Ísafold - 27.01.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.01.1912, Blaðsíða 1
 Kerom át tvisvar í viku. Verf» arg. (90 arkii' mtriat) 4 kr. erlendis f? ki efca i l/fl dolltiri borgijt tyrir miojan júit (erlendit f'vrir írn.m». ÍSAFOLD Ci>e»ðgn (skrifleg) bundin vift áramðt, •> ógil« nema komm »é til ntgefanda fjrrir 1. okt. «g »»sp»i!rii ¦kuldlftni yio blanio Afgreinile: Au»tur«tr»ti 8. XXXIX. árg. Keykjavík 27. jan. 1912. 5. tðlublaö í. O. O. F. 93129 Faxaflóagflfnbáturinn Jngólfnr' fer til Borgarness og Akraness 4., io., 16. og 24. febrváar. Maríuhafnar 27. febr. Keflavíkur og Garðs 1., 8., 13. og 2r. febrúar. Hafnaleirs 1. febr. Bæjarstjórnarkosningin í dag. Danir og stjórnmál vor. Eftir Einar Hjörleifsson. Svona lítur hann út listinn, sem félög sjálfstæðismanna hér í bænum hafa komið sér saman um : Sveinn B]ömsson, yfirdómslögm. Hannes Hafliðason, skipstjóri. Pétur Hjaltested, úrsmiður. Sæm. Bjarnhéðinsson, læknir. Samúel Ólafsson, söðlasmiður. Þessir menn höfðu lang mest fylgi meðal sjálfstæðismanna. TJm þennan lista ættu allir sjálfstæðismenn að sam- eina sig. Dugandi menn, sjálfstæðir menn, kánnugir högum bæjarins — það eru þessir menn allir. Og það er nú einu sinni svo komið — íyrir tilverknað heimastiórnarmanna, að bæjarstjórnarkosningum verður eigi haldið út frá hinum almennu stjórn- máladeilum. Heimastjórnarm. haldaríg- fast saman um sinn lista, — en hugsa sér á hinn bóginn að hlunofara sjálj- stœðismenn upp á gamla mátann: divide et impera þ. e. dreifðu — og drotnaðu. Tvístringslistar margir eru komnir til höfuðs aðal-lista sjálfstæðismanna — góðum mönnum þeirra meðal dembt á lista að peim pvernauðugum sbr. greinina innan í blaðinu. En vel væri það, að sjálfstæðis- menn létu andstæðingum vorum eigi verða kapuna úr því klæðinu. Vel væri, að þeir héldi hópinn jafn vel 0g þeir gerðu við alþingiskosningarn- ar í okt. Enginn má eftir sér telja að skreppa niður í Barnaskóla í dag 0g merkja við á listaspjaldinu á þenna hátt: A-listinn X B-listinn C-listinn D-listinn E-listinn F-listinn G-listinn H-listinn I-listinn J-listinn K-listinn L-listinn Kosningarrétt til bæjarstjómar eiga allir, konur jafnt sem karlar, er náð hafa 25 ára aldri, hafa átt heima hér ibæ frá 27. jan. 1911, hafa óflekkað mannorð, eru fjár síns ráðandi, skulda ekki sveitarsjóði og greiða eitthvað í bæiarsjóð. Konur kjósenda hafa auk þess kosningarrétt, þótt þær séu ekki fjár síns ráðandi og greiði ekki neitt j bæjarsjóð, ef þetta stafar frá hjóna- bandinu. II. Danir og ríkisráðsákvæöi stjórnarskrárinnar. Eins og eg vék að lauslega i Isajold síðast, er því alment haldið fram í dönskum blöðum og tímaritum, að sjálfsagt sé, að konungur synji stjórn- arskrárbreytingunni staðfestingar, ef hún verður samþykt óbreytt á næsta þingi. Og ástæðan er sú, að síðasta alþingi nam burt ákvæðið um flutn- ing mála vorrn í ríkisráðinu. Þessar undirtektir í Danmörku hafa komið mönnum nokkuð á óvart hér. Þingið þóttist hafa gengið svo frá stjórnarskrárfrumvarpinu, að engin deila við Dani út af þvi gæti komið til neinna mála. Framsögumaður meiri hluta nefndarinnar í stjórnarskrármál- inu, hr. Jón Ólafsson, tók það fram berum orðum í framsögunni. Og vit- anlega talaði hann einkum fyrir hönd þess fiokksins, sem alment er talinn leggja meira kapp á það en hinn þing- flokkurinnn að varast deilur við Dani. Sé lika nokkuð áreiðanlegt í stjórn- málasögu vorri, þá er það það, að þingin 1902 og 1903 hafi samþykt ríkisráðsákvæðið með þeim skilningi, að því gætu íslendingar breytt síðar, ef þeim sýndist svo. Að því liggja ótal sannanir. En eg læt mér nægja að tilfæra ummæli hr. Hannesar Haf- steins í framsögu hans við 2. umræðu stjórnarskrármálsins 1903. Honum íórust þá orð meðal annars á þessa leið: sjafnvel þótt því svo ólíklega færi, að síðar yrði álitið, að allri þjóðinni og öllu þinginu hefði skjátlast, en þessír fáu »landvamarmenn« einir haft réttan skilning, þá væri þó undir eng- um kringumstæðum neitt að orðið, annað en það, að lögtekið hefði verið ákvæði, sem aýtur matti breyta á stjórn- skipuleqan hitt, úr pví pað einu sinni er dregið inn undir löfgjaýarsvið lands- ins« (Alþt. B, 1903, 14—15). Þettasegir þinginu sá maðurinn, sem verið hafði í samningum í Kauptn,- höfn um stjórnarbreytinguna, sá mað- urinn, sem ætlaðvar að taka við stjórn- inni, sá maðurinn, sem við stjórninni tók. Þar sem þessi ummæli fylgja stjórn- arskrárbreytingar-frumvarpistjórnarinn- ar ur þessari átt, er það engin furða, þó að íslendingar, þjóð og þing, hafi litið svo á, sem það yrði ekki gert að deiluefni af Dana hálfu, ef íslending- ar vildu breyta þessu ákvæði. Samt kann einhver að segja, að Danir beri ekki ábyrgð á því, sem Hannes Hafstein kunni að hafa talið þeim trii um. En nú vill svo vel til, að Danir hafa sjálfir látið uppi sinn skilning á málinu «—¦ meira að segja fonngjar allra danskra stjórnmálaflokka, mennirnir, sem skipuðu millilanda- nefndina 1908. Þeir segja svo í athugasemdum við Uppkastið (6. gr.): »í þessari grein er bygt á því, að ísland eigi rétt á að hlutast til um umráð þeirra mála, er sameiginleg eru, á þann hátt, er samkomulag verð- ur á um með lögum, er bæði ríkis- þing og alþingi fallast á, og konung- ur staðfestir. Þangað til þetta verð- ur, fara dönsk stjórnar- og löggjafar- völd ein með mál þessi, einnig fyrir hönd íslands, en hland hefir jull og óskert umrið allra mála sinna annara, þar með talinn uppburður mála fyrir konungi og skipun ráðherra«. Þessi ummæli verða ekki skilin ann- an veg en þann, að eftir skoðun þess- ara stjórnmálamanna höfum vér fult vald til þess að taka ráðherra vorn út úr rikisráðinu, ef vér viljum það. Og enginn getur skilið þetta svo, sem það vald sé þvi skilyrði bundið, að vér göngum að Uppkastinu. Lm það er ekki nokkurt orð, hvorki í Upp- kastinu sjálfu, né heldur i athugasemd- unum. Þetta er ekkert annað en skiln- ingur nefndarmanna á því sambandi, sem nú er milli landanna. Svo að ís- lendingum verður naumast láð það með réttu, að þeim komi það nú á óvart, að þeir geti ekki fengið stað- festing á stjórnarskrárfrumvarpinu, af því að rikisráðsákvæðið er felt úr. Hvað er það þá, sem Danir haf? fyrir sig að bera í þessu efni? f. C. Christensen segir það berum orðum í Tiden 1. des. síðastliðinn: »Konungur hefir unnið eið að stjórn- arskipuninni (grundvallarlögunum), og hann verður að halda fast við sam- einað ríkisráð, svo lengi sem orð stjórnarskipunarinnar um það standa óbreytt«. Mig furðar á þessum ummælum í þessu sambandi frá jafn-vitrum manni eins og J. C. Christensen er. Mig furðar ekki svo mjög á þvi, að hann skuli hafa þessa skoðun, þó að hún virðist alveg ósamrýmanleg við það, sem hann hefir skrifað undir 1908 og áður er getið um. Og eg ætla ekki að þessu sinni neitt um það að deila, hvort þessi skoðun sé rétt eða röng. En hinu held eg fram, að þessi ástæða Christensens kemur ekkert stjórnar- skrárfrumvarpi síðasta Alþingis við. Og mig furðar stórlega á þvi, að Christensen skuli ekki hafa komið auga á það. Síðasta alþingi samþykti ekkert um það, að taka ráðherra vorn út úr rík- isráðinu. Mér vitanlega var ekki einu sinni nokkurt orð talað í þá átt á þinginu, þvi siður samþykt. Alþingi samþykti ekkert annað en það, að ákvaði um rikisriðssetu ráðherra vots skyldi ekki standa í stjórnarskrá vorri. Er það þá ekki það sama? Nei, því fer mjög fjarri. Nærri því 50 ár — frá 1874 til 1903 — stóð ekki nokkurt orð i stjórnarskrá vorri um það, að ráðherr- ann ætti að flytja málin í ríkisráðinu. En allan þann tíma var pað %ert í rik- isráðinu. Siðasta alþingi fór ekki fram á neitt annað en það í þessu efni, að stjórn- arskráin yrði að þessu leyti eins og hún var frá 1874 til 1903, að hún yrði eftirleiðis eins og Danir höfðu sjálfir upphaflega frá henni gengið. Þingið vildi, að því er mér skilst, koma þessu aftur í gamla horfið í stjórnarskránni í því skyni, að ekki verði reistar á ákvæðinu neinar kenn- ingar um sambandið milli landanna, aðrar en þær, sení reisa hefði mátt fyrir 1903, eins og dálitið hefir bólað á. En það er með öllu ósannað mál, að það hafi með þessari breytingu stofnað til þess, að ráðherrann yrði tekinn út úr rikisráðinu. Um það hefir þingið ekkert sagt. Að hinu leytinu er það víst, að sumir þeirra manna, sem samþyktu stjórnarskrár- breytinguna, líta svo á, að það sé oss hentugt, svo lengi sem núverandi stjórnarfyrirkomulag vort er óbreytt, að mál vor séu flutt fyrir konungi í rikisráðinu, og að af því stafi oss alls ekkert tjófa. Svo að það er bersýnilegt, að á- stæða J. C. Christensens — eina ástæð- an, að því er bezt verður séð, sem Danir hafa fram að færa gegn stað- festing stjórnarskrárfrumvarpsins frá síðasta alþingi — kemur þessu máli ekkert við. Þó að Danir líti svo á, sem konungur megi ekki, samkvæmt grundvallarlögum þeirra, láta íslenzkan ráðherra flytja fyiir sér mál til stað- festingar annarsstaðar en i ríkisráðinu, þá er engin ástæða fyrir þá til þess að mótmæla, fyr en einhver tilraun er gerð til þess að koma annari skip- un á flutning mála vorra fyrir kon- ungi. Og þó að Danir hafi nú orðið undarlega bráðir á sér, ekki athugað málið rækilega, áður en þeir fóru að ræða það, þá get eg ekki trúað þvi, að þeir haldi mótmælum sínum til streitu, né fái konung til þess að taka til annars eins örþrifaráðs eins og staðfestingarsynjunin væri — út af ekki meira máli — konung, sem i öllum efnum hefir sýnt það, að hann vill vera vinur vor. Þvi að vér verðum vandlega að hafa það hugfast, að það er ekki ger- andi að gamni sínu að synja lögum staðfestingar, þar sem þingræðið hefir verið viðurkent, eins og hér á landi, svo framarlega sem þingmenn og kjós- endur svíkjast ekki sjálfir úr leik. Vér skulum snöggvast líta á, hvern- ig málið mundi fara. Gerum ráð fyrir, að stjórnarskráin yrði samþykt á næsta þingi óbreytt, eins og frá henni var gengið 1911. Ráðherra vor, hver sem hann þá verður, fer með hana til konungs og ræður honum til að staðfesta hana. Konungur synjar. Ráðherra fær lausn. En konungur verður að fá einhvern ráðherra í staðinn, sem tekur að sér ábyrgð á synjuninni. Sá maður yrði að líkindum vandfundinn, sem vildi leggja út í þá baráttu. Gerum samt ráð fyrir, að hann fengist. Hann sæi það auðvitað sjálfur, að ekki væri honum til neins að reyna að fá fylgi sömu þingmanna, sem samþykt hefðu stjórnarskrána. Þeir mundu láta verða sitt fyrsta verk að fella hann, — og sennilega að stofna til málshöfðunar gegn honum. Svo að hann mundi fá konung til að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Eg held ekki, að mikinn speking muni þurfa til þess að spá í eyðurnar um það, hvernig þær kosningar mundu fara. Þar sem öllum er bersýnileg barátta, milli alþingis annars vegar og Dana hins vegar, út af því, sem allir íslendingar skoða sem íslenzkt sérmál, þar er enginn vafi á kosningaúrslit- um. Ráðherra mundi falla við lítinn orðstír. Og konungur ætti þá ekki kost á nokkuru ráðherraefni, sem gæti gert sér minstu vonir um stuðning þingsins. Annaðhvort yrði þá kon- ungur að láta undan, eða stjórna land- inu í samvinnuleysi og baráttu við þingið. Hvorttveggja mundi honum þykja ðyndisúrræði. Einkum samt það að leggja út í baráttu við þing og þjóð — út af því einu deiluefni, að ís- lendingar vilja koma einu atriði stjórn- arskrár sinnar í sama horf eins og Danir hafa sjálfir áður frá því gengiðl Eg trúi ekki öðru en að siðuðum heimi mundi þykja það lítið tilefni fyrir konung og Dani til fjandskapar við íslendinga, lítið tilefni til heitrar og tvísýnnar stjórnmáladeilu, lítið til- efni til stjórnarskrárbrots, sem óum- flýjanlega hlyti af baráttunni að Ieiða. Og nú vona eg, að lesendum sé ljóst, við hvað eg áui, þegar eg tók það fram i ísafold síðast, að það sé ólíklegt, að konungur hafi látið það uppi við Kristján Jónsson í sumar, að hann mundi synja stjórnarskránni staðfestingar. Eg efast ekki um, að konungur hafi athugað þetta mál, miklu betur en eg hefi grein fyrir því gert í þessum linum, og að hon- um hafi verið fullljóst, bæði hvað til- efnið er lítið, og eins hvern dilk staðfestingar-synjunin mundi eftir sér draga. Og ef konungur hefði ekki athugað þetta, geng eg að því visu, að ráðherra vor mundi hafa bent hon- um á það. Hann talaði svo á Borgar- fjarðar-fundunum síðastliðið sumar, að auðheyrt var, að honum duldust ekki örðugleikarnir, sem á því mundu verða fyrir konung að synja stjórnarskránni staðfestingar. Þetta mál strandar aldrei hjá kon- ungi. Það getur ekki strandað á neinu öðru en stórvítaverðu atferli næsta þings, sem eg ætla ekki að gera ráð fyrir. Það gæti strandað á því, að rikisráðsákvæðið yrði aftur sett inn í frumvarpið. Og það gæti líka strand- að á því, að ríkisráðsákvæðinu yrði haldið út úr frumvarpinu til mála- mynda, en önnur atriði'yrðu höfð að yfirvarpi til þess að draga málið, svo að ekkert stjórnarskrárfrumvarp yrði afgreitt — eins og auðsjáanlega hefir flogið fyrir í Danmörku (sbr. grein i Riget 12. des. og ritgjörð mína i síð- ustu Isa/old). En hvorttveggja væri svo mikill ósigur vor íslendinga, að flestir munu ófúsir á að búast við slíku. Með því væri fengin reynd þess, að ekki þurfi annað til þess að hrekja oss út af brautinni en það, að Danir láti skila því til vor, að þeim sé í lófa lagið að beita gegn oss konunginum í bersýnilegum sér- málum vorum. Eg geng að þvi vísu, að um Sjálf- stæðismenn þurfi engan kvíðboga að bera í þessu efni. Og eg trúi því ekki heldur, að Heimastjórnarmenn muni vilja bregðast í öðru eins máli. Sjálfsagt mega orð hr. Hannesar Haf- steins sín mikils með þeim. Og þó að sæmd og vansæmd allra þing- manna velti mjög á þvi, hve traustir þeir reynast i þessu máli, þá er samt afstaða Hannesar Hafsteins til þess alveg sérstök. Honum trúði þingið 1903. Hann taldi því trú um, að ekkert væri að óttast með ríkisráðs- ákvæðinu, ekkert væri »að orðið, annað en það, að lögtekið hefði verið ákvæði, sem aftur mætti breyta á stjórnskipulegan hátt, úr því það einu sinni er dregið inn undir löggjafar- svið landsins.« Nú er svo komið, að honum er sérstaklega skylt að sanna orð sín. Honum væri það sérstök sæmd og sérstakur sigur, að íslendingar verði ekki undir i þessu máli — úr því að lagt hefir verið út i það á annað borð, og það eftir hans eigin tillög- um og flokksbræðra hans. Og að sama skapi yrði það honum sérstök vansæmd, ef úrslitin yrðu annan veg. íþróttasamband Islands. Þess var getið í næstsíðasta blaði, að til stæði að stofna hér í bænum íptóttasamband jyrir alt land. Á m©rgun eiga stjómir iþróttafé- laganna hér í bænum fund með sér til að stofna sambandið. Frv. til bráðabirgðaLage, sem verður lagt fyrir fundinn á morgun gerir svofelda grein fyrir tilgangi félagsins: Tilgangur íþróttasambands íslands er að koma öllum íþróttafélögum landsins undir eina yfirstjórn í því skyni að útlendar íþróttir verði kend- ar hér og iðkaður eftir alheimsreglum. En jafnframt skal sambandið vinna að þvi af öllum mætti, að fegra og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.