Ísafold - 20.01.1912, Síða 1

Ísafold - 20.01.1912, Síða 1
Kemui át tvisvHr L viku. Verf) árgr. (80 arkir minst) i kr. erlenrtia 5 kí e*a 11/« dollar; borgist fyrir miðjan iúli (erlendif fyrir fram). ISAFOLD UppBÖsrn (skrifleg) bnndin vib Aramót, er ógila nema komln eé til útgefande Jfyrir 1. okt. *g aaapandi aknldlaoa vib blabib Afgreibela: Aaatnratrnti 8, XXXIX. árg. Reykjavík 20. jan. 1912. 3. tölublað I. O. O. F. 931219 Bókasaín Alþ. lestrarfól. Pósthússtr. 14 ð—8. Þjóðmenjasafnið opið á sd., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sócl. Alm. fundir fid. og sd. 8 l/a síðdegis. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10*/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 x/a, öVa-B1/*. Bankastj. vih 12-2 Landsbókasaín 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasaíniö ó þrd. fmd. og Id. 12—1 Landsíminn opinn virka daga 8 árd. — 9 síðd. belga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i Þingboltsstræti 28 þribjd. og föstd. 12—1 Náttúrugripasafn opið L J/s—2‘/a á sunnudögum ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 A fimtud. 2—8. Ókeypis augnlækning í Lækjargötu 2 miðviku- daga 2—3. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnai 10-4 daglega. Sýning gripa .Tóns Sigurðssonar l Safnahúsiuu opin kl. 12—2 bvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str. 14 B n-ánu l. 11 — 12 Vifilsstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1. Faxaflóapfflbáturinn ,Ingólfur‘ fer til Borgarness og Akraness 27. janúar. J*Keflavíkur 20., 24. janúar. Jörð til sölu. Með því bróðir minn, Vernharður Kristjánsson, ábúandinn á Hofi á Kjalarnesi, er látinn, fæst það höfuðból til kaups og ábúðar á næsta vori. Semja ntá við undirritaðan eiganda jarðarinnar. Reykjavík 12. janúar 1912. Björn Kristjánsson bankastjóri. Orðin ,í ríkisráði‘. Það mun eigi leika á tveim tung- um, að alþingi haíi felt úr síðustu eudurskoðun stjórnarskrárinnar orðin: »í ríkisráði« af þeirri ástæðu helzt, að þau eru ákvæði löggjafarvalds al- þingis um »alment málefni rikisins* eða »sameiginlegt« mál. Að sú ástæða alþingis eigi við góð og gild rök að styðjast, verður vist ekki rengt. Því að bæði er það, að seta ráð- herra íslands i ríkisráði Dana er — í eðli sínu — sameiginlegt mál, og svo stendur hins vegar fast hið form- lega atriði, sem vegur ærið eitt, að pessa máls er að enpu qetið í upptaln- ingu sérmála íslands í 3. gr. stöðu- laganna. En þau mál, sem þar eru ekki talin »sérstakleg málefni Islands«, verða að vera »almenn málefni ríkis- ins« eða »sameiginleg« mál. Á þenna hátt hlýtur að minsta kosti pað löggjafarvald, sem bak við stöðulögin stendur — konungur með rikisdegi — að virða þetta efni. Og óhætl virðist maður mega fullyrða, að allir alþingismenn hljóti að vera á sömu skoðun. Niðurstaða: seta ráðherra Islands i ríkisráði Dana er »alment máleíni ríkisins« »eða satneiginlegt« mál. En 'hvernig er nú löggjafarvaldi al- þingis markað starfsvæði andspænis »almennum málefnum rikisins«, eða svo nefndum »sameiginlegu málum?« Það er gert á þann hátt, er hér segir: Stöðulög kveða svo á í 2. gr. »Á meðan að ísland hefir ekki fulltrúa á rikisþinginu, tekur það engan þátt löggjöfinni um hin almennu málefni ríkisins«. í öðrum lið 1. gr. mælir stjórnar- skrá íslands svo fyrir: »Samkvæmt 2. gr. í téðum lögum 0: stöðulögunum) tekur ísland aftur á móti engan þátt í löggjafarvaldinu að því leyti, er snertir hin almennu málefni ríkisins, á meðan það hefir ekki fulltrúa á rlkisþinginu«. Brýnna þverbann gegn því, að al- þingi taki nokkurn þátt sen stendur löggjöf um nokkurt alment málefni ríkisins en hér er skráð, geta menn ekki hugsað sér. Að löggjafarnir, sem þverbannið hafa sett, krefjist þess að alþingi, sem rauf það í fyrirmununar-plágunni 1903, skuii halda áfram að þverbrjóta það, eftir að það (þingið) er aftur horfið til skyldugrar hlýðni við bannið, hlýtur að vera ósatt; slíkt væri alt annað en »statemanship«. Svar al- þingis, með klett lagantra að bak- hjarli, getur maður, eða ætti að geta, séð í hendi ?ér: »Hér eru lögin; þau orka ekki tvímælis; við þau stönd- um vér; vér getum ekki annað. Meðan þau standa, verður ekkert ákvœði um sameiginlegt mál felt inn í stjórnarskrá vora, sem eftir fyrirsögn sinni og fyrra lið 1. gr. er »Stjórn- arskrá um hin sérstaklegu málejni Is- landsi., er veitir landinu »löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig i öllum peim málefnum, sem varða Island sérstaklega.* Hefir alþingi nokkurn tíma átt eins einfaldri og eins sjálfsagðri þegnskyldu að gegna við konung sinn, sem »sett- ur er yfir lögin« eins og þeirri, að fella úr endurskoðaðri stjórnarskrá ís- lands orðin »í rikisráði?* Svari þingmenn I En svari kjósendur þingmanna líka I Vindex. Ath. Hinn háttv. greinarhöf. lítur svo á, senr margir aðrir, að alþingi hafi farið inn á svið, sem lá fyrir utan heimild þess 1903. Aðrir líta svo á, að Danir hafi með því að leyfa að setja orðin »í ríkisráði* inn í sér- málafrumvarp vort, 0: stjórnarskrána, viðurkent, að þetta ákvæði heyrði undir sérmálasvið vort. Hver skoðunin er réttari skiftir í þessu efni engu máli. Það gildir alveg einu hver skoðunin er réttari talin, því að ejtir báðurn brestur Dani alla rétt- mæta heimild til að ónýta gerðir þingsins síðasta i stjórnarskrármálinu. Hvað hefir konungur sagt við Kristján Jónsson? Enn er stæla um það, hvað þeim hafi í milli farið um ríkisráðsákvæðið, konungi vorum og Kr. Jónssyni. Milli jóla og nýárs símaði tíðinda- maður blaðsins Politiken hér í bæn- um orð Kr. Jónssonar í lngólfi um að engin synjunaryfirlýsing hafi kom- ið fram af konungs hendi um stjórn- arskrárstaðfestingu. Þessu svarar hr. /. C. Christensen svo í blaði sínu í janúar: »Þessi yfir- lýsing jœr oss undrunar. Vitaskuld hefir hr. Kr. Jónsson eigi jengið opinberlega yjirlýsingu um petta, pað er rétt. En ej hann yfirleitt hefir átt tal við hans hátign um málið, sem auðvitað er, að hann hefir gert, pá •hefir hann fengið að htyra álit konungs«. íþróttasamband íslands. í ráði er að stofna hér i höfuð- staðnum, í þessum mánuði, sambanc fyrir íslenzk íþróttafélög um alt land. Undirbúningsfundur var haldinn með stjórnum íþróttafélaganna hér í bæ fyrrakvöld og tekið mjög vel í þa? mál. Forgöngumaður þessa hefir verið Sigurjón Pétursson glímukappi. Landar erlendis. --- Kh. % ’12. Jóhann Sigurjónsson. A Fjalla-Eyvind ileðst enn hrós á hrós ofan og það meira en dæmi eru til um nokkura bók hér á síðustu árum. Það er efa- mál, þó að flett sé upp gömlum rit- dómum um heimsfræga höfunda, eink- um fyrri bækur þeirra, að þar geti að líta jafneinróma lof. Jóhann Sigurjónsson. Georg Brandes ritar um Fjalla-Eyvind »Politiken« á jóladaginn og ber á lann mesta lof. Blaðið hafði beðið hann Brandes) ásamt nokkrum öðrum höf- undum að svara þeirri spurningu, hver bók ársins þeim þætti bezt. Brandes nefnir hiklaust Fjalla-Eyvind og telur íann langfremstan allra hóka, sem út lafa komið á árinu í Danmörku, en áður hafði hann ritað Tóhanni bréf til að votta honum alúðarþakkir fyrir bókina. Ennfremur hafa þessir ritað um Fjalla-Eyvind, auk þeirra, sem áður er getið: Skáldið Albert Gnudtzmann í blaðið »Riget«, rithöfundurinn Poul Levin i janúarhefti tímaritsins »Til- skueren« og skáldið Helge Rode í »Illustreret Tidende« — og lofa þeir bókina á hvert reipi. Levin lýkur grein sinni með þessum orðum: »Nýtt skáld — loksinsl« Helge Rode hrósar og ekki síður Bóndanum á Hrauni, sem hann kynti sér meðan bókin lá í handriti hjá Dagmarleikhúsinu, og segir jafnvel enn fegurri náttúruskáld- skap en Fjalla-Eyvind, en framfarirnar þó auðsæar hjá höfundi í öllum per- sónulýsingum. Fjalla-Eyvindur er þegar þýddur á þýzku og hefir handritið verið sent þar nokkrum leikhúsum, en svar ókomið enn. Ennfremur er þýzkt skáld byrjað að semja ljóðtexta í söng- leik, þar sem efnið er tekið úr Fjalla- Eyvindi, en þýzkt söngskáld byrjað á tónsmiðinni. Eins og getið var um áður eru mikil líkindi til, að leikritið verði leikið í París í vetur, en þó mun það ekki fullráðið enn. Síðasti þátturinn kom út í haust á frönsku í tímaritinu »Revue Scandinave«. En þetta var áður en leikritið kom út á dönsku, og breytti höfundurinn þættinum síðar allmikið, svo að hann er allur annar i tímaritinu en í bókinni. ísafold flytur nú mynd af Jóhanni Sigurjónssyni. Hann er rúmlega þrí- tugur að aldri, sonur Sigurjóns fyrr- um bónda á Laxamýri, og fæddur þar nyrðra. Jóhann útskrifaðist úr fjórða bekk lærða skólans 1899 og sigldi þá samsumars til Danmerkur til þess að leggja þar stund á dýralækningar. Lauk hann fyrri hluta prófs í þeirri grein með I. einkunn, og átti skamt eftir, en hann hætti þá snögglega ti þess að gerast rithöfundur. Síðan hefir hann að mestu barist áfram fyrir ritlaun þau, er hann hefir hlotið fyrir verk sín. Hann hefir áður sam- ið leikritin »Dr. Rung« og »Bónd- ann á Hrauni« auk ýmsra kvæða og smásagna í blöðum og tímaritum, dönskum og islenzkum. Næsta bók Jóhanns — eg bið a ’ sökunar, ef eg hefi ekki mátt segja frá því — verður sömuleiðis leikrit og á að heita Galdra-Lojtur. Efnið er tekið úr þjóðsögunni. Bókarinnar mun vera von á þessu ári. StúdentafélagiB hér hafði veglegt Aorláksblót 23. f. m. og flutti Finnur iróf. Jónsson þar snjalt erindi um dýrlinginn. Þar voru minni drukkin og ræður fluttar fram undir morgun. Nýjar Þorlákstíðir voru þar tyrjaðar, eftir Signor. Islendingafélag. Þar var fjölmenn skemtisamkoma 5. þ. m. Auk ýmsra unaðssemda, söng þar Eggert Stejáns- son, Haraldur Sigurðsson lék á flygil, Guðmundur Kamban las upp sögu og danskur fiðlari lék list sina. tms erlend tíðindi. Khöfn, 8. jan. 1911, Franskur njósnari, Lux höfuðsmað- ur, sem dæmdur var nýiega á Þýzka- landi i 6 ára fangelsisvist í Glatz- l’angelsinu, hefir nýlega gert það irekvirki að flýja úr hinu rammbygða virki og komast klaklaust til Frakk- ands. Þetta hefir vakið geysimikla athygli^um heiminn og v?r mannin- urn tekið með allshugar fögnuði á Frakklandi, en Þjóðverjar naga á sér landarbökin. Lux hafði þó verið Njósnarinn Lux. stranglega gætt, en honum tókst að mölva á næturþeli eða saga sundur margfaldar járnstengur og láta sig síga niður fyrir virkisgarðinn. Þar tók bif- reið við honum, því að alt var undir- búið, og flutti hann yfir landamærin. Afleiðingin af þessu verður sjálfsagt sú, að njósnarmenn, sem handsamaðir verða eftirleiðis, sæta harðari hegn- ingu en nú og verður sennilega farið með þá sem venjulega stórglæpamenn. Það er að heyra á Þjóðverjum að minsta kosti. Ofriðurinn. Þaðan eru enn engir stórviðburðir, en miklar deilur eru meðal Tyrkja, sín i milli og er hætt við að illa fari, ef þeir leggjast nú ekki á eitt. Byltingar hafa verið miklar í ráðuneytinu, einkum út af stjórnarskrárbreytingu, sem þar er á döfinni, um að soldáninn geti altaf rofið þingið. Said yfirráðgjafi hefir komist klaklaust út úr deilunum, en nokkrir Ungtyrkir í viðbót komist í ráðuneytið. Friðarhorfur eru enn fremur litlar, þó að jafnan sé að kvisast, að friður sé í nánd. Stjórnin á Ítalíu kvað eiga víst að falla við kosningar, ef hún semur frið með öðrum kjörum en að ítalir hljóti full yfirráð yfir Tripolis og Kyrenaika, en að þessu ganga Tyrkir aldrei að óreyndu frekara viðnámi. Nýjustu fregnir segja, að Bretar hafi spanað ítali upp til að hefja stríðið, og ástæðan hafi verið sú, að Þjóð- verjar hafi ætlað í haust cð reyna að ná fótfestu í Tripolis, en það hafi Englendingar ekki þolað og sagt ítöl- um að ná undir sig landinu, því að ella gerðu þeir það sjálfir (Bretar). Taft og Roosevelt. Það er nú full- ráðið, að Taft ætlar ekki að draga sig í hlé fyrir Roosevelt við næstu for- setakosningar og verða þá sennilega báðir í kjöri. Roosevelt hefir nýlega í tímariti sínu »Outlook« (Útsýn) ráðist á frið- arhugmyndir Tafts og telur þær hræsni eina, en aðhyllist þó gerðardómstóla í ýmsum deilumálum. Friðarveizlu hélt Taft i New York 1 árslok,! en þangað sendi Roosevelt afboð, þá rússneski, tyrkneski og ítalski sendi- herrann og svo hver af öðrum. Til þess er tekið, að Taft hafi í ræðu sinni verið allþokukendur og verið horfinn frá ýmsu, sem menn höfðu búist við, að hann héldi fast fram, eftir því sem á undan var gengið. Nýtt krabbameinsmeðai. Merkur þýzkur læknir, Wassermann að nafni, sem heimsfrægur er orðinn fyrir ráð sitt til að finna sárasótt (syphilis, »Wasser- manns Reaktion*) hefir nú nýlega Wassermann. i’undið meðal við krabbameini og tek- ist að lækna sjúkdóminn algerlega á músum, sem hann hefir haft til til- rauna. Vonandi er að þetta komist engra. Manndauði af eítrun. í Berlin dóu nýlega á 2 dögum margir tugir manna (6o eða 70) af eitrun, en ekki vita menn enn glögt hverskonar. Fólkið var alt fátækra stétta og hugðu menn tyrst, að eitrunin hefði stafað af skemdri, reyktri síld, er fleygt hefði verið og fólkið hirt, en nú þykir það íklegast, að þessu valdi ódýrt, svikið áfengi, svonefnt »metyl-alkohol«, því að af því hafa nokkrir menn síðar beðið bana i Leipzig. Skifting Perslands. Uppgjöf stjórnarinnar. Þingið rofið, ----- Khöfn 8/x T2. Sagan um undirokun Perslands er nú svo langt komin, að Persastjórn gekk 22. f. m. að öllum afarkostum þeim, er Rússar settu henni, og i raun og veru taka af þjóðinni alt sjálfstæði, svo sem áður hefir verið skýrt frá. Rikisstjórinn rauf þingið 24. s. m. og þingmenn, sem mót- mæltu þessu, voru handsamaðir af hervaldi. Raunar er látið í veðri vaka, að kosningar til þingsins fari bráðlega fram aftur, en úr því mun þó ekki verða, enda er alt þingræði í landinu lamað um leið og sjálfstæðið er skert. — Persastjórn hefir síðan bannað alt viðnám gegn Rússum, óeirðir og verzl- unarbann og leggur stranga refsingu við, ef út af er brugðið. í Tebriz, þar sem fleira er af Tyrk- jum en Persum, og því hraustara fólk, hafa íbúarnir reynt að reisa rönd við yfirgangi Rússa, en Rússar haía leikið þá ómjúkt og drepið m. a. fjölda sak- lausra kvenna og barna. Meðferð Rússa á Persum mælist auðvitað hvarvetna illa fyrir. En að eitthvað mælist illa fyrir, þegar um kúgun smærri þjóða er að tefla í Asíu og Afriku, er nú orðið sama sem að enginn láti sig það neinu skifta, etida stjórnast utanríkismál ekki af mannúð og réttlæti. Ekkert stórveldanna segir orð, enda ætla Bretar sér að skifta herfangi við Rússa. ítaksvonin er látin helga eiðrof og ódrengskap.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.