Ísafold - 24.01.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.01.1912, Blaðsíða 2
14 ISAFOLD Tugamál. ii. Það sagði maður, þegar hann las frönsku nafnaþuluna í ísafold um dag- inn á lengdarmáli, rúmmáli, lagarmáli og þungamáli, 20—30 nöfn samtals, sem hann skildi ekkert í, eins og ekki er von: að heldur vildi hann láta úti 100 kr. sekt eða láta snara sér í nokkurra daga fangelsi, heldur en læra það hrafnamál, þann ósóma allan, og skuldbinda sig til að ruglast aldrei í því. Það er von, segi eg. Og þess er ekki nokkur minsta þörf. Það getur hvert barn lært á svip- stundu alíslenzk nöfn á þessu öllu saman, a f þ v í að það skilur íslenzku nöfnin undir eins, þegar búið er að segja því þau einu sinni, og það þreifar á í huganum, hvað þau merkja, þegar það er búið að sjá áhöldin sjálft. Þau skilja undir eins og þreifa á i hugan- um, hvað er hálfur faðmur, og finst tilvalið að hafa um það eitt heiti og ekki nema tvíkvætt: stika, — kannast óðara við talshættina að stika djúpt, og stika stórum. Alveg eins venjast þau undir eins orðinu lœjð, þegar þeim er sagt, að það sé sama sem lófa- breidd eða þverhönd. Sama eða líkt er um hin heitin öll. Þau eru af ís- lenzkum rótum runnin og því hverju mannsbarni skiljanleg, og verða þeim óðara tungutöm. Er það ekki von, að almenningur svari sem svo, er þessir fáu lærðu menn, sem vér höfum, og skilja frönsku heitin eða látast skilja, eru að heimta, að hann (almenningur) taki þau sér einnig í munn, og að óþarfi og heimska sé að vera að berjast við að hafa þau á íslenzku — hvað kemur það mér við, segir hann, þó að tekist hafi á svo og svo löngum tima aðtroðaþeim í ykkur eða einhverju hrafli úr þessum 3 tungumálum, sem þau eru sett saman úr? Þið eða aðrir til þess færir eru ekki of góðirtil að koma aðþann veg gerðum orðum á þeim hlutum sem öðrumáislenzku, líklegaheimsins smíð- arhæfustu tungu, að vér getum haft gagn af, aiveg eins og vér höfum til á voru máli heiti á ótal hlutum öðr- um, er aðrar þjóðir hafa eða eiga hina sömu og vér, lifandi og dauðum. Þessu munu fáir treysta sér til að bera á móti, þeir er af viti geta og vilja um þetta mál ræða. Þeir gæta og eigi þess, þessir tungu- niðingar, að ekki er nóg, að sýna al- menningi þá eða þá orðmynd á prenti. Þeir verða auk þess að kenna að fara rétt með hana: bera hana rétt fram. Menn eru litlu nær að öðrum kosti. Sá sem þetta ritar átti fyrir nokkr- um árum í kasti við einn mikils hátt- ar, hágáfaðan og hálærðan tunguniðing vorn, sem hafði látið sér hugkvæmast, að hætta alveg að nota orðið »hugs- unarfræði* í íslenzku. Eg held, að honum hafi þótt það vera of almúga- legt handa jafn-háfleygri fræði. Hann vildi fyrir hvern mun fara að kalla hana logik á íslenzku, — eins og hún heitir á öllum öðrum málum, mælti hann. Það er satt: hýn er rituð eða prent- uð þessu nafni, iogik, á flestum öðr- um málum. En hvernig er orðið borið fram? Því nær á jafnmarga vegu og tungu- málin eru að tölu. Því fór sem fór fyrir þeim hálærða og háleita »vísindamanni«. Þegar honum var bent á, að hér um bil hver óskólagenginn maður eða ófróður í tungumálum, öðrum en ís- lenzku, mundi og hlyti að segja lojik, er hann ætti að fara að taka margnefnt orð sér í munn, — mundi tala um lojik- ina hans N. N., þá varð honum svo bilt, að hann steinhætti við þá um- bót (!) á tungu vorti. Hann stein- hætti við að reyna að gera »hugsunar- fræðina* óalandi og óferjandi í tungu vorri, en smeygja inn í staðinn eða þröngva öðrum eins hórgetning og lojikinni. B. J. (Niðurl. næst.) Leiðrétting. Sú pennavilia hefir slæðst inn í fyrra hluta þessarar grein- ar (sjá síðasta bl.), að stofugólf sé 6 ferstikur, ef stofan er 6 stikur á hvern veg (af 4). En þar átti að standa 36 ferstikur (3 falliS burt). Þeirri villu fylgja síðan nokkrar skekkjur aðrar, sem betra er að leiðrótta, þótt alls ekkert komi við aðalefni grein- arinnar : því, a ð betra sé að velja tuga- málsnöfnunum íslenzk heiti: R e i t u r er ekki 10, heldur 100 fer- stikur Teigur er ekki 100, heldur 10,000 ferstikur. , Flatarmálsröst (100 teigar) er ekki 1000, heldur 1,000,000 ferstikur. Þar sem stendur fám línum síðar í greininni: »só hluturinn 10 sinnum minni«, hefði verið gleggra að bæta við orðunum: á hvern veg. Loks er húsið Vinaminni 1000 rúm- stikur. Þetta hefir alt verið lagað í sóiprent- un af greininni allri. Þá stendur í 2. d. á 2. bls. í 18. 1. a. n. sama f. a u m a, og í 10. 1. a. n. ungbörn f. u n g b ö r n. Þorlákshöfn seld fyrir 600,000 franka. Á sunnudaginu var undirskrifaður kaupsamningur milli eiganda Þorláks- hafnar hr. Þorhijs Guðmundssonar frá Háeyri og konsúls I. P. Brillouins um kaup og sölu á Þorlákshöfn. Seldi Þorleifur Brillouin jörðina fyrir 600,000 fr. eða 432,000 kr. Sjálfur mun Þorleifur hafa keypt Þor- lákshöfn fyrlr 36000 kr. ísafold átti í dag tal við hr. Brill- ouin og leitaði frétta hjá honum um það, hvað til stæði að gera í Þorláks- höfn, úr því að hún væri keypt svo geysiháu verði. En konsúllinn kvaðst að svo stöddu eigi mega skýra frá neinu um það efni. Hann færi nú utan til Frakklands á Ceres og kæmi hingað aftur í febrúarlok og þá skyldi hann rjúfa þögnina. Milli manna gengur sú skotspóna- frétt, að Banque Francaise standi að baki Brillouins og fyrir bankanum vaki að gera höfn í Þorlákshöfn og hag- nýta sér fossana sunnanlands á marg- víslegan hátt. Búnaðarnámsskeið var haldiðí Hjarð- arholti í Dölum dagana 8.—14. þ. m Til að flytja erindi voru þeir sendir af Búnaðarfólagi íslands Einar Helga- son og Sig. Sigurðsson. Enn- fremur komu þangað að tilhlutun þess í sama skyni Jón H. Þorbergsson fjárræktarmaður og Torfi Bjarna- s 0 n . Flutti Einar 8 erindi, Siguröur 7 og Jón og Torfi sín 5 hver. Auk þess hólt síra Ólafur Ólafsson 2, síra Björn Stefánsson 1 og Páll Ólafsson 1. Auk þessa voru á hverjum degi haldnir málfundir um ymiskonar búnaðarmál og fleira. Námsskeiðið var vel sótt. Aðkom- andi um 50 seinni hluta vikunnar, — nokkru færri framau af henni. Af þess- um hóp voru 26 bændur. Að námsskeiðinu loknu fór Sigurður vestur um Snæfellsnessýslu tii funda- halda, en Einar hólt heim; hafði þó fund um matjurtaræktun með bændum í Miðdölunum. Jón H. Þorbergsson ferðast um í vet- ur og leiðbeinir bændum í fjárrækt, Er hanu búinn að fara um Húnavatnssýslu, nokkurn hluta af Stranda- og Barða- strandarsýslu, er nú á ferð í Dölunum, fer þaðan um Snæfellsnessýsln og síðan um Borgarfjörð'. »Gullrass«. Síðasta »Reykjavik« flyt- ursamtai milli Hrapps nokkurs (L.H.B?) og Brands nokkurs (Skálabrands?). Hof. er vitaskuld Jón Ólafsson og kallar hann sig »Giznr gullrass«, og finst honum auðsjáanlega Gizurs nafnið vel til fundið. Þá er orðið »gullrass« gott uni Jón Ólafsson nú, þann Jón Ólafsson, sem Heimastjórnarliðið er búið að láta fá svo mikið af bitlingagulli af almanna- fó, að sjálfsagt er nægilegt til að gylla hann á þessum stað, til aðgreiningar frá þeim J. Ól., sem fyrir 2 árum þóttist eigi geta borgað nema 25 aura af hverri krónu, sem hann skuldaði. En hræddur er eg um, að hversu mikið sem heiman- stjórnarmenn gylla þennan stað á Jóni Ól., þá verði altaf eftir stóri, svarti bletturinn á tungunni á honum. Ormur í auga. ------1------ Pistlar úr sveitinni. Það hefir löngum brunnið við, að fréttir íslenzkra blaða úr einstökum héruðum landsins hafa verið fáar og smáar, svo fróðlegt sem það þó væri fyrir alla að vita hvað er að gerast í öðrum héruðum landsins — og nyt- samlegt eigi sjaldan. Því að tíðindi um ýmsar framkvæmdir og nýungar í eÍHu héraðinu hvetja til slíks hins sama -í öðru. Til þess að reyna að ráða bót á þessu fréttaleysi, hefir Isajold nú verið sér úti um Jasta tiðindamenn í öllum héruðum landsins, sem rita blaðinu alt sem fréttnæmt gerist, hver i sínu héraði. Nokknrir fréttapistlar hafa þegar borist og byrja þeir í blaðinu í dag. Vér væntum þess, að iesendutn vor- um þyki vænt um þessa viðleitni Isajold- ar til þess að sjá þeim fyrir sem allra- ítarlegustum og áreiðanlegustum frétt- um landshornanna í milli. í þessu efni svo sem öðsum vill ísafold reynast bezta blað landsins. Ritstj. Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (Suðaust- urhl.) Mannaldi. Hinn 10. okt. andaðist Oli Jón Jónsson bóndi á Stakkhamri i Mikla- holtshreppi, maður á limtugsaldri. Hann var orðlagður fyrir atorku og dugnað, bæði á sjó og landi. Krabbamein varð honum að bana. Hann lét eftir sig ekkju og 5 börn. Hinn 18. desbr. lézt Steinbjörg Bjam- ardóttir húsfreyja að Fossi i Staðarsveit, 38 ára að aldri. Hún var aö dómi allra er þektu hana ágeetiskona. Danðamein hennar voru afleiðingar af barnsburði. Almennar framkvœmdir eru hér litlar,, eða eigi verður annað séð. Vegagerð kér um sveitir er mestmegnis eftir gamla lag- inu, viðgerðir á Bmáköflum, er verstir þykja yfirferðar, og eru slikar unabætur oftast ómerkilegar og endingarlitlar. — Samgirð- ingar engar. Búnaðarfélög eru hér i hverjum hreppi, en litt er mér kunnngt nm framkvæmdir þeirra. Hér i sveit var allmikið unnið að jarðabótum næstl. vor. Mest var það túna- sléttun og nátthagagirðingar; enn fremnr vörzlngirðingar og vatnsveitur. Tilraun var gerð lítilfjörleg með ræktun fóðurrófna af 2 mönnum eða 3, em hepnaðist fremnr illa. Annars brást öll garðrækt víðasthvar, sökum kulda að vorinu og fram eftir sumri. Skógrækt er hér engín. Eigi er mér kunn dagsverkatala i búnaðarfélaginu hér, enda vinna menn jarðabótastörf sin mestmegnis, hver í sínu lagi, þótt félagsvinna sé talin. Engan fund hefir félag þetta baldið siðan fyrir nál. 2 árum. Sýnir þetta alt of vel, hversu danfur er félagsáhugi almennings, að geta unað þeirri stjórn, er svo tilfinnan- lega vanrækir fundahöld. Flestir bændur sveitarinnar munu teljast félagar búnaðar- félagsins, en danflegur virðist mér félags- skapur þessi. Lestrarfélög eru: annað i Eyjahreppi, en hitt i Staðarsveit. Lestrarfélag Eyhrepp- inga er mér eigi kunnugt um, en i Staðar- sveit er þvi þannig háttað, að bein tillög eru engin, en sveitarsjóður á að leggja fram fé til bókakaupa. Bókasafnið er eign sveit- arfélagsins og eiga allir gjaldendur sveitar- sjóðsins aðgang að þvi. Sveitarstjórnin á að annast bókasafnið, bókakaup »g útián bóka. Bókasafni þessn var komið á fót fyrir nál. 5 árum raeð tombóluhaldi og vóru forgöngumeen fyrirtækis þessa eiustakir menn (Jón G. Sigurðsson og Guðlaugur Jónsson). Síðan var það stutt með fjár- framlögum úr sveitarsjóði. Bækurnar voru mikið notaðar fyrstu árin eða meðan eg var i sveitarstjórninni, en eftir að hrepps- nefndin var skipuð nýjum mönnum hefir hún lítt sint þvi. Litið sem ekki hefir verið lagt til þess af sveitarsjóði og eigi hirt um útlán bóka. Verður eigi annað sagt en að hókasafnið sé i hinni mestu ó- hirðu. Mest eftirsókn virtist vera eftir sögubókum og ljóðmælum. Fræðibækur voru minna lesnar. Eigi verður sagt að lestrarfýsn sé hér mikil, enda er þess varla að vænta; það mátti heita, að naumast sæ- ist hér bók á bæ, áður en bókasafn þetta kom til sögunnar og bóklestur þvi lítt þekb- nr. Allmikið virtist lestraráhuginn aukast, er mönnum gafst, völ á bókum, og mikið gagn mundi bókasafnið gera, ef sæmiiega væi* á haldið af hálfu sveitarstjórnarinnar. Þá er því var skilað i hendnr núverandi hreppsnefndar var safníð um 200 bindi eða nál. þvi, mestmegnis þjóðlegar alþýðabækur. Af öðrum félagsskap má nefna Goodtempl- arstúku, er stofnuð var hér i Staðarsveit 2. apríl næstl. ár og glimufélag, er kvað vera nýstofnað i Miklaboltshreppi. Um glimu- félagið verður litið sagt að svo stöddu. Félagatalan mun vera 14 eða 15. Good- templarstúkan (Saga nr. 166) er fámenn enn sem komið er og virðast margir henni lítt hlyntir. Rjómabú er hér i sveitinni. Nær svæði þess út i Breiðuvik og austur i Miklaholts- hrepp. Erfiðlega hefir stofnun þessi gengið til þessa og liggja til þess margar orsakir. Frekara skal eigi um það sagt að sinni. Komið hefir til mála að stofna iþrótta- félag í Staðarsveit, en önnur framfara- mdl er mér eigi kunnugt um, að séu í und- irbúningi. Sjávarútvegur. Einn véiarbátur gekk frá Búðum til fiskiveiða næstl. sumar og mun hafa aflað ailvel. Fiskigengd var ®ngin hér að súnnenverðu, og sótti bátur- ‘nn allan afla sinn vestur undir Jökul. Silung8veiði í vötnum var allgóð næstl. haust í Staðarsveit. Heyskapur. Alment var grasvöxtur í góðu meðallagi á útjörð, en i minna lag; á túnura. Nýting ágæt fram til ágústmán- aðarloka, en eftir það hröktust hey nokk- uð. Yfirleitt mun ásetning manna vera með betra móti. Mentamdl. Alþýðuskólar eru hér engir og barnakensla fer fram í farskólum víð- asthvar. í einstöku stöðum er heimakensla. Sú vill raunin á verða, að þar sem ástæður eru til heimakenslu ber hún betri árangur en farskólarnir, enda gerast kennarar misjafnir, en eitt er sameiginlegt með þeim öllum: kaupið er jafnhátt, hvort sem kennarinn er starfi sínu vaxinn eða eigi. Litlum umbót- um hygg eg, að barnafræðslan hér um slóðir hafi tekið með hinu nýja fyrirkomulagi, og kostnaðarsamt mun flestum þykja það. Einknm eru fræðslulögin erfið þeim, er undanþágu fá frá farskólunum — sem naum- ast verðskulda skólanafn sumir hverir — því að þeir menn verða samkvæmt lögun- um að greiða tiltölulegan hluta af kostnaði farskólanna, þótt eigi hafi þeirra nokkur not. Stjórnmdl. Fremur mun stjórnmálaá- hugi vera lítill hér i sveitnnum. Þó má fullyrða, að i Staðarsveit er almenningur eigi ánægður með kosningaúrslitin i heild sinni, enda mun sjálfstæðismönnum fremnr hafa fjölgað en fækkað frá þvi kosningar fóru fram næst á undan. Að eins örfáir menn teljast til heimastjórnarflokksins. — Almenn óánægja út af atferli ráðherrans núverandi i bankamálinu. Flestir hugsandi menn telja og slðasta alþingi hafa framið lögbrot, er það hrifsaði til sln dómsvaldið i máli þessu. Svo langt nær þó skynsemi margra alþýðumanna að geta gieint sundur löggjafarvald og dómsvald eða úrskurðar- vald. 1 hugum manna eru einna rikastar þessar tvær spurningar: »Hvernig fer næsta þing með stjórnarskrármálið?« og »verður sam- bandsmálið tekið til meðferðar á næsta þingi?« — Gagnvart siðari spurningunni hugga menn sig við marg-yfirlýst loforð nm að sambandsmálið verði látið liggja milli hluta, og í stjórnarskrármálinu vilja menn treglega hugsa sér, að fulltrúar þjóðar- innar reynist þeir ódrengir að ónýta málið. Heilsufar. Kvillasamt hefir verið og er hér i sveitunum um þessar mundir. Fólk veikist meira og minna á flestum bæjum af sjúkleika nokkrum, er virðist bera keim af taugaveiki, en er fremur vægur. Sumir liggja þó viku til hálfsmánaðar tlma. Hægt fer nmgangsveiki þessi yfir og engir hafa dáið úr henni svo eg viti. Hálsbólga hefir og gert vart við sig viða, en eigi kveðið mikið að henni. Krabbamein eru farin að verða tíð hér um slóðir. Einn bóndi í Miklaholtshreppi nýlega dáinn úr slíkri meinsemd (sjá að framan), annar langt leidd- ur af sams konar meini og hinn þriðji hér i Staðarsveit ef til vill með þennan sjúk- dóm lika. Prestlaust hefir hér verið frá þvi í fyrra haust. Á prestsetrinu Staðastað var mess- að þrisvar sinnum í fyrra vetur, lltið eitt oftar i sumar sem leið og tvisvar sinnnm það sem af er vetrinum. Sökum prestleys- isins hafa lik orðið að standa nppi 5 og 6 vikur, og er slikt meira en óviðfeldið. Dauft er að vlsn trúarlífið hér og kirkjulifið, og er það engin nýung, en óánægja mun þó töluverð yfir núverandi ástandi í kirkjuleg- um efnum. Veðrdttufar hefir verið ágætt. Framan af haustinu voru að vísu rigningar miklar, en frá miðjum október hefir mátt heita fá- gæt öndvegistið, jörð alauð og lítt frosin alt til ársloka. Frostkaflar hafa komið eitt- hvað þrisvar sinnum en varað stutt og þiðnað klaki úr jörð á milli. Aldrei komið föl á jörð, sem teljandi sé, nema 6. des.; þá kom snjór skóvarps-djúpur eða tæplega það. Meiri varð snjór þessi litið eitt, er sunnar og austar dró, en eigi hélst föl þetta nema 5 daga. Að öðru leyti hafa verið hægvið- ur og hlýindi, oftast rigningalitið. Á jóla- föstunni oft hiti 5° á R. í desembermánuði hafa oft sést vígahnettir og þykir óvana- legt. Lá við að sumum yrði felmt við slik- ar sjónir, þvi að engir eða fáir minnast þess að Lafa séð þær áður. Hofgörðum 31. desbr. 1911 Jón O. Sigurðsson. Aðflutningsbannið. Rödd frá Danmörku. Það er fátítt, að aðflutningsbann- lögunum sé léð liðsyrði í Danmörku. En í blaðinu »Östsjællands Folkeblad* frá 5. jan. er grein, sem skýrir satt og rétt frá bindindishreyfingunni og bannlögunum vor á meðal. Greinin endar á þessum orðum: Að það (aðflutningsbannið) sé ágætt fjárhagslega, um það getur enginn ver- ið í vafa. Hundruð þúsund króna sparast í beinum gjöldum. En hinar opinberu hagfræðisskýrslur gefa mönnum litla hugmynd um hvað áfengið kostar þjóðfélagið mikið í gjöldum til fátækraframfæris, lögreglu og varðhalda, geðveikrahæla og spí- tala. Bannlögin íslenzku eru tilraun heillar þjóðar til að losa sig að fullu og öllu við þjóðarmeinsemdina þá, er áfengi nefnist. --------------------- Fróðleikssafn Isafoldar. 11. Lagst yfir Ermarsund. Ermarsund er réttar 28 rastir, þar sem það er mjóst. Það er sama sem nær 38/4 míla dönsk. Lengi hafa afreksmenn þrtytt þá raun, að synda yfir það í einni lotu. En tekist hefir það engum, svo að víst sé, fyr en í haust sem leið. Það var lengi haft fyrir satt að vísu, að fyrir rúmum 36 árum, siðla sum- ars 1875, hefði enskum höfuðsmanni, er Webb hét, lánast að leysa þessa þraut af hendi. En margir urðu til að rengja það. Sumir fullyrða, að hann hafi látið lítinn gufubát hafa sig í togi alllangan spöl. Aðrir halda því fram, að hann hafi hvílt sig hvað eftir annað í báti, sem fylgdist með honum. Ekki nógu rammlega um búið, að ekki yrði slíkum prettum við komið. Stórfé lagt við og fyrir því svikafreisting lítt viðráðanleg. Webb druknaði nokkrum missirum eftir í Niagaraelfi í Vesturheimi, } enn óárennilegri sundþraut. Hann lagðist yfir ána rétt fyrir neðan fossinn sam- nefnda, í straumiðunni þar. Það er landi Webbs, er Ermarsunds- sundþrautina hefir loks unnið, og svo umbúið, aðengin leið erfyrirað þræta. Fjöldi vitna, er það staðfesta. Hann heitir Burgess og á heima í París. Hann hefir járnsmíðar sér að atvinnu. Sjö sinnum hafði hann lagt í að reyna sundþraut þessa, en gefist upp öll skiftin sjö. Hann hóf 8. tilraunina 5. sept. í haust, kl. 1050 árdegis, og lagði til sunds Englands-megin, úr vík þeirri, er kend er við Margréti hina helgu. Allsber varhann að kalla má, og hafði nuddað allan skrokkinn í harpeis og svínafeiti, hafði leðurgrímu fyrir and- liti og gler fyrir augum til hlifðar við öldugangi. Mótorbitur fylgdi honum með vistir o. fl. Það var rauða úr eggi og keks, er hann nærðist á á sundinu, og við og við á ofurlitlu af hænsakjöti. Webb hafði nærst á lýsi, spiritus, kaffi og öli. Alt gekk slysalaust fullar tvær eyktir hinar fyrstu. Vart varð við hann af mörgum gufuskipum, er leið áttu um Ermarsund að vanda, og kváðu þaðan við áköf fagnaðaróp. Þá skall yfir megn þoka svo þétt, að motorbátnum veitti örðugt að fylgj- ast með sundmanni og missa ekki sjónar á honum. Það seinkaði ferð- inni til muna. Þá verður hann fyrir áköfum austanstraumi, er bar hann afleiðis. Og er hann var kominn í rétt horf aftur, var komið útfall og sogaði hann frá landi. Um dagmál morguninn eftir átti hann örskamt að landi. En þá var svo af honum dregið, að við lá að hann gæfist upp, að hann segir sjálfur. Þá birti í lofti og fór að falla að. Aðfallið létti undir sundið. Þetta var nær höfða þeim á Frakklandsströnd, er nefnist Gránefur. Þar sér hann, hvar standa mörg hundruð manna og kyrja á víxl þjóðsöngva Frakka og Breta, La Marseillaise og God save the king. Að jöfnum báðum dagmála og há- degis (kl. 10V2) Þar hann að landi, og var þá tíu mínútum fátt i sólarhring frá því er hann lagðist til sunds. Hann var samstundis borinn inn i rúm og svaf 7 stundir í einum dúr. Þegar hann vaknaði, lá ofan á sænginni árnaðarsimskeyti frá Georg konungi. Afmælissjóður Heilsuhælis- , félagsins. Síðustu dagana hefir Isafold fengið þessar afmælisgafir til Heilsuhælisins 22. jan.: Ólafur Óskar Þórðarson (8 ára), Æsustöðum í Mos- fellssveit 1 kr., 24. jan. Vilhjálmur Bjarnarson Rauðará 10 kr. Munið afmælissjóðinn I — Látið af hendi rakna á afmælum yðar 10 aur. — 10 kr. — eftir ástæðum. Safnast þegar saman kemur. Maunalát. Látin er hér í bænum (19. þ. m.) í hárri elli ekkjufrú Maria Hall, móðir Guðrúnar ekkju Ásmunds sál. Sveins- sonar. Þ. 22. jan. lézt ennfr. jungfr. Sol- veiq Thorqrímsen á 65. ári, dóttir Guðm. heit. Thorgrímsen verzlunar- stj. á Eyrarbakka, en systir frú Ástu Hallgrimsson, frú Eugeníu Nielsen og þeirra systkina. Solveig heit. var heilsutæp (hjartasjúkdómur) mikinn hluta æfinnar, þótt fótavist hefði oft- ast fram undir andlátið. Jarðarför hennar fer fram þriðjud. 30. jan. frá Templarasundi 3.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.