Ísafold - 24.01.1912, Síða 1

Ísafold - 24.01.1912, Síða 1
Kemui út bvisvar l viku. Vexb áiíf. (80 arkir minst) 4 kr. erlonái* P ki. e^a 1 */» dollar; borgist flyrir mibian ]úii (eriendi* fyrir tram). ______________ ISAFOLD niíp»öa:n (akrifieff) bundin vib áramót, ei ósiid nero* komln só til útgefanda 'fyrir 1. osrt. aeipandi skuldlaas vib blaðib Afgreibsla: Aaeturst*«ti 8. XXXIX. árg. I. O. O. F. 931269 Bókasafn Alþ. lestrariól. Póstliússtr. 14 5 S. Þjóbmenjasafnib opib A sd., þrd. og fmd. 1*2—2 Isiaudsbanki opinn 10—2 */» og 61/.—'1. K. F. D. M. I.ostrar- oa: sbriístoía frá B árd. til 10 aftd. Aim. fundir fi d. og sd. 8»/» siftdwgis. I.andakotskirkja. Gubsþj. 8 og 6 á kelgum liandakotsspttali f. sjúkravitj. 10>/«—U og 1—n Landsbankinn 11-2‘H, B‘/«-B»/i. Bankastj. vik 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5 8. Útlán 1 3 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfékir&ir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnik 4 þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga S Ard. — » sikd. kelga daga 8—11 og 4—8. Lœkning ék. I Þingkoltsstrœti 23 þriöjd. og föstd. 12—1 Náttúrugripasafn opið 1 */«—2*/« A sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og kélslækning Pósthús- gtræti 14 A fimtud, 2—3. Ókeypis augnlækning 1 Lækjargötu 2 miöviku- daga 2—8. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnai 10-4 daglega. Sýning gripa Jóns Signrðssonar i Safnahúsiuu opin kl. 12—2 kvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str. 14 B mánud. 11—12 Vífilsstaðahælið. Heimsóknartlmi 12—1. Faxaílóagufubáturinn ,Ingólfur‘ fer til Borgarness og Akraness 27. janúar. Danir og stjórnmál vor. Eftir Einar Hjörleifsson. I Danir og ráðherrann. Danir eru farnir að gera sér títt um mál vor. Svo mikið er farið að því að kveða, að eg gæti trúað því, að jafnvel þeim Islendingum, sem mest kapp vilja leggja á vináttu við Dani, þyki nóg um. Hitt tel eg ekkert vafamál, hvernig allur þorri íslenzkrar þjóðar lítur á þau afskifti, þegar menn hafa gert sér þau ljós að fullu. Nú er tneðal annars svo langt komið, að sumir Danir telja si% eiga að ráða þvi, hver eigi að vera ráð- herra vor. Ef nokkuð hefir verið talið áreið- anlegt og óhagganlegt i hinu nýja stjórnarfyrirkomulagi voru, þá er það óneitanlega það, að vér íslendingar eigum að ráða því, hver stjórni oss úr ráðherrasætinu. Öllum virðist hafa komið saman um, að það væri afleið- ing af breytingunni frá 1903. Með- al annars lét konungur það ótvíræð- lega uppi í nkisráðinu 24. maí 1905 í heillaósk sinni til Alþingis. Ög millilandanefndin frá 1908 telur í athugasemdum sinum við Uppkastið »skipun ráðherra* með þeim málum sem ísland hafi nú »full og óskert umráð* yfir. Svo að það er alveg nýtt, að Danir láta nu í ljósi til- hneiging til að ráða þessu máli. Afdráttarlausast kemur þessi til- hneiging fram í blaðinu Riqet 12. des. síðastl. Það hefir vakið þeim mun meiri eftirtekt, sem sagt er, að blaðið sé nátengt núverandi stjórn Dana. Blaðið krefst þess beinlínis, að konungur láti hr. Kristján Jónsson fara frá völdum. Aðalástæðurnar eru tvær. Önnur er sú, að hann sé með þeirri stjórnarskrárbreytingu síðasta þings að nema burt ákvæðið um flutning mála vorra í ríkisráðinu. Með því sé hafin barátta við Dani, og fyrir þá sök megi hann ekki halda áfram sem ráðherra. Og jafnvel þótt til þess kunni að vera stofnað af sumum, að hr. Kr. J. haldi þessari breytingu fram á næsta þingi að eins til málamynda, en skuld- bindi sig jafnframt til þess að gera þetta deiluatriði að engu með því að láta stjórnarskrárfrumvarpið stranda á öðrum atriðum, þá megi Danir með engu móti láta tælast til þess að lofa núverandi ráðherra að vera við völd- in áfram. Hin ástæðan ei sú, að hvorki kon- Reykjavík 24. jan. 1912. 4. tölublað ungur né Danir geti borið fult traust til hans, þar sem hann hafi ekki á undan kosningunum skýrt íslenzkum kjósendum írá því, að konungur ætli að synja stjórnarskrárfrumvarpinu stað- festingar, eins og það sé nú úr garði gert. Ekki finst blaðinu eingöngu, að Danir eigi að ráða því, að ráðherra vor sé látinn fara frá, heldur líka, hvenœr hann eigi að fara. Það krefst þess, að það verði sem allra bráðast. Sumpart vegna þess, að hann megi ekki með nokkuru móti hafa vald til þess að skipa konungkjörna menn, sem verði með breytingunni um rík - isráðið. Sumpart vegna þess, að það sé óhentugt, að ráðherraskiftin séu dreg- in til þings, svo að hin nýja stjórn fái ekki tima til þess að undirbúa málin, og sá siður megi ekki með nokkuru móti fá festu, að ráóherra- efni sé kosið á Alþingi, og konungi sent simskeyti um atkvæðagreiðsluna, Danir eiga sýnilega, eftir blaðsins skoðun, að vera betur færir um að benda konungi á íslenzk ráðherraefni en Alþingi. Og að lokum vegna þess, að komi ekki tafarlaust nýr ráðherra, þá kunni þeir íslendingar að fá tíma til að taka höndum saman, sem vilja deila við Dani. »Glögt er það enn, hvað þeir vilja«, var einu sinni kveðið. Og er það ekki dálitið broslegt, að þessi grein skuli koma út í því blaði, sem sagt er að standi danskri stjórn næst, alveg um sama leyti, sem þeir dr. Knud Berlin og fyrverandi yfir- ráðherra J. C. Christensen eru að lýsa yfir því, annar í Tilskuereti, hitin í blaði sínu Tiden, að engum dönsk- um manni komi til hugar að svifta íslendinga neinu stjórnmálafrelsi, eða skifta sér minstu vitund af sérmálum þeirra ? Sjálfsagt er að geta þess, að eitt danskt blað hefir mótmælt þessari grein hins danska stjórnarblaðs. Það er Politiken. Það blað heldur því fratn afdráttar- laust, að það sé islenzkt, en ekki danskt þingræði, setn eigi að útkljá ráðherraskifti á íslandi. Það neitar því, að hér sé nokkurt tilefni til af- skifta af Dana hálfu. Blaðið trúir þeim áburði á hr. Kr J., sem Riget og J. C. Christensen hafa verið með, að konungur hafi til- kynt honum í sumar, að stjórnar- skránni yrði synjað staðfestingar með ríkisráðsbreytingunni, og Kr. J. hafi leynt kjósendur því. Eg trúi því ekki. Eg sé enga ástæðu til þess að trúa J. C. Christensen betur í þessu efni en Kristjáni Jónssyni. Hvorug- ur hefir sannað sitt mál, sem eftir atvikum er ekki heldur von. En eg heyrði Kr. J. tala um þetta efni á öllum Borgarfjarðar-fundunum. Ef Christensen fer með rétt mál, hefir Kr. J. gert meira en að leyna kjós- endur hinu sanna. Hann hefir þá beinlínis farið með rangt og ósatt mál. Hann tók það hvarvetna fram, að konungur hefði ekki talað um stað- festingarsynjun. Og hann lét það jafnframt uppi, að hann byggist ekki við öðru en að stjórnarskráin yrði staðfest, ef aukaþingið samþykti hana óbreytta. Eg trúi því ekki, að Kr. J. hefði leyft sér að tala þann veg. ef þeir hefðu rétt að mæla, sem bera sakir á hann í þessu efni. Það væri sá ódrengskapur, bæði við konung og þjóðina, sem eg ætla ekki Kristjáni Jónssyni, og engum manni að óreyndu. Og eg mun siðar reyna að gera grein þess, hve ólikkgt það er, að kon- ungur hafi látið það uppi við ráð- herra vorn, sem Christensen fullyrðir og Kr. J. þvertekur fyrir. En þó að Politiken trúi þeSsu á Kr. J., þá neitar hún því, að það komi Dönum nokkuð við. Hann eigi að bera ábyrgð á þvi fyrir ís- lenzkum kjósendum og Aiþingi, en ekki fyrir Dönum. Hafi menn á ís- landi traust á ráðherra, sem haldi leyndri merkilegri stjórnmála-vitneskju, þá komi það íslendingum einum við, alveg eins og það komi Dönum ein- um við, hvað þeir geri við þann danskan ráðherra, sem hagi sér svo. Og alveg eins telur blaðið það ekki vera tilefni til neinna afskifta af Dana hálfu, þó að íslenzkur ráðherra sé meðmæltur einhverju tilteknu skipu- lagi á sambandi Islands og Danmerk- ur, svo framarlega sem ráðherrann hafi ekki, í samvinnu við Alþingi eða einn sins liðs, breytt á móti lögum rikisins. Eins og menn sjá, eru Danir þá ekki sammála um petta. Blaðið, sem að sögn stendur næst núverandi stjórn Dana, vill, að Danir seilist svo langt inn á sérmálasvið vort, að þeir ráði ráðherraskiftum hér á landi. En það mætir andmælum frá jafn-mikilsmetnu blaði eins og Politiken. Það ræður og að líkindum, að slik afskifti af málum vorum mundu ekki auka vináttuþelið hér á landi til Dana. Óhætt mun að fullyrða, að allir ís- lendingar, hvar sem þeir skipa sér í stjórnmálabaráttunni, líti svo á, sem þau væru ótilhlýðileg og óhæfa. En þó að Danir séu ekki sammála um það að svifta oss réttinum til þess að ráða stjórn vorri, eins og aðrar þingfrjálsar þjóðir gera, þá virð- ast þeir, þvi miður, líta svo á tíestir, að þeir eigi að sjá um það, að stjórn- arskrá vor fái ekki konungs-staðfest- ingu, ef hún verður samþykt óbreytt frá næsta þingi. Um það mikilsverða tuál ætla eg að segja nokkur orð næst. Bardaga-aðferðin við Eyrarsnnd. Það er sízt ný bóla, að hallað sé máli vor Islendinga í dönskum blöð- um. Einkum hafa Sjálfstæðismenn orðið fyrir þvi, af því að þeir hafa haldið réttarkröfum landsins hátt á lofti. Upp á síðkastið hefir ríkisráðsatriðið verið rætt mjög mikið í dönskum blöðum, en það er segin saga, að flest af því, sem um það mál greinir í blöðunum er meira og minna rang- fært — og hitt er rtgla, að eigi fást rangfærslurnar leiðréttar. Nýtt dæmi um það kom nýlega fyrir í Khöfn. Um það er ísafold skifað þaðan 6. jan.: Hr. ritstjóri ísafoldar! í »Berlingske Tidende« 7. desbr. (kvöldblaðinu) stóð grein um ráðherra íslands og ríkisráðið. Þar stendur meðal margs annars, að »en Mængde ansete islandske Politikere deler stadig den Opfattelse<, at »Islands Minister skal deltage i Statsraadet*. Eg þyk- ist vita, að þér hatíð lesið grein þessa og hafið »Berlingske Tidende< við hendina, svo eg þarf eigi að tilfæra meira úr henni. Þegar grein þessi kom út, sendi síra Hafsteinn Péturs- son »Berlingske Tidende< stuttorða leiðrétting, en það fór eins og vant er. Blaðið vill ekki taka neitt um þetta mál, sem er íslandi í vil. Hið sama má víst segja um önnur blöð hér í Danmörku. ísland er hér al- gerlega varnarlaust í öllu, sem snertir stjórnmál. Það verður að sitja með það, sem Danir skrifa um það. En þetta hefir og aðrar afleiðingar. Danir sjá um, að greinar sínar um ísland, sem þeir upphaflega skrifa í dönsk blöð, komi að efninu til fram í útlendum blöðum (þýzkum, frönsk- Minnisvarði yflr Björnson. Norskur myndhöggvari, Munthe Svendsen að nafni, hefir höggið út í heilum steini minnisvarða, sem hér birtist mynd af, yfir Björnstjerne Björnson. Myndin er á sýningu sem stendur í Kristjaníu og vekur rnikla athygli. Sýnir hún hvernig Björnson fæðist út úr fjöllunum. Gata í Delhi hinum nýja höfuðstað Vestur-Indlands, sem á að koma i stað Kal- kutta samkvæmt úr- skurði Georgs Engla- konungs á krýningar- för hans eystra, svo sem áður er getið hér í blaðinu. Delhi var í fornöld höfuðborg í ríki stór- mogúlans og skiftu ibú- ar þá miljónum. Frá þeim tímum stendur enn musteri mikið og fagurt. Nú eru íbúar Delhi 200,000. i i um, enskum). Þannig stendur á þess- um smágreinum um íslenzk stjórn- mál í þýzkum, frakkneskum og ensk- um blöðum, sem við og við koma i ljós. Siðan þýða Danir þessar smá- greinar aftur á dönsku eftir útlendu blöðunum, prenta þær í blöðum sín- um og segja, að þetta sé álit Þjóð- verja, Frakka og Englendinga um sam- band íslands og Danmerkur. Að síð- ustu eru þessar greinar líklega þýdd- ar á íslenzku og koma í íslenzk blöð, og íslendingar gá eigi að því, að þess- konar greinar i þýzkum, enskum og frönskum blöðum eru danskar að upp- runa. Eg þarf eigi að fjölyrða þetta við yður, þér hafið sjálfsagt fyrir löngu veitt þessu máli eftirtekt. — Leiðréttingin frá sira H. P., sem Berlingur neitaði að birta var á þessa leið í ísl. þýðingu: ÍBlandBráðherra og ríki»rádicl. í Berlingi 7. des. birtist grein um Islandsráðherra og rikisráðið. Þessi grein, sem er bygð á skirskotun til nokkurra orða i blaðinu Tiden er villandi fyrir danska lesendur og skýrir eigi fullkomlega rétt frá málinu. Það er rétt, að Islendingar hafs samþykt, að islenzki ráðherrann sknii bera upp fyrir konungi i ríkisráðinu lög og - mikilvægar stjúrnarráðstafanir, en þessi samþykt var á sinum tima gerð fyrir þvingun þáverandi íslandsráðherra (Alberti). Árið 1902 lagði Alberti fyrir þingið frv. til laga nm breyt- ingar á stj.skr. frá 5. jan. 1874. í þessu frumvarpi var sett fyrsta sinni ákvæðið nm að islenzki ráðherrann skyldi eiga sseti i rikisráðinn, ákvæði, sem enginn íslenzknr stjórnmáiamaður, hvorki dr. Yaltýr Gruð- mundsson né mótstöðumenn hans höfðu stungið upp á. Þessu frumvarpi fylgdí sú krafa frá Alberti, að alþingi, þótt löggjaf- arvald hafi, mætti ekki gera á frv. nokkura breytingu, heldur samþykkja það óbreytt. Þess vegna sáu þingmenn ekki annað ráð vænna en að samþykkja frumvarpið nærri orðrétt, eins og það var lagt fyrir af Al- berti. þótt þingmennirnir væru þvi and- vigir, að ráðherrann sæti i ríkisráðinu. tslendingar töldu hægðarleik vera að ná þessu ákvæði út úr stjórnarskránni aftnr. Pá var cigi lögð nein úrslitaáherzla á þetta ákvæði af Dana hálfn. Millilandanefndin frá 1907 segir og i nefndarálitinu bls. XY— XVI, að ísland skuli ráða þvi óskorað, hvernig málin séu borin nndir konung og hvernig íslenzkir ráðberrar séu skipaðir . Þessi tvö atriði heyra vitaskuld saman. Islandsráðherra ritar, eins og nú standa sakir, nafn sitt undir skipunarbréf sitt, áður en hann fer að taka þatt i rikisráðsfnnd- um. Það er mjög mikilsverð stjórnarráð- stöfnn, sem þar er gerð ntan rikisráðsins. Af þessu mega menn sjá, að íslenzki ráð- herrann þarf alls eigi að sitja í ríkisráðinu, og að ákvæðið þar af leiðandi má vel mis8a sig úr stjórnarskránni. Árið 1911 samþykti þingið frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. 1 þessu endnr- skoðunarlrv var slept ákvæðinu um setu Islandsráðherra i rikisráðinu. Um það voru allir þingmenn á einu máli. Sama varð uppi á tening við kosningar haustið 1911. Öll þingmannsefni voru einhuga í rikisráðsatriðinu. Því má segja með vissu að Islendingar eru i þessu máli algerlega sammála. Q-reininni í Tiden, semísér geymir m. a. ósannaðar ásakanir i garð íslandsráðherr- ans, sem nú er, er mikil nauðsyn á að svara, en það svar verður, eftir eðli málsins, að koma frá Islandsráðherra sjálfum. 15. des. 1911. H. P. Herlingske Tidende hafa orð á sér meðal Dana fyrir að vera áreiðanlegt blað og samvizkusamt. Þá leiðréttingu þarf við þá skoðun að gera, að samvizkusemin og áreið- anleikinn nær ekki til afskifta blaðsins af íslenzkum málum.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.