Ísafold - 13.01.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.01.1912, Blaðsíða 1
Kemui út fcvisvar i vikn. Verö Arg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendi* ð kx. efca l1/* dollar; borgist fyrir miöjan júli (erlendii fyrir fram). 1SAF0LD UppsOgn (skriflog) bnndin vib Aramöt. ev ógiid nema komin sé til útgefanda ‘fyrir 1. nkt. eg aaapandi sknldlaas vib blabib Afgreiðsia: Anrtnrstrflp.ti 8. XXXIX. árg, Reykjavík 13. jan. 1912 2. tölublað I. O. O. F. 931219 Bókasaín Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. Þjóðmenjasafnið opið A sd., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 6l/s—7. K. P. U. M. Lestrar- og skrifstofa frA 8 árd. til 10 sðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* siðdegis. Landakotskirkja. öuðsþj. 9 og 0 A helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10x/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 l/a, ó^/a-ð1/*. Bankastj. við 12-2 Landsbókasatn 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið A þrd. fmd. og ld. 12—1 Landslminn opinn virka daga 8 Ard. — 9 síðd. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i Þingholtsstræti 28 þriðjd. og föstd. 12—1 NAttúrugripasafn opið l1/*—21/* A sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hAlslækning Pósthús- stræti 14 A fimtud. 2—8. Ókeypis augnlækning í Lækjargötu 2 miðviku- daga 2—8. StjórnarrAðsskrifstofurnar opnai 10—4 daglega. Sýning gripa Jóns Sigurðssonar i Safnahúsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str. 14 B mánud. 11—12 Vífilsstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1. FaiaDóaáníiMtariim .Ingólfur* fer til Borgarness og Akraness 17., 27. janúar. Keflavíkur 14., 20., 24. janúar. Jörö til sölu. Með því bróðir minn, Vernharður Kristjánsson, ábúandinn á Hofi á Kjalarnesi, er látinn, fæst það höfuðból til kaups og ábúðar á næsta vori. Semja má við undirritaðan eiganda jarðarinnar. Reykjavík 12. janúar 1912. Björn Kristjánsson bankastjóri. Sérmál vor meðal Dana. Óréttmæt ihlutunarsemi. Sá nýr siður var tekinn upp eftir ráðherraskiftin 1909 — að fara með íslenzk, innlend deilumál af þeirra rétta véttvangi — á danskan grund- völl, í dönsk blöð. Hemastjórnar- mennirnir — er sig svo kalla — tóku þá að bera vopn sín á ráðherra íslands og aðra andstæðinga sína hér heima, eigi einungis í íslenzkum, heldur líka í dönskum blöðum — og í dularhjúpi. Sú bardaga-aðferð hafði þá um langa hrið eigi átt upp á pallborðið hjá oss íslendingum, — enginn léð sig til að beita henni um 30—40 ára bil eða frá þeim dögum, er íslenzkir myrkra- sveinar voru, úr skúmaskoti, að reyna að flá bak Jótis Sigurðssonar í dönsk. um blöðum. En 1909 varð /ícimastjórnarmönn- um eigi bumbult af því að feta dyggi- lega í fótspor hinna gömlu þjóðar- ódrengja — og tóku að ausa ráð- herra B. J. og sjálfstæðismenn látlausu niði hjá dönsku mömmu og kinnokuðu sér eigi við í dönskum blöðum að heita á fulltingi Dana um að »gera sig gildandi* í íslenzkum málum, beita sér fyrir þau mál, er þeir (heima- stj.m.)Þráðu að fram gengju, en móti þeim málum, er þeir vildu feig. Oft hefir verið bent á það hér í blaðinu, hvihkt öfugstreymi lýsti sér í þessu og hve hættulegur þessi grái leikur heimastjórnarmanna gæti orðið. Þetta er nú komið á daginn. Vopnaleikurinn um islenzk sérmál og íslenzka menn í dönskum blöðum, sem heimastjórnarmenn hafa átt að upptökin, hefir nú dregið þann dilk á eftir sér, að dönskum blöðum virð- st nú eigi nema sjálfsagt, að þau leggi orð í belg með um íslenzk sér- mál — svo sem væru þau þeim alls eigi óviðkomandi; — krefjast ótvíræðs tillöguréttar um þau og virðast meira að segja líta svo á, að Danir eigi að ráða úrslitum þeirra, en vér eigi. Nýjust dæmi þess eru skrif hinna dönsku blaða um stjórnarskrá vora frá síðasta þingi, þetta sirtnál sértnál- anna, sem engum kemur við öðrum en íslendingum og konungi þeirra. Dönsk blöð hafa undanfarið gert sér afardælt um stjórnarskrár-málskraf — einkum aðalblað hinnar dönsku stjórnar, Riget. Það hefir hvað eftir annað krafist þess, að stjórnarskrár- frumvarp síðasta þings verði dauða- dæmt af staðfestingarvaldinu. Isaýold eggjaði þegar, er tók að bóla á þessum bollaleggingum hins danska blaðs, alla góða íslendinga til sam- heldi um að veita órjúfanlegt viðnám þessarri alls óréttmætu ihlutunarsemi um íslenzk sérmál af Dana hálfu. Er það oss því mikið fagnaðarefni, að sú eggjun virðist ætla að bera árangur. Sá ma'urinn, sem heimastj m. nota alloft til að túlka sínar hugsanir og fyrirætlanir, J. Ól., er sem sé kom- inn svo langt á samheldissveifina í þessu atriði, að hann telur engan Is- lending til vera, setn tnuni taka vel hinni dbnsku íhlutunarsemi. Meðat ís- lendinga telur hr. J. Ól. sig óefað og úr því að komin er yfirlýsing í þessa átt frá honutn, sem einna hættast var um í þessu máli, samkv. framkomu hans á eýri árum, þá má væntanlega treysta öðrum. En með hverju móti verður bezt sýnt af oss íslendingum, að vér tök- um illa hinni dönsku íhlutunarsemi ? Því er fljótsvarað. Með pví að satnpykkja stjórnarskrána ýrá 1911 óbreytta í einu hljóðiá auka- pinginu. Það er ótviræðasta svarið. Það er beinasta svarið. Það er bezta svarið. Stórslys í Yestmanneyjum 6 menn drukna. (Símfregn). Á miðvikudaginn, síðari hluta dags, vildi það slys til í Vestmanneyjum, að bát með 6 mönnum hvolfdi, og druknuðu þeir allir. Þetta gerðist síðari hluta dags, milli kl. 5 og 6. Mótorskipið Nordlyset hafði slitið upp á höfninni og rak um hana fram og aftur. Mótorbátur einn lá úti á höfninni og voru eig- endur hans hræddir um, að skipið mundi rekast á hann og eyðileggja. Varð það því að ráði, að 6 menn skyldu fara út i mótorbátinn og haf- ast við í honum um nóttina til þess að forða honum grandi. Veður var eigi mjög ilt er þeir létu frá landi, mikil úrferð að vísu, en ekki mjög hvast, en báturinn, sem þeir voru á, litil katia. Þeir fóru út milli hæjar- bryggjunnar og Edinborgarbryggju. Vita menn eigi gjörla hvern veg slysið hefir að borið, en geta sér til, að báturinn hafi eigi borið svo marga menn, heldur fylt og siðan hvolft. Þetta var örskamt frá landi og tók líkin að reka um nóttina, 5 þeirra, en hið 6. í fyrradag. Þessir voru mennirnir, er druknuðu: Sigurður Sigurðsson (form.) frá Fryden- dal, Einar Halldórsson frá Sandprýði (kvæntur, á 2 börn), Guðmundur Guð• tnundsson frá Lambhaga (kvæntur, á 3 börn kornung), Magnús Ingimmdarson Sun-Yat-Sen, forseti hins nýstofnaða kínverska iýð- veldis. Hann hefir dvalist í Vestur- heimi mörg ár, en sneri heim í föður- land sitt, er byltingin hófst. Hcilsuhælid á Vífiisstöðum. Það er suður- og vesturhliðin sem á sér, en lengjan vestur úr því er skálarnir, sem hælisbúar hvíla í á daginn. Heilsuhælið mun vera langvandaðasta hús á öllu landinu. Það hefir kostað um 300.000 kr. alls. (kvæntur, á 3 börn). Ennfremur tveir Austfirðingar frá Norðfirði: Hans Ein- arsson og Vilhjálmur hét hinn, en föðurnafnið er oss ókunnugt um. Bókaradeilan. Stjórnarblaðið hefir hvað eftir ann- að gefið í skyn, að Björn Kristjánsson bankastjóri muni í embættisnafni hafa gefið stjórnarráðinu ranga skýrslu um tillögur annars gæzlustjórans um hvern setja skyldi i bókarastöðuna. Út af þessum aðdróttunum blaðsins fann ísaf. hr. B. Kr. að máli í gær, til að spyrjast fyrir um þær. Tjáði hann oss, að vitaskuld væri enginn minsti flugufótur fyrir aðdróttunum blaðsins og 'hafi hann fyrir margt löngu (9. okt.) lagt fyrir rétta hlutað- eigendur, þ. e. stjórnarráðið, eins og hann hafi talað um í grein í ísafold snemma í okt., sjálýa ýundargerðina aý ýundi hans og gazlustjóranna beggja, sem meira að segja var orðuð aý J. Ol. gcezlustjóra — og hafi eigi enn fiam á þenna dag heyrst otð um það frd stjórnarráðinu, að það hefði nokkuð við þetta að athuga. - Dylgjur blaðsins og aðdróttanir eru þar með fallnar og að engu orðnar. ~—i----^DrSrJljÞ'tVcjBc— Sjálfstæðismenn og bæjar- stjórnarkosningarnar. íkvöld kl. 8>/g verður haldinn í Báru- búð almennur flokksfundur Sjálfstæð- ismanna. Umræðuefni: Bajarstjórnar- kosningarnar. Það er mjög áríðandi, að allir Sjálfstæðismenn, hvort heldur karlar eða konur, sem því geta kom- ið við, sæki þenna fund. Erlendar símfregnir. Frakkneska stjórnin fallin. Khöfn 12. jan. kl. tí,S6 sd. Frakkneska ráðuneytið I er fallið. Ástæðan missætti milli yfirráðherrans og ut- anrikisráðherrans út af Marokkomálinu. Caillaux-ráðuneytið tók við völdum um mánaðamótin júní og júli í fyrra- sumar af Monis-ráðuneytinu. Málið, sem það hefir öllum öðrum frernur haft af að segja, er Marokkoprœtan. Málalok hafa þar hallast á Þjóðverja,' en hin frakkneska stjóin komið sinni ár mætavel fyrir borð. Þvi furðulegra er það, að þetta mál skuli valda falli , ráðuneytisins, svo sem símfregnin hermir. Ráðuneytisskifti á Tyrklandi. Missímast hafði í siðasta blaði, svo sem vér gátum til, Tyskland fyrir Tyrkland. Fyrirspurn var gerð um það símleiðis og var leiðrétt þann Hilmi Paslia, (sem nú er væntanlega orðinn stjórn- arformaður í Tyrklandi). veg. — Því var spáð þegar í byrjun ófriðarins, að tyrkneska stjórnin, sem þá var, mundi verða að láta af völd- um, Said stórvezír þoka fyrir Hilmj Pasha, sem er alkunnur stjórnmála- maður og einn af dugmestu mönnurrj Ungtyrkjanna. öjafir og áhcit til Heilsuhælisfélagsins. G. G. 4.00, Sv. B. 5.00, N. N. Borgarnesi 4.00 . . . 13.00 Gjafir og áheit frá Brjánslæk . 12.60 Mýramaður 10.00, — stúlka í Reykjavík 2.00 .... 12.00 N. N. 2.00, X 2.00, kona í Mosfellsveit 2.00 . . . 6.00 S. P. 5.00, J. S. 3.00, J. A. S. 13.00, G. G. 5.00 . . . 26.00 Kona í Leirársveit 1.00, stúlka i Suðurgötu 2.00 . . . 3.00 Gjöf, afhent af ungfrú Halldóru Olafsdóttur.................12.00 Lestrarfélag Kjalnesinga 10.00, kona á Kjalarnesi 5 . . 13.00 Ymsir leslrarfélagsmenn á Kjal- arnesi......................28.25 2+10 10.00, N. N. í Garðin- um 8.00.....................18.00 Sent af gjaldkera Ögurdeildar: N. N. 10.00, bóndi við Djúp 20.00..................30.00 Ö. 5.00, Isfirzk stúlka 4.00 9.00 jólagjafir frá sjómönnum i Ög- urnesi og Ögurvík . . 21.46 Guðm Sigurðsson Litlu-Hildis- ey 5.00, Cag Z 10.00 . 15.00 Þingeyingur í Norður-Dakota 100.00 Kr. 321.31 Arið 1911 hafa gefist rúmar 2600 kr. í Ártíðaskrá Heilsuhælisins. Til minningar um Ragnar heitinn Þorsteinsson verzlunarmann voru gefn- ar 89 kr. 50 aurar. Jóti Rósenkranz. Bæjarstjórnaikosningar. A Isdfirði eru nýkosnir i bæjarstjórn Ólafur Davíðsson verzlunarstjóri (um 150 atkv.), Sig. Jónsson kennari (132 atkv.) og Jóhann Þorsteinsson kaupm. / Haýnarfirði voru þeir Sigurgeir Gislason verkstjóri og Þórður Edí* lonsson læknir endurkosnir í bæjar- stjórn á laugardaginn. Hér í bæ er gert ráð fyrir, að bæ- jarstjómarkosningin muni fara fram laugardag 27. jan. — Kjörskráin ligg- ur frammi í bæjarþingstofunni til 20. jan., kl. 10—3 á hverjum degi. Hið fallna frakkneska ráöuneyti. í miðjunni yfirráðherrann Caillaux (1), í horninu til vinstri utanríkisráðherrann de Selve8 (2). Aðrir helztu mennirnir í ráðuneytinu voru Delcasse flotamálaráðherra (5) og dómsmálaráðherrann Cruppi (10). K

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.