Ísafold - 03.02.1912, Side 1

Ísafold - 03.02.1912, Side 1
Kemui út fcviflvar í viku. Verö Arg. (80 arkir minst) 4 kr. erlend.ia 5 ki. e?>a 1 */« dollar; borjfist fyrir mibjan júli (erlendit íyrir fram) ÍSAFOLD Cppsögn (skrifleg) bandin yíB iramöt, e> óglia nem. komln (é til útgefanda Ifytlr 1. okt. ag aaapandi eknldlaai rib blaölb Afgreibnla: Aoitantrœti 8. XXXIX. árg. Keykjavík 3. febr. 1912. 6. tölublaö Grípið tækifærið meðan það gefst. Fyrst um sinn sel eg veggpappír (Betræk) með afarlágu verði, Vs lægra en fyr eða helmingi odýrara en hjá öðrum. Sveinn Jónsson, Templarasundi t (hús Jóns Sveinssonar við kirkjuna). I. O. í). P. 93299 Bókasafn Alþ. iestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. ÞjóbmenjaBafnið opið & sd., þrd. og fmd. 12—2 ífllandsbanki opinn 10—2 lj* og 5l/s—7. K.. P. U. M. Lostrar- og skrifstoía frá 8 Ard. til 10 sbd. Alm. fnndir fid. og sd' JL1!* ai^degis. Landakotskirkja. öuösþj. 9 op 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10V*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2»/s, e^/w-61/*. Bankastj. viö 12-2 Landsbókasaín 12—3 og 5—8. TJtlán 1—B Landsbúnaöarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhiröir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 siöd. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i Þingholtsstræti 28 þriöjd. og föstd. 12—1 Náttúrugripasafn opiÖ l1/*—2l/» á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 A fimtud. 2—8. Ókeypis augnlækning i Lækjargötu 2 miöviku- daga 2—8. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Sýning gripa Jóns Sigurössonar í Safnahúsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str. 14 B mánud. 11—12 Vffilsstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Faxaflóagufubáturinn ,Ingólfur‘ fer til Borgarness og Akraness 4., 10., 16. og 24. febrúar. Maríuhafnar 27. febr. Keflavíkur og Garðs 8., 13. og 21. febrúar. Danir og stjórnmál vor. Eftir Einar Hjörleifsson. III. Ritgjörð dr. Berlíns i »Tilskueren«. Dr. juris Knud Berlin hefir ritað i janúarhefti mánaðarritsins lilskueren grein um stjórnmálahorfur vorar, og nefnir hana: Eftir alpingiskosningarn- (tr. Svo virðist, sem Danir taki meira mark á því, er dr. Berlin segir um mal vor, en því er aðrir segja. Enda er hann látlaust um þau að rita, er alveg þindarlaus í viðleitni sinni við það að koma Dönum i skilning um, að sjálfstæðiskröfur vorar séu ekki á réttum rökum reistar, og fræða þá um það, hvað hér á landi sé að ger- ast i stjórnmálum. Fyrir því þykir mér ekki nema rétt að gera mönnum nokkura gréin þess, sem hann er að segja í þessu tímariti, er jafnan hefir verið mikils metið um öll Norður- lönd. Efnið er i stuttu máli það, að skip beggja stjórnmálaflokkanna á íslandi hafi rekið á land upp. í fyrsta lagi eiga kosningarnar að sýna það, að flokkarnir verði nú svo fámennir á þingi, og utanflokkamenn- irnir svo margir, að eðlilegast sé að taka ráðherrann úr þeirra hóp, og að hann skipi svo sex konungkjörna, sem allir séu utan gömlu flokkanna, og myndi úr þessu efni nýjan flokk, sem fylgi alt annari stefnu í sambandsmál- inu en gömlu flokkarnir. Engum manni á að geta dulist það, að Sjálfstæðismenn hafi brotið skip sitt, hvað sem annars flokkamagni á þinginu líður. Stefnuskrá þeirra hafi verið fóigin í samþykt Þingvallafund- arins 1907: Annaðhvort uppseqjanlegt konungssamband við Danmörku, eða skilnaður við Danmörk. í raun og veru muni þessi stóryrði aldrei hafa verið leiðtogunum alvara, enda hafi ekki verið við þau staðið. Reyadar hafi Sjálfstæðisflokkurinn á þíngi 1909 samþykt nokkurs konar konungssam- bands-frumvarp, sem kunnugt hafi ver- ið um fyrirfram, að danska stjórnin mundi ekki einu sinni leggja fyrir ríkisþingið. En við skilnaðar-hótan- irnar hafi ekki verið staðið af nokkr- um manni nema einum barnalegum (naiv) lýðveldissinna, Gísla Sveinssyni. Og auk þessa séu menn á ísiandi smátt og smátt að koma auga á það, að skilnaður við Danmörk mundi enn um langan aldur verða íslandi til óhamingju, eða jafnvel til tortimingar, af þvt að landið sé enn fólksfærra og tekjuminna en svo, að það geti borið byrðar fullvalda ríkis. Þessar eru í stuttu máli »sannanirn- ar«, sem dr. Berlin færir að þvi, að Sjálfstæðismenn hafi brotið stjórnmála- skip sitt. En alveg eins eiga Heimastjórnar- menn að hafa lent i því skipbroti, sem ekki verði við bjargað. Það sem þeim hafi orðið ágengt við kosningarnar komi ekkert við stefnuskrá [eirra i sambandsmálinu, Uppkastinu frá 1908. Þeir hafi sjálfir á undan kosningunum neitað því, að nú væri um sambandsmálið kosið, haldið því fram, að nú væri eingöngu um það teflt, að bægja frá völdunum öðrum eins »óaldar seggjum« eins og fylgismönnum Björns Jónssonar og Skúla Thoroddsen, og í þeirri sennu ættu allir heiðariegir menn að taka höndum saman, hvort sem þeir væru með »Uppkastinu« eða móti þvi. í öðru lagi virðist jafnvel Heima- stjórnarmenn ekki gera sér neina veru- lega von um að fá Islendinga til þess að aðhyllast »Uppkastið«. Á það bendi atferli þeirra með ýmsum hætti. í þriðja lagi hafi Danir kipt að sér hendinni með »Uppkastið«. Óræk sönnun þess á að vera ummæli fyrv. forsætisráðherra J. C. Christensens i Tiden 1. des. síðastl., þar sem hann segir, að eftir að Alþingi hafi hafnað »Uppkastinu« 1909, verði menn að ganga að því vísu, að það sé í raun og veru dautt, sé ekki orðið neitt annað en sögulegt minningarmark þess, hve mjög Danir hafi viijað slaka til við ísland árið 1908. Þetta segir dr. Berlin, að allir danskir menn muni áreiðanlega samsinna með formanni milliþinganefndarinnar. Og í fjórða lagi hafi Heimastjórn- armenn ekki staðið við »Uppkastið«, heldur hlaupist af hólminum. Dr. Berlin fer allþungum orðum um Hann- es Hafstein og fylgismenn hans fyrir það, hve óstöðugir þeir hafi verið í rásinni í sambandsmálinu. I stað þess að standa dyggilega við það, sem menn hefðu komið sér saman um i Danmörk, hefði Hafstein og hans ftokkur teygt og togað »Uppkastið«, til þess að koma inn í það nærri því nákvæmlega sömu merkingu eins og mótstöðumenn hans á íslandi hefðu verið að heimta. »Fyrst var íslenzka þýðingin á »Uppkastinu« »lagfærð«, þegar er það hafði verið satnþykt. Þvi næst var farið að skýra textann, sem .ekki kallaði einu sinni ísland »ríki«, heldur að eins »land«, eins og nú, þann veg, að eftir honum átti ís- land að verða fullvalda konungsríki, alveg jafnstætt Danmörku*. Og þeg- Hafstein hafi ekki fengið dönsku nefnd- armennina til neinna breytinga á »Uppkastinu«, hafi flokkur hans tekið að breyta því á þinginu, þar á meðal gert þá aðalbreyting, að ekki skyldi einu sinni vera að nafninu til neitt sameinað danskt ríki, sem næði út yfir ísland, svo að í raun og veru hafi orðið bita munur en ekki fjár á frumvörpum Sjálfstæðismanna og Heimastjórnarmanna á þinginu 1909, enda hafi fuliyrðingar Heimastjórnar- manna um það, að Danir væru fáan- legir til þess að ganga að frumvarpi þeirra verið bein, tilhæfulaus ósann- indi. Nú sé lika eitt Heimastjórnarblaðið, Þjóöólýur, farið að neita því afdráttar- laust, að stefnuskrá Heimastjórnar- manna sé fólgin í »Uppkastinu«. Hún sé fólgin i frumvarpi minni hlutans á Aiþingi 1909. Og að lokum hafi Heimastjórnar- menn fylt mæli synda sinna með þvi að gera tillögu um það og samþykkja, að ríkisráðsákvæðið skuli tekið út úr stjórnarskrá vorri. Það hafi verið ó- þörf ókurteisi við Dani, að fara að reyna að breyta sambandinu þann veg án þeirra tilbeina og samþykkis. Og jafnframt sé þetta tiltæki Heimastjórn- armanna ein sönnun þess, að þeir hafi enga von um að fá »Uppkastinu« komið á. Að öðrum kosti hefði heil- brigð skynsemi hlotið að ráða þeim frá þvi, að knýja það fram með ís- lenzkum lögum eingöngu, sem þeir hefðu getað fengið með fullu sam- þykki Dana. Heimastjórnarmenn hafi með þessu sagað sundur þá greinina. sem þeir sitji á. Og greinin sé traust- ið, sem Danir hafi á þeim haft Svona á viðleitni islenzkra stjórn- málaflokka við það að koma sambandi íslands og Danmerkur í annað horf öll að vera »komin í strand«. Dr. Berlin bendir á leiðir út úr þrenging- unum. Eg ætla að minnast á þær leiðir siðar. Að þessu sinni læt eg mér nægja að bæta nokkrum athuga- semdum við rökfærslu-ágripið hér að framan. Eg vona, að dr. Berlin misvirði það ekki alt of mikið við mig, þó að eg segi, að i mínum augum er þessi rökfærsla hans, að svo miklu leyti, sem hún skiftir nokkuru verulegu máli, heilaspuni einn. Vera má, að það sé eðlilegt að slikar bollalegging- ar komi upp í Kaupmannahöfn, frá manni, sem er alsendis ókunnugur hugum manna hér á landi og ekki einu sinni nægilega kunnugur því, sem hér hefir verið sagt og gert. En hér á landi mundi enginn skyn- samur maður geta ritað það, sem dr. Berlin hefir látið frá sér fara. Svo að eg byrji þá á upphafinu — hvaða sannanir hefir dr. Berlin þess, að þeir menn, sem kosning náðu ut- an flokka í haust, séu báðum flokk unum ósammála í sambandsmálinu ? Gerum samt ráð fyrir, að einhver maður væri í þessum utanflokka-hóp, sem væri sama sinnis og dr. Berlin í þessu e'ni og konungur gæti gert að ráðherra. Hver trygging væri þá þess, að hann gæti fengið fylgismenn meðal hinna nýkjörnu manna? Því fer svo fjarri, að nokkur trygging sé þess, að ekkert það hefir enn komið fram, er bendi á, að til þessu séu nein líkindi. Þá er fullyrðing dr. Berlins um skipbrot beggja stjórnmálaftokkanna hér á landi. Eg held því fram, að um hvorugan flokkinn verði sagt, að þeir hafi enn lent í skipbroti með stefnu sína í sambandsmálinu. Eg minnist fyrst á Sjálfstæðisflokk- inn. Er það ekki eftirtektarvert, að dr. Berlin, sem þykist vita um mál vor af vísindalegri nákvæmni, skuli fara herfilega rangt með samþykt Þing- vallafundarins ? Engum manni þar hafði komið til hugar, að konungs- sambandið skyldi vera uppsegjanlegt, enda gefur samþyktin ekkert tilefni til þess skilnings. Einstöku Heima- stjórnarmenn reyndu að sönnu næstu daga á eftir fundinum að halda þess- um skakka skilningi á lofti. En fund- armenn mótmæltu tafarlaust; en mót- mæli þeirra hafa allir tekið góð og gild. Dr. Berlin getur naumast með réttu láð okkur íslendingum það, þó að við berum ekki ótakmarkað traust til þess, sem hann fullyrðir að gerst muni hafa fyrir mörgum öldum, þar sem sannanagögn eru mjög á reiki, þegar hann er ekki nákvæmari í frá- sögu sinni um það, sem gerðist árið 1907 og skýrt hefir verið frá á prenti í öllum íslenzkum blöðum. Um sambandslagafrumvarp Sjálfstæð- isflokksins frá 1909 er það i stuttu máli að segja, að flokkurinn hefir ekki getað lent i neinu skipbroti með það hér á landi, af þeirri einföldu ástæðu, að það hefir aldrei verið lagt f^TÍr kjósendur enn. Það eitt vitum vér, að nokkut hluti -— sennilega meirt hluti — landsmanna er mjög vel ánægður með það. Þá er brigzlið um það, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ekki staðið við skilnaðarhótun Þingvallafundarins. Eg er áreiðanlega kunnugri Þingvallafund- inum en dr. Berlin. Og eg veit það, að það var ekki tilætlun þess fundar, að tafarlaust yrði rokið í skilnaðar- æsingar, ef einhver dráttur yrði á því, að Danir litu sömu augum, sem fund- urinn, á samband landanna — þó að fundurinn að hinu leytinu væri svo hreinskilinn, að hann léti uppi það álit sitt, að það mundi að lokum draga til skilnaðar að halda fyrir oss rétti vorum. Og í minum augum er það hreinn barnaskapur, sem ekki er samboðinn neinum dr. juris, né nein- um háskólakennara, né neinum vís- indalegum stjórnmálamanni, að vera að brigzla Sjálfstæðisflokknum um það, að hann hafi ekki sótt skiinað- inn fast þessi árin — meðan íslend- ingar ekki sjálfir eru að fullu orðnir sammála um, hvers þeir eigi að krefj- ast af Dönum, og meðan ekki er fengin áreiðanlegri vissa en enn er komin um það, að hverju Danir vilji í raun og veru ganga. En mikinn misskilning og ókunn- ugleik þarf til þess að halda því fram, eins og dr. Berlin gerir, að einmitt um þessar mundir sé að magnast sann- færing þess, að vér getum ekki með nokkuru móti verið án sambandsins við Dani. Auðvitað kveinka margir sér við skilnaðarhugsuninni enn. Og það er gott. Það afstýrir vonandi öllu flasfengi. En þar sem skilnaðar- hugsunin var fyrir örfáum áratugum ekki annað en hlægileg heilabrot í augum nærri því allra manna, þá eru þeir ótaldir nú, sem búast við því, að einhvern tima komist hún í fram- kvæmd. Vér höfum æfinlega vitað það, að vér erum fáir og fátækir. Vér höfum enga ástæðu til þess að gera meira úr því nú en á undanförnum tímum — og gerum það ekki heldur. En vér höfum aflað oss vitneskju um, hvað það mundi kosta oss að hafa sjálfir lögreglueftirlit með landhelgi vorri af töluvert jafnara kappi en Danir rækja nú það eftiriit — og komist að raun um, að enginn mundi telja oss það ókleift. Ef Danir segðu oss upp strandgæzlunni og afsöluðu sér um leið réttinum til landhelgi vorrar, þá mundi það naumast skelfa nokkurn íslending, jafnvel ekki þá sem allra hjartveikastir kunna að vera. Og fulltrúamensku þeirri, sem Danir hafa nú með höndum fyrir oss hjá öðrum þjóðum, hyggja margir að koma mætti fyrir þann veg, að það yrði engin drápsbyrði þessu landi. Og þegar það tvent er úr sögunni, strand- gæzla og fulltrúamenska, þá fer nú að sneiðast um það, sem oss er brýn- ust þörf á að sækja til Dana. Svona líta margir íslendingar á þetta mál nú — áreiðanlega margfalt fleiri en þessum augum litu á það fyrir fáein- um árum. Þá er Heimastjórnarflokkurinn. Eg veit það, að það er ekki sérstaklega mitt verk að verja hann. Og eg á ekki von á neinu þakklæti frá honum fyrir það. En mér virðist svo, sem ekkert sé að því, að menn leitist við að gera sér ljósa og tala um afstöðu islenzkra stjórnmálaflokka alveg hlutdrægnis- laust. Og það ætla eg að reyna. Eg fæ ekki séð, að hann hafi enn í neinu skipbroti lent. »Uppkastið« er vitanlega og ómótmælanlega strand- að. íslendingar hafa hafnað því. Og eg geri ekki ráð fyrir, að þeir mundu nokkuru sinni aðhyllast það. Tvö aðalatriði voru það, sem ís- lendjngar fundu »Uppkastinu« til foráttu, auk annarra smærri atriða: 1. Landið átti ekki að verða sjálfstætt ríki, heldur partur af hinni dönsku ríkisheild (»det samlede danske Rige«), og 2. íslandi var ætlað að fá Dönum i hendur umráð nokkurra mála sinna, án þess að þar gæti breyting á orðið, nema með samþykki Dana. Að þessu vildu — og vilja — ís- lendingar ekki ganga. Málið strand- aði hér heima, Úr hinu geri eg ekk- ert, að Danir mundu nú ófáanlegir til þess að ganga að »Uppkastinu«, ef Islendingar létu undan, enda sanna ummæli Christensens, þau er dr. Ber- lin tilfærir ekkert um það mál. En mér skilst svo, sem Þjóðólýur segi rétt frá þvi, að stefnuskrá Heima- stjórnarmanna sé ekki lengur fólgin í »Uppkastinu«, heldur í frumvarpi þeirra — eða »Uppkasts«-breyting- unni — frá 1909. Þar er — að minsta kosti í orði kveðnu — séð við öðrum aðal-agnúanum á »Upp- kastinu*; og við honum væri séð að fullu, ef ákvæðunum um sameigin- legu málin væri svo breytt, að sjálf- stæðu ríki væri samboðið. Landið er talið »frjálst og sjálfstætt ríki« og ákvæðinu um dönsku ríkisheildina er slept. Þetta frumvarp hefir aldrei verið lagt fyrir íslendinga, svo að það getur ekki hafa strandað hér á landi. Vér vitum að eins, að ein- hver töluverður hluti af landsmönn- um er því sinnandi. Ekki trúi eg öðru en að einhvern tima — þegar við erum allir dauðir, ef það verður ekki fyr — þyki mönn- um stjórnmálasaga siðustu ára nokkuð kynleg. Þeir sem lesa blöðin sjá þar lítið annað en heiftugar skammir milii flokkanna, einkum út af sjálfstæðis- málinu. En mitt í öllu rifrildis-mold- viðrinu voru hugir manna, einmitt þessi árin, að færast svo saman í þessu máli, að í raun og veru vantar ekki nema herzlumuninn á það, að menn verði alveg sammála. Fyrir nokkurum árum hefði sá maður frá- leitt þótt spámaunlega vaxinn, sem hefði gizkað á, að árið 1909 mundi alt Alþingi samþykkja það, að ísland skyldi vera »frjálst og sjálfstætt ríki«, og sama sem samþykkja það, að það skyldi leyst úr hinni dönsku ríkisheild. En þetta varð samt. Fyrir fáum árum fór einn Heimastjórnarmaður kulda- legum gamanyrðum um þá menn, sem ætiuðu íslandi að >leika ríki«. Fyrir skömmu ritaði sami maður um það, að ísland eigi að vera fullvalda konuugsríki, alveg jafn-rétthátt Dan- mörku. Svona hafa hugmyndirnar skýrst, og svona hafa hugmyndirnar færst saman, þrátt fyrir alt rifrildið, Þetta finst mér benda í þá átt, að við ættum að geta talað eitthvað saman annað en skammir um sjáifstæðismál okkar. Þegar fengið er samkomulag um jafn-stórvægilegt atriði eins og kröfuna um það, að við eigum að vera »frjálst og sjálfstætt ríki«, þá virðist óneitanlega liggja nærri, að við förum að íhuga, hvort ágreinings- atriðin séu i raun og veru svo mikil- væg, að þau verði ekki jöfnuð með vituriegum ráðum og góðum vilia. Auðvitað geng eg að því vísu, að ts- lendingar gerðu sér aldrei að góðu til- högun sameiginlegu málanna í frum- varpi minni hlutans. En er ókleiýt að koma sér satnan um breytingar á pví eýni, sem allir gcetu orðið ánagðir með ? Fögnuður dr. Berlins út af því, að sjálfstæðismál vort hafi brotið skip sitt hér á landi, er með öllu tilefnis- laus. Það hefir eflst og magnast síð- ustu árin, svo undrum sætir. Eftir þvi sem gengið hefir síðustu árin, þrátt fyrir alt og alt, ætti dr. Berlin að mega eiga von á því, að áður en hann varir standi allir íslendingar saman, hver við annars hlið, flytji sjálfstæðiskröfur sínar einum rómi, og deiii alls ekkert hver við annan um sjálfstæðismálið, af því að þar verði þeir orðnir sammála. Jæja — mun dr. Berlin segja — hafi sjálfstæðismálið ekki strandað á íslandi, þá hefir það strandað i Danmörku. Satt er það að visu, að mótspyrna er þar gegn sjálfstæðismáli voru. Danir hafa neitað konungssambands- kröfum Sjálfstæðismanna, eða sama sem. Og frásögn Heimastjórnar- mannanna á þingi 1909 um að fáan- legt væri samþykki Dana til frumvarps minni hlutans hefir verið borin til baka sem tilhæfulaus. Og nú eru Danir jafnvel að hóta stjórnarskránni staðfestingarsynjun. En vér erum orðnir slíku svo vanir, að vér tökum þvt með tiltölulega litlum taugakipp- um. Oss hafði nokkurunt sinnurn venð ueitað um ráðherra hér á landi Vér fengum hann að lokum. Oss hafði ósjaldan verið neitað um jarl eða landstjóra. Nú er di. Berlin sjálfur i hverri greininni eftir aðra að halda jarlinum að oss, eins og eg mun dálítið minnast á, áður þessum greinum verður lokið, og álasa Dön- um fyrir þvergirðing sinn i því máli. Sannleikurinn er sá, að vér fáum alt, sem vér förum fram á með skyn- semd og eindrægni. Stjórnarfyrir- komulag vort er komið i það horf, að mjög örðugt er að neita oss, eins og eg vék ofurlítið að í síðustu grein ntinni. Og Danir eru líka góðir menn og skynugir — þó að þeir séu stundum nokkuð lengi að átta sig á vorum málum.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.