Ísafold - 24.01.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.01.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 15 Bókaralögleysan enn. Vér gerum ráð fyrir, að lesendur Isa- ýoldar séu löngu gengnir úr skugga um það, að ráðherra Kr. J., með því að skjóta skolleyrum við tillögum bankastjóra Landsbankans um hvern skipa bæri i bókarastöðu Landsbank- ans, hafi brotið beint í bág við gild- andi lög, er heimta, að hatin fari í því efni eftir tillögum bankastjórnar, þ. e. þeirra tveggja manna í banka- stjórn, er öllu ráða um málejni, sem bankann varða, meðan pd ei%i qreinir á en ekki móti þeirra tillögum, svo sem gert hefir hr. Kr. J. Inst inni mun og hr. Kr. J. finna til þess, að ísafold hefir alveg á réttu að standa í þessu máli. Svo ber og vel í veiðar fyrir oss, að herra Kr. J. sjálfur fyrir 6—7 árurn var á alveg sömu skoðun og vér, er eins stóð á: sama staðan veitt þá móti tillögum meiri hluta f áverandi bankastjórnar. Varnarskrif ráðherrablaðsins fyrir því, að það sé ekki lagabrot, sem ráð herra sjálýur heýir talið lagabrot áður — eru því harla brosleg — eins og hver maður getur séð. Vér sjáum enga ástæðu til að halda áfrarn karpinu við ráðherrablaðið um lagahlið þessa máls — þykjumst vita með vissu, að allir glöggir menn séu þar á voru máli, og jafnvel ráðherra sjálfur inst inni, Og hjali þess um, að umsækjandinn, sem hafnað var, geti ýarið i mál við ráðherra er vita- skuld slegið fram út í loftið. Slíka lögleysu á þingið að víta og koma fram ábyrgð fyrir. En »klikuþing em- bættasamábyrgðinnar« i sumar er nú auðvitað til annars líklegra. En með því að ráðherrablaðið liefir ætíð öðru hvoru verið að ota fram nöfnum umsækjenda, svo sem héldi það, að eitthvað græddist málstað þess með því, — svo sem væri sá er stöðuna hlaut (síra R. T.) svo miklu hæfari í hana en sá (hr. A. J.) er eigi fann náð fyrir augum hinnar gautlenzku hágöfgi, — þykir oss eigi úr vegi að birta umsókn hr. A. J. ásamt nokk- urum meðmælum, er henni fylgdu (þó vantar því miður umsögn bankastjór- anna tveggja). Ráðherrablaðið kvittar væntanlega fyrir þcssi skjöl með því að birta umsókn og meðmæli hins út- valda bókara og getur þá almenning- ui dæmt um: Utnsókn A. ý. Eftirrit. Reykjavík 10. nóv. 1911. Hérmeð leyfi eg mér virðingarfylst að æskja þess, að hinu háa stjórnar- ráði mætti þóknast að veita mér bók- arastöðuna við Landsbankann, sem eft- ir fráfall fyrv. bókara, [Alberts Þórð- arsonar, er auglýst til umsóknar. Auk þess sem eg sérstaklega styð umsókn mina við meðmæli banka- stjóranna beggja, sem stjórnarráðinu er kunnugt um, að eg nýt til þessar- ar stöðu, leyfi eg mér að láta fylgja staðfest eftirrit af meðmælum mér til handa: frá stra Birni Þorlákssyni á Dvergasteini, frá Bæjarstjórn Seyðis- fjarðarkaupstaðar, frá Jóh. Jóhannes- syni sýslum. og bæjarfógeta á Seyð- isfirði, og frá Eggert Briem skrifstofu- stjóra i Reykjavík. Ennfremur leyfi eg mér að benda á það, að meðan eg dvaldist á Seyðis firði, var eg átta sinnum settur til að tjóna embættum sýslumanns í Norð- ur-Múlasýslu og bæjarfógeta á Seyð- isfirði um skemri og lengn tíma, sem sé með amtsbréfum 31/s 1896, ai/7 1898, 2% 1899, % 1902, lfl/6 1904, % 1904 og stjórnarráðsbréfum 25/4 1906 og al/5 s. á. Virðingarfylst A. Jóhannsson, Til Stjórnarráðs íslands. Meðmalin með Á. ý. Um Arna Jóhannsson sýsluskrifara á Seyðisfirði, sem eg hefi þekt um mörg ár og haft náin kynni af sið- ustu árin, gef eg þetta vottorð. Hann er vandaður maður og áreið- anlegur og væri óhætt að trúa hon- um fyrir hverju starfi, sem hann hefði þekkingu til að gegna. Bindindismað- ur er hann og mjög reglusamur. Skrif- stofustörfum hefir hann gegnt lengi og hefir þótt léysa þau einkar vel af hendi. I forföllum sýslumanns og bæjarfógeta hefir hann haft á hendi störf hans og hefir honum farið það vel úr hendi. Hann er og maður mjög vandvirkur og reikningsmaður hinn bezti. Dvergasteini 26. maí 1904. Björn Þorláksson. Utdráttur úr gjörðabók fyrir bæjarstjórn Seyðis- fjarðarkaupstaðar af fundi bæjarstjórn- arinnar föstud. 14. september 1906. Bæjarstjórnin tekur það fram ein- róma, að húu hafi verið og sé mjög ánægð með það, hvernig fyrverandi bæjargjaldkeri Árni Jóhannsson hafi leyst það starf sitt af hendi og lýkur lofsorði á þá reglusemi, vandvirkni og nákvæmni, er öll reikningsfærsla hans ber vott um. — — — — — Réttan útdrátt staðfestir. Jóh. Jóhannesson. í 9 ár, frá 1897—1906, var herra Árui Jóhannsson skrifari minn og hefir nokkrum sinnum gegnt embætt- utr mínum að öllu leyti i fjarveru minni og það mánuðum saman. í öll þessi ár reyndist hann mér greind- ur, vel upplýstur, reglusamur og sam- vizkusamur maður, sem eg í hverju einu gat reitt mig á. Að sjálfsögðu hefi eg oft trúað honum fyrir stórum fjárupphæðum og reynt hann að sömu ráðvendni og nákvæmni í peningasök- um sem öðru. I sjö ár var hann bæjargjaldkeri Seyðisfjarðarkaupstaðar og fórst það snildarlega úr hendi. Mér er því ljúft að gefa herra Áma Jóhannssyni mín beztu meðmæli og láta í ljósi það álit mitt, að hann sé mjög vel fær um að hafa á hendi hvern þann starfa, sem eigi þarf sér- fræðisþekkingu til. P. t. Reykjavik 10. sept. 1907. Jóh. Jóhannesson sýslum. og bæjarfógeti. Að þar til gefnu tiíefni vottast hér- með, að öll þau ár, er Árni Jóhanns- son biskupsskrifari var sýsluskrifari á Seyðisfirði, hafa allir reikningar úr Norður-Múlasýslu og Seyðisfjarðar- kaupstað verið í bezta lagi að öllu leyti, og mun Árni Jóhannsson hafa átt mestan þáttinn í undirbúningi þeirra og samningi. Reykjavík 11. mai 1908. Egqert Briem. Mundi ráðherra hafa haft betri vott- orð eftir að fara um hinn umsækj- andann, er hann þóttist þurfa að brjóta í bág viö gildandi lög til að koma honum að? Thore-félagið og póstferðasamningarnir. í »Reykjavík«, sem út kom á laug- ardaginn var, skrifar Tón Ólafsson St. Sannl.) að simað hafi verið 14. >. m. til póstmeistara ýrá Norðfirði, ið skipstjórinn á Austra, (er þar hafi rá verið staddur) hafi neitað að flytja ýóstinn í land og sækja póstinn i and. Frá Norðfirði hefir aldrei verið sim- að neitt i þessa átt, heldur frá Eski- firði og það hefir aldrei verið simað, að skipstjórinn á Austra hafi neitað að flytja póst i land. Tvisvar segir J. Ól. ósatt i 8 lín- um, sem koma fram sem tilgreining á ákveðnu símskeyti. Þá segir J. Ól., að með þessu hafi Thorefélagið rofið samninginn við andsstjórnina. Samningur þessi nær eigi til póstflutnings milli latida held- ur að eins í strandferðum. í 5. gr. samningsins, Stjórnartíð. 1909 bfs. 177, stendur svo: »Félaginu er skylt að flytja á öllum þeim ferðum, sem um getur í 1. gr., póstflutning allan — bréf og bögla — í tnillilandaýerð- utn milli Danmerkur og Islands ýram og aýtur, pó að eins eftir sérstökum samningi og gegn sirstöku gjaldi. (Let- urbr. blaðsins). Þenna samning hefir stjórnin neit- að að gera, talið sér ekki hægt vegna aðgerða síðasta alþingis. Thorefélag- itiu ber því eigi að flytja neinn póst- flutning milli landa, nema samkvæmt póstlögunum. En samkvæmt 9. gr. þeirra laga ber félaginu sérstakt gjald fyrir slikan flutning og skal flytja póstinn í land, en ekki sakja hann í land. Félagið hefir því engan samn- ing brotið, en hegðað sér fyllilega samkvæmt póstlögunum. Rógur heimastjórnarblaðanna um Thorefélagið verður annars rækilega athugaður hér í blaðinu bráðlega. Tíðindasmælki handan um haf. — Fullar 100 milj. kr. (120 milj. lírar) hefir hernaður ítala í Tripolis kostað fyrir rúmum ntánuði. Það fylgdi þeirri sögu, að þeir ættu enn 450 ntilj. lírur í ríkissjóði. Þeir eru þá ekki á hjarni staddir. — Kaupskipafloti alls Danaveldis var fyrir rúmu ári, er síðast var talið, 3648 og tók 321,457 smál. Þar af voru 3005 seglskip og mótorskip, nær 110,000 smál., og 642 gufuskip með rúmar 412,000 smál. Fullum 40 árum áður voru seglskipin 2719 en gufuskip 89. — Prestur gengur aý trúnni. Það bar til í Bröndbyvester á Amakri fyrsta sunnudag eftir nýár, 2. þ. m., að sóknarpresturinn þar, E. C. N. Bar- fod, lýsti því í kórdyrum, eftir pré- dikun, að hann ætlaði að sækja um lausn frá prestsskap, vegna þess, að hann væri hættur að trúa á guðdóm Krists og endurlausn. Hann er nær hálfsjötugur, stórmikilsverður maður og töluverður rithöfundur. Eftirlaun fær hann engin og er maður efnalaus. — Svíar eru teknir til að flytja blautan fisk í kælivélum á markað suður á Frakkland og Sviss. Hann helzt óskemdur 9 daga. Reykjavikur-annáll. Oðnir: Jórann Magnúsdóttir ekkja, 83 ára frá Urriðakoti við HafnarfjörO. Dó 14. jðn. Jón Bjarnaaon málari Hverfisg. 27 A. 37 ára. Dó 14. jan. QaÖrún Þorvarðsdóttir Laugav. 51, 53 ára. Dó 17. jan. Guðrún Jónsdóttir Skagfjörð gift kona Spitalastig 9, 33 ára. Dó 18. jan. Kristin Hallgrimsdóttir ekkja Bakkastíg, 78 ára. Dó 18. jan. Anna Margrét Hall ekkjufr. Þingholtsstr. 24, 93 ára. Dó 19. jan. Sigr. Sigurðardóttir e. i Garðbæ, 72 ára. Dó 21. jan. Solveig Thorgrimsen Lækjarg. 14, 61 ára. Dó 22. jan. Hallbera Þorkelsdáttir ekkja Smiðjust. 2, 74 ára. Dó 16. jan. Englandsfiskurinn. Þess var getið i sið- asta blaði, að botnvörpungurinn Marz seldi afla sinn fyrir 1000 pd. st. og befði það verið langmesta verð, er fengist hefði fyrir fiskfarm enn sem komið væri. Langmest* var ef til vill of sagt, að þvl er oss er tjáð, )vi að Forsetinn kvað hafa selt fiskfarm eitt sinn fyrir 978 pd. st. — En nú hefir Skúli fógeti fengið enn meiri fúlgu fyrir sinn fisk; seldi hann núna um helgina fyrir 18034 pd. st. eða 18612 kr. Forseti er á útleið með vænan farm. Snorri Sturluson í þann veginn að halda út. Fermingarbörn. Börn þau, er séra Jóh. Þorkelsson á að ferma i vor, komi i dóm- kirkjuna miðvikud. 24. þ. m. kl. 5. siðd., en fermingarbörn séra Bjarna Jónssonar fimtu- dag 25. þ. m. kl, 5 siðd. Grettismenn. Annað kvöld verður efnt til kvöldskemtunar i Iðnaðarmannahúsinu til ágóða fyrir sundskálann við Skerjafjörð. Það er hvorttveggja, að vert er fyrirtækið þess, að styrkt sé og eins hitt, að boðið verður upp á fjölbreytta skemtun: Isienzk bændaglima, sjónieiknr, sem enginn veit hverir leika; dr. Gruðm. Finnbogasen fer með sögu eftir Selmu Lagerlöf, >beztu sögu, sem hann þekkir< og er hún frumþýdd af honum. Loks sýna þeir Benedikt Waage og Sigurjón Pétursson hina heimsfrægu leik- fimi J. P. Miillers, hins danska: Min að- ferð — leikfimi, sem gerir gamla menn unga, gigtveika liðuga, sjúka kavska — leik- fimi, sem hver maður ætti að temja sér og nota nú tækifærið til þess að komast að sjálfsraun um, hvern veg hún bezt verður tamin. Hjuskapur: Eirikur Ingvarsson og ym. Guðrún Steinsdóttir, Ananaustum. (lift 19. jan. Qunnl. Illugason sjóm. og ym. öuðriður Guðmundsdóttir, GirettÍBgötu 45. öift 20. jan. Leikhúsið. Enn ér verið að leika Fjalla- Eyvind og aðsóknin söm og jöfn. Er nú búið að leika hann 15 sinnum. Ekkert leik- rit hefir átt eins mikilli hylli að fagna hér i sveit — annað en Nýdrsnótt lndriða Einarssonar. Hún hefir verið leikin 25 sinnnm alls. Leikfélagið er nú tekið að æfa annað leikrit, sem ætlast er til, að hlaupi af stokk- um f næsta mán. miðjum. Það er hið heims- fræga skáldið Schillers: Die Rduber (Ræn- ingjarnir). Aðalhlutverkið í þeim leik Franz Moor ætlar Árni Eiriksson að leika. Það er nokkuð að spreyta sig á. í leiknum er að eins einn kvenmaðnr—leikinn afjungfr. öuðrúnu Indriðadóttir, en tylft er karl- manna, er hlutverk nokkur hafa með hönd- um, fyrir utan talsvert af aukafólki. Nýr botnvörpungur. Hjalti Jónsson kom í fyrri nótt hingað á brezkum botnvörpung sem hann og félagar hans hafa leigðan um nokkura mánaða, skeið í stað Lord Nelsons, þess er sökk við Skotlandsstrendur. Þessi botnvörpungur heitir A. G. og er 125 fet á lengd. Marzfélagið er annars að láta smíða sér nýjan botnvörpung i Hull. Hann á að verða fullger um miðjan júni. Söngfélagiö 17. Júni hefir í hyggju að lofa Hafnfirðingum að heyra til sin. Stendur til, að söngvararnir fari til Hafnarfjarðar á sunnudag og efni til samsöngs stundu fyrir miðaftan eða svo. Lýðskólinn í Hjarðarholti var stofn- aður í fyrra meS 14 nemendum, en í vetur eru þeir nær 20, stúlkur og pllt- ar, flest úr Dalasýslu. Kensluna hafa á hendi prófastur Ólafur Ól&fsson, síra Björn Stefánsson og Páll Ólafsson. — Skólinn er í nýju húsi, er prófastur bygði í sambandi við íbúðarhús sitt. Útsvörin í Hafnarfirði. L e i ð r . L listanum yfir útsvörin í Hafnarfirði í næst-síðasta blaði hefir fallið úr nafu Böðvars Böðvarssonar bakara. Hann ber 120 kr. útsvar. Bæjarstjórnarkosningaruar Fram-listinn sem birtur var í siðasta blaði er búinn að skifta um haus. Gamli hausinn (Thor Jensen) var sniðinn af á laugardagskvöldið, en í staðinn kominn nr. 2, sem áður var: ■Cnud Zimsen og nr. 5 orðinn Jó- íann kaupm. Jóhannesson. En mikill vafi mun um það, hvort Knud Zim- sen er vel valinn fyrstur á lista — maður sem hefir átt og á enn svo mikil viðskiýti við bæinn. Kvennalistinn hefir fyrst á blaði frú Guðrúnu Lárusdóttur, en frú Bríeti nr. 2. — Furðulegt er það af kven- l’ólkinu og kennir ögn vanþakklætis :ýrir hið mikla starf frú Bríetar fyrir réttindum kvenna, að hún skuli eigi vera sjálfsögð ýyrsta kotia á kvenlist- anum. Hvernig n.á slikt verða? Sjálfstæðismenn hafa fund annað kvöld, fimtudag kl. 5% í Bárubúð — til undirbúnings bæjarstjórnarkosning- nnni. Mjög áríðandi að ýjölmenna á ýundinn. Hérmeð tilkynnist vandamönnum og vinum, að jarðarför ekkjunnar Kristrúnar sál. Hall- grimsdóttur fer fram iaugardaginn 27. þ. m. og byrjar kl. IP/S f. h. frá Vinaminni á Akra- nesi. Þeir sem hafa ætlað að gefa krans, eru eftir ósk hinnar látnu, vinsamlegast beðnir að gefa andvirði þeirra til sjóðs, er verja má til liknar fátækum sængurkonum i Akraneshrepp og veita ættingjar eða prófast- ur Jón Sveinsson þvi móttöku. Aðstandendur. OMatnaður. Með því að kynna sér gæði og verð á oliufatnaöinum í verzlun undirritaðs, getur hver og einn sjálfur gengið úr skugga um, að hvergi fæst betri vara né ódýrari en einmitt í verzlun 8. H. Bjarnason. Herbergi til leigu á Frakkastig 20. Reikn ingsey ðublö ð hvergi ódýrari en í Bókverzlun ísafoldar. 24 — þú vilt ekki koma inn, eegir etúlkan? — Jpakka þór fyrir, Hildur. Eg ætla á þingið, og þar hlýðir ekki að koma of seint. Guðmundur hólt nú beina leið á þingstaðinn. það lá mjög vel á hon- um. þetta, að þau Helga hittust, var liðið úr huga hans. Honum þótti vaent um, að það var Hildur, sem kom út í forskygnið og sá vagninn og ábreið- una og hestinu og eykistygin. það var ekki hætt við öðru en að hún hefði tekið eftir því öllu saman. — þetta var fyrsta skifti, sem Guð- mundur var viðstaddur þinghald. Hon- um þótti það bæði fróðlegt og merkí- legt, og var þar allan daginn. Hann sat inni í þinghúsinu, er kom að mál- inu Helgu, sá hana hrifsa til sín biblí- una og halda velli í viðureign við þá báða, skrifara og dómara. f>egar öllu var lokið og dómari hafði tekið í hönd Ilelgu, stóð Gnðmundur upp og flýtti sér út. Hann hraðaði sér að beita hestinum fyrir vagninn og ók fram fyrir dyrariðið. Honum fanst Helga hafa aýnt af sér hugrekki og vildi því 25 gera henni sæmd. En það var svo mikið fát á henni, að hún skildi ekki, hvað undir bjó fyrir honum. Hún laumaðist burt undan sæmdinni, er henni var fyrirhuguð.------ Sama dag kom Guðmundur síðla kvelds upp að Mýrarkoti. f>að var lítill bær og stóð utan í hallanum á jörfa þeim skógi vöxnum, er lá utan um bygðina. Vegurinn upp þangað var ekki akfær á vetrum, nema gott væri sleðafæri, og hafði því Guðmund- ur orðið að ganga. f>að lá við, að hann beinbryti sig á eikarstubbum og steinum, og hann varð að vaöa Iæki, sem runnu um þveran veginn hingað og þangað. Hefði ekki verið glatt tunglskin, mundi hann ekki hafa rat- að upp að bænum, og hann var að hugsa um, að það væri örðugur vegur, sem Helga hefði orðið að ganga þann dag. Bærinn i Mýrarkoti stóð í stóru rjóðri í hór um bil miðjum hallanum uppi á jörfanum. Guðmundur hafði aldrei komið þar. En hann hafði séð þangað svo oft ueðau úr sveitiuni og 28 Guðmundur litaðist um eftir Helgu, en sá hana hvergi < stofunni. |>á hugsaði hann, að bezt væri að bíða úti þangað til hún kærni. Hann skildi ekki í, að hún væri ekki komin heim. Verið gat að hún hefði komið við á leiðinni hjá einhverju kunningjafólki ■ínu til að hvíla sig og fá eitthvað að borða, Hún hlaut þó að koma bráðum, ef hún hugsaði til að fá húsaskjól áður eu nóttin dytti á. Guðmundur beið enn við úti á hlað- inu og hleraði, hvort ekki heyrðist fótatak. f>að var blæjalogn. Enginn andvari. Guðmundi þótti sem honum hefði aldrei fundist jafn-hljótt. f>að var engu líkara en að allur skógurinn héldi uiðri f sér andanum og væri að bíða eftir, að eitthvað verulegt bæri við. En enginn kom innan úr skóginum. Ekki brakaði í nokkurri grein og ekki glamraði í nokkurum steini. f>að ætl- aði að líða nokkuð áður Helga kæmi. — Mér þætti gaman að vita, hvað hún segir. þegar hún sér mig, hugsar Guðmundur. En ef hún hljóðar nú upp yfir sig og hleypur inn í skóginn 21 Magnússyni, anzaði hún seint og sfðar meir, í lægri kljóðum en áður, eins og húu vildi helzt, að hanu heyrðí það ekki. En Guðmundur heyrði það samt. — Nú, það er þá þú, sem------------, mælti hann, en hélt ekki áfrarn. lianu sueri sér frá henni, réttist við i sæt- inu og talaði ekki orð við hana úr því, Guðmundur sló í hestinn hvað eftir aunað, formælti hástöfum vondri færð og virtist vera í versta skapi. Stúlkan hafði hljótt um sig stundarkorn. En brátt fann Guðmundur hana leggja höndina á handlegginn á sér. — Hvað vilt þú? spyr hann og leit ekki við, Hún bað hann etaldra við suöggvasb, svo að hún gæti stokkið niður úr vagninum. — f>ví þá það? spyr Guðmundur í lítilsvirðingarróm. Fer ekki vel um þig? — Jú, þakka þór fyrir. En eg vil heldur ganga. Guðmundur átti í dálítilli baráttu við sjálfan sig. Honum gramdist slysu, in sú, að hann hafði farið að bjóða

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.