Ísafold - 17.02.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.02.1912, Blaðsíða 2
34 ISAFOLD Landsbankinn. Blaðið Lö^rétta flytur á miðviku- daginn fregnir af því, að bankastjórar Landsbankans hafi fyrir nokkru sent stjórnarráðina ákærur á hendur gjald- kera bankans, Halldóri Jónssyni, en ráðherra — að lokinni rannsókn — sýknað gjaldkera og eigi talið ástæðu til frekari aðgerða gegn honum. Út af þessari frásögn Lögréttu er rétt að geta þess, að eftir áreiðanlegri vitneskju, sem vér höfum fengið, er þessu ákærumáli, sem Lögr. svo kall- ar, alls eigi lokið, alls eigi bundinn endir á það, heldur er von á nýjum úrskurði frá stjórnarráðinu »innan fárra daga«, eftir því sem segir í hin- um fyrsta úrskurði þess, sem birtur mun í ísafold innan skamms. Hefði því verið réttara bæði fyrir Lögréttu og önnur blöð að bíða alveg með frá- sagnir af því, unz fullrannsakað er. ísajold hefir þegar frá upphafi, er kvis fór að berast um þetta mál, talið það eitt rétt og verið þess fullráðin, að hreyfa því eigi hið minsta, meðan eigi væri fullrannsakað. Þess vegna hefir eigi um það staðið einn stafur hér i blaðinu hingað til, og hefði eigi gert heldur nú, ef Lugr. hefði eigi komið með þessa frásögn. Að hér sé um all-mikilvægt og al- varlegt mál að tefla, á því mun enginn vafi og má því eigi að því hrapa að neinu leyti. Enginn skyldi trúnað leggja á hinar margbreytilegukviksögur, sem um það ganga. A þeim er vita- skuld engar reiður að henda. Bezt að bíða átekta, og engan dóm á þetta mál leggja fyr en nægileg gögn eru fyrir hendi, en þegar svo er komið er og jafn-sjálfsagt að skilja hlutdrægn- ina eftir heima á hillunni, hvort sem það kemur Pétri eða Páli betur eða ver. Valurinn, danska strandvarnarskipið, kom hing- að ii. þ. mán. Yfirmaður skipsins þetta ár er Scheel höfuðsmaður. S,jálistæöi8félagiö hélt aðalfund sinn io. þ. mán. í stjórn voru kosnir: Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður (form.), Sæm. Bjarn- héðinsson læknir, Arni Jóhannsson bankaritari, Björn Kristjánsson banka- stjóri og Björn Rósenkranz kaupm. Háskólapróf. Fyrsta prófið við íslenzka háskól- ann var nýlega tekið — í læknisfræði — af Ólafi Gunnarssyni. Hann hlaut i. einkunn. Skautakapphlaup voru háð siðastliðinn laugardag úti á íþróttavelli, joo og iooo stiku skeið. Kapphlaupin varð að boða á i—2 stunda fresti, af því að Sigurjón Pét- ursson var fullráðinn til brottferðar þá um kvöldið á Mjölni. Kapphlaup- in sóttu þó eitthvað 4—500 manns. Fyrst var þreytt 500 stiku skeiðið. Attu 4 þátt í því. Fyrstur varð Lorentz Msúler verzlunarstjóri. Hann rann skeiðið á /22/5 sek. Næstur honum Sigurjón Pétursson á 53V5 sek., en þriðji, Einar Pétursson á 612/s. Orð var á því gert, hve fallega Múller rendi sér, og mættu aðrir skautamenn vorir af því læra. Síðast er kapphlaup var þreytt á þessu bili varð Sigur- jón fyrstur — en þurfti þá /y sek. Framförin frá því auðsæ. Langt er þó i land enn að ná heirrtsflýtin- um. Hraðast hefir runnið þetta skeið, Norðmaðurinn Oscar Mathiesen á 44 a/5 sek. A þúsund stiku skeiði var fljótast- ur Sigurpáll Ólafsson, næstur Einar Pétursson og þriðji Kristján Schram. Ófært hve fáir reyna sig i skauta- kapphlaupum hér. Svo margir röskir íþróttamenn sem hér eru ættu eigi að telja slíkt eftir sér. A sunnudaginn um kvöldið var verðlaunum útbýtt og mikilfenglegum flugeldum brent úti á íþróttavellinum. Konungkjörnir þingmenn. gOrðasvdmur hefir kviknað hér ný- verið um, að ráðherrann, Kr. J., muni hafa lagt tneð endurkjöri allra hinna somu þingmanna, er konungkjörnu sætin hafa fylt nú undanfarið og lausir eru eða fáanlegir, en það er meiri hlutinn, 4 af 6. L. H. B. er ekki laus, heldur þjóð- kjörinn orðinn. Og Stefán frá Möðruvöllum mun kinnoka sér við fara frá skóla sinum fyr en lögleitt verður sumarþing aftur. Þeirra i stað tveggja kvað vera von á Hannesi aðstoðarskjalaverði Þorsteins- syni, sem seint verður launað sím- skeytið góða, og síra Birni Þorláks- syni, náfrænda Kr. J. og skapara hans í ráðherratignina. Ágústs — Eiriks — Júl. — Stein- gríms — eigum vér annars að njóta 6 árin enn hin næstu í kgkj. sætun- um. —-----j=!i$E=g---- Úr djúpi gleymskunnar. Það sem aðallega knýr mig til að skrifa þessar línur er stórt atvik í mínum augum, sem kom fyrir á liðnu ári hér á landi, og er frásögnin tekin eftir beztu heimildum. Ii.marzi9ii var fiskiskipið Friða. eign Edinborgar-verzlunar, og skipstj. Ólafur Ólafsson héðan úr bænum, á siglingu suður undan Grindavík. Þeg- ar leið á daginn, skall á ofsa norðan- veður með stórsjó og jókst veðrið svo, að ekkert útlit var fyrir, að opin skip gætu af borið, enda varð sú raunin á, því stuttu eftir að veðrið skall á, sást til 6 róðrarskipa, sem nálguðust Fríðu, og voru þau öll úr Grindavík. Þegar skipin komu nær, sást að þau höfðu sum veifur uppi og voru hálffuil af sjó, og allmargir hásetar búnir að missa móðinn eftir hrakninginn. Nú þurfti skipshöfnin á Fríðu bæði að halda á iipurð og snarræði, þar sem sjór og vindur kastaði skipunum eins og lauf- blöðum og varð sérstaklega að varast árekstur, en eftir vasklega framgöngu við björgunina tókst þó að koma öll- um skipshöfnunum upp á skipið og voru þeir 56 að tölu, en einn maður marðist til dauða, þrátt fyrir alla varúð. Öll skipshöfnin á Friðu var ómeidd eftir þessa sigursælu björgun, að und- anteknum Ólafi skipstjóra, sem meidd- ist i fæti og er enn ekki albata. Skipbrotsmenn, sem voru eins og áður er sagt 56, nutu allrar þeirrar umönnunar og aðhjúkrunar, sem unt var að veita þeim, og mun óþarft að lýsa því frekara, þess munu lesend- urnir geta nærri. Hjálpsemi skips- hafnarinnar á Friðu varð ekki heldur endaslepp, hún ákvað þegar að skila öllum þessum sjóhröktu mönnum heim til sin hvað sem það kostaði, enda vissu þessir lánsömu lífgjafar, að vinir og vandamenn mundu bíða þessarra sjóhröktu vina sinna í landi, milli vonar og ótta um afdrif þeirra i slíku veðri. Endirinn varð líka eftir áforminu. Allir þessir 56 menn kom- ust heilir og ómeiddir til heimila sinna. íhugið nú þér, sem þetta lesið, hversu sjóplássið Grindavík hefði átt um sárt að binda, ef það hefði í ein- um svip mist allan þennan stóra hóp í sjóinn við þetta tækifæri. Mörg ekkjan mundi þar hafa uppi staðið með barnahóp sinn snauðan og fyrir- vinnulausan, og eru of mörg hryggi- leg dæmi þess hér i landi. En hvar hefir þeirra vösku drengja verið getið, sem unnu þetta mikla happaverk ? Hvergi nema lauslega i almæltum tíð- indum, t. d. jafn-kæruleysislega eins og þegar blöðin skýra frá, hvað kar- töflur hafi verið mörg kvint viðsvegar á landinu o. s. frv. Ef Ólafur skip- stjóri og skipshöfn hans hefðu i stað sjóklæða borið gylta hnappa og í stað sjóhattsins borðalagða húfu, þótt heil- inn væri i þynnra lagi, þá hvað? Þá hefði lofinu um hreystiverk þetta aldrei lint, en það voru óbrotnir sjómenn, sem leystu þetta af hendi — bara sjómenn —; þó má geta þess snopp- ungs á heimaalið hugsunarleysi og lítilsvirðingu fyrir alþýðunni, að einn búsettur útlendingur hér i bænum gaf 200 krónur ótilknúður, i verðlauna- skyni fytir hreystiverkið, og sagt er að hann hafi getið þess, að í hverju landi öðru en þessu mundi slikum vaskleik haldið á lofti þeim til heiðurs, sem unnu það og öðrum til eftirbreytni. Þessi maður var M. Lund lyfsali, en gjöfina afhenti konsúll Ásgeir Sigurðs- son. Hann einn, útlendingurinn, rétti þeim bróðurhönd í viðurkenningar- skyni. Hér í Reykjavík er etið og drukkið til minningar um menn, sem fúnir eru %rir mörg hundruð árum, þeirra skál er drukkin óspart og hreystiverkum þeirra, sem menn vita að eins gegn- um sagnir, er með háværri mælgi haldið á lofti. Við þessi mörgu tæki- færi leggja skáldin fram alt það bezta, sem skáldgyðjan hefir blásið þeim i brjóst og aldrei þykir nóg í borið. En þegar skipshöfnin á Friðu stígur á land eftir harða útivist og eftir að hnfa bjargað 56 sjómönnum frá dauða, þá verður enginn venju framar svang- ur, og skáldin þegja auðvitað. Eru sjómennirnir okkar ekki striðs- menn fyrir þetta land? Hvað erum við án þeirra? Embættislýðurinn hefði líklega fremur þröngt í búi, ef þeir köstuðu ekki ríflegri fjárhæð í lands- sjóðinn árlega. Þeir mega leggja út á sjóinn um harðasta tíma ársins, þegar aðrir njóta lifsins i hlýjum herbergjum. Þeir mega berjast við höfuðskepnurn- ar og eiga oft örskamt milli lifs og dauða. Þeir vita sitt hlutverk háleitt. Þeir eru að berjast fyrir fátæka föð- urlandið sitt. Þeir eiga oft kaldar og svangar konur og böm heima — en þjóðin er í veði, ef kjarkinn brestur. — En þótt þeirra þreyttu og kreptu hendur vinni með aðstoð hugrakks hjarta að stórvirki, sem í minnum mætti hafa, eins og t. d. skipshöfnin á Friðu, þá gleymist það fljótt — það voru bara sjómenn sem leystu það af hendi. — Sjómannsnafnið þarf að verða virt sem skyldi og vonandi koma þeir timar. Menn munu spyrja, sem vonlegt er, af hverju láta þeir ekki til sín heyra, sem nutu lífgjafar og alúðar skipshafn- arinnar á Fríðu 11. marz 1911? Allur þessi 56 manna hópur, sem hér á hlut að máli þegir eins og hann sé mýldur. í stað verðugs þakklætis hefi eg heyrt, að þeir harmi mjög 4 skip sem þeir mistu og slitnuðu aftan úr Fríðu í ofviðrinu. En ótrúlegt er, að þetta hafi verið þeirra eina hugsun — eina tilfinning. Þó má vera, að þess- ari ómensku hafi valdið fortölur hins ókrýnda konungs Grindvíkinga, sem sagt er, að hafi látið það álit sitt í ijósi, að allar þessar skipshafnir mundu hafa komist af, þótt Fríða hefði eigi orðið á vegi þeirra. Fyiir þessari röksemd færir hann þá ástæðu, að sjöunda skipið, sem var á sjó 11. marz náði landi við illan leik. Skeð getur að þessi skarpa ályktun hins ókrýnda, sem einnig varð á bak að sjá einu skipi sinu við þetta tækifæri, hafi valdið þögninni, og hlutaðeigendur því gleymt því fljótt, hveisu dauðans greipar vóru þeim ná- lægar. Eg vil loks bæta þvi við, að frásögn þessi sýnir Ijóslega, hversu litil eftir- tekt sjómannastéttinni er veitt, en hvað eru þeir annað en hermenn, sem heyja orustu mikinn hluta ársins ? Hver eru svo launin að lokum ? Þau, að eftir 20—30 ára lifsbaráttu á sjónum, eru þessar þrælkuðu verur komnar upp á náð sveitar sinnar og verða að krjúpa hortugum og hrokafullum em- bættismönnum, sem skamta þeim af náð(l) þá fjáihæð, sem að eins ver þá hungurdauða. Þetta eru launin fyrir langt og heillarikt æfistarf. En ef em- bættismaður hröklast úr embætti eftir fárra ára þjónustu, sem upp og ofan hefir verið rækt, þá á hann vísan vel mjólkandi landssjóðsspena, og getur legið við hann áhyggjulaus æfilangt. Er ekki kominn tími til þess, sjómenn, að þið sýnið meiri áhuga á sambönd- um og félagsskap til að tryggja fram- tíð ykkar betur en verið hefir, ef þið ekki gerið það, þá er þess hvergi frá að vænta. Jóh. Jóhannesson. -----986------ Laust prestakall. StaSastaður í Suæfellsnessprófastsdæmi, nú Staðastaðar og Búðasóknir, samkvæmt prestakalla-skipunarlögunum leggjast við Miklaholts og Rauðamelssóknir, er nú- verandi Miklaholtsprestakall losnar. Veitist frá fardögum 1912, eftir hin- um nýju launakjörum, og með skyldu til að taka breytingunni. Heimatekjur eru samtals kr. 436.32 (staðurinn með hjáleigum kr. 116. 72, hlunnindi af æðarvarpi kr. 250.00, prests- mata frá Búðum kr. 69.60). Láu hvílir á prestakallinu til fbúðarhússbyggingar, upphaflega kr. 3000.00, veitt 1908, sam- kvæmt lögum nr. 30, 16. nóv. 1907. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næst- komandi. Bjarni Pálsson organisti, bróðir Jóns Pálssonar bankaritara, druknaði fyrir 25 árurn (24. febr. 1887) úti fyrir Þorláks- höfn ásamt föður sínum. — Hann var organisti f Stokkseyrarkirkju og þótti mjög einkennilegt, hvernig hann valdi sálmana sunnudaginn áður en hann druknaði, alveg eins og hann vissi fyrir- fram forlög sín. Þessir sálmar kváðu verða sungnir á morgun í fríkirkjunni. Bjarni Pálsson var og einhver fyrsti og bezti brautryðjandi bindindishreyf- ingarinnar f Árnessýslu og að mörgu hinn merkasti maður. Kunnugur. Reykjavikur-annáll. Alþýðufræðslan. Á morgun flytur Harald- nr Níelsson prófessor erindi nm það, hvern- ig rit gamlatestamentieius urðn' heilög bók. Óefað verðnr það fróðlegt erindi og efnið þann veg vaxið, að marga man fýsa 4 að hlýða. Bæjarstjðrnarnefndir margar vorn kosnar 4 siðasta bajarstjórnarfundi — fyrsta fund- inum eftir kosningarnar 27. jan: Brunamálanefnd: Borgarstjórinn, Jón Þorláksson, Hannes Hafliðason, Arinbjörn Sveinbjarnar8on. Byggingarnefnd: Borgarstjórinn, Knud Zimsen, Rögnvaldnr Ólafsson bygginga- meistari, Sigvaldi Bjarnason, Þorvarðnr Þorvarðsson. Fasteignanefnd: Borgarstjórinn, Arin- inbjörn Sveinbjarnarson, Knnd Zimsen. Fátœkranefnd: Borgarstjórinn, Katrin Magnússon, Guðrún Lárnsdóttir, Kristján Þorgríms80n, Pétur G. Quðmundsson. Fjárhagsnefnd: Borgarstjórinn, Hall- dór Jónsson, L. H. Bjarnason. Gasnefnd: Borgarstjórinn, Knud Zim- sen, Klemens Jónsson, Jón Jenson, Pétur Q. Guðmundsson. Heilbrigðisnefnd: Sveinn Björusson. Skattanefnd: Borgarstjórinn, Halldór Jónsson, Klemens Jónsson. Veganefnd: Borgarstjórinn, Jón Þor- láksson, Tryggvi Gunnarsson, Klemens Jónsson, Kristján Þorgrímsson. Stjórn fiskimannasjóðs: Tryvgvi Gunn- arsson. Vatnsnefnd: Borgarstjórinn, Þorvarðnr Þorvarðsson, L. H. Bjarnason. Dánir: Ástríður Jónsdóttir Pinnboga- húsi á Arabletti, 35 ára. Dó 13. febr. Guðsþjönusta á morgnn: í dómkirkjunn kl. 12 sira Jób. Þorkelsson, kl. 5 síra Bj. Jónsson. í fríkirkjunni kl. 12 sira Ólafur Ólafsson. íöstuprédikanir: Sfra Jón Helgason prófessor prédikar i dómkirkjunni á mið- vikndaginn kemur kl. 6. Hijððfæraflokkur, 12 manna sveit, hefir efnt til hljómleika i veitingasalnum I Hótel ísland 2 kvöld I þessari viku, miðvikudags og föstndagskvöld. Það er Oscar Johansen fiðluteikari, sem kent hefir hljóðfærasveit- inni og komið henni saman. Leikið er 4 4 fiðlnr, 3 lúðra, flantn, celló, pianó og darinet, ank trnmbn. Það er mesta fnrða hvað hljóðfaraflokknum tekst, eftir ekki meiri æfingu en hann hefir haft (10 æfingar alls) og má þetta heita mikið góður vlsir. Bót mundi mikil að þvi, að fiðlnrnar væru til- tölnlega fleiri. Það er óskandi, að þessi hljóðfærasveit haldi áfram starfi sinn og njóti áfram leið- beiningar og stjórnar hr. Oscars Johansen. Hann hefir eigi átt erindisieysn hingað til bæjarins. Honnm er það að þakka meira en öllum öðrnm, að -v* mikil framför hefir orðið i fiðluspili og án hans mundum vér eigi heldur hafa átt kost á að heyra þessa fiokks-hljómleika. Byrjunin er til alls fyrst — en asfingin svo. Það ætti þessi nýja bljóðfærasveit að auna. Kvöldskemtun. Annað kvöld efna Ungmennafélögin hór / bænum til fjöl- breyttrar kvöldskemtunar í Iðnaðarm,- húsinu. Ágóðinn rennur til k o n u einnar bágstaddrar. Einar Hjör- leffsson fer með skáldsögu, Þorsteinn Erlingsson með nýtt kvæði eftir sjálfan sig. Fóstbræður syngja og Mín aðferð verður sýnd og nýr einsöngvari, Sæm. Gíslason úr Borgarfirði syngur. Skemtiskráin er svo valin, að hennar vegna einnar mundu Reykvíkingar troð- t'ylla húsið — og hvað þá heldur, er þeir vita, að fónu sem inn kemur verð- ur varið til þess að lótta undir með einstæðings-konu, sem líður mjög illa. Salernahreinsunin f bænum. Á siðasta bæjarstjórnarfnndi var samþykt svofeld til- laga um salernahreinsun hér i bæ: Bæjarstjórnin samþykkir að taka að sér hreinsnn salerna 1 bænum, svo fljótt sem þvi verður við komið og felur nefndinni að leita samninga við þá, er kynnn að vilja taka að sér verkið og koma siðan fram með tillögnr nm hvert endnrgjald húseig- endnr skuli greiða. Skipafregn. Botnia kom hingað aðfara- nótt þriðjudags með marga farþega. Meðal þeirra voru: kaupmennirnir Hallgr. Bene- diktsson, Helgi Zoega, Konráð Hjálmarsson frá Mjóafirði, Magnús Þorsteinsson, Olafur Arinbjarnarson frá Keflavik (með frú), Rögn- valdnr Snorrason frá Akureyri. Ennfremur: Þórarinn Kristjánsson verkfræðingur, Carl Sæmundsson nmboðssali, Olafnr Daviðsson verzlm., frú Jörgina Andersen, frk. Ragnh. Gnðjónson o. fl. Vesta kom kring um land 1 morgnn með á 3. hnndrað farþega, mest alt sjómenn til vertíðarinnar hér. Ank þeirra vorn á skip- inum.a.: frá Seyðisfirði Sig. Lýðsson cand. jur. og Jón frá Múla. Frá Aknreyri: Ragn- ar Ólafsson, Oddnr Thorarensen, Metúsalem Jóhannsson, Sigtr. Jóhannesson. Frá Isa- firði: Árni Gíslason yfirfiskimatsm. Frá Patreksfirði: Pétnr Ólafsson konsúll og Gnðm. Björnsson sýslnm. Stemolíuköngar tveir komu með Botniu til þess að semja við peningamálanefndina um fyrirhngað steinolin-monopol. Þessir menn ern: forstjóri steinolinfélagsins í Dan- mörkn, Borschenius, og fyrv. steinolínkóng- urinn hér, Alfred Philipsen. Þeir fara aftnr á Botníu. í fyrradag hafði peningamála- nefndin inni boð fyrir þá i Hótel Reykjavik, en þeir hafa peningamálanefndina i boði á morgnn. Ur hinum herbúðnnum Öldungurinn Þjóðólfur hefir eigi sést upp á síðkastið — ekki haft útivist seinasta hálfa mánuðinn. »Alt eins og blómstrið eina« o. s. frv. syngja sumir — en muti þó enn fullsnemt, því eigi hefir dánarvottorð enn verið út gefið fyrir öldunginn. Bókarinn—bókarinn! Djúpt ætlar að verða á meðmælum ráðherrablaðsins með ráðherrat)8»útvalda« í Landsbank- anuni. Hvað veldur? Áttum vór koll- gátuna, að etjgin væru til meðtnælin? Það fer að líta svo út úr þessu. Fjárglæfra og bitlingagræðgi sjálf- Btæðismanna hefir vinum vorum í hin- um herbúðunum orðið skrafdrjúgt um itndanfarið. I s a f o 1 d mun á næstunni sýna í blessaðan barminn þeirra sjálfra, hvernig þar springa út hver blómin öðrum fegri, er af ilmar bitlinga óbeitin og launa viðbjóðttrinn — að maður eigi tali um fjárglæfra sakleysið I! Heiinastjórnin í bæjarstjórninni. Þeir höfðu »rottað sig saman« heimastj,- mennirnir í bæjarstjórninni á síðasta fundi til þess að troða sínum eigin mönn- um inn i sem flestar nefndir, en stía frá þeim öllum, sem eigi eru af sama sauðahúsi- Slík er fordildin !! -----1----- Bæjarstjórnarkosningarnar. Dagsbrúnarlistinn og Lögrétta. í Lögróttu þeirri or út kom næst eftir síðustu bæjarstjórnarkosninar komst rit- stj. að þeirri einkennilegu niðurstöðu, að stjórtimálafólögin hór hafi komið að 2 fulltrúum hvort. — Um Sjálfstæðisfólag ið er þetta að v(su rótt, en um heima- stjórnarfólagið er þetta villandi og rangt. Allir vita það, nema ritstj. þessi, að Fram kom ekki að nema 1 fuíltrúa. En til að bæta það npp eignar hann heimastjórnarfól. fulltrúa Dag8brúnar, og gjörir það á svo dásamlegan hátt, að hann telur heima- stjórnarmönnum undantekningarlaust öll atkvæði, sem Dagsbrúnarlistinn fekk — og fær það með þeirri ályktun, að í fyrsta lagi ltafi fólagið sett menn á lista eftir stjórnmálafylgi, og i öðru lagi að heima- stjórnarmenn i Dagsbrún hafi kosið list- ann af því að fyrsti maður hans var heimastjórnarmaður, og í þriðja lagi, að allir sjálfstæðismenn i félaginu hafi svik- ist uiidau merkjum og brugðist fólags- skapnum. — Allir sjá hversu heiðarleg- ar aðdróttanir þetta eru. Þessu slúðri blaðains vildi eg mótmæla, því þótt enginn geti sannað hvernig hantt kaus, þá verður þess að gæta: 1. að undirbúningur kosuinganna í Dagsbrún var með öllu laus við stjórn- mal. Það var einungis tekið til athug- unar hverjum af 10 fulltrúaefnum, sem til tals komu í fólaginu, helzt væri á- stæða til að treysta sem fulltrúum verk- mannastóttarinnar í bæjarstjórn. — Um stjórnmalaskoðanir var ekki spurt. Það kom fólagitm í þessu efni ekki við. 2. a ð þeir menn, sem unnu mest fyrir Dagsbrúnarlistann voru allir sjálf- stæðismenn, og unnu í fullri alvöru og einlægni, en ekki undir fölsku yfirskini, eins og Lögrótta gefur ( skyn og Rvík 8Íðar fullyrðir. Undan slíkum aðdrótt- unum vil eg biðja mig og aðra góða menn fólagsins Dagsbrún. Reykjavík 14. febrúar 1912. Ottó N. Þorláksson. —----♦----- Afmælissjóöur Heilsuhælisins. í þessari viku hafa ritstjóra ísafoldar borist neðantaldar afmælisgjafir: 10. febr. Ónefnd kona . . . . 10 kr. 13. — Gyða Sigurðard. (2 ára) 2 kr. 14. — Þór......................2 — » Einar Magnúss. Vatneyri 10 — » María Guðmundsd. Rvík 10 — 15. — Guðbr. Magnúss. prentari 2 — 17. — Ingibjörg Bjarnad. . . 3 — Almettnari þurfa afmælisgjafirnar að verða, til þess að um þær muni veru- lega. Lítið í grein landlæknisins í ísafold í dag (9. bl.) um Heilsuhælið. Þá sjáið þór, hvort eigi er ástæða til að styrkja stofnun þá ! -----*----- Nýtt stúdentafélag. A Akureyri hefir nýlega verið stofn- að stúdentafélag. Þar í bænum eru ekki svo fáir stúdentar. Félagsmenn um 2o þegar. í stjórn þess eru: Bjarni Jónsson útbússtjóri, Guðlaugur Guðmundsson bæjarfógeti og Stefán Stefánsson skólastjóri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.