Ísafold - 20.01.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.01.1912, Blaðsíða 2
10 ISAFOLD Erl. símfregnir. Nýja ráðuneytið í Frakklandi. Khöfn 12. jan. 1912. Hið tiýja jrakkneska rdðuneyti er skipað. Yfirráðherra og utanríkismála er Poincaret. Merkustu ráðherrar aðrir eru Leon Bourgeois, Aristide Bri- and, Millerand og Delcassé. Hinn nýi yfirráðherra heitir fullu nafni Raymond Poincaret (lesið: Po- ængkare) og hefir einn um fimtugt; hann hefir verið þingmaður síðustu 24 árin og ráðherra tvisvar áður: 1894—1896 kenslumálaráðherra og 1906 fjármálaráðherra i Sarriens-ráðu- neytinu. Hinir ráðherrarnir, sem nefnd- ir eru, eru allir nafnkunnir stjórnmála- menn úr gjörbótaflokknum, Briand var svo sem kunnugt er yfirráðherra fram til vorsins 1911 og Bourgeois hefir margsinnis áður verið ráðherra (1895 yfirráðherra), sömuleiðis Millerand og Delcassé. Fýzku kosningarnar. Khöfn 16. jan. 1912. Jafnaðarmönnum hefir stórflölgað í þýzku kosn- ingunum. Enn eru óút- kljáðar 189 kosningar. Alls eru í ríkisþinginu þýzka 395 þingmenn — rúmur helmingur kosn- inganna þvi óútkljáður. Friður í Kína. Khöfn 19. jan. 1912. Friður kominn á í Kina. Keisara-ættin afsalar sér völdum. Yuan-8hi-Kai er forsetaefni. Það litur þá út fyrir, eftir þessari simfregn að dæma, að Sun-Yat-Sen ætli að afsala sér forsetamensku í hendur Yuan-Shi-Kai yfirráðherra, til sátta og friðar. -----4.---- Byltingín í Kína. Lýðveldið Suður-Kína og keisaradæmið Norður-Kína? Sun-Yat-Sen forseti. ---- Kh. 8/i ’12. Lýðveldismenn i Kina hafa verið svo bráðlátir, að þeir hafa ekki viljað bíða úrslita þjóðarsamkomu, sem gera átti út um hvort Kína yrði lýðveldi eða þingbundið keisaradæmi, heldur kosið Sun-Yat-Sen forseta í lýðveldinu Kína. Yuan-Shi-Kai er fastur á að reyna að halda í keisaradæmið og er nú ekki annað fyrir að sjá en að barist verði áfram og fer þá liklega svo, að Kína skiftist í tvö ríki, lýð- veldið Suður-Kína og keisaradæmið Norður-Kina, ef ekki skerast önnur ríki í leikinn. Mongólaland hefir brotist undan Kina og lýst sig sjálf- stætt ríki. Sennilega kemst það þá áður langt um líður undir vernd Rússa, og þá verður nú víst mikið úr sjálfstæðinu! Yuan-Shi-Kai hefir með hótunum um að fara frá völdum haft stórfé út úr keisaraættinni til ríkis- þarfa, en heimtar þó miklu meira, enda eru fjárhagsástæður herfilega bágbornar. Sun-Yat-Sen forseti hefir nýlega gefið út opið bréf til allra vinveittra þjóða, ákærir Manschustjórnina og lofar að lýðveldið taki við öllum lán- um, sáttmálum og öðrum skyldum, er til hafi verið við útlendinga áður en byltingin hófst. Hann lofar útlend- ingum vernd, kveðst vilja ^koma á endurbótum í borgara- og hegningar- rétti, embættisstörfum og fjármálum, heitir frjálslyndi í trúarefnum og frjálsri verzlun. Mantschúríumönnum er heitið jafn- rétti að lögum, ef þeir fari með friði. Bókara-lögleysan. Nokkurar athugasemdlr við vefinn í stjórnarblaðinu út af því máli verða að bíða næsta blaðs. Tugamál. 1. Langeinfaldasta og öruggasta aðferð- in til að kenna tugamálið nýja er að sýna aðaláhöldin, sem mælt er með eða vegið. Orðakenslan er lítilsvirði móts við hlutkensluna. Fyrst stikuna, sem er rúm U/2 al- in, sama sem 1 skref, x/2 mannhæð eða x/2 faðmur, — það tvent miðað við stóran mann. Láta þess getið þvi næst, að stik- unni sé skift í 10 hluti. Þessi */10 úr stikulengd er markaður á allar stik- ur. Hann er jafn þverhönd eða lófa- breidd á meðalmanni. En fyrir það þríkvæða (þriggja atkvæða) orð höfum vér i íslenzku annað orð einkvætt, orðið læfð, og er því einsætt að nota það heldur. Fyrir því segjum vér, að stikunni sé skift í 10 læfðir. Orðið stika er fornt, en hvarf úr málinu um margar aldir. Það er þó mjög hægt að festa í minni sér fyrir það meðal annars, að vér segjum enn að stika léreft, stika völl o. fl. Enn smærri skifting á stikunni er i 100 skorir. Þær eru og markaðar á allar stikur. Ef mæla þarf til muna meiri lengdir en stiku, er haft að jafnaði mæliband, sem er 10 stikur, sama sem 10 skref. Vel má og nota til þess mjóa stöng. Sú vegarlengd er nefnd spölur. Sé spölurinn aftur margfaldaður með 10, lýsum vér því með sérnafninu skeið Þá verða 100 stikur skeið. Loks eru 10 skeið nefnd röst. Og eru þá 1000 stikur í röstinni. Þurfi að. mæla ekki einungis lengd einhvers hlutar eða þá vegar, heldur hvað hann er mikill fyrirferðar, köll- um vér það fiatarmál. Sé hann 1 stika á alla vegu (af 4), köllum vér það ferstiku. Vér segjum þá t. d. um stofugólf, að það sé 6 ferstikur, ef hver Mdástofunni(af 4) er 6 stikur. Séstærð- in 10 ferstikur, er það kallaður reitur á landi, en teigur, ef hún nemur 100 ferstikum; flatarmálsröst heitir blett- ur, sem er 10 teigir, sama sem 1000 ferstikur. — Alþekt hús hér i bænum, Vinaminni, er réttur reitur að vídd. Stundum þarf að mæla eigi ein- ungis lengd og breidd hlutar, heldur einnig hæðina. Það er nefnt rúm- mál eða teningsmál. Frumeining þess máls er teningsstika,'rúmstika, sem er 1 stika á lengd, 1 stika á breidd og 1 stika á hæð. Það er 1 stika í 3. veldi. Sé hluturinn 10 sinnum minni, að eins læfð í 3. veldi, er sagt hann sé að stærð 1 rúmlæfð. Ekki er haft sérnafn á stærra ten- ingsmáli (rúmmáli) en rúmstiku, held- ur aðeins einkent með tölum, t. d. sagt 10 rúmstikur, 100 rúmstikur o. s. frv. — Húsið Vinaminni er 10 rúmstikur eða væri það, ef haft væri á því flatt þak, jafnhátt mæninum. Sama er um lagarm álið nýja eins og lengdarmálið, að langhægast er að gera það skiljanlegt og minnisfast með því að hafa við hendina til sýn- is ílát þau, er notuð eru til lagar- mælingar. Aðalilátið er mælir eða mál, í stað potts áður, og tekur að eins ríflega jafnmikið. Skift er því sömuleiðis í 10 hluti. Það skiftinefni er bikar eða bolli. Og Vm úr bollanum köllum vér spón (ílátið) eða spónblað það sem í þvt er. Það kemur og heim, að í meðalbolla eru 10 spónblöð. Smærri skifting á legi er alls ekki notuð í daglegu lífi eða algengum viðskiftum, þótt til sé í orði kveðnu og notað i vísindalegum störfum. Það er tíundi hlutinn úr spæni eða x/l000 mælis. Vér gætum kallað þá örlitlu lagar-ögn seytil. Það er ekki nema fá- einir dropar. En óþarfi er það. Frakk- ar o. fl. kalla hana millilitre. Tvö stærri lagarílát en mál eru mjög algeng, annað 10 sinnum slærra og hitt 100 sinnum. Minna ílátið er nefnd skjóla og er á stærð við fjórð- ungsfötu (20 marka), en hitt 100 sinnum stærra — tekur 100 mæla, sama sem 103 potta. Það er vegna þess munar á potti og mæli, 8/100, sem pottsheitinu er ekki haldið. Svo lítill sem munurinn er, er betra að þetta tvent ruglist ekki saman, þ. e. mál og pottur. Þetta nýja 100 mæla ílát hefir ver- ið kallað ker, en líklegast er fult eins hentugt að kalla það tunnu, sem væri þá öruggast að nefna fr. (franska) tunnu, meðan eldri tunnan (120 potta o. s. frv.) er að falla úr sögunni; lengur þarf þess ekki. Talað er og um 1000 mæla ílát, 10 sinnum stærra en tunnuna (nýju), en mun naumast vera notað nema á pappírnum. Það er svo geysistórt. Því er þó nafn gefið og kallað áma. f^Loks er þunga'málið. Algengust stærð þess er 2 punda lóð og nefn- ist vog. Henni er aftur skift í 10 hnotir og hnotinni í 10 örtog, en ör- toginu í 10 met. Það eru þá 1000 met í voginni; sú skifting er al- gengust, og kalla margir metið frum- eining þungamálsins. Metið vegur á við V4 úr lítilli og þunnri póstpappírs- örk. En þó er til í orði kveðnu þre- föld (þrístiguð) skifting á því og notuð í vísindalegum rannsóknum, sem sé ViO) Vioo Viooo hIuti úr meti. En hégómi er að tjá það almenningi eða veita þeim nær ósýnilegum ögnum sér- nefni, þótt gert sé það í bókum. Aðalnýjungin og kosturinn á þessu er þetta, að alt er miðað við tug, bæði skiftingin á frumeiningunum og öll margföldun þeirra. — Því er það kallað tugamál, og gerir það stórmik- inn létti í öllum reikningi. Fyrir pað er það að komast á um heim allan, en ekki hitt, að þjóðinni, sem kom fyrst upp með þetta, tókst að hugsa upp og koma á gang þeim heitum eða nöfnum á alt það keifi, er segja sjálf til, í hvaða hlutfalli skifting og margföldun frumeininganna standa við þær, og varð hún þó það til að vinna, að steypa saman 3 tungumálum í þau nöfn. Það hefir sumum þótt svo mikið í varið, að þeir vilja halda þeim heitum á öllum tungumálum, enaftóm- um misskilningi. Það eru stórnikil hlunnindi, að sami vegarlengdarmæli- kvarði sé notaður um allan heim, og eins á legi og þunga, — eins og það eru mikil hlunnindi, að þjóðirnar noti sama tölukerfi. En fyrir því ætlast enginn maður til, að tölurnar heiti alstaðar sömu nöfnum, svo að vér íslendingar t. d. færum að telja á einhverju öðru máli, þó að vér tölum annars íslenzku, færum t. a. m. að segja un, deux, trois, quatre, í stað einn, tveir, þrír, fjórir. Og hefir sú óskiijanlega samanblönd- un á tvennu ólíku valdið miklu þrasi og veldur enn. Það er Hkt og ef t. d. vér hugsuð- um oss, að sauðfjárrækt hefði komið fyrst upp í Frakklandi, og svo skyldi ekki þykja annað hlýða en að vér kölluðum sauðkindina sama nafni og Frakkar gera: mouton. Slikt er hin mesta fjarstæða, Vér eigum að fara með áminsta hluti, þ. e. skiftinguna á lög og legi, o. s. frv., alveg eins og ef vér hefðum hugsað þetta upp sjálfir eða notað fyrstir manna: skíra það eins og oss hentar bezt, í lik- ingu við þá hluti, sem vér höfum valið til að skíra eftir eldri skiftinguna eða stærðarhlutföllin: eitthvað,sem vérerum kunnugir og handgengnir. Ella verða heitin ekki annað en innantóm orð, sem vér lærum eins og páfagaukar, én skapa enga mynd í huganum. Eftir þessum bókum er ærið nóg á sig að setja þessi fáu heiti: Stika, með skiftinefnum læfð og skor, og hækkunarheitum spölur, skeið og röst. Ferstika, með hækkunarheitum reit- ur, teigur, flatarmálsröst. Mcelir eða mál, með skiftinefnum bolli og spónblað (ílátið spónn), og hækkunarheitum skjóla, tunna og áma. Fog, með skiftmefnum hnot, örtog og met, en hækkunarheiti lest (smá- lest). Hitt annað er langhægast að segja og rita með brotatölum, þó að vel viegi nota mets-skiftinefnin smámet (710), þveiti (7100) og ögn 71000), ef þurfa þykir, sem naumast mun gerast dæmi til — 7i0) 7ioo °g Viooo úr ekki meira þunga en 7* úr lítilli pappírsörk, sem metið vegur. Það væri sama smá- munastirfnin. Eins má nota smækk- unarheitið rönd eða strik um 7iooo hluta úr stiku og seytil um 7iooo úr mæli. En alls óþarft er það, af ný- nefndri ástæðu. Með þvi lagi verður þetta svo ein- falt mál, að jafnvel ungbörn eru enga stund að læra það til hlítar, einkum ef þeim eru sýnd aðaláhöldin, stika, mælir og vog og börnin látinreyna skilning- inn og iðka á því að nota þau, og þau mint á tugakerfið, sem haft er bæði til smækkunar (skiftingar) og hækkunar (margföldunar). Það er allur galdurinn. Það sem ruglingi veidur og örðug- ^eikum er áfergjan sumra manna að koma að hinum útlendu (frönsku) nöfnum á þessu öllu saman, sem aldr- ei hefði komið til orða, ef tugamálið hefði verið upphugsað hér á landi, og á alls ekki að koma til orða fremur fyrir það, þótt ættað sé annarsstaðar að. Að hugsa sér hér í móti kröngul- yrðin metri (skárra væri það, hefði það verið kallað metur og beygt eins og letur), desimetri, sentímetri og milli- metri, og hins vegar dekametri, hektó- metri og kílómetri. Ennfremur ari og hektari. Eða litri, desilítri, centilítri, millí- lítri; og dekalitri, hektólítri og kiló- lítri. Og loks gram, desígram, centígram og millígram; eða dekagram, hektó- gram og kílógram. Hvaða vit er í að ætla almenningi annan eins óskapnað, sem hann botn- ar ekkert í, eins og engin er von, ruglar saman og afbakar. Sentímetri, sentílítri verður t. d. sanktimetri, sanktilítri o. s. frv., millí- metri milli-metri eða miklummetri, dekametri dekursmetri, og þar fram eftir götum. Hvilík sérvizkufirra og fordildar- snápskapur! Loks er ekkert sérnafn haftá þyngd- armálinu fyrir ofan vog, hvað margar einingar sem þar eru saman komnar, — hve mikill vogaF|öldi sem veg- inn er eða úti látinn i einu. Þess er að geta sérstaklega um lengdarmálið, að þegar mæla þarf bletti á landi, þá er það að jafnaði gert með því að til taka, hve margar stikur þeir séu á hvern veg (af 4). Sé bletturinn 10 stikur á hvern veg, er hann kallaður sérnafninu reit- ur, en teigur, ef hann er ioo st. á hvern veg. B. J. Afmælissjóður heilsuhælisius. Fyrsta gjöfin i hann barst ritstj. ísafoldar þ. 9. jan. Nú eru komnar í sjóðinn vikuna síðan hátt upp í 50 kr. Þeir sem gefið hafa enn auk þeirra tveggja, sem getið var í síðasta blaði eru: 13. jan. Hjalti Sigurðsson verzlstj. 2 kr., Chr. Zimsen konsúll 5 kr., 14. jan. Ól. Björnsson ritstj. 10 kr., 15. jan. frú Asta Sigurðsson 5 kr., ónefndur Hafnf. 2 kr., 17. jan. ónefnd kona 5 kr., 18. jan. frú Georgia Björnsson 2 kr. Þessar gjafir koma allar héðan úr bænum eða nágrenninu, en væntan- lega má búast við, að ekki svo lítið mundi áskotnast heilsuhælinu út um landið, ef einhverir hefðu forgöngu um afmælisgjafir þar. Hvað segja prestarnir um að gang- ast fyrir og taka móti þessum afmæl- isgjöfum, hver i sinni sókn? Um að gera að varpa tómhetinu, einum þjóðlestinum íslenzka, fyrir ætternisstapa! Skipsstrand. Golden Sceptre, botnvörpungur sá, er rakst á Bæjarsker á jólunum átti ekki að eiga afturkvæmt í heimkynni sín. Á leið til Englands strandaði hann við Katanes nálægt borginni Whitby á Englandi aðfaranótt þriðju- dags. Allir komust skipverjar af. M. a. voru með skipinu Helgi Zoéga kaupmaður, Kolbeinn Þorsteinsson skipstj. o. fl. héðan úr bænum. Póst- ur var nokkur í skipinu, og varð hon- um bjargað. Af Höfnum og Miðnesi er sögð heldur stirð tíð. Afli dá- lítill fram undir jól, en ógæftir síðan. Hvít jól. Fjölgun botnvörpunga. Viðkoman botnvörpunganna eykst stórum. í miðri vikunni kom botn- vörpungur, sem keyptur hefir verið af félagi, er Kveldúlfur nefnist og eru synir Thor Jensens kaupmanns, Ric- hard og Ólafur fyrir því. Sá er skírður Skallagrímur og kvað hafa 7 ár að baki — en vera hið vandaðasta skip. Þá er von á þeim stallbræðrum, Baldri og Braga, hinum nýsmíðuðu botnvörpungum Thorsteinssonsbræðr- anna, í öndverðum næsta mánuði. Fóru skipstjórarnir, Jón Jóhannsson og Kolbeinn Þorsteinsson, til Englands, ásamt skipshöfnum, til að sækja þá nýverið. En ekki situr við þessa öru viðkomu, heldur kvað enn von 2 botnvörpunga, sem Garðar Gislason og Helgi Zoéga gera út. Segi menn svo, að kyrkingur og kraftleysi sé í framkvæmdalífi voru — og prédiki volæði og barlóm inn í þjóðina í þar til gerðum málgögnum! Bæjarstjórnarkosningarnar. Þær eiga fram að fara næsta laugar- dag 27. þ. mán. Þegar eru fram komnir 4 listar til að kjósa um. Þeir eru : Sjálfstæðismannalistinn: Sveinn Björnsson yfirdómslögnjaður, Hannes Hafliðason skipstjóri, Pétur Hjaltested úrsmíður, Sæmundur Bjarn- héðinsson læknir og Samúel Ólafsson söðlasmiður. Framlistinn : Thor Jensen, kaupm., Knud Zimsen verkfræðingur, Jón Ólafs- son skipstjóri, Guðmundur Ásbjarnar- son trésmiður og Þorvarður Þorvarðar- son prentsniiðjustjóri. Dagsbrúnarlistinn : Þorvarður Þor- varðarson prentsmiðjustjóri, Jóhannes Hjartarson verziunarm., síra Magnús Helgason kennaraskólastjóri, Sigurður Sigurðsson ráðunautur og Samúel Ólafs- son söðlasmiður. Á kvenlistanum muwu eiga að vera m. a. frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, frú Guðrún Lárusdóttir og frú Ragnheiður Pétursdóttir. Engum samvizkusömum manni get- ur blandast hugur um það, að bezt væri fyrir bainn, að listi sjálfstæðis- manna sigraði. Þar eru fulltrúar sjó- manna, iðnaðarmanna, og auk þess fyrsti maðurinn á listanum i stöðu, sem kynnir hann mjög vel kjörum bæjarbúa og praktiskum málum yfir- leitt, og loks 4. maðurinn á listanum maður, sem allir hafa mætur á. Skæting setur Lögr. í Svein Björns- son, af því hann er 1. maður á list- anum — fer að tyggja upp hinn marg- tugna og þó oftar hrakta rógvef um af- skifti hans af ýmsum málum t. d. Rawsonsmálinu, er hún svo kallar. F.f þar er átt við tilraunir þær, er gerð- ar voru haustið 1910 til að veita brezku fé inn í landið — má það vera til hróss hr. Sv. Bj., en eigi lasts. En þar var hann vitaskuld eigi einn um þau afskifti, heldur stóð þar honum við hlið hr. Eggert Claessen yfirdóms- Iögmaður. * Afmælisgjafir til Heilsahælisins. Nú er verið að gera upp reikninga Heilsuhælisins fyrir árið 1911. Að- sóknin hefir verið svo mikil, að sjúkl- ingar hafa oft orðið að bíða. Árang- urinn er ágætur; mun það sannast að hann er eins góður og í beztu hælum utanlands. Kostnaðurinn hefir ekki orðið meiri en við var að búast. Um alt þetta kemur bráðum nákvæm skýrsla. En við höfum orðið fyrir einum miklum vonbrigðum. Deildir Heilsuhælisfélagsins gera fremur að dofna en iifna. Tillög landsmanna eru of lítil, svo lítil, að ekki er annað sýnna en að því reki, að hækka verði meðgjöf sjúklinganna, — ef menn verða ekki greiðugri við Hælið eftirleiðis. Einna mest hefir Hælinu áskotnast í minningargjöfum, í Ártíðaskrána, og öðrum gjöfum og áheitum. Mörgum hefir farið höfðinglega við Hælið, gefið þvi veglegar gjafir. Og margir hafa jafnan sýnt því velvild á ýmsan hátt, bæði í orði og verki. Einn þeirra manna er Ölajur Björnsson, ritstjóri ísafoldar. Hann hefir nú fyrir skömmu hafið máls á þvi, að menn eigi að hugsa til Hæl- isins á afmælisdegi sinum, gefa því ajmcelisgjafir. Hafa honum þegar bor- ist þess konar gjafir; mun hann leggja alt kapp á, að þær verði sem flestar og mestar. Eg kann honum alúðarþakkir fyrir þetta ágæta nýmæli og vona að það verði Heilsuhælinu til mikils stuðn- ings. Það er auðvitað, að stjórn Heilsu- hælisfélagsins og allar deildir þess munu taka með þökkum við öllum afmælisgjöfum. Sömuleiðis ber eg það traust til ritstjóra allra íslenzkra blaða, að þeir vilji veita afmælisgjöf- um viðtöku og geta gefendanna í blöðum sínum. Og hver veit hvað úr þessu getur orðið. Ef alt uppkomið Jólk. vildi muna Heilsuhælið á hverjutn ajmcelisdegi sinum og gefa þvt nokkrar krónur, þeir sem það gætu, en hinir krónu- brot, sem minna mega, þá mundu allir standa jafnréttir í fjárhagnum, en Heilsuhælið komast úr miklum kiögg- um og ná því óskamarki að geta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.