Ísafold - 06.03.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.03.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 49 urnar eru um sama efni. Sé gjald- kerinu refsiverður fyrir t. d. tölubreyt- ingarnar jálí 1909 til 1. sept. 1911 — timann, sem þeir Þ. Þ. og G. Sv. hafa ekki rannsakað — þá er litt hugsandi, að hann reyndist ekki á likan hátt refsiverður fyrir tölubreyt- ingarnar 1. sept 1911 til 5. des. s. á. Brask ráðherra tneð málið væri þá samskonar og ef rannsóknardómari, sern hefði tnann grunaðan um að hafa stolið kind á fæti, úrskurðaði sérstak- lega um það, að ekkert skyldi við sak- borning gert fyrir það, að hann hefði hagnýtt sér gæruna og sviðin, en dæmdi hann sekan um neyzlu kjöts og mörva. Hvernig sem á framferði ráðherra er litið er það jafnóverjandi. Stjórn- in hefir með festulevsi sínu, hugsun- arvillum og káki þvælt málið og þvælt öllum til ógagns og leiðinda. Aðferð- in hefir verið jafnóhepppileg til að sanna sýknu gjaldkerans sem sekt. Það er nær ótrúlegt, að æðsta dóm- ara landsins skyldi geta farist meðferð þess máls svo vandræðalega klaufa- Íega, sem raun er á orðin. Um hina síðari nefndarskipun ætla eg ekki að tala. Þó er eitt atriði, sem mér dettur í hug út af henni. Ráðherra veitir rannsóknarmönnum heimild til að spyrja bankastjóra og starfsmenn bankans og skipar þar með bankastjórum og starfsmönnum að svara spurningum rannsóknarmanna. Sama rétt veitti Björn Jónsson rannsóknarnefndinni 1909. Kr. J. ráðherra var þá gæzlustjóri bankans. Kvað hann sér þá í bréfum sinum til ráðherra (B. J.) óskylt að svara spurn- ingum rannsóknarmanna, að B. J. hefði þar skipað bankastjórunum, þar á meðal Kr. J., það er hann (B. J. ráðherra), brysti vald til. En nú hefir Kr. J. skipað banka- stjórum landsbankans pað sama, sem hann kvað réttarbrot a) hdlju B. J. Hvernig stendur nú á þessu? Hefir Kr. J. breytt skoðun á þessu síðan 1909? Eða hefir hann gleymt hvaða skoð- un hann hafði þá á þessu atriði? Annars mætti margt fleira segja urn stefnuleysi stjórnarinnar í þessu máli og ósamræmi. Stjórnin virðist vera í mestu vand- ræðum með sjálfa sig og hvernig hún eigi að hegða sér, ekki erfiðara en hlutverk hennar þó var. Hlutverk hennar var það eilt, að visa málinu til þeirra aðgerða, sem vant er um slík mál, eftir þeim gögn- um, sem 'nenni voru fengin í hend- urnar. Enginn hefði getað fundið að því með rökum, ef hún hefði tekið þann upp. Þorsteinn Erlingsson tók í sama streng og á síðasta fundi. Sagði að stjórnin hefði ekki fundið ástæðu til_ að sinna þeim fundi neitt. En sömu 2 atriðin væru hér eins og þar — þessa síðast fyrirskipuðu rannsókn á- litu allir ástæðulausa og mennina illa til fallna, sérstaklega Schou banka- stjóra. Endurskoðurum bankans hefðu allir treyst og trúað, ekki sízt Eggert Briem — og ótækt þætti mönnum að ekkert tillit skyldi tekið til þessa manns. Síðan um daginn hefðu ýmsir bent sér á mörg dæmi, sem sýndu og sönnuðu, hvernig maður Schou væri i raun og veru. Gat um og las upp »aðvörunar«bréf, er sent hafi verið út nafnlaust frá íslandsbanka fyrir nokkrum árum, og tryði alm.- álitið Schou til þessa. Gæti ekki hugsast, að hann nú sendi út »aðvör- un«, er hann hefði skygnst urn i plöggum Landsbankans. Kvað órann- sakað, hvort hér væri um hegningar- vert athæfi að ræða hjá gjaldkera, en sjálft stjórnarráðið hefði kastað sterk- um grun á hann með atferli sinu. Þá kom fram á fundinum til- laga, -sú, er prentuð er hér i blaðinu (nr. 1). Árni Árna8on frá Höfðahólum taldi það leitt að Schou bankastjóri skyldi ekki vera viðstaddur áfundinum. Það væri tilnefning hans, sem komið hefði sér á stað. Beindi þeirri spurningu til bankaráðs íslandsbanka, hvortSchou hefði ráðfært sig við það. Kvað það hneyksli hið mesta, að Schou væri hleypt á þenna hátt inn í Landsbank- ann. Svo hefði verið til ætlast, að íslandsbanki ætti ekki að skifta sér af pólitik, en nú væri hann farinn til þess, eða forstjórar hans. Þetta væri hrein árás á Landsbankann og gerð til þess að eyðileggja hann, en hjálpa ísl. banka, sem væri danskur banki, en ekki islenzkur, og ætti að heita Danmerkur banki, til þess að verða einráður og sjálfsagt til þess að hann gæti fengið seðlaútgáfuréttinn fram- lengdan á sínum tíma. Alt þettaætti að vera okkur íslendingum alvarleg áminning um, að vera á varðbergi gagnvart Dönum, sem hér vilja vaða uppi. Úlfurinn danski hefði nú á síð- ari árum dansað hér lystugt undir sauðargærunni! 3 C Hvað er nýttP t>að er nú eitf að þeir eru komnir affur úr siqtingunni Geir og Jlaraídur. Peir fðru fií að veíja fjanda okkur sem fjöfbregttastar og beztar vörur. t>eir segjasf engum fyafa qteijmt. t>að verður því betra úrvat nú en nokkru sinni áður t)jd Tb. Tborsteinsson vefnaðarvöruverztun, Jngólfsbvoíi. Með s/s Sterling í gær sem verður komið upp þessa viku: Kjóiatau, Sjöl, Skinnhanskar, Regnkápur, Prjónles mjög mikið úrval, Silkipils, moirepils, Silkibönd feiknin öll. Leggingar. j Með s/s Botnia 18. þ. m.: IPvegin léreft sérlega góð, Tvisttau aliar gerðir, Flónel, Dreglar, Gardínutau, Kjólatau 0,75, 0,95—1,10 og betri, J Silkitau, Blúsur, ' Kápur, Sjöl afar ódýr. Kvenhattar og Húfur. Vefnaðarvöruverzlun Th.Th orsteinsson, Ingólfshvoli E 1 B. H. Bjarnason kaupm: Snemma á fyrri öld var uppi maður sá er Richard Cobden hét, kallaður spámað- ur hinnar frjálsu verzlunar. Cobden var fæddur 1804 og dáinn 1865. Kenningar hans þóttu svo mikils virði, að þeim er enn fylgt af hinum beztu stjórnmálamönnum, enda sæmdi þjóð hans hann 80,000 pd.sterl. sæmdarverðl. Ein af grundvallarkenningum þessa ágætismanns var sú, að hafa sem mest mök við fólkið og sem minst mök við stjórnendurna. — Stjórnar- ráð vort hefir með undirtektum sín- um undir fundargerð vora 29. f. m. fært okkur fyllilega heim sanninn um sannindi þeirrar kenningar, þar sem það gersamlega hefir að vettugi virt greinda fundarályktun, það er því ekkert annað að gera fyrir þá, sem eru mótfallnir gerðum stjórnarinnar á skipun hinnar nýju rantisóknarnefndar Landsbankans — en það, að taka sam- an höndum og grípa allir sem einn maður til þess vopnsins, sem vér eig- um og bezt bítur — þess vopnsins sem myndi reynast svo öflugt, að við eigum sigur vorn og uppfyllingu óska vorra fyrir fram vísa — ef vér alment beitum vopni voru eins og vera ber — með stillingu og fyrirhyggju. Gisli Sveinsson kvað það gleðja sig, að hér kæmi þó fram einn rnaður úr kaupmannastétt landsins, sem bæði hefði áhuga og einurð til að láta í Ijósi skoðun sína á þessu máli. Það væri sami maðurinn, setn á sið- asta fundi ltefði talað alvarlegum orð- um, sem stéttarbræður hans hefðu átt að taka sér að fordæmi og láta til sín heyra allir saman, einum munni. Það væri ekki nóg að. einn og einn maður úr þeirri stétt kæmi fram og þetta mál snerti áreiðanlega hvað mest hag verzlunar- og kaup-manna. Væri því óskil janlegt og menn stórfurðaði á því, að þeir skyldi ekki hafa orðið fyrstir til að rísa upp og andmæla í hóp þeirri óhæfu, sem hét fæti fram af hálfu landsstjórnar og það gagnvart peningastofnun, sem þeirra væri hag- urinn að halda sem öflugastri og sjálf- stæðastri. Hvar væru félög kaupm. nú? Ræðumaður kvaðst að vísu hafa heyrt, að nokkrir af helztu kaupsýslu- mönnum bæjarins, sem forstöðu veittu hér erlendum stofnunhm, hefðu farið til ráðherra og tjáð honum óánægju sina, en ráðherra hefði svarað þeitn svo, að alt væri þetta á misskilningi bygt hjá þeim. Þetta högg hefði átt að vera þeitn nægilegt til þess að hefjast handa svo um hefði munað — ekki hvað sízt, þar sem það er á allra vitorði, að allir kaupsýslutnenn bæjar- ins eins og allur almenningur eru á einu máli um að forðdæma aðfarir stjórnar- ittnar í þessu máli. Þá vék ræðumaður sér að gerðum ráðherra Kr. Jónssonar i þessu máii. Minti á, hvernig hann hefði komist upp í ráðherrasessinn, brotist þangat i óþökk allra og þvert á móti öllum reglum. Því að enginn þyrfti að ætla, að heimastjórnarmenn hefðu verið sérlega glaðir við að fá hann sem ráðherra, enda þótt þeir, svo sem sjálf- sagt var, hefðu ekki á móti þvi, að nota hann úr því hann bauðst. En tregir voru þeir til að verja hann, svo sem von var. Og nú hefðu allir sannfærst enn betur um það, að hann er óhafandi í ráðherrastöðu. Nú gæti hann ekki haft fylgi neins, hvorki flokka né einstaklinga, — nema þá ef til vill venzlamanna, — svo lýð- um ljós væru glappaskot hans orðin í þessari stöðu. Og að minsta kosti væri mjög hæpið þar á ofan hvort hann gæti eftir þetta setið i dóm- stjórasæti með nokkurri mynd. hafi fundið neitt að athuga við. Allar væru þessar athafnir Kr. J. á eina bók lærðar. Lagði þá ræðumaður fyrir fundinn tillögu um að lýsa vantrausti sínu á ráðherra (till. nr. 2 sem prentuð er hér í bl.) og kvað hann ekki illa til fallið, að Kr. [. fengi slíka fundar- ályktun að afmælisósk á morgun (þá yrði hann sextugur). ÞórðurSveinsson læknirtalaði þá um Schou bankastjóra og líkti honum við Jeppa á Fjalli. (Hlátur). Vilhjálmur iakobsson skósm. (hafði áður oft gripið fram í og skoraði Sv. Björnsson á hann að koma og færa rök fram, ef hann hefði nokkuð að segja, og ítrekaði fundarstjóri þá áskor- un). Talaði hann um að einn ræðumaður hefði verið hissa á því, að kaupmenn skyldi ekki koma einbeitt fram í þessu máli, svo á bæri. Fór hann um þetta nokkrum fleirum orðum, og var hann síðar sá eini, sem greiddi atkv. gegn ályktunum fundarins. Sveinn Björnsson þakkaði síóasta ræðumanni fyrir rökin, og gleddi það það sig að ekki væri fleiri »ástæður« hægt að færa fram gegn máli því, sem flutt hefði verið á fundinum 1 Væri litið á aðfarir Kr. J. ráðherra gegn Landsbankanum, þá sæi maður þá einkennilegustu hrygðar-skopsjón, er hugsast gæti: Maðurinn, sem áleit sjálfan sig- svo bráðnauðsynlegan til ejtirlits i bankanum, að hann lætur fógeta setja sig inn í bankann, hann skipar nú rannsóknarm. á þetta eftirlit! Sjálfur eftirlitsmaðurinn (gæzlustjór- inn fyrv.; því að gæzlustj. er ekkert annað en eftirlitsmaður) sendir nú menn til höfuðs bankastjórunum, út af eftirliti, sem hann rak svo slælega, að undrun sætir, er dómari á í hlut. Alt árið 1910 frá því Kr. J. var »settur inn« í bankann og fram á árið 1911 var hann daglega í bankanum — og hann var ekki inni hjá bankastjórun- um, svo sem gæzlustjóranna er ann- ars siður, hekiur hafðist hann ætíð við í sjáljri afgreiðslustojunni, i kring- um gjaldkerann og yfir bókum hansl Og einmitt á þessu tímabili hafi mis- fellurnar hjá gjaldkera verið einna gif- urlegastar. Og nú eigi að ná sér niðri, líti út fyrir, á bankastjórunum, sem komust að þessum misfellum hjá gjaldkera! Og rannsaka eigi nú, og sjálfsagt víta bankastjórana fyrir, enn tneir en orðið er, hókfærsluna, sem hvorki sjálfur Kr. J. ^z/wjeftirlitsjstjór- inn (né heldur neinn gæzlustjóranna) Magnús Blöndahl talaði af hálfu bankaráðsmanna íslandsbanka og kvað hann Schou ekki hafa leitað álits hanka- ráðsins um, hvað hann ætti að gera. En nokkrir af bankaráðsmönnunum muni hafa farið til Schous og tjáð honum vandkvæði á þvi, að hann færi að gefa sig í þetta, .enda gæti það orðið hættulegt honum og íslands- banka. ióh. Jóhannesson kaupm. talaði þá um afstöðu Schous bankastjóra, og kvað eitt atriði vera, er hann vildi skrifa á tekjudálk Schous viðvíkjandi Landsbankanum, að hann þó vildi kaupa bankavaxtabréf Landsbankans, , það væri betra en ekki, þótt ekkert j sældarbrauð væri það að fá 94 fyrir | Þau- Jakob Möiler taldi íslandsbanka eiga j nokkra sök á því, að bréfin væru í j svona lágu verði. Var þá gengið til atkvæða um til- ; lögur þær, sem fram höfðu komið og þær báðar sampyktar með nál. 560 i atkv., gegn 1 — einu. j Alyktanir þessar eru svo hljóðandi: 1. j Þar sem landsstjórnin hef- ' ir eigi að neinu leyti tekið til greina áskorun borgara- fundarins 29. f. m. og fund- urinn þess vegna lítur svo á, sem hún sé ráðin í að halda áfram hinni hættu- legu árás á bankastofnun þjóðarinnar, áréttar fund- urinn greinda áskorun og skorar jafnframt á lands- menn að taka höndum sam- an til verndar Landsbank- anum. II. Funduriuu lýsir vantrausti sinu á Kristjáni ráðherra Jónssyni, og telur það íuli- Jjóst orðið, út af aðförum hans í gjaldkeramálinu, að enginn stjórnmálaflokkur getur stutt hann áfram i ráðherrastöðu. Manntjón. Nýlega hefir orðið mikið manntjón á 2 skipurn í þilskipaflota Reykjavíkur — 6 menn tekið út af þeim og hafa þeir allir druknað. Þetta gerðist í aftakaveðri aðfaranótt 23. f. mán. — út af Eyrarbakka eða Selvogi. Þilskipið Haffari (eign Sig- urðar í Görðunum) misti út stýrimann sinn: Þórð Erlendsson, kvæntan barna- mann héðan úr Rvik. Er það annar maðurinn, sem ekkja hans missir í sjóinn. Hitt skipið var Langanes eign Mil- jónarfélagsins. Það misti út 5 manns. Þessir 5 voru: 1. Guðjón Jónsson frá Ánanaust- um i Reykjavík, ekkjumaður, er misti konu sína siðastl. vetur, en átti 1 barn. 2. Jón Pálsson úr Rvík (Grettis- götu 46), 28 ára gamall, kvæntur og átti börn. 3. Kristján Magnússon frá Pat- reksfirði, ókvæntur. 4. Sigurgeir Ólafsson frá Bjarna- borg í Reykjavík, kvæntur og átti 1 barn. 5. Sigurður jónsson frá Syðravelli í Gaulverjabæjarsókn, ókvæntur, 28 ára. Mannaiát. Skúli S. Sivertsen, fyrrum óðalsbóndi í Hrappsey, lézt hér í bænum aðfara- nótt 28. f. mán. í hárri elli. Hann hafði dvalist 15 árin síðustu hjá dótt- ur sinni, frú Katrínu Magnússon og litla fótavist haft lengi. Á Hæli í Gnúpverjahreppi lézt á fyrra fimtudag Sigríður Melsteð, dóttir Páls heit. Melsteðs sagnaritara, kom- in um sjötugt. Háskólapróf. Sigurður Nordal (sonur Jóh. Nordals íshússtjóra) tók fullnaðarpróf við há- skóla Khafnar í norrænu 11. febr.— og hafði gengið mjög vel. Skamma raunsókniu. Hún reyndist heldur en ekki skamma rannsóknin, sú er Schou og Halldór Daníelsson voru skipaðir til að gera í Landsbankanum. Skipaðir á mið- vikudag, komu ekki í bankann fimtu- dag, höíðust þar við síðari hluta föstu- dags og laugardags — og búið er nú. Oeresar-strandið. Það var ekki Broberg skipstjóri, sem hafði forustu Ceresar, er hún strandaði. Hann fór eigi þessa ferð af sérstökum ástæðum. Það var Lydersen stýrimaður, sem var skip- stjóri í hans stað, en strandið bar að meðan hann var undir þiljum. Sátu farþegar að morgunverði, er skipið — á fullri ferð rakst á grunn. Hafði verið tekin skökk stefna. Kaupmenn sumir hér í bæ, sem vörur áttu með Ceres, hafa mjög látið í ljósi við »ísafold« gremju sína yfir því, hversu seint Sam. fél. er á sér að senda skip í Ceresar stað. Auka- skipið á eigi að leggja á stað frá Khöfn fyr en eftir helgina (11. marz). Landsskjalasafnid. Eg sé, að það stendur enn i minnísskráin blaðanna, að skjalasafnið sé ekki opið til afnota, nema 1 klukkustund þrisvar i viku. Er það tekið eftir ákvæðum reglugjörðar um skjalasafnið frá 10. ágúst 1900, sem gerði ekki að lögskyldu að hafa safnið lengur né oftar opið. Hins vegar var þvi jafnan haldið opnu langt fram yfir skyldu, 3—4 klukkustundir daglega virka daga og oft lengur. Með reglugjörð um safnið fra 27. maí 1911 er nú svo fyrirskipað, að safnið skal opið tvær stundir (12—2) hvern virkan dag. Samkvæmt því væri gott að blöðin réttu skrár sinar. i9i2. j'ón Þorkeísson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.