Ísafold - 02.03.1912, Page 1

Ísafold - 02.03.1912, Page 1
■ I 1111 ■ I----- - . _■ - -------------■ ---------- Kemm lit tvisvar í vi£u. Ver'> árg. arkir minst) 4 kr. oriondib 5 ki or*a 1 a/b dollar; borgiat tvrir mi^jan jtill (prienli* iyrir fram). ISAFOLD (JppvOgn (nkrifieg) bundin vib áramót. er ógilA noma komm *é til útzetaada 1. okt. "g ^aapundi skuMlaua vib blabib AfgreíDaia.; Austaretiraöti 8. XXXIX. árg. I. O. O. F. 93839 Alþýbufól.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 B pjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Eyrna-,nef-og hAlslækn. ók. P0sth.str.14A fid.2—3 íslan lsbanki opinn 10—2 V* og 5l/a—7. K.P.U-M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard.—10 söd. Alm. fundir fii. og sd. 8 */í sibdegis. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 A helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10*/»—12 og 4—5 Landsbankinn H-21/*, öVa-ö1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. ÚtlAn 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin trA 12—2 Landsfóhiröir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib A þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn op. v. daga 8—9, h. d. 8—11, 4—6, Lækning ókeypis Þingh str. 28 þd. og fsd. 12—1 NAttúrugripasafn opib 1 ‘/í—2 */■ A sunnudögum StjórnarrAbsakrifstofurnar opnar 10-4 daglega. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstabahælib. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnið opib A sd„ þrd. og fmd. 12 -2 Gjaldkeramálið reifað. Rsða Gisla Sveinssonar lögmanns á mótmælafundinum 29. febrúar 1912. Háttvirta samkoma! Eg hefi verið beðinn [>ess af nokkr- um mönnum að hefja máls á þessum fundi, sem haldinn er út af þessu nýja bankamáli, ákærumáli bankastjóra Landsbankans á gjaldkera bankans. Eg hefi viljað verða við þessari ósk manna og mun nú skýra nokkuð frá ntrið- um málsins. Það er upphaf þessa máls, að bankastjórar Landsbankanssendu stjórn- arráðinu — sem eins og menn vita hefir (auk þingsins) yfirumráð þessar- ar þjóðstofnunar — þ. 13. des. s. 1. kæru á gjaldkerann, þar sem þeir skýrðu frá, að þeir hefðu nýlega orð- ið varir við ýmsar alvarlegar misfell- ur á starfi hans, svo sem breytingar á tölum í bókum bankans, bankanum í óhag, ranga samlagning á sömu leið, og ennfremur að slept væri ýmsum innkomnum upphæðum að miklu eða öllu leyti. Þessar misfellur væru all- ar á einni grein af starfi gjaldkera, sem sé á forvaxtareikningum hans (diskonto af vixlum). Bankastjórarnir, sem bera ábyrgð á rekstri bankans að mestu leyti, fóru nú fyrir bankans hönd fram á það við stjórnarráðið, svo sem peim bar skylda til, að það hlutaðist til um, að gagnger rannsókn (0: sakamálsrannsókn) yrði hafin á starfi gjaldkera og honum vikið frá stöðu sinni meðan á þvi stæði. En hvernig tekur nú stjórnarráðið — landsstjórnin — í þetta? Stjórnarráðið tekur þessu mjög dræmt. í staðinn fyrir — svo sem pvi ba,r skylda til — að skipa þegar sakamálsrannsókn i málið (því að kæruatriðin voru ótviræð sakamálsat- riði) og víkja gjaldkera frá, alt vitan- lega á ábyrgð kærenda, bankastjór- anna, þá tekur stjórnarráðið það til bragðs, að gefa bankastjórunum kost á — og þann einn kost — að rann- sakað skyldi, til reynslu, þriggja mán- aða tímabilið síðasta áður en kæran kom fram (enda þótt fæst af hinum tilgreindu dæmum í kæru bankastjór- anna væri frá þeim tíma), og til þess skyldu skipaðir 2 óvilhallir og þar til hæfir menn, — en gjaldkeri skyldi sitja í stöðu sinni og rannsóknarmetin- irnir jafnóðum leggja fyrir hann til umsagnar það, er þeir kynnu að finna athugavert. Og óhindraðan aðgang að bókunum átti hann að hafa með- ar> á rannsókninni stæði. Þetta var Þ- ?o. desbr. Að þessu urðu banka- stjórarnir að ganga, þó ekki væri nema til að sporna við því, að striki yrði slegið yfir málið og það kæft af stjórn landsins, svo sern til mun hafa staðið ella. Um rannsóknarmennina, hverir það skyldu vera, varð samkomulag milli stjórnarráðs og hankastjórnar. Ykkur er nú öllum kunnugt, hverir þessir menn vóru. Þeir luku rann- sókn sinni á forvaxtareikningi og bók- færslu gjaldkera bankans á timabilinu l. sept. til ‘5. des. s. 1. ár, þ. 7. þ. m. (febr.), og sendn skilríkin öll og skýrslur til stjórnarráðsins. Eitt af aðalgögnum rannsóknar þessarar, yfir- itsskýrsla yfir tímrbilið, hefir nú birzt opinberlega, og eg hefi ekki orðið var við, að nokkur hafi dirfst að ve- l’engja verk rannsóknarmannanna eða réttmæti niðurstöðu þeirrar, er þeir komust að. Og sjálfur gjaldkerinn vottar rannsóknarmönnutium skriflega seinasta svari sínu til þeirra (og stjórnarráðsins) þakklæti sitt fyrir þá »lipurð og kurteisi, er þeir hafi sýnt ' orðum og athöfnum.» Hér ber þess að geta, að meðan á rannsókn þessari stóð, þ. 16. janúar, fengu bankastjórarnir bréf frá stjórnar- ráðinu, Kristjáni ráðherra Jónssyni, þar sem borið er á þá, að þeir færu óleyfilega með bækur bankans, með því að skygnast í þær og rannsaka annarsstaðar en í bankanum. Þenna áburð hafði stjórnarráðið heyrt, sjálf- sagt úti í bæ, og verður þá þegar fyriraðsendabankastjórunum ávítun — og það skorar á bankastjórana að hrinda þessum áburði, sem ekkert lá fyrir um að væri nokkur fótur fyrir. En stjórnarráðið bætir við, í þessu umtalaða bréfi, að það sé y>óviðeigandi og óheiðarlegU, að bankastjórarnir rann- saki bækurnar — meðan rannsóknar- mennirnir starfi. Ef ekki væri full- víst, að þetta bréf, með þessu inni- haldi, væri komið beina leið frá stjórn landsins — og að rannsóknarskilríkj- unum öllum hefir nú stjórnarráðið gefið blaðamönnum aðgang, — þá mundi manni verða á að sverja fyrir, að slíkt skrif gati komið frá þeim stöðum. Svo fáránlegt er það. Að víta bankastjórana fyrir það, að þeir, samkvæmt skyldu sinni, skygnast í og athuga bækur bankans, og að ætla sér að banna þeim að gera það á þann hátt, er þeir álíta hentugastan, telja það »óheiðarlegt«, — það tekur sannarlega út yfir allan þjófabálk! Því verður nú með engu móti neit- að, að við rannsóknina, það sem hún náði, kom það fyllilega í ljós, að kæra bankastjóranna var á ríkum rök- um bygð. Af skýrslu rannsóknarmann- anna má sjá, að á þessu 3ja mánaða tímabili átti bankinn, eftir reikningi þeirra, að fá í forvaxtaupphæðum 1252 kr. 40 au. meira úi höndum gjald- kera heldur en gjaldkeri tilfærði sjóði bankans. Þessar vantöldu upphæðir komu fram við það, að skakt var lagt saman hjá gjaldkera, altaf á einn veg, bankanum í óhag; að heilar forvaxta- upphæðir vantaði alveg (voru alls ekki tilfærðar í bókunum, þótt gjaldkeri kannaðist við, að þær hefðu verið teknar af viðskiftamönnum bankans); að innfærðar vóru í bækurnar mót- teknar upphæðir miklum mun minni en þær áttu að vera, og loks að töl- um var, að því er virtist, breytt, réttum í rangar, bankanum í óhag. Þetta sannaðist við rannsóknina. Nú ber þess að gæta, að rannsókn- armennirnir reiknuðu þessar forvaxta- upphæðir út allnákvœmlega, eh gjald- keri reiknar þær allajafna i bókum bankans nokkru hœrri en stranglega tekið er rétt, þ. e. hann hefir, fyrir bankans hönd, tekið að jafnaði nokkru meira af viðskiftamönnum en rétt- mætt er. Ef rannsóknarmennirnir heíðu að öllu leyti fylgt hans út- reikningshætti hér, þá hefði hinn um- talaði mismunur orðið enn hærri. En í stað þess reiknuðu rannsóknarmenn saman, hversu miklu gjaldkeri var hærri en þeir á ýmsum forvaxtaupp- hæðum, og drógu það frá mismunin- um kr. 1252.40, — svo að vjst verð- ur nú ekki sagt, að þeir hafi reynst honum hlutdrægir til tjóns. Þá kem- ur fram mismunurinn kr. 998.70 eða nál. 1000 kr., sem á vantaði hjá gjald- kera. í upphafi hafði gjaldkeri svarað kærum bankastjóranna svo, að það sem skakkaði í upphæðunum, niður á við, væri fram komið við, að hann hefði endurgreitt mönnum forvexti, Reykjavík 2. marz 1912. lelzt af vixlum greiddum fyrir gjald- daga. Að öðru leyti væru villur þær, er á kynnu að vera reikningi hans, að kenna misgáningi, stafandi af of- rreytu, þar sem hann væri ofhlaðinn störfum í bankanum. Til upplýsingar um hið fyrra atrið- ið reiknuðu rannsóknarnefndarmenn- irnir út, hve miklu það næmi, sem til mála heýði getað komið að endur- greiða af forvöxtum, eftir þeirii reglu, sem gjaldkeri kvaðst fylgja. Sú upp- ræð varð alls kr. 68,84 — og upp í rað var hægt að koma því með því einu móti, að taka með alla víxla, sem með nákvæmum reikningi hefði mátt endurgreiða forvexti af 1 eyri. Margur, sem viðskifti hefir haft við bankann, mundi nú efast um, að svona endurgreiðsla ætti sér stað, þótt víxl- ar væru greiddir einum degi eða svo fyrir gjalddaga — og bankastjórarnir hafa neitað því í svörum sínum til rannsóknarmannanna. En hvernig sem því nú er háttað, þá er það víst, að rannsóknarmönnunum var það ekki sjáanlegt, að pessar endurgreiðslur hefði nokkurn tíma ýarið ýram á hinu um- rædda tímabili. í úrskurði þeim, sem stjórnarráðið kveður upp að fenginni þessari rann- sókn og viku eftir hana, þ. 13. febr. og þar sem stjórnarráðið að öðru leyti notar sem ýorsendur niðurstöðu rann- sóknarmannanna, er það nú, svo sem sjá má, fullhermt, að rannsóknarmenn- irnir »segi« fullum fetum, að þessa upphæð kr. 68,84 »eigi að draga frá« mismuninum. Þeir láta einmitt í ljósi hversu hún er vafasöm. En þetta munar ekki öllu, heldur minstu. Yfir 900 kr. verður gjaldkeri að gera öðru vísi grein fyrir — og það gerir hann á tvennan hátt. Nokkur hundruð krón- ur eða kr. 5)9,89 borgar hann inn í bankann eftir að rannsóknin er ýarin á stað. Og þarf það auiði ekki frekari skýringa við. En fyrir nokkurum hundruðum, kr. 379,50, vill hann hvorki gera rannsóknarmónnum né bankastjórum neina grein, en aðeins stjórnarráðinu, og það hefir hann gert, trúi eg, með kvittunum fyrir útborg- unum, sem eg veit ekki til að banka- stjórarnir hafi enn fengið að sjá. Þetta eru forsendurnar í úrskurði stjórnarráðsins, sem það tilgreinir og byggir á, og segir síðan: >samkvæmt pessu finnur stjórnarráðið enga ástæðu til að gera frekara i þessu máli gagn- vart gjaldkeranum«/ Ef hugsanrétt væri hér ályktað hjá stjórnarráðinu, þá hefði átt að standa: prátt ýyrir þetta « o. s. frv., úr því að meiningin var að strika yfir alt saman. Því að menn verða þó að gera ráð fyrir, að mein- ingin hafi verið einhver — önnur en sú, sem kemur fram i niðurlagi úr- skurðarins, að senda bankastjórunum hnútu og fyrirskipa þeim betra eýtirlit. Eftirlit með hverju?? Annars má geta þess, að bankastjór- arnir létu þegar, er þeir urðu varir við misfellurnar hjá gjaldkera, breyt- ingu verða á í bókfærslu o. fl., svo að stjórnarskipunin kom nokkuð á eftir dúk og disk. Þessi úrskurður stjórnarráðsinS er fyrir sjónum margra manna í einu orði sagt hneykslanlegur. Menn hneyksl- ast á þvi, og það með réttu, að land- stjórnin skuli fella slíkan úrskurð sem þenna, bygðan á þeim grundvelli, sem þegar var i ljós leiddur; og það þvi miklu fremur sem nú er upplýst, að stjórnarrdðið tékk I hendur, ýrá bankastjórunum, samtímis með rann- sóknargögnunum (8. ýebr.) karu um vantandi ýjdrhœðir hjá gjaldkera drið 1910 hátt á 5. púsund króna. Og einni viku eftir það er úrskurð- urinn uppkveðinn. Er mönnum ekki nóg boðið? Jú, nú er mönnum það ef til vill, en svo virðist sem stjórnarráðinu hafi pá ekki þótt nóg komið af svo góðu. Yfir þessari kæru, um árið 1910, hefir nú sjórnarráðið legið svo að segja 13. tölublað fram á þenna dag. Það hefir »leitað umsagnar* gjaldkerans um hana, og það hefir spurt endurskoðara bankans ráða. Ekki veit eg hverju gjaldker- inn hefir svarað — en það ótrúlega hefir heyrst hér út um bæinn, að hann í þeim svörum sínum hafi jafnvel gefið í skýn, að bankastjórarnir gætu verið valdir að talnabreytingunum i bókunum. Hvaðan sem þetta er kom- ið, þá hefir það verið borið út — og >vi bætt við, að annar bankastjórinn ætti efnarannsóknarstoful í sjálfu sér >arf nú ekki orðum að því að eyða, ivílík fjarstæða þetta er, en þess má að eins geta, að sanna má, að breyt- ingarnar eru gjaldkerans verk, því að tölunum er breytt áður en lagt er saman, og samlagningin sýnir, að breyttu tölurnar eru teknar, en ekki íinar upprunalegu. Endurskoðarar Landsbankans gáfu pað álit sitt, einróma, að karuatriðin kœmu heim við bækur bankans. Hvað þurfti þá framar vitna við? ú — enn var stjórnarráðið ekki búið að setja kórónuna á sitt verk. Hún birtist í gær — prátt ýyrir alt, sem á undan var gengið. Eftir að álit endurskoðaranna var fram komið, varð gjaldkeri veikur, og lagðist, samkvæmt læknisvottorði, og hið háa stjórnarráð geýur hon- um »ýrí« i 2 mánuði, en lætur hann þó benda á mann fyrir sig í gjald- kerastöðuna á meðan, sem starfi á ábyrgð hans (gjaldkerans). Þá var smiðshöggið að eins eftir, og það kom sem sagt í gær. Þið skuluð ekki halda, að það hafi verið sakamálsrannsókn á gjaldkeraun, sam- kvæmt kröfum bankastjóranna. Nei • 2 menn voru enn skipaðir til þess að rannsaka forvaxtareikninginn, og það með, hvort gjaldkeri hafi ekki haft oý mikið að starfa í bankanum, enda þótt stjórnarráðinu sé kunnugt um af svörum bankastjóranna til rann- sóknarmannanna fyrri, að hann fékk aðstoð við störf sín, er hann vildi. Helzt lítur út fyrir, að þessi síðasta rannsókn sé sett til höfuðs banka- stjórunum; og til höfuðs Landsbankan- um gæti hún orðið, þegar aðgætt er, hver annar rannsóknarmannanna er. Þó menn hefðu verið látnir geta upp á því heilan dag, eða meir, hverir myndu verða í nýjustu rannsóknar- nefndinni, þá hygg eg, að engum hefði f hug flogið það, sem raun varð á: að bankastjóri Islandsbanka, keppi- nautur landsstoýnunarinnar, yrði aý land- stjórninni skipaður til að rannsaka plöggin. Það þarf stjórnarráð til að finna upp á slíku snjallræði! En hvort sú óhæfa verður þoluð hér þegjandi af landsfólkinu, það er annað mál. Að þessi stjórn tók annan rann- sóknarmanninn úr yfirdómnum, er ef til vill skiljanlegra, þegar litið er til þess, hve ant hún lætur sér um þann dómstól að öllu leyti — að hann sé í sem nánustu sambandi við stjórnar athafnirnar. En ófært er það, og beint á móti anda stjórnarskrárinnar, ef hana á að meta nokkurs, að vera að hringla æðstu dómurum landsins inn í alls konar umboðsstörf, sem þá og þá geta komið fyrir dómstólana. Nú er svo komið með yfirdóminn, gagnvart þessu máli, að aðeins einn af hinum föstu dómurum þar gæti dæmt í því, — hina 2 fær stjórnin að skipa til þess. Er það ekki lystilegt það tarna? Ónei. Það er nú ekki lystilegt þetta alt saman, því er nú miður. Það verður með sanni sagt, að ekki hefir verið »gert veður« út af þessu bankamáli hingað til og hefir þar um valdið tvent — annars vegar skiljan leg vorkunnsemi við gjaldkera og að- standendur hans, og hins vegar það, að menn satt að segja hugðu, að ráð herra Kr. Tónsson myndi komast á réttan kjöl í málinu og skipa því bráð- lega i það horf, sem skyldugt var. En takmörk eru fyrir öllu. Og nú virðist mælirinn hjá stjórn landsins vera orðinn svo fleytifullur, að ábyrgð- arhluti er að þegja við því lengur. Kristján Jónsson hefir nú sýnt það, að hann hefi farið annan veg að ráði sínu um þetta mái en vænta hefði mátt af stjórnanda landsins. Stjórn- arráðsins óheillaandi virðist hafa náð þeim tökum á honum, keyrt hann í þá klemmu, sem örvænt virðist nú um að hann komist úr öðruvisi en stórskemdur, hvort sem miðað er við ráðherrastöðuna eða dómstjórastöðuna. Oft og tíðum hafa mönnum fund- ist aðfarir valdhafa þessa lands hneyksl- anlegar, oft hefir mönnum virzt svo mikið kveða að þvi, að meira myndi ekki þolast með þjóð vorri. En hér er sjón að verða sögu ríkari, að lengi getur vont versnað. En lengra má það ekki komast. Borgarafundur um stjórnarafskiftin af ákærumál- inu á Landsbankagjaldkerann. Atferli stjórnarinnar harðlega vítt. í fyrrakvöld stofnuðu nokkurir borgarar hér í bænum — úr báðum stjórnmdlaýiokkum — til fundar í Iðn- aðarmannahúsinu út af atferli lands- stjórnarinnar í Landsbankagjaldkera- málinu. Fundurinn var afarfjölsóttur salurinn troðfúllur og anddyri og herbergið næst salnum, þegar flest var. Mun þá hafa verið á fundinum hálft þúsund eða meira. Fundarstjóri var valinn Sigurður Jónsson barnakennari, en fundarskrif- ari Ámi ýóhannsson bankaritari. Málshefjandi á fundinum var Gísli Sveinsson yfirdómslögmaður og birtum vér ræðu hans á öðrum stað hér í blaðinu. Að öðru leyti birtast umræðurnar hér á eftir ýmist beint eftir handriti ræðumanna eða ritaðar af tíðindamanni fsaýoldar á fundinum. B. H. Bjarnason kaupm. talaði næst- ur á eftir málshefjanda: Eg skal strax taka það fram, að eg kem hér fram í kveld sem sjálíboða liðsmaður og ópólitískur ræðumaður, ætla mér þvi að eins að lita á mál það sem hér fyrirliggur, þ. e. skipun stj.ráðsins í rannsóknarnefnd Lands- bankans, eins og það lítur út frá mínu verzlunarlega sjónarmiði. Eg fer því ekkert út í það, hvort sjálf skipun rannsóknarnefndarinnar hafi verið nauð- synleg eða ekki, eins og eg heldur ekki ætla mér að leggja neinn dóm á um sekt eða sýknu sakbornings; það eina sem eg ætla mér að gera hér að umtalsefni, er val stjórnarráðsins á rannsóknarmönnunum og þó aðallega annars þeirra. Lögrétta í gær (28. þ. m.) skýrði frá því að stjórnarráðið sama dag hefði skipað þá herra Halldór yfirdómara Daníelsson og E. Schou bankastjóra til þess að rannsaka for- vaxtareikning gjaldkerans við Lands- bankann frá 1. júlí 1909 til 1. sept. 1911, og eftir að hafa skýrt tildrögin með nokkrum orðum, bætir blaðið við frá eigin brjósti, að val ráðherra á mönnum til rannsóknarinnar virðist vera mjög heppilegt. Um leið og eg lauk lestri Lögréttugreinarinnar hrutu mér ósjálfrátt af vörum þessi orð: Veit blaðið hvað það mælir, eða er það steinblint fyrir afleiðingunum ? Ef rannsóknin, sem til stendur, ekki gæti haft aðrar eða meiri afleiðingar í för með sér en þá einu, að gera upp. með tölum hugsanlegar misfellur á reikningsfærslu gjaldkerans fyrir áminst timabil, þá gæti eg og við allir sjálfsagt tekið undir það með Lögréttu, að báðir hinna kjörnu rannsóknar- manna séu prýðisvel til starfsins fallnir — vel að merkja frá því eina sjónar- miði séð. En burtlitið frá því, þá bland- ast mér fyrir mitt leyti ekki hugur um

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.