Ísafold - 06.03.1912, Síða 1

Ísafold - 06.03.1912, Síða 1
Kemm út, fcvisyar l viku. Verö Arg. (80 arkir minst.) 4 kr. erlendi* 5 kx. eða l1/* dollar; borgist tyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). _________________ ISAFOLD UppBOgn (skriflsg) bnndin VÍO Aramót, si ðgUft nema komla sé til útgei'anda ;fyrir 1. okt. Rg aarpandi nknldlaat viC blaMft Afgrsibsla: An«tnr«træti 8. ;XXXIX. árg. I. O. O. F. 93889 Alþýbnfél.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid.2—3 íslandsbanki opinn 10—2 V* °S 51/*—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard.—10 söd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/* siödegis. Landakotskirkja. öuösþj. 0 og 6 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 11-2 V*, ö^/a-B1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd.og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstabahælib. Heimsóknartimi 12—1. Þjóbmenjasafnib opib á sd., þrd. og fmd. 12—2 Hverir bera ábyrgðina? Nokkuð af þeim hneykslisleik, sem kendur hefir verið við Landsbanka- gjaldkerann — þó að málið sé orð- ið miklu víðtækara en svo, að það nái til gjaldkerans eins — er nú á enda. Nokkurir þættirnir í þeim leik eru full-leiknir. Reyndar getur eng- inn sagt, hve margir þættirnir kunna að vera eftir, né hve sögulegir þeir kunni að verða. Stjórnin hefir haft nærri því ótrúlegt lag á því að teygja úr leiknum og gera hann sem furðu- legastan. En svo langt virðist oss að minsta kosti komið, að vér ættum að fara að geta spurt, hverir heri í raun og veru ábyrgð á honum. Ekki er það nema eðlilegt, að mörg- um verði að segja tafarlaust, að þá ábyrgð beri ráðherra. Að sjálfsögðu er það, í orði kveðnu, ómótmælanlegt. Hann ber eftir stjórnarskránni ábyrgð á stjórninni og hann hefir skrifað und- ir þau fyrirmæli, sem frá stjórnarráð- inu hafa komið. En ætli þeir séu ekki fleiri, sem ættu að fá sinn hluta af ábyrgðinni? Það er öllum mönnum vitanlegt, undir hverju valdi ráðh. hefir staðið, síðan er hann tók við ráðherraembætt- inu. Það kann að vera eðlilegt Nokk- ura bót kann að mega mæla því, ef menn kosta kapps um að magna góð- vild sína. Allir skynsamir menn gátu séð það fyrir fram af atvikum þeim, sem að því leiddu, að hann varð ráð- herra, að hann hlyti að verða verk- færi í höndum Heimastjórnarforing- janna. Hann gat ekkert annað orðið Hann hafði ekkert teljandi fylgi ann- arsstaðar. Og sú hefir líka raunin á orðið eins og öllum landslýð er Ijóst. En þá verða heimastjórnarforingjarn- ir líka að bera siðferðislega ábyrgð á því, hvernig verkfærið er notað. Tæplega getur nokkur maður verið svo skyni skroppinn, ef hann athug- ar málið nokkuð, að hann sjái ekki, hve óljúft ráðherra hefir hlotið að vera að gera sumt af þeirri vitleysu, sem hann hefir verið að gera þessa dag- ana. Vér bendum að eins á eitt dæmi: Ráðherra sendir þá Schou og Hall- dór Daníelsson inn í Landsbankann til þess, meðal annars, að rannsaka, hvort ekki hafi veriö of mikið lagt á hankagjaldkerann árin 1910 og fram 2Ö þingi 19 t 1, og hvort nægilegt eft- lit hafi verið haft með honum þann tímann. Allan þann tíma er Kristján Jónsson ekki að eins í bankanum sem gæzlustjóri — hefir látið setja sig þangað inn með fógetaúrskurði — heldur er hann þann tímann í af- greiðslunni hjá bankagjaldkeranum. Hvað hefir hann verið að gera þar þann timann, fyrir hvað hefir hann látið greiða sér borgun, ef hann hefir enga hugmynd getað fengið um það, hvað mikið helzti maðurinn í afgreiðs- unni hafði að gera, og hvernig eftir- liti með honum var farið? Til þess að botna í þessu, sem hann var sjónarvottur að daglega mánuð eftir mánuð, verður hann að fá þá Schou og Halldór DaníelssonM Ef eitihver fyndinn og meinlegur óvinur Kr. J. hefði tekið sér fyrir hendur að óvirða hann sem allra mest og gera hann sem allra hlægilegastan, þá hefði honum naumast tekist fimleg- ar en Kr. J. sjálfum. Kemur nokkrum manni til hugar, að Kr. J. hefði leikið sér að því ótil- neyddur að fara svona með sjálfan sig? Verður ekki hverjum hugsandi manni að detta í hug, að aðrir hafi haft vald á honum. Og hverir ættu það að vera aðrir en foringjar Heimastjórnar- flokksins ? Og hvernig hafa Heimastjórnarblöð- in tekið í málið? Þegar Norðurland flutti fyrst fregn- ina um ákærur bankastjóranna, lýsti Heimastjórnarblaðið Norðri fregnina með öllu tilhæfulausa. Austur á Seyðis- fjörð var símað, frá Lögréttu að því er sagt er, að ákærur bankastjóranna væru ekki annað en vitleysa, ef til vill að undanteknum einhverjum mein- lausum reikningsskekkjum hjá gjald- keranum. Þegar ráðherra varð á allra stærsta glappaskotið í málinu — það glappaskotið, sem svo óþyrmilega hefir verkað á hugi almennings, sem öllum er nú kunnugt orðið — að senda Schou inn í Landsbankann til rannsóknar — þá lauk Lögrétta miklu lofsorði á þá ráðstöfun. Og Reykjavíkin flutti á laugardaginn langa og miður sannorða ritstjórnargrein til varnar þeim báðum bankagjaldkeranum og ráðherra. Svo að ekki þarf mikið eftir því að graf- ast, hvoru megin Heimastjórnar-mál- gögnin hafi skipað sér í þessu máli. En nú er það öllum mönnum vit- anlegt, að ritstjórar þessarra blaða eru engirforingjaríHeimastjórnarflokknum- Aðrir eru þar flokksforingjar og þeirra skoðanir eru það óefað, sem í blöðun- um birtast. Hér ber að sama brunni og áður: Heimastjórnarforingjarnir geta ekki sloppið og mega ekki sleppa ábyrgð- ariausir út úr þessu fargani. Þeim væri það vitanlega þægilegt, að geta komið öllu af sér yfir á Kristján Jóns- son. En það væri ranglætis verk og ódrengskapur. Þetta finna allir. Og þó að Heima- stjórnarforingjarnir hafi sloppið furð- anlega mjúklega frá fundalöðrungun- um, þá ei» það ekki fyrir þá sök, að þeirra hafi ekki verið minst í öðrum umræðum manna. Ráðherra hefir daglega sér við hlið og sér til aðstoðar einn Heimastjórn- arhöfðingjann, sjálfan landritarann, sem jafnframt er einn af stærstu hluthöf- um hérlendum í íslandsbanka. Menn hafa spurt hver annan: Er það satt, — sem óneitanlega hefir kvisast — að hann hafi iagt kapp á að fá ráð- herra til þess að taka þá óheillastefnu í málinu, sem hann hefir tekiðr Og ef það er ósatt, getur það þá verið, að það hafi ekki verið á hans valdi að koma ráðherra á réttan kjöl? Og þá er Hannes Hafstein. Hann er aðalleiðtogi flokksins, sagður nú ráðherraefni Heimastjórnarmanna, og auk þess einn af stjórnendum íslands- banka. Enginn maður fær almenning til að trúa öðru en að þ a ð hafi að minsta kosti verið með hans táði gert, sem verst hefir fyrir mælst — að senda Schou inn i Landsbankann. Og allir hafa Heimastjórnarhöfð- ingjarnir leitt hjá sér alla mótspyrnu- viðleitnina gegn aðförum stjórnarinnar í þessu máli. Sumir þeirra eiga það þó til að geta verið nógu háværir, þegar þeim þykir það vel henta. Al- menningur i bænum hefir staðið :i öndinni út af því, er honum virtist ófyr- irleítin tilraun til réttlætisbrots, og Reykjavík 6. marz 1912. einkum út af hinni hættulegu árás á Landsbankann. Þeir menn, sem hafa látið sig þetta mestu skifta, hafa engu síður verið Heimastjórnarmenn en Sjálfstæðismenn og Skilnaðarmenn. í þeim flokki hafa verið sumir hinna allra-tryggustu og mest-metnu Heima- stjórnarmanna. En foringjar þeirra hafa ekki stutt þá að neinu, ekki komið á fundina, því siður tekið til máls i ritum né ræðum. Svo að þeir hafa, þó að ekki væri með öðru en afskiftaleysinu einu, tekið á sig ábyrgð á atferli þess ráðherra, sem þeir hafa komið í völdin, þess ráðherra, sem þeir hafa hjálpað til að halda völdunum fram á þenna dag, þess ráðherra, sem þeir hafa notað óspart eftir vild sinni og hentugleikum. En bent skal á það með þakklæti, að þó að foringjar Heimastjórnar- flokksins hafi reynst í þessu máli svo sem nú hefir verið sagt, þá hefir iiðs- mönnum farist alt öðruvísi. Þrátt fyrir það, að forustan í málinu hefir að langmestu leyti verið í höndum andstæðinga Heimastjórnarmanna, hefir þetta mál ekki orðið flokksmál. Heima- stjórnarmenn eiga sinn þátt í sæmd- inni af leikslokum, að svo miklu leyti sem þau eru sjáanleg. Heimastjórnar- liðið reyndist ófáanlegt til þess að þiggja það, sem því var nú boðið. Það hefir óneitanlega látið neyðast til þess fyrir flokksfylgi að stinga ýmsu misjöfnu niður hjá sér að undanförnu. En nú var því of mikið boðið. Þegar bankastjórar þjóðbankans setja stöðu sina í veð fyrir svo alvarlegri kæru, sem kæra þeirra á gjaldkerann er, þegar stjórnin ekki verður skilin annan veg en þann, að hún ætli að gera ósleitilega tilraun til þess að kæfa málið, en snýr miklu fremur sókninni á hendur bankastjórunum, sem fundið hafa misfellurnar, og þegar yfirmaður íslandsbanka loks er sendur inn í Landsbankann á þann hátt, að helzt vtrðist benda á, að nú ætti að fara að knésetja bankastjórana og gera Lands- bankanum ómetanlegan hnekki og vansa, þá segja Heimastjórnarmenn, hvað sem foringjum þeirra líður: Hingað og ekki lengra! Þeir létu það ekki fæla sig, þó að andstæðingar þeirra væru þeim sam- máia. Þeirra samvinnu er það að þakka, sem nú hefir framgengt feng- ist: að aþkifti Sckous aj Landsbank- anum haja orðið að engu. Honum var falið að rannsaka reikn- ing gjaldkerans um meira en 2 ár, frá 1. júlí 1909 til 1, sept. 1911. Honum var falið að rannsaka, hve mikið starf hefir verið lagt á gjald- kerann og hvort hann hefir fengið nægilega aðstoð. Og honum var falið að rannsaka, hvert eftirlit hefir verið með gjaldkeranum haft. Til þess að vinna alt þetta verk, kemur hann tvisvar í bankann og stendur þar við ofurlitla stund. Allir sjá, hve nákvæm sú rannsókn hefir hlotið að vera. Hún verður að engu. Hún verður meira en hlægileg, þegar litið er til allrar þeirrar rannsóknar, sem fram hafði farið áður af hálfu bankastjóranna sjálfra, rannsóknar- mannanna, Gísla Sveinssonar og Þor- steins Þorsteinssonar, og endurskoð- enda bankans, Benedikts Sveinssonar og Eggerts Briem. Þetta er að þakka samvinnu allra flokka hér í hænum síðustu dagana, Og míkia ánægju vekur það, að sjálf- sögðu, að alþýðan skuli þó fá etn- kverju ráðið, þó að höfðingjar hennar geri bandalag gegn henni. En í þeirri gieði má ekki gleyma því, hverir ábyrgðina bera. Samsöngur „17. júní‘\ Söngfélagið »17. júní« ætlar auð- sjáanlega að verða eitt um þann veg og vanda að halda uppi opinberum söngskemtunum hér i bænum í vetur. Myrri hluta vetrarins hélt það 3 sam- söngva með sömu söngskrá og á föstu- dagskvöldið söng það nýæfð lög fyrir ;úllum salnum í Bárubúð. Meiri hluti söngskrárinnar voru gamalkunn sænsk lög, og stærsti lið- urinn þar á meðal Bondbröllop eftir Södermann, heljarmikið verk í 4 deild- um. Ennfremurýms smærri lög,svo sem Stríðsbæn Lindblads, þjóðlagið Spinn, spinn og Undan ur vágen eftir Bell- mann. Bondbröllop hafði auðsjáan- ega verið æft af mikilli samvizkusemi, enda var það mjög jafn vel sungið frá upphafi til enda, og varð að syngja síðasta hluta þess aftur. Spinn, spinn hljómaði einkennilega vel í þessari raddsetningu, sem notuð var. Lagið liggur i fyrsta bassa, en hinar radd- irnar syngja undir. Undan ur vágen hljómaði og ágætlega, einkurn veiku tónarnir fyrst og seinast, enda voru menn mjög hrifnir af því. Lagið er sungið svona vegna þess, að söngur- inn á að heyrast byrja álengdar og færast framhjá áheyrendunum. Nýungin á söngskránni, sem ekki sízt ber að minnast, voru þrjú íslenzk lög, sem ekki hafa verið sungin áður í þessari mynd. Eitt var nýtt eftir Arna Thorsteinsson, við textann sSólu særinn skýlir«, afbragðs fagurt lag, snildarlega raddsett; naut lagið sín ekki fyllilega svo sem það átti skilið, enda erfitt að syngja það. Hin tvö voru íslenzk þjóðlög, sem Sigfús Ein- arsson hefir klætt í fagran einkennis- búning, >Keisari nokkur mætur mann« og »Forðum tíð einn brjótur brands*. Var báðum lögunum vel tekið, eink- um hinu síðara, sem virtist líka eiga betur við sönghæfi flokksins með sinni listalegu raddsetningu. Pétur Hall- dórsson hafði þar sjálft lagið í ein- söng og tókst prýðilega, röddin mikil og hljómsterk. Fyrra lagið væri gam- an að heyra flokkinn syngja veikt, mundi það eiga mjög svo vel við lag- ið, einkum ef við það væri hæfur texti. Yfirleitt lætur söngflokknum betur að syngja veikt þau lög, sem hægt ganga. Til þess virðist hann hafa nægilega styrkar efri raddir, sem þó vegna óstyrks hljómblæs eiga erfitt með að bráðna vel sarnan, þegar sung- ið er sterkt. Það tekur einlægt langan tíma og mikla æfingu að ala upp vel samsungna tenóra og er sizt að horfa í það, þegar líkindi eru fyrir góðum árangri. A sunnudagskvöldið kl. 6 var sam- söngurinn endurtekinn fyrir húsfylli og fór líkt og í fyrra skiftið, nema að sum lögin virtust hafa stöðugri samhljóm og kom betur í ljós hvað flokkurinn er vel samtaka. Textinn líka einlægt skýr og greinilegur. Að bassinn ekki einlagt nýtur sin, sem skyldi, er húsinu að kenna, því að hann er í rauninni sterkur. Hlýtur svo að fara um hverja þá rödd, sem aftast stendur, nema ef hægt væri að raða flokknum þannig að raddirnar væru meira samhliða. Þegar maður hugsar til þess að svona söngur verð- ur að líkindum eina aðalframtiðarvon söngvina í bænum, er ilt til þess að vita að hafa ekki gott hús til að syngja í. — Þeir sem unna íslenzkum þjóð- söng geta glaðst yfir þeirri byrjun, sem félagið hefir gert í þvi að iðka hann, enda vita menn til þess að Sig- fús Einarsson hefir nú allmikið fyrir- liggjandi af því tagi og máske ekki langt að bíða að menn fái að heyra alíslenzkan samsöng. — Það er fyrst við nánari viðkynningu, að menn læra að meta gildi þjóðsöngsins, þvi að menn eru nú sem stendur komnir út úr honum, hafa algerlega látið ruglast af hinum og þessum útlendum áhrif- um, sem enda í stefnuleysi. Viðvikj- 14. tðlublað andi meðferðinni á þessum söng mun reynslan líklega færa heim sanninn um, að jrumtónninn í honum er veik- nr viðast hvar og eins og fyr er sagt, er einmitt þessum söngflokk vel treyst- andi til að ná þeim blæ með festu og styrk. H. J. Snjóflóð á Seyðisfírði. Símfregn ’/, ’12. í gær (sunnud. 3.) árla dags kom snjóflóð úr Bjólfinum og tók vöru- geymsiuhús verzlunarinnar Framtíðin og ennfremur fjárkofa einn. í snjó- flóðinu fórust 13 kindur, — en menn engir. Seinna um daginn komu smá- fióð nokkur, er gerðu usla nokkurn á símanum. Erl. símfregair. Khöfn, 6/s ’12 kl. 8 siðd. Kolaverkl'allið á Bretlandi. Kolaverkjallið heldur ájrarn. Sam- göngur og viðskiftalíf lamað. Samn- ingaumleitun með málsaðilum haldið á- jram. Óeirðir í Kína. Samsœti hejir verið gert inttan kín- verska hersins í Peking og Jleiri borg- utn. Morð, brennur og gripdeildir átt sír stað. -----9S6----- íslendingar og Ólympinleikar. Khafnar-stúdentarnir íslenzku sam- þyktu nýlega á fundi með 16 atkv. gegn 6, þá áskorun til íslenzkra íþrótta- manna, að eiga engan þátt í þ. á. Olj mpiuleikum, er haldnir verða í Stokkhólmi, nema íslandi verði veitt alsjálfstæð hlutdeild í þeim. Minni hlutinn, 6 atkv., vat með frestun á fundarályktun um málið. Ný Grænlandsför. íslendingar og ísi. liestar, Koeh iiöfuðsin. Koch höjuðsmaður. Koch höfuðsmaður í landmælinga- deildinni dönsku ætlar nú í sumar í nýja rannsóknarferð til Grænlands, ásamt 2 vísindamönnum, öðrum þýzk- um, en hinum dönskum. Erindið er að rannsaka snjólaust landflæmi, sem liggur inni i landinu á 78. breiddar- stigi. Síðan ætla þeir yfir þvert landið og er sú leið um 1000 rastir. Það sem eftirtektaverðast er við för þessa er það, að islenzkir hestar verða notaðir til flutninga í stað grænlenzku hundanna. Menn þessir koma til ís- lands í maí eða júni, kaupa 15 hesta og fá sér íslenzkan fylgdarmann. Leggja síðan norður yfir þveran Vatnajökul og er þetta gert til reynsln. Frá Ak- ureyri gera þeir ráð fyrir að fara nm 1. ágúst áleiðis til Grænlands. Mörgum íslendingi mun þykja för þessi fýsileg, svo að varla þarf við því að búast, að ekki fáist fær maður í hana. Helzt mun Koch hafa auga- stað á hraustum og vönum vetrar- ferðamanni, t. d. reyndum landpósti. Erlendar fréttir ymsar bida næsta blaðs — vegna þrengsla.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.