kvölds. Púðurkerlingahríð var mikil um gjörvalla borgina, flugeldum brent og skot hvinu viða við. Úti í Örfirisey var efnt til veglegrar brennu. Eftir mið- nætti fögnuðu söng-fjórmenningarnir, Fóst- bræður, hinn nýja ári með nokkurum lög- um, fyrir framan hús Halldórs bankafé- hirðis. Guðsþjónusta á morgun: I dómkirkjunni kl. 12 sira Jóh. Þ. - - 5 - Bj. J. - Frikirkjunni — 12 — Ól. Ól. Hjúskapur. Oddur Bjarnason, lngólfs- stræti 23 og ym. Guðlaug Þ. Þórarinsdóttir, Grettisgötu 31. Gift 5. jan. Eyólfur Pétursson, bóndi frá Tumakoti i Vogum og ym. Margrét Helgadóttir, s. st. Gift 5. jan. Kvikmyiidasýning fyrir börn. í gær- kveldi kl. 6 var 300 fátækum börnum hér i bænum boðið til að sjá kvikmyndir i Bió. Það var verzlunarmannafélagið, sem gekst fyrir þvi — og var það aukageta við jóla- glaðninginn milli jóla og nýárs. — Börnin skemtu sér fjarskalega vel — að dæma eftir hlátrinum og lófatakinu. Leikhúsið. Nú er búið að leika Fjalla- Eyvind 8 sinnum — jafnan fyrir fullu húsi. Hann verður leikinn bæði i kvöld og á morgun. Það bætir mikið úr hinni löngu bið milli þáttanna, að dálitill hljóðfæraflokkur leikur á pianó (frk. Marta Indriðadóttir), harmo- nium (frk. Sigriður Þorsteinsdóttir) og fiðlu (hr. Theódór Árnason) — áhorfendum til skemtunar. Skipafel•ðiI•. Modesta, gufuskip, með flutning til miljónarfélagsins, kom hingað á gamlaárskvöld og hafði meðferðis allmikinn póst. Útivist barna A kvöblin. Nefnd skipaði bæjarstjórn fyrir nokkru til þess að ibuga með hverju móti væri hægt að hefta útivist unglinga hér i bænum innan fermingar seint á kvöldin. Nefndin lagði til, að lög- regluþjónum væri heimilað að visa heim unglingum innan fermingar, sem eigi væru i fylgd foreldra sinna eða annarra fullorð- inna vandamanna, eftir kl. 10 á kvöldin. En þá tillögu feldi bæjarstjórnin i fyrra- dag. Bankarnir. Herra skrifstofustjóri Indriði Einars- son hefir í 80. tbl. ísafoldar f. á. ritað grein um bankana 3 síðustu árin, og hefir, eins og vænta mátti af svo skýrum manni og jafnframt kunnum bankamálum, gefið ýmsar mjög mikils- varðandi og fróðlegar upplýsingar um rekstur íslandsbanka; og þar sem hann, eins og hann sjálfur kémst að orði. »er kunnugur maður þar«, 2: íslandsbanka, eru þessar upplýsingar ekkert marklaust hjal, sem ekki megi byggja á, heldur umscgn manns, sem veit hvað hann talar um. Hinn háttvirti höfundur skýrir fyrir mönnum, hve ákafs trausts íslands- banki njóti erlendis, færir sem dæmi upp á það, að hinir erlendu bankar ceppist um að gjöra hann að við- skiftamanni sínum, »eins og Islands- banki væri Englandsbanku segir hinn láttvirti höfundur. Það er ánægju- egt fyrir oss íslendinga að eiga slika stofnun í landinu, sem nýtur þessa :'ramúrskarandi trausts í útlöndum. Ut úr þessu langar mig til að athuga eftirfylgjandi. Eins og nú er ástatt hér i landi má það heita frágangssök fyrir þá, sem fasteignir eiga, að fá lán út á lær; bæði eru lánin tiltölulega lág, en það sem þó er verra, er að veð- deildarbréfin falla nú óðum í verði, með því að Islandsbanki er einn um hituna til þess að kaupa þau, og af- föllin af bréfunum voru nú siðast, þeg- ar eg vissi, 6 krónur af hverju 100 króna bréfi. Allir sjá hve ákafan hnekki þetta getur gjört framförum i landinu, ekki sizt tramförum i búskap, og má þetta því ekki svo búið standa. Larids- bankinn á ílt með að selja bréfin eða kaupa, sökum þess hve mikið fé ’nann verður að festa í útlánum, og neyðist því til að horfa upp á, að íslandsbanki setji það verð á þau, er honum sýn- ist, nú seinast 94 krónur hverjar 100 krónur. Stjórnin situr hjá og horfir á, en hefir þó heimild frá alþingi >09 til þess að taka miljón lán til þess að kaupa veðdeildarbréf fyrir; en svo komum við nú að aðal- efni málsins. Við höfum hér í landi peningastofnun, sem líkja má við Eng- landsbanka; þessi lánsstofnun hefir fengið réttindi til þess að lána út á fasteignir með veðdeildarkjörum og gefa út veðdeildarbréf. Enginn efi getur á því leikið, að ef íslandsbanki er sá banki, sem skrifstofustjórinn segir og ej hann vill líta á hag almennings (um hvorugt efast ef), þá muni hann nú þegar fara að nota réttindi sín, veita veðdeildarlán og gefa út veð- deildarbréf, sem auðvitað væri mjög hægt fyrir banka í sliku áliti að fá gott verð fyrir. Með þessu móti greiddist úr öllum vandræðum, menn fengi betri lán út á eignir sínar, og auðvitað yrði íslandsbanka þakkað þetta að verðleikum. Eg vonast til, að hinn háttvirti skrif- stofustjóri láti hið bráðasta uppi vel- þóknan sína og bankans á þessari uppástungu, helzt á prenti. Við nákvæman lestur á grein hans í 80. tbl. ísaf. sé eg ekki, að hann í neinu hafi nokkuð veruiegt að athuga við grein mína í blaðinu á undan; hann snýr á stöku stað inn á alt aðrar götur, svo sem með veltuféð. Eg hefi talað um, að í 2 ár hafi íslandsbanki minkað lána og verðbréfaeign sína um 1V4 miljón, með öðrum orðum eigi minna hjá mönnum en áður, hafi minkað útlán sín frá því sem fyrir var; en háttvirtur skrifstofustjórinn fer að tala um hve miklir peningar hafi komið inn í landið fyrir hans milligöngu. Satt að segja bjóst eg lika við, að hann mundi setja á eftir þá peninga, sem fyrir hans milligöngu hafa farið út úr landinu, svo sem allar innheimtur o. m. fl. Mér finst nú reyndar á hvorugu orð gerandi. Þetta sem skrifstofustjórinn telur upp er almenn bankaverzlun og ekkert annað. Eitt atriði í grein skrifstofustjórans get eg ekki fallist á, en það er þegar hann er að þakka íslandsbanka fyrir, að nú sé allur fiskur, sem út sé flutt- ur, borgaður í peningum, og að sjó- menn og sjávarbændur, sem sjaldnast sáu silfurmynt (2: áður en íslands- banki komst á stofn) fá vinnu sína og vöru alla borgaða i peningum. Hér er tvent við að athuga. í fyrsta lagi munu vörukaup í landinu fyrir peninga vera eldri en íslandsbanki, eða minnist höfundurinn ekki fjár- kaupa Englendinga, eða það sem nær liggur, fiskkaupa Edinborgarverzlunar komin í hendur 12 manna félagi í Hafnarfirði, og eru í því m. a. 5 helztu smiðir bæjarins. Verksmiðjan á framvegis að heita: Dvergur, trésmíðaverksmiðja og timbur- verzlun Ag. Flygenring & Co. — í áður en íslandsbanki þektist hér, og | stjórn hennar eru Ágúst Flygenring kaupm., trésmíðameistararnir Guðm. Einarsson og Ingibergur Þorkelsson, Þórður Edílonsson læknir og Sigfús Bergmann kaupm. og er hann fram- kvæmdarstjóri. Verksmiðjan á von á úrvalstimbri frá Svíþjóð á næstunni. Jóhannes Reykdal er fluttur að Set- bergi og farinn að búa þar. í öðru lagi held eg að mikið vanti á, að sjómenn og sjávarbændur fái vinnu sína og vöru alla greidda i peningum. Þetta er slik fjarstæða, að eg á ilt með að skilja, að jafn glöggur og kunnugur fjármálamáður sem höfund- urinn er sagður að vera, skuli geta látið sjá annað eins eftir sig. Eg vil ráða honum til skrifa nokkrum sjó- mönnum og sveitabændum út um landið og sjá hvað þeir segja. Eg mun athuga aðra kafla greinar herra skrifstofustjórans síðar, og þá ef til vill væntanlegt svar hans upp á þessa grein, ennfremur fræðast af hon- um um sum atriði í bankarekstri Is- landsbanka, sem eg á bágt með að skilja. Ó. G. Eyólfsson. Vikið frá embætti. Þorvaldi Pálssyni héraðslækni Horn- firðinga hefir verið vikið frá embætti um stundarsakir — fyrir þær sakir, að hann hefir dvalist erlendis leyfis- laust all-lengi og engan mann fengið í sinn stað til að gegna embættinu. Nýárssundið. Erlingur Pálsson hlýtur bikarinn. Á nýársdagsmorgun kl. 10 8/4 fór fram þriðja sinni kappsund um »ný- ársbikar Grettis« — þann er Guðjón Sigurðsson úrsmiður gaf fyrir tveim árum og þeim reglum er háður, að vinna verður hann prisvar í röð til þess að eignast hann. Tvö siðustu árin hefir sami mað- urinn unnið hann: Stefán Ólafsson, en hann kepti ekki þetta sinni og það gerði ekki heldur sundkappi íslands, Benidikt G. Waage, er það virðingar- nafn hlaut i sumar við íslandssundið. Var það leitt, að hvorugur þeirra skyldi reyna sig þetta sinni, af því að fyrir bragðið verður samanburður erfiðari. En þeir bera við, að þeir hafi átt svo annríkt við dagleg störf í vetur, að þeir hafi eigi getað unnað sér neins tima til iðkunar sundíþrótt- ar. — Keppendur við nýárssundið 1912 voru 7. Sundbilið var 50 stikur. Miklu fljótastur sundmanna reyndist Erlingm Pálsson, sonur Páls Erlings- sonar sundkennara. Hann svam þetta bil á 37 x/2 sekúndu — en í fyrra svam Stefán það á 42 sek., og í hitt eð fyrra á 48 sek. — Næstur Erlingi varð Sigurður Magnússon (45 sek.), og þá aðrir lengri tíma. Erlingur er afbragðs sundmaður, fer bæði flljótt og fallega. Aðrir keppendur voru: Guðm. Kr. Guðmundsson (49 x/2 sek.), }ón Sturlu- son (josek.), Jón Tómasson (josek.), Sigurjón Pétursson og Sigurjón Sig- urðsson. Dómnefnd skipuðu: Björn Jakobs- son leikfimiskennari, Guðm. Björns- son landlæknir og Matthías Einarsson læknir. Að sundinu loknu flutti land- læknir stutta ræðu fyrir minni ætt- jarðarinnar. Mintist sérstaklega æsku- lýðsins og skifti honum i tvent og lét vera mikla sprungu milli. Öðrum megin sprungunnar taldi hann þá, er drykkju stríðsöl á nóttunni og vektu sig og aðra góða menn með hávaða, en dottuðu á daginn, eftir næturverk- in: — brotin gler og glóðaraugu, en hinum megin þá er svæfu á nóttunni, en væru spil-lifandi á daginn — og taldi fulltrúa þeirra m. a. þá er hér hefðu sund þreytt og þá er stæðu yfirleitt að íþróttavakningunni á síð- ustu árum — ungmennafélagana, sem væru að koma upp skógunum, gera gróðurreiti, iþróttavelli o. s. frv. Ósk- aði að liðsmennirnir þeir yrðu æ fjöl- mennari — og bað menn láta landið lifa upp á það. (Nífalt húrra). — Þá bað Sigurjón glímukappi fólkið hrópa ferfalt húrra fyrir nýárs-sundkappan- um Erlingi og var því tekið af alhug. Það brast á við nýárssundið síðasta, að veður var helzti milt — ekkert vetrarveður og vaskleikans sundmanna að kafa sjóinn gætti því eigi eins og ella mundi. Trésmídaverksmiðjan í Hafnarfirði, sem fóhannes Reyk- dal hefir rekið síðustu 7 árin, er nú íþróttavöllurinn. Nú er komið ágætt svell á íþrótta- völlinn og verður hann opnaður í kvöld kl. 9. Gasljós verða tendruð og völlurinn skreyttur með jólatrjám og leikið á lúðra. Ef veður leyfir á morgun verður leikinn knattleikur á ísnum, íshocheykl. 2, en kl. 6 verður flugeldum brent — og líklega haldið frá Austurvelli laust fyrir 6 með blys og lúðrahljóm í broddi. Ymisl. fl. verður til skemtunar. Hefirðu heyrt það fyr? Aiur i vtgg úti er hregg. — Hefiröu heyrt það fyr? Lesið hefi eg nýlega i landhagsskýrslu útlendri, að nær því annaðhvort kaupskip i heimi sé brezkt, 6. hvert frá Bandarikjum í N.-Ameríku, 15. hvert norskt, 40. hvert sænskt og 90. hvert danskt. — Haft er eftir stjörnufræðingum, að sporbraut jarðar sé 130 miljónir milna og að eftir henni renni jörðin 4 milur á sek- hverri. En allgóðar járnbrautarferðarhraði er 4 mílur á kl.stund. — Gamall prestur i Wiirtemberg hefir safnað á 33 árnm 12,000 pundum i frí- merkjum, selt það á nær 80,000 kr. og lagt i heiðingjatrúboðs guðskistu. — Meðal fundins fjár í Lundúnum í hitt eð fyrra voru 7000 barnsvagnar og 27,000 regnhlifar. — Lögmaður einn í Arósum var nýlega sektaður um 100 kr. fyrir að segja að nið- urjöfnunarnefndin lygi. — Páfinn kvað hafa bannað nýverið kaþólskum klerkum að eiga heima samhýsis við nokkurn kvenmann, þótt náskyldur sé. — Mælt er, að reykt sé á ári hverju um heim allan nær 30 milj. (30,000,000) pund af tóhaki. — Kona giftist í 12. sinn í haust i Evans- villi i Ameríku. — Rússnesk greifafrú lögsótti i haust franskan málara fyrir að hann lét vera 10 undirhökur á mynd, sem hann gerði af henni, — Rússar halda 100 helgidaga um árið. Þingnefnd hefir nú lag't til, að þeim verði fækkað ofan i 78. — Díógenes heimspekingur rakst einu sinni á mann, sem verið var með á leið i fang- elsi fyrir að hann hafði stolið einhverju litilræði. Hvers vegna varstu svo heimskur, spyr hann sökudólginn, að stela ekki svo um munaði ? Þá hefðir þú átt kost á að snara öðrum i fangelsi. — Eftir O. heitnum stúdent, er prest- ur var síðast að B., er margt haft skrít- ið. Þetta er eitt, um konuna hans: Það er munur d henni Gunnu minni núna eða í tilhugalifinu okkar. Þá blik- uðu blessuð bldu augun hennar eins og stjörnur himinsins og munnurinn var eins og minsta snœldugat. Nú glóir í glóðrauðar andsk. glirnurnar d henni og kjafturinn nœr út undir eyru. Stúlka, hraust og þrifin, sem getur passað ungbarn, óskast nú þeg- ar. Bergur Einarsson sútari. cTramfarqfélacjié heldur fund sunnudaginn 7. þ. mán. kl. 5 e. hád. í Iðnaðarmannahúsinu. }ón Ólafsson heldur fyrirlestur. Óskað að sem flestir komi á fundinn. HOLLANDSKE SHAGTOBAKKER Golden Shag med de korslagte Piber paa grön Advarseletiket. Rheingold. Special Shag. Brillant Shag Haandrullet Cerut »Crown«. FR. CHRISTENSEK 4 PHILIP KÖBENHAVN.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.