Ísafold - 09.03.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.03.1912, Blaðsíða 1
Kemui út fcvisvar l viku. Yerö árg. (80 arkir minst) 4 kr. erienais 6 ki. oöa l1/* dollar; borgiat fyrir mibjan júll (eilendia fyrir fram). UppsÖffn (skrifleg) bundin við áramót, ei ógiid nema komln sé til útgefanda :fyiii 1. okt. og iLaapandi skuldlaus við blaðið Afgreiðsln: Austurstmti 8, ;xxxix. árg. I. O. O. F, 931539 Alþýðufél.bókasaín Pósthúsatr. 14 kl. 5—8. Augnlækning óke.ypis í Lækjarg. 2 mvd. 2-3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga iO—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid, 2—3 fslandsbanki opinn 10—2 V* og 5*/s- 7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 sðd. Alm. fundir fid. og sd. 8 */« siðdegis. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 */*, B1/*-^1/*. Bankastj. við 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—3 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opið 1 */a—2*/» á snnnudögum 8tjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Tannlækning ókeypis Pósth.st*r. 14B md. 11—12 Vífilsstaðahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnið opib á sd., þrd. og fmd. 12—2 Ofsóknin gegn Landsbankastjórunum. Ekki á lir að aka um hneykslin í gjaldkeramáli Landsbankans. Eftir öll þau firn, sem á undan eru gengin, og ísafold hefir sagt frá, bæt- ist nú það, að málið er gert að stæk- asta ofsóknarefni gegn bankastjórun- um. Þeir hafa það til saka unnið, að þeir hafa haft eftirlit — svo mikið eftirlit, að þeir fá hörðustu ávítur frá landstjórninni fyrir, hve mikið eftirlit þeir hafi (sbr. bréf ráðherra til banka- stjóranna dags. 16. jan. þ.á.). Þeir hafa það til saka unnið, að þeir koma því upp, þrátt fyrir megna örð- ugleika, að árum saman hafi verið haft af bankanum mikið fé, og krefjast þess, að ráðstaíanir séu gerðar til þess, að það fé verði endurgreitt. Þessar eru sakirnar. Fyrir þetta eru mennirnir bornir hinum svæsnustu brigzlum i aðalblaði Heimastjórnarforingjanna, Lögréttu. Fyrir þetta gerir blaðið ósleitilega til- raun til þess að æsa ráðherra til þess að setja mennina frá stöðu sinnil í þessari ofsókn gegn bankastjór- unum eru engar málsbætur. Þeir hafa ekki eingöngu hagað sér í þessu máli eins og samvizkusamir sæmdarmenn; þeir hafa líka að öilu leyti hagað sér sem gætnir embættismenn. Öllu hinu óhæfilega atferli stjórnarinnar gegn þeim hafa þeir tekið með stillingu, aldrei stigið eitt spor út af embættis- brautinni, ekkert til almennings leitað. Engar málsbætur eru það, að gjald- kerinn, sem alt málið er risið út af, er einn af Heimastjórnarforingjunum, hefir verið þingmannsefni flokksins, setið í miðstjórn hans og lagt mikið fé í flokkssjóð. Ekki geta bankastjór- arnir við því gert. Og einhver tak- mörk verður flokksfylgið að hafa, eins hjá Heimastjórnarforingjunum eins og öðrum mönnum. Sum brigzlin eru brosleg, lýsa engu öðru en illum hug og vitleysu. Önn- ur eru þess eðlis, að verið getur að alþýða manna þurfi að fá skýringu á þeim, til þess að skilja málið til hlítar. En öll eru brigzlin staðlaus og með öllu ómakleg. Broslegt er það, til dæmis að taka, að Bjöm Kristjánsson hafi ekki verið til menta settur í æsku, verið skó- smiður, »og síðan stýrt kramaraverzl- un«- En sú skömm líka, að hafa ekki frá upphafi gengið mentaveginnl Ætli Vesturheimsmenn sannfærðust ekki af slíkum »röksemdum« f Ætli Heimastjórnarforingjunum þætti það ekki vel við eigandi brigzl um Tryggva Gunnarsson, að hann hafi einu sinni verið bóndi ? Munurinn á fortíð þeirra B. Kr. og Tr. G. á und- an bankastjórn þeirra var mestur sá, að verzlun B. Kr. hafði blómgast prýðilega í höndunum á honum, en Tr. G. hafði farið með Gránufélagið eins og allir vita. Um Björn Sigurðsson er sagt, að nn sé »frámunalega atkvæðalítill maður«. Hann hefir ekki vasast í málum manna þessi rúm 2 ár, sem hann hefir hér verið, utan síns em- bættis-starfsviðs. Það þykir ekki al- staðar vítavert af bankastjóra. En embætti sínu hefir hann gegnt af alúð, samvizkusemi og þekkingu. Fráleitt væri það nein afturför, efsumir Heima- stjórnarforingjarnir færu að verða at- kvæðalitlir með þeim hætti. Þá flytur blaðið alllangt mál um það, að Einar Jónasson málafl.maður hafði borið æruleysissakir á Björn Kristjánsson, og að þess er getið í forsendum undirréttardóms hér í Reyk ja- vík, að B. Kr. hafi ekki þá gert ráð- stafanir til þess að bera þær sakir af sér. Nú er sannleikurinn i því máli ekki að eins sá, að B. Kr. hafði, þeg- ar dómurinn var upp kveðinn, höfðað mál sem nú er fyrir dómstólunum gegn Einari Jónassyni, heldur hefir líka Einar Jónasson sett ásakanir sinar fram i kæru til stjórnarráðsins, og stjórnarráðið ákveðið, eftir að hafa leit- að umsagnar, að taka pd kœru ekki til qreina að neinu leyti. Samt talar blað- ið líkast því, sem allar þessar sakir hafi sannast á B. Kr. I Hvernig lizt mönnum á? En nú er sú ásökun á B. Kr. — en á sennilega við báða bankastjór- ana — að Landsbankinn kaupi ekki veðdeildarbréfin; fyrir það séu þau komin niður í 94 eða 94V2 af hndr., — of slíkt hafi aldrei komið fyrir í tíð gömlu bankastjórnarinnar. Flestir vita nú víst, hvernig á þessu stendur. Gamla bankastjórnin gat alls ekki selt þau, og fyrir því leitaði hún til þings- ins 1909, og fekk lagaheimild þess, að landssjóður tæki 2 miljónir að láni til þess að kaupa fyrir veðdeildarbréfin. Af því láni tók Björn Jónsson 1V2 miljón 1909. Svo var ætlast til, að Kristján Jónsson tæki þá lf2 miljón, sem eftir var. Það hefir hann ekki gert. Af þvi stafa vandræðin. Oss skilst svo, sem Kr. J. beri það fyrir sig, að hann hafi ekki getað fengið féð. Sé það satt, hvernig á þá með nokkuru viti að ásaka Landsbanka- stjórnina fyrir að hafa það ekki á reiðum höndum ? Getur nokkur bú- ist við að Landsbankanum sé hér hægra um vik en landssjóði sjálfum? Auk þess er það kunnugt, að Lands- bankastjórnin benti Kr. J. á auðvelt ráð til þess að útvega þetta fé. En því ráði fekst hann ekki til að sinna. í sambandi við þessa ásökun um veðdeildarbréfin ber blaðið það fram, að Landsbankinn eigi stórfé inni hjá Landmandsbankanum á lágum vöxt- um, og haldi því fyrir almenningi hér. Þessi fjárhæð á að hafa numið um 800 þúsund um síðastl. áramót, en bankinn þurft að nota um 300 þúsund. Svo að um Vs miljðn sé haldið þar föstum í öllum fjárkrögg- unum hér. ísafold er að vísu ókunnugt um, hvort rétt muni þetta hermt eður ei, og fær heldur eigi skilið, hvaðan Lögréttu koma þær upplýsingar um hag bankans. En þó að nú Landsbankinn hefði átt þetta inni um nýársdagana, þá væru það engin býsn, þar sem bank- inn á sama tíma hlýtur að hafa skuld- að veðdeildunum fyrir inndregiu bréf og vexti af veðdeildunum, og ennfr. vexti af 2 miljón króna Lands- bankaláninu, sem alt féll í gjalddaga 2. janúar þ. á. Bankinn verður að vera við því búinn að standast slíkar útborganir. Og hefir Lögrétta athugað, hvort það sé svo hagvænlegt fyrir bankann að vera þrælbundinn á skuldaklafa Keykjavík 9. marz 1912. útlöndum, og gjalda ef til vill svipaða vexti og hann fær hér sjálfur. Þá komum vér að siðasta ákæru- atriðinu, sem vér ætlum að minnast á nú, því ákæruatriðinu, sem á að reka smiðshöggið á alt saman og gera bankastjórana réttræka. Það er eftirlitsleysið — að hafa ekki gætt gjaldkernns betur. Hver sem nokkuð hefir kynt sér málið að marki, veit, að þessi ákæra er alveg fráleit. Fyrst er annrikið. Bankastjórarnir taka við bankanum í mesta ólagi. Þeir þurfa að kynna sér mörg þúsund lán og víxla, og miklum fjölda þeirra þarf að koma í betra lag með mikilli og langvinnri fyrirhöfn. Rannsóknar- nefnd þingsins kom 1911 með alla þá fyrirhöfn, sem henni var samfara. Og bankastjórarnir verða að fara á vixl til útlanda eða í eftirlitsferðir. Það er sennilega flestum mönnum vitanlegt í þessum bæ, að í stað þess að um vanrækslu hafi verið að tefla hjá bankastjórunum, hafa þeir verið drekkhlaðnir störfum frá morgni til kvölds, síðati þeir tóku við. Þá var traustið á gjatdkeranum. Hann var einn af bæjarins helztu mönnum. Hann hafði verið við bank- ann um 23 ár. Landsins mesti reikn- ingsmaður hafði verið með honum gæzlustjóri öll árin og æðsti dómari landsins um 14 ár. Þeir höfðu aldrei, svo kunnugt væri, fundið neitt at- hugavert við störf gjaldkerans. Alt árið 1910 og fram að þingi 1911 var Kristján Jónsson nær því daglega í afgreiðslustofu bankans, ein- mitt á aðalafgreiðslutímanum, þegar megnið af forvaxtareikningum fer fram, og jafnframt þann tímann, sem bankastjórarnir voru bundnastir við sina afgreiðslu. Hann benti banka- stjórunum nokkurum sinnum á það, sem honurn líkaði ekki. En hann benti aldrei á það, að neitt væri at- hugavert við störf þeirra gjaldkera og bókara. Bankastjórarnir höfðu alt eftirlit með bankannm, annað en það, að rannsaka, hvort nokkur sviksemi færi fram. Þeir höfðu enga ástæðu til þess, að gruna neinn um hana. í byrjun ársins 1910 komust þeir að þvi, að gjaldkerinn einn reiknaði forvexti af víxlum. Bankastjórarnir mæltu þá fyrir um, að bókarinn eða annar í forföllum hans skyldi gera það líka. Þeim kom ekki annað til hugar en að fyrirmælunum væri hlýtt. Og gæzlustjórinn, sem i afgreiðslustof- unni var, Kr. J., gerði aldrei viðvart um, að í þessu efni væri neitt áfátt. Þrátt fyrir það traust, sem banka- stjórarnir höfðu á starfsmönnunum, og þrátt fyrir það, að það er vitan- lega ekki þeirra verk að reikna upp eftir þá, höfðu þeir ásett sér að gagn- skoða frumbækur gjaldkera og bókara, hvenær sem tími ynnist til. Þeir gátu það ekki fyr en í síðastliðnum nóvem- ber. Þá tóku þeir til þeirra starfa. Og þá fóru að koma í ljós þær mis- fellur, sem mönnum er nú kunnugt um. Hvað er þá að ásaka bankastjórana fyrir ? Alls ekki neitt. Það er stakri skyldurækt þeirra að þakka, að mis- fellurnar komust upp. Og það er fyrir sömu skyldurækt þeirra, að ekki tókst að kæfa málið, eins og allur gangur þess bendir á að til hafi verið stofnað. Fyrir það reynir nú Lögrétta að æsa ráðherra til þess að reka þá frá stöðu sinni. Hefir blaðið athugað afleiðingarnar, sern af því mundu verða, ef þessu fengist framgengt? Hefir blaðið athugað, hver óhemju- grunur mundi kvikna — réttur eða Ráðuneytið nýja i Noregi. ---- Kböfn 3«/j 1912. Yinstra megin að ofan: Erik Enge, landbúnaðarráðgjafi (frjálsl.), Edward Lilje- dahl, kenslnmálaráðgjafi (frjálsl.) og Jóhannes Irgens, ntanríkisráðgjafi (hægri). í miðið að ofan: Jens Bratlie, yfirráðgjafi og hervarnarráðgjafi (hægri) og Frederik Stang (próf.), dómsmálaráðgjafi (hægri). Hægra megin að ofan: Fr.Konow, fjármálaráðgjafi (frjálsl.), Ambrosius Lindvig, verzlunarráðgjafi (frjálsl.) og Bernhard Brænne vinnumálaráðgjafi (hægri). Það þykir stjórnmálaþrekvirki af Bratlie, að honum tókst að bræða saman flokkana aftur og gera sér fráfarandi ráðgjafa fylgisama. í sárabætur kvað eiga að gera Konow, yfirráðgjafann sáluga, að stórþingisforseta í stað Bratlies og auk þess var frændi hans, Fr. Konow, nýr þingmaður, gerður að fjármálaráðgjafa. Annars eru nú sem áður 4 af hvorum flokki í ráðuneytinu og samvinna söm eins og ekkert hafi í skorist. — Einhver merkasti maður- inn í nýju stjórninni er Frederik Stang, prófessor, sem nú er orðinn dóms- málaráðgjafi. Konow, sem nú er farinn frá völdum, er mikill íslandsvinur og hefir hann keypt og lesið fslenzk blöð um mörg ár. Heyrst hefir, að afnám tolls á íslenzkum hestum hafi verið vel á veg komið um það leyti, er Konow var steypt. Hvað nýja táðuneytið hefst að í því máli skal ósagt látið, en von- andi er að málið nái fram að ganga. rangur —, ef bankastjórarnir væru reknir fyrir þá sök eina, að koma upp um einn Heimastjórnarforingjann mis- fellum, sem almenningur veit nú, að eru í meira lagi alvarlegar? Hefir blaðið athugað, að sá burtrekstur mundi gefa mönnum tilefni til að halda, að fleiri menn væru í hættu en Halldór Jónsson, svo að vissast væri að láta ekki aðra en Heimastjórnarhöfðingja kynnast málinu of mikið við væntan- lega sakamálsrannsókn. Og hefir blaðið athugað, hverjar af- leiðingarnar mundu verða fyrir Kristján Jónsson, ef hann léti æsast út í þá vitleysu? Þvi er ekki að leyna, að nú er óhugur í mörgum manninum út af því, að eiga að fá hann aftur í dómstjórasætið, eftir alt, sem fram hefir komið. En léti hann hafa sig til slíkra hefnda og þess ofbeldis, sem hér er um að tefla, þá mundi rísa gegn honum sú alda, að sæmd hins æðsta dómstóls hér á landi væri í veði, utanlands og innan, ef hann tæki aftur forsæti þar. Þýzkalandsför Haldanes. Samdráttur með Bretum og Þjóðverjum. Afnám flokkasamkepni? ---- Kh. »/, ’12. Sá stórmerki atburður gerðist á dög- unum, að Bretar sendu hermálaráð- gjafa sinn Haldane til Berlínar til þess að tala þar við stjórn og stórmenni um framtíðarhorfur i sambandinu milli landanna. Förinni var haldið mjög leyndri fyrst um sinn og alt annað erindi látið í veðri vaka. En nú hefir Asquith yfirráðgjafi skýrt frá hinu sanna í þinginu á dögunum, skömmu eftir heimkomu Haldanes. Hann sagði þann hafa verið tilgang fararinnar, að Haldane leitaði fyrir sér meðal þeirra, er bæru ábyrgð á þýzk- um utanrikismálum nú, hvort eigi yrði bætt samkomulagið og samvinnan milli landanna. Asquith kvaðst ekki geta sagt frá, um hvað samræður Haldanes hafi snúist í einstökum atriðum, en því sagðist hann geta skýrt frá, að samningatilraunir væru nú þegarbyrj- aðar milli stjórnanna og að einlægur vilji hafi verið af beggja hálfu, meðan Haldane var í Berlín, að bæta sam- komulagið milli ríkjanna, án þess að vináttusambönd Þjóðverja og Breta við önnur ríki mistu nokkurs í. í samræðunum hafi hvor aðili talað það, sem honum bjó í brjósti og þetta hafi nú leitt til þess, að alvarlegar tilraun- ir væru að byrja milli ríkjanna, ítar- leg rannsókn á hvað hægt væri að gera. Þessarri ræðu var tekið með lófaklappi af öllum flokkum i þing- inu. Samskonar yfirlýsingu um heimsókn Haldanes flutti v. Bethmann-Hollweg kanzlari í þýzka þinginu. Menn þykjast þess fullvissir, að samningatilraunirnar stefni meðal ann- ars að því, að eitthvert lát verði á samkepni þeirri, sem verið hefir með Bretum og Þjóðverjum á síðari árum í flotabúnaði. Meðan Haldane var í Berlin flutti Churchill flotamálaráðgjafi ræðu á Englandi og sagði þá, að her-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.