Ísafold - 06.03.1912, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.03.1912, Blaðsíða 4
50 ISAFOLD Látnir erlendir merkismenn. ---- Kh. 18/2 ’ 12. í Noregi lézt um miðjan mánuðinn (febrúar) heimsfrægur læknir, G. Ar- mauer-Hansen, sá er fann holdsveikis- bakteríuna árið 1879. Uppgötvun hans eiga menn það að þakka, að holds- veikin fer nú sírénandi þó að lítt sé G. ^Armauer-Hansen. hún læknandi enn sem komið er. Sama árið sem Armauer-Hansen upp- götvaði holdsveikisgerilinn, fann Neisser í Breslau gonokokkana og fám árum síðar Laveran malariasóttkveikjuna og Koch berkilinn. Allir þessir menn hafa nú getið sér ódauðlegan orðstír. Armauer-Hansen lézt í Björgvin, þar sem hann jafnan átti heima, fjör- gamall. A íslenzku er til eftir hann bók um Darwinskenninguna, sem þýtt hefir dr. Helgi Pjeturss. Látinn er í gær (17. febr.) suður í Vín utanríkisráðberrann í Austurríki v. lAehrenthal greifi, 57 ára að aldri. Hann hafði verið dauðvona síðustu mánuðina. Aehrenthal hefir verið utanríkisráð- herra síðan í október 1906 og þykir hafa verið hinn merkasti stjórnmála- maður. Mesta athygli vakti hann 1908, þá er Bosnía og Herzegovína voru innlimuð Austurríki. Það var að mestu hans verk, og þá hugðu menn að hann ætlaði að gera Austurríki að fílefldu stórveldi með ófriðardirfsku og ósvífni. Hann var þá nefndur »Bis- marck Austurríkis«. En nú á siðustu tímum hefir hann verið friðsemin sjálf. Hann hefir gert alt til að þagga niður æsingar og ófriðarhug gegn Itölum, en á því hefir klerkaflokkurinn i Austurríki alið mjög, upp á síðkastið. Ennfremur hefir Aehrenthal kostað kapps um að halda friði á Balkanskaga, með þvi að krefj- ast þess, að Italir heyi Trípólishern- aðinn eingöngu í Trípólis, og varna þeim allrar herskipasiglingar um Adría- flóa og Iónahaf. Af klerkaflokkinum varð Arhenthal jafnan fyrir megnum árásum og meðan hann var veikur í vetur reyndu for- ingjar flokksins hvað eftir annað að koma honum frá, en keisari vildi eigi missa hann. Dauðinn einn fekk veitt honum lausn. Eftirmaður Aehrenthals er orðinn Leopold Berchtold greifi, sem verið hefir sendiherra Austurríkis bæði í París og Lundúnum og síðast í Pét- ursborg. ReyKÍavikur-annáll. Áttræðisafmæli á i dag kona ein kér i b», eem margir þekkja og — það eem fátíð- ara er, — að góðn einu. Það er frk. Anna Guðmundsdóttir, fóeturdóttir frú lngileifar Meleted. Ymeir vinir hennar færa henni i dag ekrautritað ávarp áeamt myndarlegri afmæliegjöf. Föstuprédikun flytur síra Fr. Fr. i dóm- kirkjunni i kvöld kl. 6. Rseningjamir voru leiknir bæði laugar- dag og sunnudag fyrir húsfylii að heita mátti hæði kvöldin. Leikendum hefir farið fram síðan fyrsta kvöldið. Giagnrýni á leiknum kemst eigi í þetta hlað af óvið- ráðanlegum ástæðum. Skautakapphlaup þau er til stóðu á snnnadaginn úti á Iþróttavelli fórust fyrir söknm þess, að ísinn var orðinn of bráðinn. Skipafregn. Sterling kom hingað á mánudagskvöld með 20—80 farþega. Með- al þeirra voru: kaupm.: Grarðar Gíslason, Geir Thorsteinsen, Fr. Nathan, C. Olsen, Aage Sörensen, Haraldur Árnason; ennfr. Pétur Brynjólfsson hirðljósmynd. (með frú), Isólfur Pálsson organisti, Helgi Yaltýsson kennari; frá Vestmannaeyjnm Karl Einars- son sýslnmaður (til heilsubótar i Yifilsstaða- hæli) og síra Oddgeir Guðmundssen. Sðugfélagið 17. jtíní syngnr enn á föstu- dag, fyrir áskorun ýmissa bæjarbúa, söng- skrána sömn og tvö siðustu skiftin. Hefirðu heyrt það fyr ? Einn sinni sem oftar liafði þvi verið spáð, að heimurinn ætti að Zarast tiltekinn dag. Það var ,8/7 1816. Þá stóð i blaði daginn áður: Hinum mikla atburði, heims- slitunum, hefir verið frestað vikut.ima, vegna þess, hve geysileg fyrirhöfn er að undir- búa þan. Hár vöxtur. Uogur efnilegur Borgfirð- ingnr, sem hér var á ferð i haust, og vildi sýna, að hann væri vel heitna i m e t r a- tungumálinu höfðingjanna, sagðist vera réttir 165 kilómetrar á hæð, og hest- urinn, sem hann reið, 56 kílómetrar. VÍ8t er það dýrmætt, metratungnmálið! Þjófur kallast sá, sem hefir verið svo bráðfíkinn í annarra eigur, að hann hefir ekki gefið sér tíma til að stofna hlutafélag. (Fr. spakm.) Stærstu eyjai1 hér i álfn 4 ern : fermílnr rastir Bretland hið mikla 4000 — 218,000 ísland............. 1900 = 105,000 írland............. 1500 = 84,000 Sikiley............. 470 = 25,000 Höktari er nýjasta islenzkan á þessu, sem metramálsvisindin frónsku nefna annars hektara. Að hökta er orð sera skilst. Og því þá ekki að nota það heldur en að hektaf Hver vill nú islenzka arann? Lög eru skiðgarðnr, sem mannfélagið gerir kringum ástriður vorar, eg eru gall- arnir á þeim ýmist að kenna vansmiði, eða þvi, að ástríðurnar hafa vængi. (Spm.) Auöfengnari eru þúsund hermenn en einn hershöfðingi. (Kínverskt spakmæli). Þetta var kveðið nm vestfirzkan kven- skörung, er Valgerður hét og uppi var fyrir nær 40 árum — hún þótti vera ágjörn: Valka kldran moðar maur, Mammons drum kvalin; Hún í nára özlar aur Ofan tdradalinn. f í»órður Stefánsson — einn af elztu borgurum þessa bæjar — lózt á Landakotsspítala 6. f. m. Jarðar- för hans fór fram 14. f. m. frá Good- templarahúsinu og gekst stúkan Hlín fyrir henni. Hann var fólagi þeirr- ar stúku mörg undanfarin ár og höfðu félagar hans miklar mætur á honum. Elztur templara hór í bæ. Fæddur 17. okt. 1833. Gekk i G.t.regluna 1887 og var jafnan hinn tryggasti og bezti templar alla stund síðan. I eriudi, sem hann flutti í Hlín á 76. afmæli sínu og birt var ágrip af í ísafold 24. nóv. 1909, lyBti hann að nokkru æfiferli sínum — baráttunni við hinn skæða óvin mann- kynsins, áfengið, sælum sigri í þeirri viðureign og þar með gagngerðri breyt- ing á lifi hans. — Minning þess við- burðar var honum hugljúf og helg. Síra Haraldur Níelsson prófessor flutti aðal líkræðuna,sni1darfagurt og hugðnæmt erindi, svo sem honum er lagið. En kveðjuorð frá stúkunni flutti kand. theol. S. Á. Gíslason. Leikið var á harmóníum (H. Þ.) og fiðlu (Th. Á.) og meðal ann- ars sungin ný erfiijóð, er ort hafði síra Friðrik Friðriksson í nafni stúkunnar. Fyrir líkfylgdinni var borinn fáni Hlínar frá Templarahúsinu suður í kirkjugarð- inn. En þar flutti síra Bjarni Jónsson bæuarorð við gröfina og veitti hina síð- ustu þjónustu. Líf og minning Þórðar heitins berg- málar sigurhrÓB G.t.reglunnar. Og það sem Reglan var honum, það hið sama vill hún vera þjóðfélagi voru í heild sinni — já, gjörvöllu mannkyninu. Varðveitum sem lengst minningu haus. Hún er oss góð og hugljúf, því að í henni felst fyrirheit um gagngerðan sigur þess góða málefnis, er varpaði ljósi á vegferð hans. Á. Beztar húsgagnamyndir fást með því að útvega sér myndarítíð Norditk MObelinduitri, eem kemar út 4 sinnnm á ári í 4 laglegum möppum og kostar hver 8 kr. 25 a. Sérstök myndakerfi af ódýrum húsgögnum handa alþýóu, mjög smekklega valin og ruö- gerö fyrir hvern góðan smið. Lyberg Bondesen, Arkitekt og Udgiver, Köbenhavn. Umboösmaður óskast, gjaldtraust firma, einkaréttur um alt Island. Tilboð með meðmæl- o. s. frv. sendist til Náhmaschinen-Fabrik i Luzern (Schweiz). Innilega þökkum við öllum. sem á einhvern bátt hafa sýnt okkur hluttekningu við and- lát og jarðarför Skúla Sivertsen. Katrín Magnússon. Guðm. Magnússon. Jarðarför frk. Sigriðar Melsteð fer fram á morgun, fimtudag 7. marz kl. 12, frá heimili stjúpmóður hennar, frú Thoru Meisteð, Thor- valdsensstræti 2. Innilegt þakklæti vottast hér með öllum þeim, er heiðruðu útför Hermanníu Sigríðar Hermannsdóttur með nærveru sinni, og sýndu okkur hluttekningu á annan hátt. Vandamenn hinnar iátnu Nýjar vðrur með s|s Sterling: <***+&+* |^H|| ■ Nokkur uý fataefni, misl. og blá. Manchettskyrtur. Hanzkar. — Með s/s Botníu kemur mikið af vörum. ■ I IlORSTEINSSON&Co.,Hafnarstr. Ferðaáætlun gufuskipsins ,FL0RÁ 1912. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Frá Kristjaníu 27. marz 27. april 27. mai — Kristjanssand S.. . 30. marz 29. apríl 30. maí — Stavanger 31. marz 30. apríl maí 30. júní 30. júlí 30. ágúst 1. oktbr — Haugesund .... 31. marz 30. apríl 3r- maí 30. júní 30. júlí 30. ágúst 1. oktbr — Bergen 1. apríl 1. maí 3- júní 2. júli 2. ágúst 2. septbr <> oktbr — Þórshöfn (Færeyj.) 3. apríl 3- maí S- júní 5- júlí 5- ágúst 5- septbr 5. oktbr Á Fáskrúðsfirði *) . . 7- júní ’ 7- júlí 7- ágúst 7- septbr 7- oktbr Eskifirði 7- júní 7• júlí 7- ágúst 7- septbr 7- oktbr Norðfirði 7- júní 7- júlí 7- ágúst 7- septbr 7- oktbr Seyðisfirði 7- maí 7- júní 7- júli 7- ágúst 7- septbr 7- oktbr Vopnafirði *). . . . 8. júní 8. júlí 8. ágúst 8. septbr 8. oktbr Húsavík 8. maí 8. júní 8. júlí 8. ágúst 8. septbr 8. oktbr Akureyri 10. maí 9- júní 9- júli 9- ágúst 9- septbr 9- oktbr Siglufirði 10. júní 10. júlí 10. ágúst 10. septbr 10. oktbr ísafirði T I. maí 11. júni 11. júlí n. ágúst 11. septbr 11. oktbr Patreksfirði .... 12. mai 12. júní 12. júlí 12. ágúst 12. septbr 12. oktbr í Reykjavík 6. apríl n- maí júní 13- júlí x3- ágúst 13- septbr 13- oktbr x. n- 3. 4. 5. 6. 7. Frá Reykjavík 9. apríl 16. maí I 6. júní 16. júli ié. ágúst ié. septbr lé. oktbr A Patreksfirði .... 10. april júní 17- júií 17- ágúst 17- septbr 17- oktbr ísafirði 11. april 18. júní 18. júlí 18. ágúst 18. septbr 18. oktbr Siglufirði 19. júní 19- júlí 19- ágúst r9- septbr r9- oktbr Akureyri 14. apríl 20. júní 20. júli 20. ágúst 20. septbr 20. oktbr Húsavik 14. apríl 21. júní 21. júlí 21. ágúst 21. septbr 2r. oktbr Vopnafirði *).... 22. júní 22. júlí 22. ágúst 22. septbr 22. oktbr Seyðisfirði 16. apríl 23. júní 23. júlí 23. ágúst 23. septbr 23. oktbr Norðfirði...... 23- júní 23. júlí 23. ágúst 23. septbr 23. okjbr Eskifirði *) 23. júní 23- júlí 23. ágúst 23. septbr 23. oktbr báskrúðsfirM'11) . . . 24. júní 24. júlí 24. ágúst 24. septbr 24. oktbr Þórshöfn (Færeyj.) 18. apríl 19. maí 2é. júní 26. júli 2é. ágúst 2é. septbr 26. oktbr Bergen 20. apríl 21. maí 28. júní 28. júlí 28. ágúst 28. septbr 28. oktbr Haugesund 21. maí 29. júni 29. júlí 29. ágúst 29. septbr 29. oktbr Stavanger 21. april 22. maí 29. júní 29. júlí 29. ágúst 29. septbr 29. oktbr Kristjanssand, S. . í Kristjaníu 23. apríl 24. maí % A þá staði, sem merktir eru með stjörnu, kemur skipið því að eins, að beðið hafi verið fyrir flutning til eða frá staðnum. Fafaefrti, sérfega góð og faííeg, homu meó s\s Sferíing í klæóaverzt. Jf. Tftidersen & Sön, Tfóaístræfi 16. Skrifstofa almennings, Austurstræti 3, heflr mörg hús til sölu. Fiskimenn! Nokkrir duglegirfiskimenngeta feng- ið atvinnu á góðum þilskipum á Vestur- landi nú þegar. Góð kjör boðin. — Afgreiðsla blaðsins segir til. Húsnæði, 2—3 herbergi og eld- hús (helzt í Þingholtunum) óska barn- laus hjón eftir, frá 14. maí. Húsaleiga -borguð mánaðarlega. Afgr. visar á. Myndarleg stúlkageturfengið að læra Léreýtssaum nú þegar. Uppl. í búð Árna Eiríkssonar. Til leigu eitt eða tvö herbergi, með aðgang að eldhúsi. Upplýsingar Laugaveg 66, uppi._____________ Hér með er öllum bannað að skjóta í Arnarneslandi.—H. Þórðarson. Fundist hefir karlmannsúrfesti með hangandi kúlu á með kvenmanns- mynd í. —Vitja má á Laugveg 11 uppi. Gullhringur fundinn. — Vitja má i Vesturgötu 53 B. Þakkarávarp. Þegar eg næstl. vetur misti ástkæran eiginmann minn, Björn Sigurðsson, var mér alment hér í sveitum sýnd hluttekning í minni sáru sorg. Urðu margir af nágrönn- um, sveitungum og vinum nær og fjær til að rétta mér hjálparhönd. — Skai eg hér sérstaklega nefna nágranna mína, þau hjón í Brekku, Jón ló- hannsson og Þórkötlu Guðmunds- dóttur, sem með mörgu móti veittu mér mikla hjálp og aðstoð. Einnig vil eg sérstaklega nefna Karl Berndsen kaupmann á Hólsnesi, sem færði mér mjög höfðinglega gjöf. — Margir aðrir nær og íjær gáfu mér örlátlega, og þakka eg öllum þessum mönnum hjartanlega alla hjálp þeirra og gjafir. Bið eg guð að blessa þá og launa þeim afríkdómi náðar sinnar. Litlugilsá 23. febr. 1912. Sara Þorleijsdóttir. Rei kn ingsey 9 ubl öð hvergi ódýrari en í , Bókveralun ísafoldar. Sýslufundur. Aðalfundur sýslunefndar Gullbringu- sýslu verður haldinn í Keflavík mið- vikudaginn 10. apríl og hefst kl. 11 fyrir hádegi. Skrifstofa Kjósar- og Gullbringusýslu 6. marz 1912. MagnÚN Jónsson. Sýslufundur. Aðalfundur sýslunefndar Kjósarsýslu verður haldinn í Hafnarfirði fimtu- daginn 28. þ. mán. og hefst kl. 11 fyrir hádegi. Skrifstofu Kjósar- og Gulibringusýslu 6. marz 1912. Magnús Jónsson. Skrifstofa bæjarverkfræðings er flutt i slökkvistöðina i Tjarnargötu (uppi). — Opin frá kl. n —12. ! Undirboð. Með því að afgreiðsla gufu- bátsins »Ingólfs« í Borgarnesi verður laus frá 1. maí þ. á., er skorað á þá, er kynnu að vilja taka afgreiðsluna að sér, að senda undirrituðum, innan 15. apríl tilboð um lægsta undirboð, er þeir vilja taka starfið að sér fyrir, í lokuðu umslagi, merkt >Ingólfur«. Reykjavík x. marz 1912. Oddur (ííslascm, p. t. formaður. Stúlka getur fengið að læra kjólasaum á kjóla- saumaverkstofu frá i. apríl, gegn því að ráða sig til þess starfa í 6 mánuði. Þær sem kynnu að vilja sinna boðí þessu, snúi sér til frú L. Nielseu, sem er að hitta í J. P. T. Brydes- verzlun frá kl. 2 e. h. R i t s t j ó r i: Ólafur Björnsson. ÍiaZnlHftrpr»ntiini&ift.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.